Fréttablaðið - 28.06.2003, Page 39

Fréttablaðið - 28.06.2003, Page 39
Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki 39LAUGARDAGUR 28. júní 2003 Mér finnst sjálfum hundleiðin-legt að bíða í rigningunni eft- ir brandarakallinum,“ segir Agn- ar Jón Egilsson leikari. Ásamt fé- lögum sínum er hann að ýta úr vör leiklistarnámskeiði. Markmiðið er að vinna á fullu og birtast víða um bæinn með afraksturinn á Menn- ingarnótt. Kjarni hópsins er fólk átján ára og eldra sem flest hefur unnið með Agnari. „Við viljum fleiri og ekki bara leikara. Svona leikhús byggir á fleiri þáttum, þannig að við þurfum alls konar fólk með okkur. Til dæmis mynd- listar- og tónlistarfólk,“ segir Val- gerður Rúnarsdóttir, dansari sem er einn af forsprökkunum og bendir á að mörk myndlistar og leiklistar séu ekki alltaf skýr. „Þetta er ekki skrúðgöngugötu- leikhús,“ segir Agnar. „Þetta er leiksýning sem getur sprottið upp einhvers staðar á einhverjum tíma,“ segir Vignir Rafn Valþórs- son leiklistarnemi, sem er fram- kvæmdastjóri hópsins. Þemað í vinnu hópsins er Reykjavíkurskáld. „Við tökum okkur fullt leyfi til þess að ákveða hverjir eru Reykjavíkur- skáld. Hvort það er Tómas Guð- mundsson eða Bubbi, Megas og Didda.“ Aðsetur hópsins verður í Kramhúsinu. Þar er meiningin að vinna bæði í stærri og minni hóp- um frá sex á kvöldin og síðdegis um helgar. „Hver hópur velur sér stíl sem hann vinnur mest með. Það gefst ekki tími til að allir vinni með allt, en hóparnir munu miðla á milli sín því sem þeir eru að fást við.“ Í gegnum þessa vinnu verð- ur spunninn efniviður í sýningar sem birtast gestum Menningar- nætur óforvarendis. Spuninn get- ur verið dansspuni, draumaspuni eða það sem kallað er leikhús- sport. Allir þessir stílar gera miklar kröfur til leikara um ein- beitingu og frjótt ímyndunarafl. Agnar segir að stefnt sé að fjörutíu manna hópi og enn séu laus pláss í þessa spennandi og skemmtilegu vinnu. Þeir sem hafa áhuga geta sent honum tölvupóst á netfangið agnarjon@mi.is. ■ LEIKHÚS GÖTUNNAR Agnar Jón, Valgerður og Vignir Rafn fara fyrir kraftmiklum hópi sem ætlar að lífga upp á lífið í borginni í sumar. Leikhús sem sprettur upp Götuleikhús ■ Hópur ungs fólks ætlar að lífga upp á tilveru borgarbúa. Stefnan er sett á götu- leiksýningar á Menningarnótt. En borgar- búar mega jafnvel búast við að verða fyrr varir við hópinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Eigendur eins vinsælastaskyndibitastaðar höfuðborg- arinnar, Nonnabita í Hafnar- stræti, hafa innréttað nýtt hús- næði fyrir starfsemi sína í Hafnar- stræti 11, þar sem áður var kaffihúsið Café au lait. Húsnæðið hefur staðið tilbúið svo mánuðum skiptir en ekki hefur verið hægt að flytja vegna vinnulags starfs- manna Reykjavíkurborgar, sem sífellt gera athugasemdir í krafti reglugerða um veitingastaði. Á meðan verður Nonnabiti að selja báta sína í gamla húsnæðinu og greiða húsaleigu af því nýja. Sem betur fer eru Nonnabitamenn seinþreyttir til vandræða en finnst á stundum að borgarstarfs- mennirnir séu það ekki. Rithöfundurinn Mikael Torfa-son hefur búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni um árabil þar sem hann hefur meðal annars keypt grænmetið sitt af íröskum presti. Mikael hyggur nú á heimferð og þarf því að finna sér nýjan grænmetis- kaupmann, þar sem hann gerir ráð fyrir því að vera alkominn til Íslands í sumar. Mikael hefur sinnt ritstörfum í Danmörku og sendi meðal annars frá sér skáld- söguna Samúel þaðan fyrir síð- ustu jól. Það fylgir ekki sögunni hvað Mikael hyggst taka sér fyrir hendur hér heima en það verður væntanlega auðveldara fyrir hann að fylgja bókum sínum eftir þegar hann er kominn með fasta búsetu á Klakanum. Þetta er svipað því og ég væritekinn grunaður um ölvun við akstur í Kaupmannahöfn og ís- lenska lögreglan myndi kæra mig fyrir það á Íslandi, án þess að lög- reglan í Danmörku hafi óskað þess,“ segir Jónas Freydal, annar sakborninga í því sem kallað hef- ur verið Stóra málverkafölsunar- málið. Kveðinn verður upp dómur í málinu fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur á næstunni. Jónas segist hafa undir höndum bréf frá Ríkis- saksóknara Dana (Statsadvokaten) þar sem segir að aldrei hafi verið farið fram á, af hálfu danskra yfir- valda, að til ákæru kæmi í tengsl- um við sölu falsaðra verka á dan- skri grundu. Stór hluti verkanna í Stóra málverkafölsunarmálinu var seldur í Danmörku hjá Gallerí Leif Jensen og á uppboðum Bruun Rasmussen og Kunsthallen. Jónas segir að þessar upplýsingar hljóti að setja málið í uppnám og í nýjan farveg. Þetta sé ekki í samræmi við það sem segir í ákæru saksókn- ara. Þar segir að sameiginleg nið- urstaða íslensku og dönska lög- reglunnar hafi verið að ákært yrði í málinu. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma hefur Jónas kært rannsókn íslensku rannsóknarlög- reglunnar til danskra yfirvalda. Haft var eftir Jónasi við það tæki- færi að hinir íslensku rannsóknar- aðilar, undir forystu Arnars Jens- sonar, hafi farið um eins og kúrek- ar í danskri lögsögu. ■ JÓNAS FREYDAL Samkvæmt bréfi danska saksóknarans hef- ur Jón H. Snorrason engar forsendur til ákæru hvað varðar um 70% verkanna. Falsanir ■ Dómur fellur í Stóra málverkafölsunar- málinu á mánudaginn. Annar sakborn- inga heldur því fram að saksóknari hafi farið langt út fyrir sitt valdsvið hvað varð- ar um 70% verkanna. Íslenskir kúrekar í danskri lögsögu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.