Fréttablaðið - 05.09.2003, Síða 45
Hrósið 46 5. september 2003 FÖSTUDAGUR
Húsið er til sölu. Þetta er ágæt-is sumarbústaður,“ segir
Guðfinnur bílasali í Vatnsmýrinni
en honum hefur verið gert að
flytja eftir að hafa rekið bílasölu í
„sumarbústaðnum“ í 18 ár. „Borg-
in ætlar að byggja hér hraðbraut
en Landspítalinn á lóðina þannig
að mér er ekki vært lengur. Ég
flyt upp á Bíldshöfða um næstu
mánaðamót og opna þar glæsilega
bílasölu.“
Guðfinnur segir ýmsa kosti
fylgja því að vera með bílasölu í
Vatnsmýrinni: „Héðan er stutt í
miðbæinn og sérstaklega heim til
mín þar sem ég bý á Lækjargöt-
unni. Svo er hér alltaf gott veður.
Gallarnir eru hins vegar þeir að
allir aðrir bílasalar eru komnir
upp á Höfða þannig að ég er orð-
inn einn hér eftir,“ segir Guðfinn-
ur, sem byrjaði að selja bíla 1969;
árið sem menn stigu í fyrsta sinn
fæti á tunglið. „Ég hef alltaf ekið
um á sama bílnum; Mercedes
Benz,“ segir hann. ■
Bílasala
GUÐFINNUR BÍLASALI
■ er að flytja úr Vatnsmýrinni eftir að
hafa stundað bílasölu frá því menn stigu
fyrst fæti á tunglið; 1969.
.. fær hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri
fyrir að bera hróður landsins út fyrir
landsteinana með lítilli fyrirhöfn.
Fréttiraf fólki
Guðfinnur víkur fyrir hraðbraut
Ekki er allt sem sýnist. ÖssurSkarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, þótti sýna
töluverða kænsku þegar hann
svaraði spurningu blaðsins um
óskalagið sitt hér um daginn. Af
íslenskum lögum nefndi hann lag
Sigfúsar Halldórssonar, Vegir
liggja til allra átta, og af erlend-
um London Calling með Clash.
Með fyrrnefnda laginu var hann
að vísa til eigin möguleika í ferð-
lagi um hið pólitíska landslag en
hið síðara skírskotun til væntan-
legrar námsdvalar Ingibjargar
Sólrúnar í London. Össur kann að
orða hugsanir sínar á ýmsan hátt.
Mikið hefur verið skeggrættum Hannes Hólmstein Giss-
urarson og fyrirhugaða útgáfu á
ævisögu sem hann er að skrifa
um Halldór Kiljan Laxness og
koma á út nú fyrir jól. Mörgum
sögum fer um hver muni gefa út
og í Fréttablaðinu í gær var haft
á orði að Páll Bragi Kristjánsson
væri búinn að bjóða Hannesi út-
gáfusamning. Ekkert er til í
þessu og frá höfuðstöðvum Eddu
koma allir af fjöllum og segjast
ekki hafa hugmynd um hver gefi
út umrædda bók. Edda hefur hins
vegar gefið út viljayfirlýsingu
varðandi útgáfu á þeirri ævisögu
Laxness sem Halldór Guðmunds-
son er að skrifa.
Íslendingar geta nú lagst á eittog látið verðlaun í hendur leik-
stjórans Dags Kára Péturssonar
og Tómasar Lemarquis leikara
fyrir framlag sitt við myndina
Nóa albínóa. Slóðin er
http://www.jameson.ie/peoples-
choice/ og restin segir sig næst-
um sjálf. Þú passar þig bara að
kjósa rétt og standa með þínu
fólki.
■ Leiðrétting
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Um 500 milljónir króna.
Dujuan.
Dallas Mavericks.
Sjálfstraust og lífsgleði
Upplýsingar í síma 561 8585 og á www.gauilitli.is
Allt þetta er innifalið:
Spinnig 3 í viku. Vikuleg vigtun, fitumæling, ummálsmælingar,
ítarleg kennslugögn, matardagbók og leiðbeiningar varðandi
fæðuval, fræðsludagur, vatnsbrúsi, bolur, vegleg verðlaun!
