Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 39
■ ■ KVIKMYNDIR Sjá www.kvikmyndir.is  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 verða haldnir útgáfutónleikar í tónlistarhúsinu Laugaborg í Eyjafjarðar- sveit vegna geisladisks sem gefinn var út til stuðnings Hetjunum, félagi aðstand- enda langveikra barna á Akureyri og í nágrenni. Miðaverð á tóleikanna verður kr. 1.500 og rennur allur ágóði til styrkt- arsjóðs Hetjanna. Meðal listamanna sem fram koma á tónleikunum eru: Að- alsteinn Júlíusson, Anna Karín Jóns- dóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir, Jó- hanna Ýr Jóhannsdóttir, Kristján Hall- dórsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Stefán Jakobsson og Svava Stein- grímsdóttir. Kynnir á tónleikunum verð- ur Laufey Brá Jónsdóttir og tónlistar- stjóri Borgar Þórarinsson. ■ ■ LEIKLIST  Lokasýning leikritsins Date sem leik- félagið Ofleikur sýnir í Iðnó verður í kvöld. Í leikhópnum er úrval framhalds- skólanema í leiklist. Ofleikur hefur sýnt leikritið Date fyrir fullu húsi í sumar. Nánari upplýsingar á Date.is.  20.00 Uppselt á Kvetch í kvöld á nýja sviði Borgarleikhússins. Og það er bara uppselt á allar aukasýningarnar svo það er vita vonlaust að hringja í 568 8000 og panta miða.  20.00 Uppselt á Grease í Borgar- leikhúsinu. Síminn er samt 568 8000 og það er víst hægt að næla í miða á sýningar eftir 14. september. Um að gera fyrir fólk að sjá stjörnurnar Jónsa og Birgittu slá í gegn. Litlu krakkarnir eru vitlausir í þetta og fjölskyldan má öll hafa góða skemmtun af söngleiknum. Enda góður söngleikur það! ■ ■ FUNDIR  9.00 Kennslumálþing Háskóla Íslands hefst með ávarpi menntamála- ráðherra en stendur svo fram eftir degi. Viðfangsefni þingsins er þróun kennslu í háskólum með hliðsjón af aukinni samkeppni, þörfum þjóðfé- lagsins og nýjum áherslur í stjórnun og kennslutækni. Páll Skúlason rektor spyr hvort við séum á réttri leið, Jón Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífins ræðir háskólamenntun og þarfir at- vinnulífsins, David Way, fræðslustjóri kennslumiðstöðvar Cornell-háskóla, greinir frá gæðastarfi skólans og upp- byggingu innri þjónustu við kennara. Eftir hádegi fjalla svo stúdentarnir Dav- íð Gunnarsson og Ásta Sigríður Fjel- sted um skólastarfið frá sjónarhóli nemenda og Guðrún Geirsdóttir um breytt landslag háskólakennslu. Loka- erindi flytur Stefán B. Sigurðsson.  12.00 Margareta Winberg, varafor- sætisráðherra Svía, flytur opinn fyrirlest- ur á ensku undir yfirskriftinni „Feministic Governance, the Swedish Example“ í Norræna húsinu. Margareta Winberg, mun í fyrirlestinum fjalla um hvað felst í jafnrétti kynjanna og hvernig eina ríkisstjórnin í heiminum, sem kenn- ir sig við kvenfrelsi (feminist govern- ment), starfar. Árni Magnússon félags- málaráðherra, sem fer með jafnréttismál mál af hálfu íslensku ríkistjórnarinnar, mun flytja stutt ávarp í upphafi fyrirlestr- arins en fyrirlesturinn er haldinn á veg- um Jafnréttisstofu og Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Háskóla Ís- lands.  12.15 Andrew M. Jones, einn helsti fræðimaður í Bretlandi á sviði heilsuhagfræði, mun flytja fyrirlestur um heilsufar og heilbrigðisútgjöld í boði Viðskipta- og hagfræðideildar HÍ. Í fyrirlestri sínum mun Jones fjalla um þróun heilsufars einstaklinga yfir ævi- skeiðið í Bretlandi. Jones og samstarfs- menn nota gögn um þúsundir einstak- linga til þess að greina þróun heilsu- fars. