Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 28
Sagt er að Bollinger sé stíll-inn holdi klæddur. Það er al- veg öruggt að Bollinger höfðar til allra sem eru miklir vínunn- endur, vegna einstakra eigin- leika þessa fágaða kampavíns. Árið 1829 stofnaði Jacques Bollinger ásamt félaga sínum Athanase de Villermont kampavínshúsið Bollinger. Það hefur í gegnum tíðina áunnið sér mikla virðingu. Fjölskyldan á og rekur enn- þá fyrirtækið og heldur fast í hefðirnar með því að framleiða eingöngu gæða- kampavín. Gaman er að geta þess að Bollinger hefur í áraraðir verið eftir- lætiskampavín James Bond enda er hann smekkmaður mikill hvað varðar kven- fólk, bíla og kampavín! Bollinger Grand Anné 1995, sem væntanlegt er til landsins á næst- unni, hlaut í Wine Spectator 15. nóvem- ber síðastliðinn 95 stig af 100 mögulegum, sem er einstakur ár- angur. Eingöngu fyrsta pressun, bet- ur þekkt sem Cuvée í Champagne, er notuð í Bollinger kampavín, og aðeins ef vel tekst til. Þrúgurnar koma eingöngu frá ekrum sem eru Grand eða Premier Cru. Bollinger er bragðmikið vín með mikla fyll- ingu og gott jafn- vægi. Verð í vínbúð- um 2.890 kr. Margir freistast til þess aðpanta pizzur á föstudags- kvöldum, enda eru þær góður matur sem krakkar virðast aldrei fá leið á. Því miður kostar pizza frá pizzusölustað svipað og heilt lambalæri út úr búð. Efniviður í pizzur er samt ekki dýr og þess vegna kem ég hér með uppskrift sem ekki tekur mikið lengur að elda en þær 45 mínútur sem þarf hvort sem er að bíða ef pizzan er pöntuð. Einfaldasta pizzudeig í heimi! 4 bollar hveiti 25 kr. 1 poki þurrger 13 kr. 1 og 1/2 bolli volgt vatn 1 tsk. salt Látið renna úr heitavatnskran- anum þar til vatnið er farið að hitna (um 40 gráður). Látið þá um 1 1/2 bolla af volgu vatni í stóra skál. Leysið upp 1/2 pakka af þurr- geri í vatninu og bætið hveiti sam- an við þar til úr verður þykkur grautur. Setjið stykki yfir skálina og látið hefast í um 20 mín. (lengri hefun er í mjög góðu lagi en 20 mín. duga). Bætið þá hveiti út í skálina ásamt salti. Hnoðið deigið í skálinni þar til það myndar fallega kúlu og klístrast ekki leng- ur við hendurnar. Smyrjið bökun- arplötu með olíu, stráið örlitlu hveiti yfir og fletjið deigið út á plötunni (engir klístraðir borð- fletir!!). Á meðan á hefun deigsins stendur er sósan útbúin. Sósa 1 dós tómatteningar m. hvítlauk 145 kr. 1 msk tómatsósa basil (ferskt eða þurrkað) oregano Setjið tómatana í pott og látið malla þar til sósan þykknar örlít- ið, bætið kryddjurtunum út í og tómatsósunni. Ef ykkur finnst tómatarnir í of stórum bitum má kremja þá aðeins eða setja sósuna í matvinnsluvél og hakka tómatana en mér finnst pizzan frísklegri með tómatbitunum. Álegg 1 rauður laukur 12 kr 6 góðir sveppir 84 kr 1 zuccini 45 kr 1 rauð paprika 59 kr ostur 250 kr 1 poki af ruccola-káli 80 kr Léttsteikið grænmetið í ólífu- olíu á pönnu. Þá er bara að smyrja sósunni á pizzuna, setja áleggið ofan á og rífa ostinn yfir. Gott er að nota bland af feitum og mögrum osti. Smá lús af parmesanosti skaðar ekki og stundum á mjög vel við að setja nokkra bita af gráðaosti hér og þar. Ef krakkarnir hafa ekki smekk fyrir grænmetinu er hægt að setja pepperoni á hluta pizzunnar. 1 bréf pepperoni 100 kr. Bakið pizzuna við 200 gráður í um 20 mín. eða þar til osturinn hefur brúnast eins og þú vilt hafa hann. Frábært er að strá nokkrum blöðum af rucola-káli yfir bakaða pizzuna og nokkrir dropar af chili- olíu sem slett er yfir gerir þessa pizzu algerlega.... de la!!...... Kostnaður samtals: 713 kr. Hráefni keypt í Nóatúni Spánverjar eru mjög fram-arlega í gerð freyðivíns og bestu vín þeirra etja kappi við gæðakampavín á alþjóða- markaði þótt ekki megi kalla þau kampavín, en einungis vín frá héraðinu Champagne í Frakklandi mega bera það heiti. Um 95% af allri f r e y ð i v í n s f r a m l e i ð s l u Spánar fara fram í hérað- inu Penedes og þaðan kem- ur vínið Marques De Moni- strol Cava, sem er nýkomið í vínbúðir hérlendis. Nafnið Monistrol er dregið af latneska nafninu „Monasteriolo“ eða lítið klaust- ur en í kringum klaustrið myndaðist byggð á miðöldum sem dafnaði mjög og er þar nú ein mikilvægasta vínborg Spánar. Marquis de Monistrol vínfyrirtækið er eitt stærsta freyðivínsfyrirtæki Spánar og fer öll framleiðsla þess á Cava-vínum fram