Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 4
4 28. júní 2003 LAUGARDAGUR Þarf að auka fjárveitingar til Landspítala – háskólasjúkrahúss? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú til útlanda í sumar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 15,5% 80,5% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Óvissa um forstjóra Lýðheilsustofnunar: Tekur samt til starfa HEILBRIGÐISMÁL „Lýðheilsustofnun mun taka til starfa 1. júlí sam- kvæmt nýjum lögum,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. „Við munum tryggja það að hún taki til starfa og að þau ráð sem heyra undir stofnunina geti starf- að áfram.“ Jón segir að fyrir liggi um helgina með hvaða hætti Guðjón Magnússon kemur að Lýðheilsu- stofnun. Guðjón hefur verið ráð- inn forstjóri stofnunarinnar en hann er nú við önnur störf í Kaup- mannahöfn. „Það kemur í ljós um helgina hver framtíð Guðjóns við stofnunina verður,“ segir Jón. „Það mun þó ekki hafa áhrif á að starfsemin fari af stað undir nýju lögunum.“ Að sögn Jóns er hlutverk Lýð- heilsustofnunar að samræma það starf sem fram fer að forvörnum í landinu og mun stofnunin sam- ræma störf þeirra ráða sem vinna að forvörnum með það fyrir aug- um að efla forvarnirnar. Að sögn Jóns verður þó ekki mikil breyting á starfsemi stofnananna fyrst um sinn. „Starfsemin verður með svip- uðu sniði og hún er nú, en meining- in er að fá forstjóra til að halda utan um starfið og móta næstu að- gerðir í samræmi við okkur.“ ■ Frjálslyndir eyddu minnst Frjálslyndi flokkurinn hefur kynnt bráðabirgðauppgjör eftir kosninga- baráttuna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, skorar á aðra flokka að opna bókhald sitt, enda lokað bókhald ólýðræðislegt. KOSNINGAR Frjálslyndi flokkurinn eyddi 13 milljónum króna í kosningabaráttunni fyrir alþing- iskosningarnar í vor, en hann sendi frá sér bráðabirgðauppgjör í gær. Frjálslyndir eyddu því minnst af þingflokkunum, eftir því sem næst verður komist, en þeir og Vinstri grænir eru einu stjórnmálaflokkarnir sem hafa gefið upp kostnað kosningabar- áttu sinnar. Framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum til frjálslyndra námu tæpum þremur miljónum. Enginn gaf meira en hálfa milljón til flokks- ins, en það er sú upphæð sem miðað er við þegar upplýst er hverjir gefa. Að sögn Margrétar Sverris- dóttur, framkvæmdastjóra flokksins, er mikilvægt að stjórn- málaflokkur gefi upp stóra styrktaraðila. „Það er ekki leng- ur þekkt í löndunum í kringum okkar að halda bókhaldinu lok- uðu, enda er það ólýðræðislegt og móðgun við kjósendur. Við mið- um við 500 þúsund, vegna þess að enginn getur keypt stjórnmála- flokk fyrir hálfa milljón.“ Margrét segir uppreisnar- flokka jafnan eiga erfitt upp- dráttar hvað varðar fjárframlög. „Við fengum ekkert frá Sam- herja. Ég var steinhissa. Það væri gaman að sjá ef hinir opn- uðu bókhaldið, hvort þar séu ekki hagsmunaaðilar að gefa háar upphæðir.“ Aðspurð segir Margrét Frjáls- lynda flokkinn hafa fengið styrki víða að. „Almennt voru þetta bankastofnanir og stórfyrirtæki sem styrkja alla flokka. Við fáum ekki að vita hvort þeir styrki alla jafnt. Einnig hafa fyrirtæki í fiskvinnslu sem vilja breyta fisk- veiðistjórnunarkerfinu styrkt okkur. Langalgengast er að við séum að fá um 30 til 50 þúsund krónur.“ Frumvarp Samfylkingarinnar um opnun bókhalds stjórnmála- flokkanna var fellt á síðasta þingi og hefur flokkurinn ekki viljað opna sitt eigið bókhald á þeim forsendum að sum fyrirtæki myndu kjósa leyndina hjá lokuðu flokkunum. jtr@frettabladid.is Hættuleg fitubrennsluhylki: Innihalda eiturefni NEYTENDUR Hættuleg fitubrennslu- hylki eru nú seld á Netinu. Hylkin eru einkum ætluð þeim sem stunda líkamsrækt til þess að auka fitubrennslu, og innihalda hættulegt efni, DNP. DNP er á lista yfir eiturefni og hættuleg efni. Finnskur einstaklingur var lagður á gjörgæsludeild eftir að hafa tekið inn hylki með DNP, sem höfðu