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um hvernig útgjöld til heilbrigðismála dreifast á hina ýmsu aldurshópa. Fyrir- lesturinn verður haldin í Odda, stofu 101.  13.30 Listahátíð í Reykjavík og Höfuðborgarstofa standa fyrir opnum fundi um samstarf menningar- og at- vinnulífs í samvinnu við Samtök atvinnu- lífsins í Hafnarhúsinu. Aðalfyrirlesari fundarins verður Mikael Strand- änger, fram- kvæmdastjóri al- þjóðlegu samtak- anna Arts and Business (Kultur och Näringsliv) í Svíþjóð. Aðrir fundarmenn verða Valur Valsson, formaður stjórnar Listahátíðar í Reykja- vík og Útflutningsráðs, Bogi Pálsson viðskiptafræðingur, Hulda Dóra Styrm- isdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarmála, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, Svanhildur Konráðsdóttir forstöðu- maður, Þórunn Sigurðardóttir og Dag- ur B. Eggertsson, formaður stjórnar Höfuðborgarstofu. Fundurinn er öllum opinn.  20.00 Elísabet Möller Hansen er starfandi læknir í Danmörku og hún heldur fyrirlestur á Marargötu í kvöld. Elísabet stundaði nám í antroposofisk- um lækningum auk hefðbundins lækna- náms. Hún ferðast um Norðurlöndin og veitir viðtöl og er skólalæknir margra skóla í Danmörku auk þess sem hún heldur fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk Waldorfleikskóla og skóla. Síð- astliðin fimm ár hefur hún komið hing- að til landsins sem skólalæknir Waldorf- skólans Sólstafa. Fyrirlestur hennar fer fram á dönsku og kostar 500 kr. inn. ■ ■ HÁTÍÐ  16.00 Breiðholtsdagurinn verður haldinn í dag. Byrjar dagurinn í Mjódd- inni á því að félagasamtökin eru kynnt í básum á göngugötunni. Sú herlegheit öll sömul standa til 16 en kl. 15 verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi af- hjúpaður vatnspóstur frá Orkuveitu Reykjavíkur auk þess sem Hverfisráð Breiðholts mun afhenda hvatningarverð- laun til félagsstarfs sem þótt hefur skara fram úr. Athöfnin fer fram klukkan 19. Deginum lýkur svo á balli allra kynslóða sem verður haldið í íþróttahúsi Selja- skóla kl. 20.30. Það stendur til kl. 23 en Svitabandið úr Breiðholti, með þá fé- laga Guðmund Óskar og Hjört Ingva sigurvegara Söngkeppni Samfés, verður í broddi fylkingar ásamt Amos sem haf- naði í þriðja sæti í Músíktilrauna ársins. Lestina rekur svo hin landskunna og stórskemmtilega sveit Í svörtum fötum. Þetta er allt saman ókeypis. ■ ■ OPNANIR  17.00 Listasafn Reykjanesbæjar opnar yfirlitssýningu á verkum Stefáns Geirs Karlssonar. Hann lærði plötu- og ketilsmíði á sínum tíma og útskrifaðist sem skipatæknifræðingur frá Helsingör Teknikum árið 1973. Hann hefur fengist við myndlist í 25 ár og er einkum þekkt- ur fyrir skúlptúra sem unnir eru undir áhrifum popplistar. Hann hefur m.a. stækkað upp hversdagslega hluti og þannig krafið áhorfandann til að horfa á þekkt viðfangsefnið öðrum augum en áður. Sýningarsalur Listasafns Reykjanes- bæjar er staðsettur í Duushúsum, Duus- götu 2 í Reykjanesbæ og er opinn alla daga frá 13.00-17.00. Sýningin stendur til 19. október. 