Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 17
18 5. september 2003 FÖSTUDAGUR ■ Björgunaraðgerðir Á TOPPNUM Keegan Reilly, 22 ára bandarískur fjall- göngumaður sem lamaðist í bílslysi fyrir sjö árum, náði tindi Fuji, hæsta fjalls Jap- ans, í gær. Reilly er fyrsti fatlaði maðurin sem klífur tindinn. Það tók hann fjóra daga að vega sig upp með aðstoð sér- smíðaðs þríhjóls. Vegalengdin er 3.776 metrar og gengur fullfrískt fólk á tindinn á 6 til 7 klukkustundum. Missti auga en slapp á ótrúlegan hátt án heilaskaða: Fékk bor gegnum höfuðið BANDARÍKIN, AP Það gengur kraftaverki næst að Ron Hunt, fertugur rafvirki í Reno í Nevada, skuli vera á lífi. Hunt féll rúma tvo metra úr stiga þar sem hann var við vinnu sína. Hann var að bora með 40 milli- metra sverum og tæplega hálfs metra löngum bor þegar stigi sem hann stóð í fór að riða. Ron féll úr stiganum en sleppti ekki taki á bornum. Borinn stakkst í auga hans og fór alla leið gegn- um höfuðkúpuna og út um hnakkann. „Ég er afar lánsamur. Ég er hvorki lamaður né dauður,“ sagði Ron Hunt. Auga Hunts varð ekki bjarg- að en þótt ótrúlegt megi virðast smaug borinn framhjá heila hans og olli engum skemmdum. Læknar tóku því þá ákvörðun að snúa borinn hægt úr höfuðkúpu rafvirkjans og gera að sárum hans. Hunt er nú kominn heim af sjúkrahúsi og fær innan tíðar glerauga í stað þess sem hann missti. ■ Stal helmingnum af tekjum sambandsins Annar framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða í röð hefur orðið uppvís að fjárdrætti. Hann millifærði hátt í sjö milljónir af reikn- ingi sambandsins yfir á sinn eigin reikning í heimabanka á Netinu. LÖGREGLUMÁL Framkvæmdastjóri Fjórðungssamband Vestfjarða hefur verið látinn víkja í kjölfar þess að endurskoðandi sambands- ins komst að því að hann hafði dregið sér sjö milljónir króna. Það jafngildir tæpum helmingi árs- tekna sambandsins. Framkvæmdastjórinn, Ingi- mar Halldórsson, dró sér fé í tug- um millifærslna á heimabanka á Netinu frá síðasta ári fram á þetta ár. Upp komst um fjárdráttinn á mánudaginn þegar endurskoðandi sambandsins vann að ársreikningi fyrir fjórðungsþing sem haldið verður á morgun í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Ingimar hefur þegar borgað til baka stærstan hluta fjárins. Um síðustu áramót borgaði Ingimar til baka fjárdrátt ársins 2002, og á mánudaginn borgaði hann þrjár milljónir til baka af þeim 4,6 milljónum sem hann hafði tekið í ár. Guðni G. Jóhannesson, stjórn- arformaður Fjórðungssambands- ins, segir fólk slegið vegna máls- ins. „Svona hlutir hvörfluðu ekki af manni gagnvart svona manni. Að þetta skuli gerast trekk í trekk er nánast eins og í bíó. Menn eru í losti hér fyrir vestan út af þessu máli. Þetta er fé skattborgarana sem verið er að sýsla með.