Fréttablaðið - 28.06.2003, Síða 22
22 28. júní 2003 LAUGARDAGUR
Stjörnudraumar í bílskúr
■ BERNSKUMINNINGIN
■ MÁLVERK VIKUNNAR
Collector 33
Rafmagnssláttuvél
1000W rafmótor
27 ltr grashirðupoki
Euro 45
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Silent 45 Combi
Bensínsláttuvél
4 hestöfl B&S mótor
55 ltr grashirðupoki
Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900
Hágæða sláttuvélar
Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864
A
U
G
L
Ý
S
I
N
G
A
S
E
T
R
I
Ð
Málverk vikunnar – „Kvöld ísjávarþorpi“ – sem nú sjá
má á Sumarsýningu Listasafns
Íslands, er eitt af öndvegisverk-
um Jóns Engilberts frá á fjórða
áratugnum. Verk hans þá ein-
kennast af notkun andstæðra
lita, myndefnið er einfaldað,
fólk og hlutir eru dregin upp
með þykkum og afmarkandi út-
línum, sem skerpa og undir-
strika formrænar merkingar. Þá
var hann afkastamikill við gerð
grafíkverka og í íslenskri lista-
sögu má hiklaust telja hann til
brautryðjenda á því sviði.
Jón Engilberts (1908-1972)
var einn helsti fulltrúi þess
expressjónisma, sem fram
kemur í íslenskri listasögu um
miðja síðustu öld. Hin ex-
pressjóníska listsýn setur í
brennidepil hugtök eins og tján-
ingu listamannsins, hlutdeild
áhorfandans í endursköpun
verksins og yfirleitt tengslin á
milli listamannsins, verksins og
áhorfandans. Expressjónisminn
var öðru fremur stíll fjórða ára-
tugsins í norrænni myndlist. Jón
Engilberts stundaði nám í mynd-
list í Kaupmannahöfn og Osló en
þar var kennari hans Axel
Revold, sem hafði verið skóla-
bróðir Jóns Stefánssonar í skóla
Henri Matisse í París. Í Osló
kynntist Jón list Edward Munch,
sem hafði sterk áhrif á hann. Jón
hélt sína fyrstu sýningu í
Reykjavík 1933. Bar hún yfir-
skriftina Úr daglega lífinu og
skírskotuðu myndefnin til þeirra
hörðu stéttaátaka sem áttu sér
stað á þessum árum. Næstu sex
árin var Jón búsettur í Dan-
mörku og árið 1936 var honum
boðin þátttaka í sýningarhópn-
um Kammeraterne sem hann
sýndi með um langt árabil. Í
verkum Jóns á fjórða áratugnum
kemur jafnframt fram sú
myndefnislega nýsköpun að það
er ekki lengur landslagið sem er
meginviðfangsefnið heldur mað-
urinn við vinnu sína, götumynd-
ir og nánasta umhverfi. ■
KVÖLD Í SJÁVARÞORPI
Eitt öndvegisverka Jóns Engilberts frá fjórða áratug síðustu aldar, 116 x 142 senti-
metrar og var keypt af Listasafni Íslands árið 1940.
Íslenskur
expressjónismi
Bernskuminning? Þú seturmig alveg út af laginu. Ég
hef unnið svo mikið með bernsk-
una og bernskuminningar að
engin ein stendur upp úr. Var
það kannski þegar ég stakk
fingrinum í perustæðið og fékk
rafstraum? Ég hef alla vega ver-
ið í stuði síðan.
Ég veit heldur ekki alltaf hve
raunverulegar minningarnar
eru. Menn muna sama atvikið á
svo mismunandi vegu. Og sumt
er auðvitað bara tilbúningur, en
raunverulegt samt. Maður falsar
atvikin svona eins og málverk og
sem betur fer komast engir for-
verðir í minningarnar,“ segir
Einar Már Guðmundsson skáld.
„Ég er í rauninni að segja að
enginn man hlutina eins og þeir
voru. Það er ekki til neitt í raun
og veru. Þegar einn segir að það
hafi verið rigning segir annar að
það hafi verið glampandi sól, svo
þræta þeir. Svona er minnið.
Ég man þó að í næstu götu var
fræg hljómsveit, sem æfði í bíl-
skúr. Ég segi ekki að okkur
strákunum í okkar götu hafi
fundist þetta ósanngjarnt, en við
hefðum ekkert haft á móti því að
vera jafn frægir og vinsælir.
Þess vegna stofnuðum við
hljómsveit, nema bara að við
kunnum ekki á hljóðfæri og átt-
um ekki hljóðfæri, jú einn
kassagítar, allt hitt var bara
heimatilbúið. Við áttum eitt
dægurlagahefti. Ég man að
framan á því var mynd af
Dúmbó og Steina eða var það
kannski Lúdó sextett og Stefán?
Mín minning segir Dúmbó. Það
var líka til fíll sem hét Dúmbó.
Þetta kunnáttuleysi kom þó
ekki í veg fyrir að við héldum
tónleika og létum meira að segja
kosta inn, seldum aðgang. Það
furðulega var að salurinn, eða
réttara sagt bílskúrinn, troð-
fylltist. Börn og unglingar
mættu í sparifötum og sumir
komu í fylgd með fullorðnum.
Við þarna í hljómsveitinni
stóðum eins og illa gerðir hlutir,
auk þess sem okkur varð sund-
urorða. Söngvarnir hnakkrifust
og flugust síðan á. Heftið með
Dúmbó rifnaði. En þar voru sko
textarnir.
Þegar hér var komið sögu
brast flótti í söfnuðinn og hljóm-
leikagestir yfirgáfu skúrinn í
mótmælaskyni. Við sátum einir
eftir, en með aðgangseyrinn. Það
var því hagnaður af tónleikun-
um. Já, geri leikhúsin betur.
Svona man ég þetta núna.
Kannski segi ég þessa sögu, því
mér finnst hún skemmtileg, en
þá verður hún allt öðru vísi.
Sko, stjórnleysingjarnir
segja, vertu raunsær og fram-
kvæmdu hið ómögulega, en
skáldin segja eins og söguper-
sónan, ég lýg aldrei, ég bara
skreyti. ■
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
Er uppfullur af bernskuminningum, en valdi eina um frægðina og listina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M