Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 14
Halldór Einarsson í Val, sem ímunni kunnugra gengur jafn- an undir nafninu Henson, hefur ýmsa fjöruna sopið í þau þrjátíu og fimm ár sem hann hefur fram- leitt íþróttaföt. Fyrstu íþróttaföt- in sem saumuð voru af fyrirtæki hans komu á markað árið 1969 og voru eingöngu notuð við íþrótta- iðkun. Því lyftist brúnin á mörgum manninum á því herrans sumri 2003 þegar æ fleiri Reykvísk ung- menni tóku að birtast á götum borgarinnar, klædd Henson-bún- ingum allsendis óbreyttum frá því þeir fyrstu komu á markað. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að helstu tískuvöruverslanir borgar- innar hafa gallana góðu til sölu og þeir renna út eins heitar lummur. „Við önnum vart eftirspurn, það er svo mikið að gera, því það er ekki eins og við gerum ekki annað en sauma þessa tilteknu galla. Við framleiðum fyrir íþróttafélög í kringum allt land og nú er aðal- annatíminn,“ segir Halldór. Vantaði íþróttaföt Fram undan eru einnig pæju- og pollamót í fótbolta og það er alltaf mikið að gera við að sauma galla, merkja og setja á þá auglýs- ingar áður en mótin hefjast. Hall- dór segir að öll þessi ár síðan hann hóf framleiðsluna hafi fyrir- tækið ekki stöðvast svo mikið sem einn dag. Það hefur gengið í gegn- um þrengingar sem íslenskur iðn- aður hefur átt við að stríða og lif- að þær af þrátt fyrir að gefið hafi hraustlega á bátinn hjá honum. En hvernig hófst þetta ævintýri á sín- um tíma? „Þetta hófst þannig að mér fannst sem knattspyrnumanni að erfitt væri að fá íþróttaföt. Það var afskaplega lítið úrval og Hellas við Skólavörðustíg var eina íþróttaverslunin á þeim árum sem kvað eitthvað að. Ég fór því að hugleiða hvað hægt væri að gera,“ segir Halldór. Hann fór því að fikra sig áfram og byrjaði á að kanna hvar hann fengi efni til að láta sauma úr. „Það lá ekki á lausu hér en ég fann fyrirtæki með efni ekki fjarri Manchester sem var kannski ekki það besta en ég tók það eigi að síður. Ég leigði tvö her- bergi á Lækjargötunni fyrir ofan Úlfar Þórðarson augnlækni og lögmannsstofu Birgis Ísleifs, nú seðlabankastjóra. Inni í Eikjuvogi fann ég konu sem var til í að sauma fyrir mig heima. Mig minnir að þeir fyrstu sem keyptu af mér búninga hafi verið Akur- nesingar en þori þó ekki alveg að fara með það,“ segir Halldór og hlær við minninguna um baslið fyrstu árin. Dramatísk byrjun Við Lækjargötuna var á þess- um árum samkomustaður Vals- manna og hjá Henson, sem þegar gekk undir því nafni, hittust þeir og ræddu málin. Hann segir oft hafa verið mannmargt og lítið hafi orðið úr verki suma daga. Halldór heldur áfram að rifja upp fyrstu árin. Í ljós kom að efn- ið frá Manchester var ekki nógu gott og því datt honum í hug að láta framleiða efnið hérna heima. „Það var meira brasið. Ég fékk verksmiðju á Akranesi sem prjón- aði og saumaði undirföt til að prjóna fyrir mig efnið. Þá skall á verkfall og allt sat fast í tolli,“ segir hann og skellihlær að endur- minningunni. „Loksins þegar ég náði efninu byrjuðu þeir að prjóna eins og þeir ættu lífið að leysa og sendu mér fyrstu strangana. Þá kom í ljós að það þurfti að hleypa efnið og ég fór af stað í efnalaug til að fá það gert. Ég man að litirn- ir komu þokkalega út og þetta var ekki svo slæmt. Þessi eina kona sem ég hafði aðgang að saumaði og saumaði en það endaði með því að hún sprakk á liminu. Nú hefði það verið kallað að fara á líming- unum því hamagangurinn og læt- in voru slík,“ rifjar hann upp og hristir hausinn yfir minningunni um fyrstu framleiðsluvöruna. „Á Skaganum var beðið eftir búningunum því þeir ætluðu að skera sig úr á stórri íþróttahátíð í Laugardal í nýjum búningum frá Henson. Það hafðist hins vegar ekki að skila nema helmingnum af pöntuninni á tilskildum tíma. Þetta var dramatísk byrjun en ég man að eigi að síður var pöntun- inni fagnað hressilega í Glaumbæ þegar hún kom,“ segir Halldór og hristist af hlátri við tilhugsunina. „En þetta var í eina skiptið sem ég reyndi að flytja inn garn til fram- leiðslu. Ég fann svo ágætis efni í Danmörku sem ég keypti mjög lengi þar á eftir.“ Halldór segir að upp frá því hafi hann ráðið til sín konur og Henson orðið lítið og huggulegt fyrirtæki við Lækjargötu 6b. Á þessum árum var ekki heiglum hent að útvega fé og þegar kom að því að fjármagna kaup á nýju hús- næði við Sólvallagötu 9 fékk Hall- dór fyrir klíkuskap lán úr Iðnlána- sjóði sem hjálpaði mikið. „Þannig var þetta í þá daga, það gekk allt út á að maður þekkti mann,“ bæt- ir Halldór við. Gallarnir slógu í gegn Um þetta leyti hóf Henson framleiðslu á göllunum góðu sem slegið hafa í gegn í sumar. „Þeir eru nákvæmlega eins og þeir voru þá. Þegar við byrjuðum að fram- leiða þá aftur tókum við snið úr hillum frá þessum tíma og breytt- um engu,“ segir Halldór. Munur- inn er aðeins sá að þá voru þessir gallar notaðir til upphitunar í íþróttum eins og í handbolta og fótbolta. Það hefði ekki nokkrum manni dottið í hug að fara í svona galla þar fyrir utan. Hann segir tilefni þess að framleiðslan hófst 14 28. júní 2003 LAUGARDAGUR GALLARNIR FRÁ HENSON ERU NÁKVÆMLEGA EINS OG ÞEIR VORU FYRIR 34 ÁRUM Þeir renna út eins og heitar lummur í tískuverslunum borgarinnar. Árið var 1969 og Henson saumaði íþróttafatnað. Nú, 34 árum síðar, er setið við vélarnar hjá Henson og saumað af krafti eftir sama sniði. Halldór Einarsson er þekktur undir nafninu Henson. Hann rekur samnefnt fyrirtæki og hefur meira en nóg að gera við að sauma íþróttagalla sem unga fólkið klæðist þessa dagana. Fyrstu pöntuninni fagnað hressilega í Glaumbæ ERILL ALLAN DAGINN OG LANGT FRAM Á KVÖLD Halldór er í fyrirtækinu frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. „Öðruvísi gengur þetta ekki,“ segir hann. Það líður vart sá dagur að ég geri það ekki einhvern tíma yfir daginn að grípa í vélarnar ef á þarf að halda. Oft er beðið á meðan síðasti saumurinn er tekinn og þá þýðir ekki annað en að kunna til verka.“ ,, Við urðum gjald- þrota 1991 og það var eins og hvert annað lán að okk- ur gafst færi á að kaupa fyrirtækið af þrotabúinu og halda áfram. Á meðan á því stóð héldu Esther og krakk- arnir framleiðslunni gang- andi þannig að hún stöðv- aðist aldrei. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.