Vikuna 8. – 15. september
hefjast í World Class hin vinsælu
8-vikna unglinganámskeið Gauja litla.
Unglingafjör Gauja litla - 13-16 ára
Bubbi Morthens hefur slegið öllfyrri met í sölu á hugverkum
sínum hér á landi og kemst enginn
íslenskur listamaður með tærnar
þar sem hann hefur hælana.
Bubbi hefur selt 260 þúsund
hljómplötur en það jafngildir því
að Michael Jackson hefði selt 260
milljónir hljómplatna á ferli sín-
um. Sem hann hefur ekki gert.
„Vissulega er þetta mikið og
ég held að Laxness sé meira að
segja fyrir aftan mig í þessum
efnum,“ segir Bubbi ánægður
með árangurinn þó lífsstarfið sé
rétt hálfnað. Hann gerir lítið úr
gróðanum af þessu öllu: „Ágóð-
inn hefur dreifst víða þó ég hafi
vissulega fengið minn hlut. Ætli
plöturnar hafi ekki velt rúmlega
200 milljónum króna brúttó.
Annars veit ég það ekki,“ segir
Bubbi, sem sendir enn eina plöt-
una frá sér nú eftir mánuð. Sú
heitir Þúsund Kossa Nótt: „Mér
fannst það fallegur titill,“ segir
hann.
Nýja platan er róleg og
melódísk og Bubbi tekur ekki
alls kostar undir að þarna fari
vísnaplata: „Ég tók frekar mið
af Cliff Richard og Herman’s
Hermits og ég held að fólk eigi
eftir að heyra það.
Ég er ánægður,“ segir Bubbi
og má vera það. Hefur skákað
öllum og er enn að. ■
GUÐFINNUR VIÐ
„SUMARBÚSTAÐINN“.
Gott að vera nálægt miðbænum. Stutt að
fara heim.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
BUBBI MORTHENS
Undir áhrifum frá Cliff Richard og Herman’s Hermits.
Íslandsmet
BUBBI MORTHENS
■ hefur slegið öll fyrri met í útbreiðslu
hugverka hér á landi. Meira að segja lagt
Laxness að velli í þeim efnum.
Í FYRRA ...
...átti ég ekki litla frænku.
NÚNA ...
...á ég eina sem á sama afmælisdag og ég.
Hörður Torfason heldur áfram að syngja og var að
gefa út disk.
Lárétt: 1 glaumur, 6 umkringja, 7 vitlaus-
ar, 9 samtenging, 10 for, 11 tignara, 12
danskt stúlkunafn, 13 neitun, 15 kyrrð, 17
sjá eftir.
Lóðrétt: 1 ósannsögli, 2 borg í Alsír, 3
uppistaða, 4 færði til betri vegar, 5 rugga,
8 fé, 11 veinar, 14 stafur, 16 ármynni.
■ Breyttir tímar
Að gefnu tilefni skal tekið fram að þó allir
fituhlunkarnir í Latabæ séu Hafnfirðingar eru
ekki allir Hafnfirðingar feitir.
Lausn. Lárétt: 1 sollur, 6 króa, 7 rangar,
9 en 10 aur, 11 æðra, 12 pia, 13 nei, 15
ró, 17 iðra.
Lóðrétt: 1 skreytni, 2 oran, 3 lón, 4 lag-
aði, 5 rorra, 8 aurar, 11 æpir, 14 eð, 16
ós.
1
6
7
9 10
2 3 4 5
8
15 16
17
13 14
11
12
Er símanúmerið þitt
vinningsnúmer?
Smáauglýsingar sem allir sjá
10 LORD OF THE RINGSÁ MYNDBANDI EÐA DVD
Í smáauglýsingum Fréttablaðsins næsta
laugardag birtast 10 símanúmer, valin af
handahófi úr símaskránni, í einni
smáauglýsingunni.
Ef þú sérð þitt númer í þessari auglýsingu
hefur þú unnið LORD OF THE RINGS í
boði BT, ef þú hringir í okkur fyrir kl. 16.00
í síma 515 7500.
Bubbi selt 260 þúsund plötur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M