Fréttablaðið - 28.06.2003, Page 10
10 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
ENN EIN VERÐLAUNIN
Ronaldo tekur við Grand Prix-verðlaunum
franska íþróttasambandsins fyrir bestan ár-
angur í íþróttum á árinu 2002.
Fótbolti
hvað?hvar?hvenær?
25 26 27 28 29 30 1
JÚNÍ
Laugardagur
Landsbankadeildir karla og kvenna:
Þriðjungur marka
karla á lokakaflanum
FÓTBOLTI Það er stígandi í marka-
skorun í leikjum Landsbankadeild-
ar karla. Níu af 99 mörkum fyrstu
sjö umferða keppninnar voru skor-
uð á fyrsta korterinu en þrjátíu á
síðasta korterinu. Mörkin dreifast
með öðrum hætti hjá konunum.
Þær skora mest á fyrsta korterinu
eftir hlé en raunar litlu minna á
lokakaflanum.
Fylkismenn byrja best og enda
best í keppni karlanna og Eyja-
stúlkur í keppni kvennanna.
Fylkismenn hafa skorað þrisvar á
fyrsta korterinu og fimm sinnum á
lokakaflanum en Eyjastúlkur fjór-
um sinnum í upphafi leiks og átta
sinnum undir lokin. Mörk Eyja-
manna og Þróttara dreifast mest í
keppni karlanna og mörk Blika og
Valsstúlkna í keppni kvennanna.
KR-ingar skoruðu ellefu mörk á
fyrsta korterinu í leikjum Lands-
bankadeildar kvenna og Eyja-
stúlkur tíu. Magri kaflinn í leikjum
KR-stúlkna er síðasta korterið fyr-
ir hlé. Þær hafa aðeins náð að setja
eitt mark á þessum kafla. Eyja-
stúlkur hafa gert jafn fá mörk um
miðbik seinni hálfleiks. ■
Hræðilegur atburður í leik Kólumbíu og Kamerún:
Marc-Vivien Foé látinn
FÓTBOLTI Kamerúnski leikmaður-
inn Marc-Vivien Foé hneig niður í
leik Kamerún og Kólumbíu í Álfu-
keppninni í knattspyrnu og var
úrskurðaður látinn 45 mínútum
seinna.
„Fótboltinn hefur misst frá-
bæra manneskju og frábæran
leikmann í Marc-Vivien,“ sagði
Sepp Blatter, forseti Alþjóða
knattspyrnusambandsins.
Dánarorsök er ókunn en yfir-
völd segja að Foé hafi verið með
lífsmarki þegar hann var fluttur á
sjúkradeild Gerland-vallarins í
Lyon. Krufning mun seinna leiða í
ljós hvers vegna hann lést en eng-
inn leikmaður var nálægt honum
þegar hann hné niður á 75. mínútu
leiksins, sem Kamerún vann með
einu marki gegn engu.
Með sigrinum komst liðið í úr-
slitaleik Álfukeppninnar gegn
Frakklandi en líkur eru á að það
skipti leikmenn litlu máli eins og
staðan er.
„Ég skil vel ef þeir neita að
spila leikinn,“ sagði Marcel Des-
ailly, miðvörður franska lands-
liðsins, um atvikið. Leikurinn á að
fara fram á sunnudaginn kemur.
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson verður
útnefndur nýr knattspyrnustjóri
enska annarrar deildar liðsins
Barnsley eftir helgina, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Sömu heimildir herma að til-
boði sem lagt hafi verið fyrir Pet-
er Doyle, eiganda liðsins, hafi ver-
ið tekið, en kaupverð er ekki gefið
upp að svo stöddu. Nýir eigendur
liðsins, sem og framtíðarstjórn
þess, verða kynntir á blaðamanna-
fundi á mánudaginn.
Kaupendur liðsins eru mjög
ánægðir með að málinu sé lokið
farsællega og telja mikla vaxtar-
möguleika vera fyrir hendi hjá
liðinu, sem gekk ekki sem best á
liðinni leiktíð. Félagið hefur verið
á barmi gjaldþrots um tíma en
kaupin bjarga liðinu frá gjald-
þrotameðferð.
Þetta þýðir að tilboð Peter
Ridsdale og hóps hans, sem einnig
hafði áhuga á félaginu, er úr sög-
unni.