“ Ingimar skilaði lyklum að húsi fjórðungssambandsins í gær. Hann baðst afsökunar á fram- ferði sínu og skrifaði undir loforð um endurgreiðslu á þeim 1.600 þúsundum sem eftir stóðu. Ákveðið hefur verið að kæra framkvæmdastjórann. Forveri Ingimars í starfi framkvæmdastjóra varð einnig uppvís að fjárdrætti árið 2001. Ákveðið var að kæra ekki það mál, heldur semja við hann um endurgreiðslu hluta fjárins. Sambandið tapaði tveimur milljónum á málinu. Á fjórðungsþingi um helgina verða greidd atkvæði um hvort samvinna milli Fjórðungssam- bandsins og Atvinnuþróunarfé- lags Vestfjarða verður aukin. Verði fyrirliggjandi samningar þess efnis samþykktir á þinginu mun atvinnuþróunarfélagið sjá um rekstur sambandsins og ger- ist þá ekki þörf á því að ráða nýj- an framkvæmdastjóra. jtr@frettabladid.is Drekkti syni sínum: Lífstíð óháð geðklofa NEW YORK, AP Christine Wilhelm, 39 ára New York-búi var í gær dæmd í 50 ára til lífstíðarfangelsi fyrir morð og morðtilraun. Wilhelm drekkti í fyrra fjögurra ára syni sínum í baðkeri á heimili þeirra og gerði að auki tilraun til að drekkja öðrum syni sínum, þá 5 ára göml- um. Wilhelm var greind með of- sóknarbrjálæði og geðklofa en dómari sagðist ekki sjá ástæðu til að sýna henni neina miskunn í mál- inu. „Hún á skilið sömu miskunn og hún sýndi sonum sínum tveimur,“ sagði Patrick McGrath dómari þeg- ar hann kvað upp dóminn. ■ KÝR Á BEIT Umframframleiðsla mjólkur var milljón lítr- um minni síðasta árið en árið áður. Um- framframleiðsla er þó undantekning síð- ustu tíu árin. Mjólkurframleiðsla: Milljónir lítra út LANDBÚNAÐUR Afurðastöðvar þurfa að flytja út rúmar fjórar milljónir lítra af mjólkurafurðum á næst- unni. Um er að ræða mjólkur- framleiðslu umfram þær 106 milljónir lítra sem mjólkurbænd- ur höfðu kvóta fyrir á síðasta kvótaári og lögum samkvæmt ber að flytja þá framleiðslu úr landi sé ekki hægt að nota hana hér. Pálmi Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, segir ein- hverjar tekjur upp úr þessu að hafa en ekki þannig að menn geri út á þessa umframframleiðslu. „Þetta er fyrst og fremst mjólkur- duft sem er flutt út, en líka eitt- hvað af smjöri,“ segir Pálmi. Bændur fá engar beingreiðslur með umframframleiðslu. ■ SMAUG FRAMHJÁ HEILANUM Röntgenmynd af höfði rafvirkjans Rons Hunts segir allt sem segja þarf. Læknar tóku þá ákvörðun að skrúfa borinn rólega úr höfði Hunts. Auga hans varð ekki bjarg- að en hann slapp að öðru leyti við varan- legan skaða. HEIMKOMAN Björgunarþyrlurnar komnar til landsins á ný eftir verkefni í Sierra Leone og Líberíu. Þreyttir en glaðir: Heim frá Afríku BJÖRGUNARSTÖRF Þrjár björgunar- þyrlur varnarliðsins og hluti þeirra 65 liðsmanna björgunar- sveitarinnar sem sendir voru í verkefni í Sierra Leone og Líberíu sneru aftur til Keflavíkurflugvall- ar síðastliðinn mánudag. Þar veitti björgunarsveitin liðsmönnum Bandaríkjahers að- stoð og sá um sjúkraflutninga á meðan á dvölinni þar stóð. Varnarliðsmennirnir sögðust fegnir að koma heim eftir 50 daga törn og lýsti yfirmaður deildar- innar, David Duke undirofursti, yfir gleði að sjá alla heilu og höldnu. ■ Gripaflutningabíll: Furðuleg afgreiðsla SÓTTVARNIR „Það er sjálfsagt að refsa mönnum, sekta þá eða veita áminningu en ekki að stunda aðra eins vitleysu eins og að senda bíl- inn úr landi og dýralækni á eftir honum. Hvers vegna í ósköpunum geta þeir ekki sótthreinsað bílinn hér?