Fréttablaðið - 05.09.2003, Side 4

Fréttablaðið - 05.09.2003, Side 4
4 5. september 2003 FÖSTUDAGUR Á íslenska landsliðið í knattspyrnu einhvern möguleika gegn Þjóðverjum á laugardaginn? Spurning dagsins í dag: Hvernig fer landsleikur Íslands og Þýskalands? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 41% 59% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is BSRB óttast að áhrif GATS-samningsins verði óstöðvandi: Almannaþjónusta markaðsvædd? STJÓRNMÁL Ráðstefna um við- skipti með þjónustu innan aðild- arríkja Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar (WTO) hefst í Mexíkó 10. september. Þar á meðal ann- ars að ræða GATS-samninginn sem Ísland á aðild að. Páll Hannesson hjá BSRB segir lokamarkmið með GATS- samningum vera að mark- aðsvæða þjóðfélagið út í hörgul. Opinber þjónusta sé ekki undan- skilin. Þetta kom fram í erindi Páls á ráðstefnu á vegum utan- ríkisráðuneytisins. Ríki hafa að undanförnu gert kröfur hvert á annað um tiltekin svið sem þau vilja fá að starfa á í öðrum löndum. Kröfur er- lendra ríkja á hendur Íslending- um snúast meðal annars um að- gang að æðri stigum mennta- kerfisins og ýmsum hliðargrein- um þess. Enn hafa ekki verið gerðar kröfur um opnun heil- brigðiskerfisins. Að sögn Páls er ágreiningur um það hvort opinber þjónusta falli undir GATS-samninginn eða ekki. Þó WTO segi svo ekki vera sé langlíklegast að megnið af opinberri þjónustu lendi und- ir GATS. BSRB krefst þess að fulltrúar Íslands hjá WTO beiti sér fyrir því að ákvæði GATS verði skýrð þannig að engum vafa sé undirorpið að samning- urinn nái ekki til almannaþjón- ustu og þjónustu á vegum hins opinbera. ■ UMHVERFI Sjórinn úti fyrir Norð- urlandi hefur ekki mælst hlýrri frá því reglulegar mælingar hófust á vegum Hafrannsókna- stofnunar árið 1970. Í seiðaleið- angri stofnunarinnar sem lauk 24. ágúst mældist yfirborðshiti sjávar 2 til 3 gráðum hærri fyrir Norðurlandi og um 2 gráðum hærri við sunnanvert landið. Í meðalári er hitinn norður af land- inu rúmar 8 gráður síðsumars en í leiðangrinum mældist hann yfir 11 gráður. Fyrir sunnan mældist yfirborðshitinn yfir 14 gráður á köflum, en er vanalega 11 til 12 gráður. Héðinn Valdimarsson, haf- fræðingur Hafrannsóknastofnun- ar, segir athyglisvert að kólnun hafi verið mjög lítil í vetur. „Það er í takt við þetta milda veðurfar sem við höfum upplifað á landinu. Sjórinn er hlýrri nú en við höfum mælt hann frá 1970. Það sem hef- ur gerst er það að veturinn sem kom ekki gerði það að verkum að þetta er allt á uppleið.“ Héðinn segir líkur benda til þess að lífríkið í sjónum muni hagnast á hlýnuninni. „Almennt er talað um meiri framleiðni í þessum hlýsjó. Hann inniheldur meira af næringarefnum og þess vegna getur hann staðið undir meiri gróðri og átu.“ Fiskifræðingar segja hlýnun- ina leiða til þess að þorskur, ufsi og ýsa leiti norður á við og að þar megi búast við aukinni fiskgengd í þeim tegundum. Þá hafa sjó- menn orðið varir við að skötusel- ur færi sig norðar með Vestur- landi en áður. Auk þess hefur hlýnun sjávar verið nefnd sem mikilvæg orsök fyrir hruni hörpudisksins í Breiðafirði. Hins vegar þora fiskifræðing- ar ekki að spá fyrir um hver áhrif hlýnunar sjávar verði á fisktegundir til lengri tíma, enda um flókið samspil að ræða. „Við vitum ekki hvað tekur við þegar við mælum hita yfir því sem við þekkjum. Það getur verið að ennþá meiri hiti fari að virka á verri veg, að framleiðnin haldi ekki áfram að aukast,“ segir Héðinn. jtr@frettabladid.is Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Kom óvænt til Íraks BAGDAD, AP „Það mikilvægasta nú er að byggja upp íraskan her,“ sagði Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld kom í óvænta heim- sókn til Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær. Hann sagðist vilja leggja á ráðin með banda- rískum stjórn- endum þar um hvernig best sé að byggja upp íraskan her og öryggissveitir og leggja grundvöll að komu alþjóð- legra friðar- gæslusveita til að aðstoða bandarískar hersveitir í landinu. Að minnsta kosti 50.000 Írakar vinna við öryggisgæslu í Írak, þar af rúmur helmingur við