verið pöntuð á Netinu. Lyfjastofnun og Matvælasvið Umhverfisstofnunar hvetja neyt- endur til að vera á verði gagnvart vörum sem seldar eru á Netinu eða í gegnum póstverslun, einkum ef innihaldslýsingar eða notenda- fyrirmæli eru villandi. ■ Sauðárkrókur: Lífleg prestastefna PRESTASTEFNA Rætt var um stefnu- mótunina og undirbúnar frekari viðræður um prestakallaskipan,“ segir Adda Steina Björnsdóttir, verkefnisstjóri Prestastefnunnar sem var á Hólum í Hjaltadal. Adda Steina segir að rætt hafi verið um grunnþjónustu kirkj- unnar og hvað eigi að einkenna hana. Hvaða samstarfsmöguleik- ar séu, hverjir geti sinnt starfinu og hver þjónustuþörfin sé. Það sé grundvöllur þess að ræða nánar um prestakallaskipunina. Gera eigi erindisbréf yfir allar stöður innan kirkjunnar. „Prestastefnan var lífleg og mikill vinnufundur,“ segir Adda Steina. ■ JÁRNFRÚ BOSNÍU Biljana Plavsic er komin til Svíþjóðar þar sem hún mun afplána dóm fyrir grimmd- arverk í Bosníustríðinu. Járnfrú Bosníu: Situr af sér dóm STOKKHÓLMUR, AP Biljana Plavsic, fyrrum forseti Serbneska lýð- veldisins í Bosníu, mun sitja af sér dóm í Svíþjóð. Plavsic, „járn- frú Bosníu“, var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í of- sóknum á hendur Króötum og múslímum í Bosníustríðinu á ár- unum 1992-1995. Yfirvöld í Svíþjóð buðust til þess að taka við Plavsic og mun hún að líkindum sitja af sér dóm- inn í Hinseberg-kvennafangelsinu skammt frá Örebro. Plavsic, sem nú er 72 ára að aldri, gekkst við hluta af þeim ákærum sem á hana voru bornar gegn því að hinar yrðu felldar niður. ■ LANDEYÐING Á HORNAFIRÐI Bæjarráð Hornafjarðar tekur undir varnaðarorð landgræðslu- stjóra varðandi brýnar aðgerðir í fyrirhleðslumálum í sýslunni, einkum við Jökulsá í Lóni, þar sem velti á dögum eða vikum um framkvæmdir. MEINTUR HRYÐJUVERKAMAÐUR Al-Ghamdi dvaldi um hríð í Afganistan á slóðum Osama bin Laden og hefur verið bendlaður við ýmsa þekkta hryðjuverkamenn. Sjálfsmorðsárásirnar í Ryiadh: Höfuðpaur handtekinn SÁDI-ARABÍA Lögreglan í Sádi-Arab- íu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa lagt á ráð- in um sjálfsmorðsárásirnar í Ryiadh í Sádi-Arabíu 12. maí síð- astliðinn. Ali Abd al-Rahman al- Faqasi al-Ghamdi gaf sig sjálfur fram við lögreglu. Talið er að al-Ghamdi sé ná- tengdur hryðjuverkasamtökunum al Kaída. Hann hefur verið eftir- lýstur síðan í maí í tengslum við fund stórrar vopnageymslu í Ryiadh sem talin er hafa tilheyrt samtökunum. Hátt í 50 menn hafa verið handteknir í kjölfar árásanna í Ryiadh, að sögn yfirvalda. ■ ALFREÐ FORMAÐUR BORGAR- RÁÐS Alfreð Þorsteinsson var kjörinn formaður borgarráðs til eins árs á fundi borgarráðs. Varaformaður var kosinn Árni Þór Sigurðsson. Tillaga um kjör beggja var samþykkt með fjór- um samhljóma atkvæðum. Mannát í Indónesíu: Át áttræða nágranna- konu INDÓNESÍA, AP Dómari í Indónesíu dæmdi þrítugan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir mannát. Maður- inn gróf upp lík áttræðrar ná- grannakonu sinnar daginn eftir að hún var jarðsett og lagði sér til munns. Þegar maðurinn var hand- tekinn fundust líkamspartar kon- unnar grafnir í bakgarði og í eld- húsi mannsins. Hann kvaðst hafa trúað því að með mannátinu gæti hann öðlast yfirnáttúrlegan kraft. Lögfræðingar mannætunnar hyggjast áfrýja dómnum. ■ ■ Landið ■ Reykjavík JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að Lýðheilsustofnun taki til starfa á þriðjudag- inn þrátt fyrir óvissu um forstjóra stofnun- arinnar. LÍKAMSRÆKT Hættuleg fitubrennsluhylki, einkum ætluð til að auka fitubrennslu þeirra sem stunda líkamsrækt, eru nú seld á Netinu. VILJA OPIÐ BÓKHALD Frjálslyndir vilja að allir flokkar verði gerðir skyldugir til að opna bókhald sitt, en frumvarp þess efnis var fellt á síðasta þingi. ■ „Einnig hafa fyrirtæki í fisk- vinnslu sem vilja breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu styrkt okkur.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.