Þar með er píslargöngu Guð-
jóns lokið en hann hefur verið at-
vinnulaus um talsverðan tíma og
sagði sjálfur að heimkoma væri
líkleg eftir sumarið ef ekki rætt-
ist úr hans málum. Guðjón mun
hafa rúman mánuð fram að fyrsta
leik liðsins, á heimavelli gegn
Colchester, til að setja mark sitt á
hópinn. ■
Geir Sveinsson hættur
þjálfun Vals:
Óviss um
framhaldið
HANDBOLTI Geir Sveinsson, þjálfari
og leikmaður handknattleiksliðs
Vals, hefur sagt starfi sínu lausu
sem þjálfari liðsins af persónuleg-
um ástæðum.
Nýr þjálfari liðsins er Óskar
Bjarni Óskarsson, sem þjálfað hef-
ur yngri flokka Vals um skeið.
„Ég veit ekkert hvort þetta er
endanlegt en ég kem ekki til með að
stýra Val né öðrum liðum næsta vet-
ur. Mögulega mun ég aðstoða Óskar
Bjarna eitthvað en á þessari stundu
er ómögulegt að segja hvernig eða
hvenær það verður.,“ sagði Geir. ■
11.50 RÚV
Formúla 1. Bein útsending frá tímatöku
fyrir kappaksturinn á Nürburgring.
13.00 RÚV
Vélhjólasport (e).
14.30 Skjár 1
Mótor - Sumarsport (e).
15.45 Sýn
Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik
Tyrkja og Kólumbíumanna um 3. sæt-
ið.
15.00 Akureyrarvöllur
Seinni leikur KA og Sloboda Tuzla í 1.
umferð Inter-toto keppninnar.
16.00 RÚV
Gullmót í frjálsum íþróttum (e).
18.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
22.45 Sýn
Hnefaleikar: Sýnt frá bardaga Lennox
Lewis og Vitali Klitschko (e).
11.30 RÚV
Formúla 1. Bein útsending frá kappakst-
urinn á Nürburgring.
14.00 RÚV
Bein útsending frá Íslandsmótinu í
hestaíþóttum.
17.35 Sýn
Toyota-mótaröðin í golfi.
18.25 Sýn
Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá úr-
slitaleik Frakka og Kamerúna.
20.55 Sýn
US PGA Tour 2003. Þáttur um banda-
rísku mótaröðina í golfi.
21.50 RÚV
Helgarsportið. Þáttur um helstu íþrótta-
viðburði helgarinnar.
21.55 Sýn
European PGA Tour 2003. Þáttur um
evrópsku mótaröðina í golfi.
22.55 Sýn
Álfukeppni FIFA. Sýnt frá úrslitaleik
Frakka og Kamerúna (e).
STERN ÓSKAR JAMES TIL HAMINGJU
LeBron er nýjasta stjarnan í bandarískum
körfubolta.
58 nýliðar valdir í NBA:
Jón Arnór
ekki valinn
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
körfuknattleiksmaður var ekki
valinn í NBA-nýliðavalinu sem
fram fór í Bandaríkjunum. Það
fór sem íþróttafréttamenn höfðu
spáð að Cleveland Cavaliers, sem
átti fyrsta valrétt, tók LeBron
James. LeBron þessi (2,03 m/108
kg) þykir eitt mesta efni sem
fram hefur komið hin síðustu ár.
Jón Arnór taldi sjálfur ólíklegt
að hann kæmist að í þessari til-
raun og líklegt er að hann spili
aftur í Evrópu á næstu leiktíð.
Þjálfarar Jóns eru vissir um að
hann eigi mikið inni ennþá sem
leikmaður og geti aðeins orðið
betri en hann er í dag.
„Hann er vafalaust besti ís-
lenski leikmaðurinn í dag,“ sagði
Pétur Hrafn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Körfuknattleiks-
sambands Íslands. „Þrátt fyrir að
hann komist ekki inn núna eru
engin sund lokuð. Hann getur
reynt aftur á næstu ári eða
þarnæsta. Svo er mikill áhugi fyr-
ir honum í Evrópu þannig að hann
á alveg að geta náð góðum samn-
ingi við sterkt lið fyrir veturinn.