5. september 2003 FÖSTUDAGUR40 hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 SEPTEMBER Föstudagur Stærsta glasið Yfirlitssýning á verkum StefánsGeirs Karlssonar, myndlistar- manns og skipatæknifræðings, verður opnuð í Listasafni Reykja- nesbæjar kl. 17.00 í dag. Verk Stef- áns Geirs eru þekkt fyrir að vera stór í sniðum og hafa mörg hver komið í heimsmetabók Guinness. Meðal verka á sýningunni, sem er höfð í tilefni af Ljósanótt, er kampavínsglas sem er tveir metrar í þvermál og tekur 2.000 lítra af kampavíni. ■ ■ MYNDLIST ■ HÁTÍÐ STÆRSTA GLASIÐ Stefán Geir Karlsson sýnir stærsta glasið í dag. Keflavík logar Það verða mikil læti í kvöld,“segir Steinþór Jónsson, for- maður Ljósanæturnefndar, en Ljósanótt í Reykjanesbæ er nú haldin í þriðja skipti. Fyrir utan fjölskrúðuga listviðburði sem er að finna á hverju götuhorni verða haldnir framúrstefnutónleikar á útisviði Hafnargötu í kvöld. Keflavíkurbær er kunnur fyrir að fæða af sér mikla tónlistarsnill- inga og hver veit nema bönd eins og Emo og Lena innihaldi íslenska rokkara framtíðarinnar. Leðjubandið Maus er lokanúm- er tónleikanna og mun heilsa upp á Suðurnesjakonur og -menn með nýjasta efni sínu. Poppdívan Le- oncie lætur sig heldur ekki vanta en hún vakti mikla lukku á hátíð- inni í fyrra. Ljósalagakeppnin verður svo haldin í Stapanum í kvöld kl. 19.15 en 10 lög munu keppa þar til úr- slita. Mikill áhugi hefur vaknað á keppninni en 85 lög voru send inn. Meðal flytjenda og höfunda eru Rúnar Júlíusson, Magnús Kjart- ansson og Rut Reginalds. „Á laugardaginn er svo stóri dagurinn og þá fjölmenna allir í bæinn,“ segir Steinþór, en á laug- ardaginn verða leikir og atriði úti um allan bæ. „Það verður reyndar tekið hlé þegar landsleikurinn hefst en við ætlum að varpa hon- um upp á breiðtjald. Eftir það hefst svo bryggjusöngurinn og Hljómar og Bæjarstjórnarbandið ætla að halda uppi fjörinu.“ Klukkan 22.00 verður svo há- punktur hátíðarinnar þegar vík- ingaskipið Íslendingur siglir inn bergið og kveikt verður á ljósun- um þar en Steinþór Jónsson hann- aði lýsinguna þegar hátíðin var haldin í fyrsta skipti: „Þetta byrj- aði allt með þessu ljósalistaverki en hefur nú þróast í að verða önn- ur stærsta hátíð landsins ef fjöldi fólks er mælikvarðinn. Eftir að ljósin hafa kviknað á berginu lýs- um við svo upp himininn með glæsilegri flugeldasýningu.“ ■ MAGNÚS KJARTANSSON Er meðal þeirra lagahöfunda sem keppa um Ljósalagið 2003. NÚTÍMADANSHÁ- TÍÐ Nútímadanshátíð verður haldin um helgina á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þar munu 6 af okkar færustu danshöfund- um frumflytja verk sín. Þetta eru þau Ástrós Gunnarsdóttir, Cameron Corbett, Jóhann Freyr, Nadia Banine, Ólöf Ingólfs- dóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Stefnt er að því að hátíðin verði árviss menn- ingarviðburður í Reykjavík. Allar nán- ari upplýsingar á www.dancefestival.is. HALLI REYNIS TRÚBADOR Uppháhaldshljóðfærið mitt erTakamine-gítarinn minn. Ég keypti hann í hljóðfærabúð í Reykjavík árið 1994 og ég mun aldrei selja hann,“ segir trúbador- inn Halli Reynis. „Fyrsti gítarinn er líka eftirminnilegur en það var tólf strengja Yamaha-gítar, sex strengjum of margir.“ Halli Reynis heldur tónleika á Kringlukránni í kvöld kl. 22.00 þar sem hann flytur gömul lög í bland við ný. „Þá verð ég að sjálfsögðu með gítarinn með mér. Hljóðfæriðmitt LEONCIE Vakti mikla lukku á Ljósahátíð í fyrra og kemur fram á tónleikum í Hafnargötu í kvöld. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Íslensk fyrirtæki með hönnun í fyrirrúmi sýna á Garðatorgi Sýningin verður opnuð laugardaginn 6. september kl. 15.30 af bæjarstjóra Garðabæjar, Ásdísi Höllu Bragadóttur. Sýningin stendur til 24. september. Verið velkomin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.