Fréttablaðið - 28.06.2003, Side 23
LAUGARDAGUR 28. júní 2003 23
Fræðibækurnar eru mestáberandi í bókahillunni
minni og þá helst bækur um
jafnréttismál,“ segir Katrín
Anna Guðmundsóttir, markaðs-
og viðskiptafræðingur og tals-
kona Femínstafélagsins.
„Bókin sem ég er að lesa í
augnablikinu er Veröld sem ég
vil en í henni er farið yfir sögu
Kvenréttindafélagsins allt frá
árinu 1907 og inn í hana fléttast
auðvitað saga jafnréttisbarátt-
unnar. Það má segja að ég lesi
allt sem ég get um jafnréttis-
málin og les því ávallt tímaritið
Veru. Það er eina tímaritið sem
fjallar um jafnrétti kynjanna og
er gott mótvægi við öll hin blöð-
in á markaðnum.“
Aðspurð segir Katrín að lítill
tími gefist fyrir skáldsögurnar.
„Ég las meira af skáldsögum
þegar ég var yngri en ef ég les
þær nú er það helst Laxness og
bækur eins og Blinda sem ég las
um daginn. Hún er eftir Portú-
galann José Saramago og er
virkilega áhugaverð, mikil þjóð-
félagsádeila. Síðan er léttmetið
alltaf við höndin og þá er það
helst Garfield sem verður fyrir
valinu.“ En hvaða bókum mælir
hún með fyrir femínista sem eru
að taka sín fyrstu skref? „Ég
hugsa að ég myndi byrja á bók-
inni Veröld sem ég vil og kynna
mér þannig sögu baráttunnar,
síðan er Beauty Myth mjög góð
og loks Píkutorfan sem er kjörin
fyrir ungt fólk.“ ■
■ BÓKAHILLAN MÍN■ PLÖTUKASSINN MINN
KATRÍN ANNA
Segir að fræðibækurnar verði oftast fyrir
valinu og þær séu ráðandi í bókahillunni
hennar.
Fræðibækur um femínisma
ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR
Hefur síðasta árið frekar valið að kaupa sér
vínylplötur en geisladiska.
„Eitthvað
rómantískt
við vínylinn“
Elísabet Davíðsdóttir, fyrir-sæta í New York, komst á
bragðið með að kaupa vínylplöt-
ur fyrir rúmu ári síðan. Hún var
þó alltaf dugleg að kaupa geisla-
diska hér áður fyrr. Vegna
starfsins ferðast hún mikið á
milli landa, sem er afar óhent-
ugt fyrir tónlistarunnendur sem
vilja helst hafa þá tónlist sem
stendur þeim næst nálægt sér
allar stundir. Þar kemur tölvu-
tæknin sér vel. Hún á ipod, lítið
tæki á stærð við kassettu sem
tengja má við tölvur og hlaða
allt að 7.000 lögum inn á. Þannig
ferðast hún með 6.000 af sínum
uppáhaldslögum.
Í dag segist hún þó nánast
hætt að kaupa geisladiska. Enda
gefi margir starfandi tónlistar-
menn líka út plötur sínar á vín-
yl.
„Frá því að ég byrjaði að
kaupa vínyl er ég komin upp í
239 stykki,“ segir Elísabet og
þykir greinilega vænt um safn-
ið. „Það er ekki hægt að bera
saman diska og plötur. Hljómur-
inn er öðruvísi og það er eitt-
hvað persónulegra við vínylinn.
Það er hálfgerð athöfn að leita
að plötum í búðum. Koma svo
heim og setja nálina á plötuna.
Svo er „artworkið“ yfirleitt
miklu skemmtilegra á stórum
plötum. Það er einfaldlega eitt-
hvað mjög rómantískt við vínyl-
plötuna.“
Elísabet kaupir nýjar sem
notaðar plötur. Spurð um dæmi
hvað hafi endað í safni hennar
upp á síðkastið svarar hún „allt
frá Ozzy Osbourne til Square-
pusher“.
Stúlkan leitar víða í tónlistar-
rannsóknum sínum. Hlustar á
kántrí, raftónlist, trip-hop, rokk,
popp og allt þar á milli. Nokkrir
tónlistarmenn hafa náð alla leið
inn og má þar nefna Lambchop,
Aphex Twin, Sonic Youth,
Johnny Cash, Mazzy Star, Tort-
oise, Tom Waits, Cat Power,
Beck, Can, Flanger, Led Zeppel-
in, Massive Attack og Nick
Cave, sem er í sérstöku dálæti.
Á síðasta þriðjudag hélt Cave
tónleika í Roseland Ballroom í
New York. Elísabet lét sig ekki
vanta þangað. Aðspurð að því
hvað sé svona heillandi við Ís-
landsvininn drungalega svarar
hún einfaldlega: „He’s the
Devil“. ■
SVAMLAÐ Í SÓLINNI
Krakkarnir í Sundlaug
Kópavogs skemmtu sér
vel í barnalauginni þegar
ljósmyndari Frétta-
blaðsins átti þar leið hjá.
Allur er þó varinn góður
og gott að vera með
kork og kút til að halda
sér á floti. Þeir sem
lengra eru komnir geta
þó sleppt öllum auka-
búnaði, synt og kafað
eins og fiskar í söltum
sjó. Mikil aðsókn hefur
verið í sundlaugar
höfuðborgarsvæðisins
enda heitasti tími ársins
og sólin hátt á himni.