Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Tedrykkja www.IKEA.is Mánud. - föstud. kl. 10:00 - 18:30, Laugard. kl. 10:00 - 18:00, Sunnud. kl. 12:00 - 18:00. Rýmum fyrir nýjum vörum 26.6 - 20.7 Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 06 /2 00 3 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 06 /2 00 3 Fékk mér te eitt kvöldið til til-breytingar. Var að horfa á Lone Star í sjónvarpinu og vildi hafa eitthvað fyrir stafni á meðan. Konan sagði mér að prófa teið sem hún fékk í afmælisgjöf í ofur- litlum pakkningum. Það var svo dýrt. Dýrasta te í heimi, sagði hún. Hellti í teketil og blandaði sterkt. Drakk fram eftir kvöldi. Vissi næst af mér klukkan 6:45 um morguninn við stofu- gluggann; glaðvakandi að horfa á fuglana marsera eins og herfor- ingja í garðinum. Hafði ekki kom- ið blundur á brá. Helvítis teið. Það var örvandi. Líklega smyglað. Minnir að það heiti Tjing-tjong. Verst var að ég hafði mælt mér mót við ferðafélaga til að ríða hrossum til Þingvalla klukkan átta um morguninn. Mætti ósofinn og reið af stað. Þyngsli næturinnar lágu á mér sem mara þó sól skini í heiði. Fag- ur fuglasöngur umbreyttist í skræki. Lóan var ekki sjálfri sér lík. Skjaldbreiður eins og ofbökuð pizza, Ármannsfellið ógeðfellt og Hlöðufellið ógeð. Fann helst fró í mýbiti sem fyllti vit og suðaði stíft um höfuð. Skildi nú betur en áður elstu pyntingaraðferð heims, sem felst í því að halda mönnum vakandi þar til þeir viðurkenna hvað sem er. Fátt brýtur niður af viðlíka krafti og svefnleysi. Skimaði eftir hentugum steini sem ég gæti fallið á ef ég léti mig detta af baki. Vildi ekki njóta, sjá, heyra né lifa. Lífsneistinn var all- ur. Sá hvergi nógu egghvasst grjót sem örugglega myndi stytta mér aldur. Reið því áfram þögull og fár og komst á leiðarenda. Með tárin í augunum. Gat loks sofnað því Tjing-tjong var hætt að virka. Svaf eins og Þyrnirós í heila öld og vaknaði sjálfum mér líkur við kvak fuglanna sem sungu nú eins og Sibelius. Sólin breiddi faðm sinn mót öllu sem lífsanda dregur og sumargolan líktist silki er hún kyssti kinn. Lífið brosti við mér og ég sá möguleika í hverju horni. Nú veit ég sem er að hvíld er nauðsyn. Og tedrykkja getur verið dýrkeypt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.