Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 20
SELFOSS Kaupfélag Árnesinga tapar líklega 460 milljónum króna á gjaldþroti eignarhaldsfélagsins Brúar. KÁ á 140 milljóna króna hlutafé í Brú og hefur lánað Brú aðrar 140 milljónir, sem allt tapast með gjaldþroti Brúar. Þá eru 180 millj- óna króna kröfur gerðar á KÁ vegna ábyrgða fyrir eignarhaldsfé- lagið Brú. Stjórn KÁ véfengir rétt- mæti sumra krafanna. Hafliði Þórsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Brú og hluthafi í félaginu, er í ábyrgðum fyrir ýms- um reikningum svo nemur nokkrum milljónum króna. Fyrir- tæki hans, Ísoport, á 30 milljón króna hlut í Brú. Hafliði segir ekk- ert samráð hafa verið haft við sig sem hluthafa áður en stjórnin ákvað að lýsa félagið gjaldþrota. Þá segist Hafliði ekki hafa verið boð- aður á fund með almennum kröfu- höfum, sem haldinn var nýlega, en hann er einn af þeim sem eiga al- menna kröfu á félagið eftir að hafa lánað því fé. Annað fyrirtæki í eigu Hafliða, útgerðarfyrirtækið Njörður, átti líka 24 milljóna hlut en seldi Olíu- félaginu Essó hlutinn upp í við- skiptaskuld. Essó hljóp svo undir bagga með KÁ í vor þegar nauð- ungarsala stóð fyrir dyrum hjá Brú og ábyrgðist ríflega 15 milljóna króna víxla til að forða Brú frá uppboði. Þá víxla hefur Essó greitt. Olíufélagið mun líka hafa lagt 6,5 milljónir króna í fyrirtækið X-ferð- ir, sem var dótturfyrirtæki KÁ en er nú gjaldþrota. Hlutafénu hefur Esso nú tapað og líklega vænum hluta af kröfunum tveimur sem nú bætast í almenna bunkann hjá KÁ. Olíufélagið á líka almennar við- skiptakröfur á KÁ vegna reksturs söluskálanna. ■ ■ Lögreglufréttir 21FÖSTUDAGUR 5. september 2003 „Nú liggur fyrir að tæki, raflagn- ir, pípur, leiðslur eða því um líkt valda truflun á rekstri fjar- skiptavirkis og er fjarskipta- fyrirtæki þá heimilt að krefjast úrbóta frá eiganda án tafar, en ella er fjarskiptafyrirtæki heim- ilt að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir trufl- un þá sem af þessu hlýst. Nú má truflun að þessu leyti rekja til gá- leysis eiganda viðkomandi bún- aðar, og ber eiganda þá að greiða allan kostnað sem af úrbótum leiðir.“ Þetta segir Hlynur Halldórs- son, hæstaréttarlögmaður og sér- fræðingur í tölvu- og fjarskipta- lögfræði, að gefi fyritækjum sem selja áskrift að nettengingum skýra heimild til þess að grípa til ráðstafana gagnvart viðskiptavin- um sem sýkst hafa af tölvuveirum eins og SoBig. „Sú skylda hvílir óumdeilan- lega á fjarskiptafyrirtækinu að hafa samband við aðila sem er sýktur af tölvuveiru og krefjast þess að viðkomandi geri viðeig- andi ráðstafanir,“ segir Hlynur. Hann segir að notendaskilmál- ar, sem meðal annars banna send- ingu á óumbeðnum fjöldapósti og misnotkun á nettengingu, séu næg stoð til þess að netfyrirtæki geti lokað fyrir tengingar þeirra sem senda sýkt tölvuskeyti. „Þetta snýst um að vernda bandvídd í fjarskiptavirkjum og það er klárt mál að það má vernda þau. Að því gefnu að menn átti sig á því að það séu einhver vandamál í gangi grípa þeir væntanlega til þessara ráðstafana og þar með ætti mönn- um að takast að stöðva frekari smitun,“ segir hann. Andri Óskarsson segir að Hringiðan líti svo á að þeir sem ekki gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við tölvuveir- um á borð við SoBig séu að mis- nota nettengingu og séu þar með komnir á svig við notendaskil- mála. Stærri ormar á leiðinni Þótt álagið vegna SoBig-orms- ins hafi verið gríðarlegt er lík- legt að fram komi tölvuveirur sem valda muni meiri usla. „Þetta hefur alltaf orðið verra. Það var rosalegt flóð þegar klez.h kom. Við höfðum aldrei séð ann- að eins og við héldum að við ætt- um aldrei eftir að sjá annað eins. Svo kemur SoBig.F og hann er miklu verri. Við höfum enga sér- staka ástæðu til að ætla annað en að næsti stóri vírus muni toppa allt sem við höfum séð áður. Því miður,“ segir Erlendur Þorsteins- son hjá Frisk. Hann telur að netfyrirtækin hljóti að skoða þann möguleika að gera áskrift að veirusíu að skil- yrði fyrir notendasamningi. Hann segir að það geti verið dýrt fyrir netveitur að þurfa að bregðast við veirum eftir að þær séu komnar í dreifingu. Ef kerfi netfyrirtækj- anna væru einöngruð, þ.e. allur póstur hjá öllum notendum færi í gegnum veirusíu, væri hægt að tryggja að viðskiptavinir fyrir- tækisins yrðu ekki fyrir óþægind- um af völdum tölvuveira. Hann telur að þetta myndi bæði draga úr kostnaði og auka mjög öryggi netsamskipta. ■ Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 The Merry Ploughboys spila á Ránni í Keflavík, föstudag frá kl. 22-24, Fjörukránni laugardag kl. 22-24 og Dubliners sunnudag frá kl. 21.30 - 23.30. Muni› Dublinarfer›ir Plúsfer›a í október og nóvember. ...Dublin bí›ur flín ...Írarnir koma Dettur flú í lukkupottinn? Skila›u inn mi›anum hér a› ne›an og flú gætir haft heppnina me› flér. Alls konar ver›laun í bo›i svo sem: Sko›unarfer›, kvöldskemmtun í Dublin, fer›avinningar og margt margt fleira. Nafn: Heimilisfang: Sími: Netfang: há tí› um hel gina Du bli nar- Fylltu út mi›ann og settu hann í lukkupottinn á skrifstofu Plúsfer›a í Hlí›asmára, 8.-12. september. Dregi› ver›ur úr pottinum 12. september kl. 16.30. LUKKUMI‹I! Sértilbo› Ferð til Dublinar 27. nóvember. Innifalið: Flug, gisting á Ormond Quay hótelinu í 3 næturog allir flugvallaskattar. Aðeins 20 sæti í boði. 35.420 kr. staðgreitt. ELDUR Í HESTHÚSI Brunalykt fannst í hesthúsahverfinu í Víðidal í gærmorgun. Lögregla og slökkvi- lið voru kölluð á staðinn. Lítill eld- ur var í einu hesthúsinu og var hann slökktur á skömmum tíma. Engin dýr voru í húsinu og eigna- tjón var lítið. FARTÖLVUM STOLIÐ Í INNBROTI Brotist var inn í fyrirtæki í Skip- holti í fyrrinótt og fartölvum að verðmæti nokkur hundruð þús- und stolið. HÖFUNDUR TÖLVUVEIRU Blaster-ormur Jeffreys Lees Parsons sýkti þúsundir tölva eftir að honum var dreift í síðasta mánuði. SoBig-veiran hefur ekki sýkt jafn margar tölvur en valdið miklum skaða. TÖLVUPÓSTUR Búist er við að veiruvandamálið aukist til muna á næstunni. SELFOSS Stjórn Kaupfélags Árnesinga véfengir rétt- mæti sumra krafa sem gerðar eru í fyrir- tækið. Gjaldþrot eignarhaldsfélagsins Brúar á Selfossi: KÁ tapar 460 milljónum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.