Fréttablaðið - 28.06.2003, Qupperneq 15
að nýju öllum þessum árum síðar
vera þá að eigendur verslunarinn-
ar Sautján hafi haft samband og
falast eftir því að fá hjá honum
galla. „Ég held að ég muni það rétt
að hún Sigga frænka saumaði
fyrsta gallann á sínum tíma og
síðan tók saumakonan mín í Eikju-
voginum við. Ég veit ekki hvernig
í ósköpunum stóð á því að ég fékk
Siggu frænku í þetta en alltént
byrjaði framleiðslan með því,“
rifjar Halldór upp og minnist þess
að fyrsta peysan hafi verið vín-
rauð. Hann segir að það sem kom-
ið hafi þessu öllu af stað nú sé að
poppstjörnur eins og Madonna og
Robbie Williams hafi allt í einu
farið að spóka sig í gömlum gerð-
um af íþróttagöllum. „Málið var
að tískan sagði að þetta yrði að
vera gamalt, eins og Adidas eða
Hummel. Það þýddi ekki að tala
um Nike eða Fila í þessu sam-
bandi. Þá fóru þeir í Sautján að
velta fyrir sér hvað þeir gætu
gert til að ná í eitthvað sem virk-
aði og höfðu samband við mig.“
Halldór segir að um leið og
merkið fari að sjást aftur kveiki
það í svo mörgum. Þannig verði til
viðskipti sem annars hefðu ekki
orðið. Bæði félög og fyrirtæki
snúi sér til hans í auknum mæli.
„Við erum að vinna mjög mikið
fyrir íþróttafélög um allt land. Við
leggjum dag við nótt þessa dag-
ana við að framleiða upp í pantan-
ir og það er feikilega skemmtilegt
að standa í þessu,“ segir hann.
Halldór lætur hugann reika
áfram aftur til byrjunaráranna og
eftir að framleiðslan var komin
ágætlega af stað í Lækjargötunni
flutti hann sig um set á Sólvalla-
götuna. Þar var fyrirtækið í mörg
ár og gekk vel. Hann rifjar upp þá
daga þegar auglýsingarnar komu
fyrst inn í íþróttirnar og merking-
ar á búninga. „Það var mikill has-
ar í því. Helsta vandamálið í byrj-
un var að Íslendingar bjuggu ekki
yfir þeirri tækni að geta silki-
prentað nema með dökku á ljóst
en ekki öfugt. Ef prenta átti ljósan
lit á dökkt efni þá einfaldlega seig
hann inn í efnið. Það þýddi að ég
varð að búa til auglýsingar og aðr-
ar merkingar úr hvítu eða ljósu
efni. Gert var mót, svokallað flísi-
lín límt á efnið, teiknað, klippt og
síðan var nælt eða límt á flíkina.
Að lokum var merkingin saumuð
á og í mörg ár var þetta mikið
föndur,“ segir hann og hlær að
minningunni.
Föndrað fram á nótt
Halldór segir að það sé honum
til efs að nokkur maður, hvorki
lífs né liðinn, hafi föndrað annað
eins við merkingar og hann.
„Þetta var geggjuð vinna. Ég man
að Egill Skallagrímsson var fyrsta
fyrirtækið sem íþróttafélag
samdi við um auglýsingar á
íþróttabúninga. Valsmenn voru
þar að verki og ég man að hringt
var í mig að kvöldi en kvöldið eft-
ir þurftu auglýsingarnar að vera
komnar á búninga meistaraflokks
karla. Ég brasaði við að klippa út,
líma og sauma alla nóttina,“ segir
hann og hristir hausinn þegar
hann rifjar upp þessa tíma. Hall-
dóri er ekki síður minnisstætt hve
mikil vinna var að setja merki
Einars Guðfinnssonar á Bolungar-
vík aftan á föt. „Það var EG og
mynd af togara. Hugsaðu þér,
heill togari! Það var svakaleg
vinna að klippa þá alla til í hönd-
unum. Nú er þetta ekkert mál,
gert í tölvu og pressað aftan á
með hita og tekur fáeinar mínút-
ur.“
Fast við hlið Halldórs hafa
Esther kona hans og börn þeirra
Bergþóra og Einar staðið eins og
klettar. Hann er ekki í vafa um að
það sé þeirra verk að framleiðsla
Henson hefur ekki stöðvast svo
mikið sem einn dag frá upphafi.
„Á meðan útrás mín í önnur lönd
stóð sem hæst, en hún er á köflum
mikið ævintýri en ekki að sama
skapi árangursrík, hafa þau hald-
ið utan um þetta,“ segir hann og
hlær. Bætir svo við í fullri alvöru
að hann hafi gert örlagarík mistök
sem næstum hafi orðið fyrirtæk-
inu að falli. „Við urðum gjaldþrota
1991 og það var eins og hvert ann-
að lán að okkur gafst færi á að
kaupa fyrirtækið af þrotabúinu og
halda áfram. Á meðan því stóð
héldu Esther og krakkarnir fram-
leiðslunni gangandi þannig að hún
stöðvaðist aldrei.“
„Stöngin út“
Í kringum það er löng saga sem
ekki verður rakin hér en Halldór
segir að hann hafi lagt sig allan
fram um að greiða sínum skuldu-
nautum þannig að hann gæti geng-
ið uppréttur um göturnar. „Ég var
strax ákveðinn í að ég skyldi ekki
þurfa að taka á mig króka ef ég
mætti mönnum. Við misstum fjór-
ar húseignir í þessu gjaldþroti,“
segir hann og bætir við að útrás
hans í önnur lönd og þau mistök að
setja upp verksmiðju í Úkraínu
hafi haft þau áhrif. „Jóhannes í
Bónus hefur fundið góðan titil á
sögu mína þegar hún verður skrif-
uð: „Hrakfallasaga Halldór Einars-
sonar,“ segir hann að sé titill við
hæfi en vinir mínir margir hverjir
vilja nefna hana: „Stöngin út,“ og
vísa þar í öll dauðafærin sem ég
átti í viðskiptum en hittu ekki í
mark,“ segir hann og skellihlær að
tilhugsuninni.
Halldór iðrast einskis og segir
að þessi ævintýraár hans hafi ver-
ið skemmtileg. Hann kynntist
mörgum sem hann hefði aldrei
kynnst ef ekki hefði verið fyrir
þessa útrás. „Margir eru ævivinir
sem ég held góðu sambandi við,“
segir hann.
Henson er að gera góða hluti
þessa dagana og nóg er að gera.
Síminn þagnar ekki allan daginn.
Yfirbygging fyrirtækisins er að-
eins hann, Esther og krakkarnir
sem vinna þetta í sameiningu. Hall-
dór vinnur jöfnum höndum á skrif-
stofunni og við pressuvélarnar og
ef á þarf að halda grípur hann í að
sníða eða sauma. „Það líður vart sá
dagur að ég geri það ekki einhvern
tíma yfir daginn að grípa í vélarn-
ar ef á þarf að halda. Oft er beðið á
meðan síðasti saumurinn er tekinn
og þá þýðir ekki annað en að kunna
til verka. Við erum með frábærar
saumakonur sem hafa fylgt okkur
lengi og það er ekki síst starfsfólk-
inu að þakka hve vel hefur gengið.“
bergljot@frettabladid.is
LAUGARDAGUR 28. júní 2003 15
HALLDÓR EINARSSON OG ESTHER
MAGNÚSDÓTTIR KONA HANS
„Hún ásamt börnum okkar hefur verið drif-
fjöðurin í gangi fyrirtækisins.“