löggæslu. Rumsfeld segir enga þörf á að fjölga lögreglumönnum heldur þurfi að hraða uppbyggingu hers heimamanna í Írak. „Bandaríski herinn leitar nú leiða til að skrá sem fyrst í írask- ar öryggissveitir fyrrum liðs- menn úr herjum Saddams og hugsanlega úr öryggissveitum hans,“ sagði Rumsfeld. ■ VERSLUN Verslunin Next í Kringlunni býst við að þrjúhund- ruðþúsundasti viðskiptavinurinn komi í verslunina á laugardaginn. Í tilefni þess verður boðið upp á léttar veitingar fyrir alla fjöl- skylduna frá klukkan tólf til fjög- ur þar sem viðskiptavini númer 300 þúsund verður fagnað. Hann verður leystur út með gjafa- körfu, 30 þúsund króna vöruút- tekt og leikhúsmiðum fyrir fjöl- skylduna. ÓVEÐUR Snarpar vindhviður og mikil úrkoma fylgdu fellibylnum Dujuan þegar hann gekk yfir austurhluta Asíu. Fellibylurinn Dujuan: Tugir létust PEKING, AP Staðfest hefur verið að 38 manns hið minnsta hafi farist þegar fellibylurinn Dujuan gekk yfir suðurhluta Kína. Á annað þúsund manns slösuðust og tíu er enn saknað. Tjón af völdum veðurofsans í Guangdong-héraði er metið á sem nemur yfir 20 milljörðum ís- lenskra króna. Miklar skemmdir urðu á vegakerfi, vatnsveitu og rafmagns- og símalínum auk þess sem uppskera eyðilagðist. Hátt í 14.000 hús urðu fyrir tjóni. ■ Nefnd SÞ stödd hér á landi: Frammi- stöðumat LOFTSLAGSBREYTINGAR Fulltrúar frá alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna eru staddir hér á landi í þeim erindagjörðum að meta efndir Íslendinga á rammasamn- ingi SÞ um loftslagsbreytingar en Ísland er aðili að þeim samningi. Nefndin hefur farið víða og átt viðræður við marvíslega aðila, innan og utan stjórnkerfisins. Er þetta í annað sinn sem mat af þessu tagi fer fram hér á landi en það fer venjulega fram á nokk- urra ára fresti. ■ SAMKEPPNISMÁL Hafnarfjarðar- höfn hefur kært Reykjavíkurhöfn til Samkeppnisstofnunar vegna meintrar ólögmætrar niður- greiðslu á rekstri dráttarbrauta. Hafnfirðingar telja Reykvík- inga styrkja starfsemi Stáltaks um tugi ef ekki hundruð milljóna króna með útleigunni og veikja með því samkeppnisstöðu slipp- fyrirtækja í Hafnarfirði. Bergur Þorleifsson, hafnarstjóri í Reykjavík segir Samkeppnisstofn- un hafa svarað sambærilegu erindi frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur haustið 2000. „Samkeppnisstofnun var fljót að svara því að þarna væri ekki ástæða til athugasemda,“ segir hann. Stáltak hf. hefur leigt aðstöðu af Dráttarbrautum Reykjavíkur ehf., dótturfyrirtæki Reykjavík- urhafnar, en núgildandi samning- ur rennur út í október. „Við innheimtum ákveðið gjald á hvert brúttótonn á hvern dag sem skip eru í brautunum. Ef engin skip eru í brautunum fáum við enga leigu. Í Hafnar- firði er hins vegar innheimt leiga fyrir hvern dag sem slipp- kvíarnar eru í höfninni. Þetta er það eina sem ég veit um sem er öðruvísi. Hvort við erum að brjóta lög með því veit ég ekki,“ segir Bergur Þorleifsson. ■ Reykjavíkurhöfn segist hafa hreinan skjöld í dráttarbrautarmáli: Ekki ástæða til athugasemda PÁLL HANNESSON „Lokamarkmið GATS-samningsins er að markaðsvæða hvern krók og kima þjóðfélagsins,“ segir Páll Hannesson hjá BSRB. FRÁVIK FRÁ MEÐALTALSHITA Myndin sýnir frávik frá meðaltalsyfirborðshita sjávar miðað við síðustu 30 ár. Mælingar Hafrannsóknastofnunar í ágúst fara saman við gervihnattamælingar bandarísku veðurstof- unnar sem koma fram á myndinni og fóru fram síðustu vikuna í ágúst. Sjávarhitinn hefur ekki mælst hærri Hlýnun sjávar norðan við Ísland nemur um 2-3 gráðum miðað við meðalár og hefur sjávarhitinn ekki mælst meiri í þriggja áratuga mælingum. Gera má ráð fyrir meiri framleiðni í sjónum og aukinni fiskgengd fyrir norðan. M YN D /B AN D AR ÍS KU V EÐ U R ST O FU N N AR LÍNUBÁTUR Styrkur ýsu- og þorskstofnsins hér við land er sagður tengjast hlýnun sjávar. DRÁTTARBRAUTIN Í REYKJAVÍKURHÖFN Reykjavíkurhöfn stofnaði Dráttarbrautir Reykjavíkur ehf. árið 1999. Reksturinn hefur geng- ið illa þar til á þessu ári. Aðrir hluthafar hafa ekki fengist að félaginu. ■ Innlent DONALD RUMSFELD Vill byggja upp íraskan her og öryggissveitir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.