En kosturinn við að reyna núna er
sá að hann er alla vega kominn á
blað þar vestra og þeir sem fylgj-
ast með að jafnaði muna eftir hon-
um þegar og ef hann reynir aft-
ur.“ ■
26 27 28 29 30 1 2
Sunnudagur
NBA-NÝLIÐAVALIÐ
1. LeBron James til Cleveland
2. Darko Milicic til Detroit
3. Carmelo Anthony til Denver
4. Chris Bosh til Toronto
5. Dwayne Wade til Miami
MARC-VIVIEN FOÉ
Lengi verið einn af máttarstólpum í liði
Kamerún.
FERILL FOÉ
1994 Kemst í landslið Kamerún.
1997 Til liðs við Lens í Frakklandi.
1998 Fótbrotnar, missir bæði af HM
og boði frá Man. Utd.
1999 Seldur til West Ham fyrir 4
milljónir punda.
2000 Lyon kaupir hann á 6 milljónir
punda.
2002 Vinnur Afríkubikarinn með
Kamerún.
Til Man. City sem lánsmaður.
2003 Skorar níu mörk í 35 leikjum
fyrir City, þar af síðasta mark
ið sem skorað var á Maine
Road. ÓKUNNAR ORSAKIR
Læknar stumra yfir Foé þar sem hann ligg-
ur. Skömmu seinna var hann allur.
FLJÓTASTIR AÐ SKORA
Hjálmar Þórarinsson (Þrótti) gegn KR í 1. umferð 2. mínúta
Haukur Ingi Guðnason (Fylki) gegn Fram í 1. umferð 3. mínúta
Haukur Ingi Guðnason (Fylki) gegn Grindavík í 2. umferð 7. mínúta
SÍÐBÚIN SIGURMÖRK
Björn Viðar Ásbjörnsson (Fylki) gegn KR í 6. umferð 88. mínúta
Kristján Brooks (Fram) gegn FH í 7. umferð 88. mínúta
Sören Hermansen (Þrótti) gegn Fylki í 5. umferð 90. mínúta
mínútur 1-15 16-30 31-45 46-60 61-75 76-90
mörk, karlar 9 12 16 14 18 30
mörk, konur 11 24 19 30 20 28
Dreifing marka í 1. til 7. umferð Landsbankadeilda karla og kvenna.
FLJÓTASTAR AÐ SKORA
Mhairi Gilmour (ÍBV) gegn Stjörnunni í 1. umferð 3. mínúta
Margrét Lára Viðarsdóttir (ÍBV) gegn Val í 3. umferð 3. mínúta
Ásthildur Helgadóttir (KR) gegn Þór/KA/KS í 4. umferð 3. mínúta
SÍÐBÚIÐ SIGURMARK
Laufey Ólafsdóttir (Val) gegn ÍBV í 3. umferð 87. mínúta
STAÐREYNDIR UM BARNSLEY
Mesti áhorfendafjöldi: 40.255 í leik
Barnsley gegn Stoke í 5. umferð bikar-
keppninnar 1935
Stærsti sigur: 9 - 0 gegn Loughborough
Town 1899
Stærsta tap: 0 - 9 gegn Notts County
1927
Landsleikjahæstur: Gerry Taggart, 35
leikir fyrir N-Írland
Flestir leikir: Barry Murphy, 514 leikir
fyrir Barnsley
Flest mörk: Ernest Hine, 123 mörk
Dýrasta sala: Ashley Ward, seldur til
Blackburn 1998 fyrir 4,5 milljónir punda
Dýrustu kaup: G. Hristov og M. Sheron
keyptir fyrir 1,5 milljónir punda hvor
Heimavöllur: Oakwell, tekur 23.186
áhorfendur
Áhorfendafjöldi 2002/3:
9.636 að jafnaði
Barnsley og Stoke hafa mæst
54 sinnum alls
Barnsley hefur sigrað 21 sinni
Stoke hefur sigrað 20 sinnum
Þrettán sinnum hefur orðið jafntefli
Guðjón Þórðar-
son snýr aftur
Fótboltafélagið Barnsley hefur skipt um eigendur. Guðjón Þórðarson
verður knattspyrnustjóri. Ný stjórn verður kynnt á mánudag. Fyrsti
leikurinn gegn Colchester eftir mánuð.
ÁHANGENDUR BARNSLEY
Nú fara hjólin kannski aftur að snúast hjá félaginu eftir langa niðursveiflu. Myndin er frá
heimasíðu félagsins.