Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 1
32 ára í dag Katrín Hermannsdóttir: ▲ SÍÐA 26 Þulan í sjónvarpinu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 36 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR HÁTTSETTUR KÍNVERJI KEMUR Einn æðsti maður Kína, Luo Gan, er vænt- anlegur í heimsókn á sunnudagskvöld ásamt 40 manna föruneyti. Gan stjórnaði aðgerðum kínverska hersins á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Sjá síðu 2. METHITI SJÁVAR Hlýnun sjávar norð- an við Ísland nemur um 2-3 gráðum mið- að við meðalár og hefur sjávarhitinn ekki mælst meiri í þriggja áratuga mælingum. Gera má ráð fyrir meiri framleiðni í sjónum og að aukin fiskgengd. Sjá síðu 4. DEILT UM STARFSRÉTTINDI VIÐ KÁRAHNJÚKA Formaður Rafiðnaðar- sambandsins er mjög ósáttur við að ekki hafi verið sótt um staðfestingu á starfsrétt- indum hjá verkafólki. Sjá síðu 10. YFIR 100 DAUÐADÓMUM HNEKKT Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hnekkt yfir 100 dauðadómum sem kveðnir voru upp af dómurum í stað kvið- dóms. Sjá síðu 16. UNGMENNALIÐIN MÆTAST Ís- lenska ungmennalandsliðið, skipað leik- mönnum yngri en 21 árs, mætir Þjóðverj- um klukkan 17 á Akranesvelli. DAGURINN Í DAG +14+11 +12 +14 VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM HVASST Í borginni og vestan- lands lægir í kvöld. Mesti hvellurinn er um garð genginn. Skaplegt veður á Akureyri og Egilsstöðum. ● jóga og snjóbolti Sverrir Þór Sverrisson: ▲ fylgir Fréttablaðinu dag Dansar á línunni birta DRESDEN, AP „Við erum vitaskuld reiðubúnir að skoða drögin með já- kvæðum huga. En við hvikum ekki frá þeirri skoðun okkar að færa eigi pólitísk völd og ábyrgð í hendur Íraka eins fljótt og auðið er,“ sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, eftir fund með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í Dresden í gær. Báðir segja að drög Bandaríkj- anna að nýrri ályktun um þátttöku Sameinuðu þjóðanna í uppbyggingu og friðargæslu í Írak uppfylli ekki þetta meginmarkmið. Raunar séu drögin býsna langt frá því mark- miði. Samkvæmt drögunum eru þjóðir heims hvattar til að leggja fé af mörkum til uppbyggingarstarfs í Írak. Jafnframt á að freista þess að fá fleiri þjóðir til að senda mann- skap til friðargæslu. Þá er Samein- uðu þjóðunum ætlað hlutverk í und- irbúningi lýðræðislegra kosninga, ásamt framkvæmdaráði Íraks. Samtökin fá hins vegar hvorki póli- tísk völd né vald yfir friðargæslu- liðinu. Á það geta meðal annars Þjóðverjar og Frakkar ekki sætt sig en hinir síðarnefndu hafa neitunar- vald í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. ■ Stjórn Landsvirkjunar fresti Norðlingaöldu Stækkun Norðuráls gæti verið í uppnámi. Hugað að jarðvarmavirkjun vegna álversins eða að flýta Búðarhálsvirkjun. Stjórn Landsvirkjunar fundar um málið í dag. VIRKJANIR Á stjórnarfundi Lands- virkjunar í dag verður lagt fyrir stjórnarmenn að fresta fram- kvæmdum við Norðlingaölduveitu en leita annarra leiða til að svara orkuþörf vegna stækkunar Norður- áls. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Landsvirkjunar þyki mönnum útséð um að hægt verði að virkja við Norðlingaöldu miðað við leyfilega lónhæð. Þar ræður mestu sú hætta sem er á ísingu og telja Landsvirkjunarmenn að þeir hefðu orðið að fá að hafa lónið tveimur metrum hærra en nú er leyft. Úrskurður Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, á sínum tíma gerði ráð fyrir að uppistöðu- lónið færi út úr verndarsvæðinu í Þjórsárverum og hámarkslónhæð yrði 566 metrar. Landsvirkjun taldi nauðsynlegt að fá að fara í 568 metra lónhæð á ákveðnum árstíma. Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hafnaði útfærslu Lands- virkjunar á fundi sínum um miðjan ágúst með fjórum atkvæðum gegn þremur. Í ljósi samþykktar hrepps- nefndar þótti sýnt að framkvæmdir við Norðlingaölduveitu myndu dragast svo mikið að þær yrðu á sama tíma og þensla er sem mest vegna Kárahnjúkavirkjunar. Landsvirkjun hefur þegar gert hagsmunaaðilum grein fyrir stöðu málsins. Pólitískt séð þykir nauð- synlegt að standa við þá samninga sem gerðir voru við forsvarsmenn Norðuráls árið 1997 þegar ríkis- stjórnin skuldbatt sig til þess að tryggja fyrirtækinu orku vegna stækkunar álsversins í allt að 180 þúsund tonn. Talið er að ef ekki verði staðið við að útvega þessa orku muni slíkt skaða ímynd Íslands út á við. Þá boðuðu báðir stjórnar- flokkarnir í kosningunum að Norð- lingaölduveita og stækkun Norður- áls yrðu að veruleika. Meðal þess sem Landsvirkjun hugar að er að nýta jarðvarma á Reykjanesi, á Hellisheiði eða í Bjarnarflagi til að útvega orku. Þá þykir koma til greina að breyta virkjunarröð þannig að Búðarháls- virkjun, sem áformað var að kæmi á eftir Norðlingaölduveitu, verði tek- in fram fyrir í trausti þess að leið finnist til að reisa Norðlingaöldu- veitu í framhaldi hennar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, vildi ekkert um málið segja en sagði að þetta myndi skýrast í dag. „Þetta kemur í ljós á stjórnar- fundinum,“ segir Friðrik. rt@frettabladid.is ANDVÍGIR ÁLYKTUNINNI Schröder og Chirac eru sammála um að drög að nýrri ályktun um þátttöku Sameinuðu þjóðanna í uppbygg- ingu og friðargæslu í Írak uppfylli ekki það meginmarkmið að færa pólitísk völd og ábyrgð í hendur Íraka eins fljótt og auðið er. M YN D -A P Chirac og Schröder andvígir ályktun um Írak: Veitir SÞ ekki næg völd 5. september 2003 – 212. tölublað – 3. árgangur MISSTU EKKI AF RISASTÓRUM LEGO ÆVINT†RAHEIMI. L†KUR Á SUNNUDAGINN! matur o.fl. ódýrasti bjórinn ● pizza Guðbjörg Kristjánsdóttir: ▲ SÍÐUR 28 og 29 Bylting í ræktun kryddjurta Fjárhagur Landspítala: 700 milljónir fram yfir HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt rekstr- aruppgjöri Landspítalans eftir fyrstu 7 mánuði ársins hefur hann farið 665 milljónir króna umfram fjárheimildir. Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upp- lýsinga Landspítalans, segir ástæðurnar fyrir þessu vera marg- ar. Sjónvarpið greindi frá því í gær að komið gæti til uppsagna 200 til 400 starfsmanna. Anna Lilja segir ekki ljóst hvort farið verði út í upp- sagnir, staðan muni skýrast frekar í næstu viku. Hún segir hins vegar ljóst að spítalinn sé að veita meiri þjónustu en ríkið ætli honum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.