eftir „mét- odo champanés“ eða kampa- vínshætti. Marques De Monistrol Cava er mjög ferskt og pass- lega sætt, ákaflega gott eitt og sér og ljúft með mat sem má alveg vera í kryddaðri kantinum, til dæmis rækjur í chilli eða hörpuskel í hvít- lauk með svörtum pipar. Verð í vínbúðum 1.090 kr. 29FÖSTUDAGUR 5. september 2003 Pizza Til hnífsog skeiðarGUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1.000 kr. eða minna. Uppáhaldsmaturinn: Margt í uppáhaldi Þetta er erfiðasta spurning semég fæ þar sem það er afskap- lega margt sem mér þykir gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson al- þingismaður. „Og ég er sannfærðir um að ef allir borðuðu eins og ég væri vandi landbúnaðarins mun minni en hann er.“ Guðlaugur segir að margir haldi að hann sé á svo miklu heilsu- fæði heima að þeir vilji gauka að honum alls konar óhollustu. Hann segir að sú ímynd standist ekki en þó reyni Ágústa Johnson kona hans að sneiða hjá helstu óhollustu í eldhúsinu. Guðlaugur Þór segir að matar- æði hans hafi vissulega breyst eft- ir að hann fór að búa með Ágústu. „Ég er að minnsta kosti hættur að biðja um að græna draslið sé tekið af hamborgurum,“ segir hann. Guðlaugur segist vera farinn að elda aftur eftir svolítið hlé. „Þegar við Ágústa vorum nýlega farin að vera saman bauð ég henni nefni- lega í gúllassúpu sem gerði það að verkum að ég fékk ekki að koma nálægt eldhúsi í heilt ár.“ Þegar Guðlaugur er spurður hvað hann myndi elda handa þeim hjónum ef hann ætlaði að gera virkilega vel við þau hugsar hann sig um andar- tak og segir svo: „Ég veit hvað ég myndi velja í eftirrétt því hún er mikill sælkeri. Ég er nefnilega ágætur í tíramísu. Svo myndi ég bara fara í nakta kokkinn og finna aðalréttinn þar.“ ■ Bollinger - stöðugleiki gæða og stíls Cava - svar Spánverja við kampavíni! Nýtt í vínbúðum Vín vikunnar Nýr veitingastaður Aðalstræti 12 restaurant bar take-away Sólin rís í austri sushi, salöt, misósúpur, curries, núðlur og grillréttir opið í kvöld frá kl.17.30Í grein um rabarbara sem birtistá þessari síðu 8. ágúst var Hrefna Sóley Kjartansdóttir ranglega sögð Kristjánsdóttir. Það leiðréttist hér með. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Hættur að biðja um að græna draslið sé tekið af hamborgurum. ÍSLENSK JARÐARBER Fyrstu kass- arnir af haustuppskeru af íslensk- um jarðarberjum eru að koma í búðir um þessar mundir, að sögn Gunnlaugs Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Sölufélags garð- yrkjumanna. Tvær uppskerur koma á ári af íslenskum jarðarberjum, á vorin og á haustin. Að sögn Gunn- laugs verður uppskeran um þrjú tonn og fæst í flestum búðum. „Þeir sem smakka íslensk jarðarber segja að þau beri af í bragði.“ METUPPSKERA Útlit er fyrir met- uppskeru á íslensku grænmeti að sögn Gunnlaugs Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Sölufélags garð- yrkjumanna. „Það skilar sér í góðu verði, menn eru að kaupa heilu kílóin fyrir einhverja hundrað- kalla,“ segir Gunnlaugur. Hann segir góða veðrið í sumar aðalskýr- ingu uppskerunnar. ■ Uppskera ■ Leiðrétting GRÆNMETI Boðið upp á smökkun í Grasagarðinum. Grasagarðurinn: Fræðsla og smökkun Þriðja árið í röð verður efnt tiluppskeruhátíðar í Grasagarðin- um. Á henni fær fólk fræðslu um ræktun matjurta og svo er boðið upp á smökkun en á grænmetis- borðinu verða rófur, rauðrófur, hvítlaukur, rauðlaukur, matlaukur, hvítkál, blómkál, grænkál, spergilkál, blöðrukál, hnúðkál, kartöflur, rósmarín, kóríander, pip- arminta, garðablóðberg, sólber og rabarbari og margt, margt fleira. Nytjajurtagarður Grasagarðs- ins var opnaður sumarið 2000 og á hverju sumri er þar í ræktun fjöld- inn allur af matjurtum svo sem róf- ur, laukar, ýmsar salat- og kálteg- undir, krydd og berjarunnar. Á uppskeruhátíðinni verður fræðsla um ræktun matjurta í heimilis- garðinum en einnig fær fólk að bragða á góðgætinu. Slegið verður upp grænmetisborði með öllum grænmetis- og kryddtegundunum. Í nytjajurtagarðinum er stunduð lífræn ræktun, engin plöntuvarn- arefni eru notuð og plönturnar fá einungis lífrænan áburð. Leiðbein- endur eru Auður Jónsdóttir garð- yrkjufræðingur og Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður. Dagskráin hefst í hvíta lystihúsinu við garðskálann á laugardaginn kl. 11. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.