“ spyr Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, og furðar sig á þeirri ákvörðun landbúnaðarráðherra að láta flytja gripaflutningabílinn úr landi. Sigurjón segir óskiljanlegt að ráðuneytið hyggist standa svona að málum og segir dýralæknis- embættið fara offari. Annað dæmi um það sé þegar köttur er- lendra ferðamanna var aflífaður í sumar eftir að komið var með hann hingað til lands. ■ GUÐRÚN VERÐI TÆMD Norsku strandgæslunni hefur verið fyrirskipað að tæma alla olíu úr flaki Guðrúnar Gísladótt- ur þar sem skipið liggur á hafs- botni. Yfirvöld í Noregi eru sögð hafa gefist upp á tilraunum eig- enda skipsins til að lyfta því og ætla að greiða fyrir olíutæming- una. ÍSAFJÖRÐUR Almenningur fyrir vestan er sleginn í kjölfar fregna um að framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfjarða hafi dregið sér tæpan helming af tekjum sambandsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T NIIGATA, AP „Farið heim, farið heim,“ kyrjuðu hundruð Japana þegar farþegaferja frá Norður- Kóreu lagðist að bryggju í Niigata í norðurhluta Japans í gær. Sam- skipti þjóðanna hafa verið stirð í langan tíma vegna kjarnorkuáætl- unar Norður-Kóreumanna og mannrána þeirra, en Norður- Kóreumenn hafa viðurkennt að hafa rænt hundruðum eða þús- undum Japana á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar. Talið er að 100 Japanar séu enn í haldi í Norður-Kóreu, meirihlutinn börn. Mótmælendur í Niigata báru skilti með myndum af Kim Jong- il, leiðtoga Norður-Kóreu, og Kim Il-sung, föður hans, en búið var að krota yfir andlit þeirra. Að minnsta kosti tíu varðbátar voru sendir til móts við ferjuna og 1.200 lögregluþjónar stóðu vörð á bryggjunni en óttast var að skær- ist í odda. Mangyongbong-92 farþega- ferjan er eina farþegaferjan sem gengur milli landanna og hefur gert það í 40 ár. Hún flytur meðal annars vistir til Norður- Kóreumanna og er því líflína þeirra. Japanar halda því fram að með samgöngunum sé lífi haldið í kommúnistastjórn sem fyrir löngu hefði átt að steypa. ■ Japanar mótmæla ferjusiglingum frá Norður-Kóreu: Vilja banna siglingarnar HEIM MEÐ YKKUR Hundruð Japana mótmæltu þegar farþegaferja frá Norður-Kóreu lagðist að bryggju í Nii- gata í Japan í gær. Margir báru skilti með yfirstrikuðum myndum af Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, og föður hans og fyrrum leiðtoga, kim Il-sung. Sérsveit lögreglunnar: Tekinn með leikfanga- byssu HANDTAKA Sérsveit lögreglunnar var kölluð til á mánudagskvöld vegna manns sem veifaði byssu. Miklubraut var lokað frá Löngu- hlíð að Snorrabraut. Lögreglu- mönnunum tókst að yfirbuga manninn. Vopnið reyndist vera leikfangabyssa. ■ Ólafsfjarðarvegur: Árekstur á einbreiðri brú ÁREKSTUR Harður árekstur varð við Hörgárbrú á Ólafsfjarðarvegi í gærmorgun. Tveir bílar komu úr gagnstæðri átt að einbreiðri brú og stöðvuðu báðir áður en þeir fóru yfir. Þriðja bílinn bar að og var honum ekið aftan á annan hinna kyrrstæðu. Fimm manns leituðu læknis. Enginn reyndist alvarlega slasaður. Bílarnir voru mikið skemmdir og voru fjar- lægðir með kranabíl. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.