Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 6
6 5. september 2003 FÖSTUDAGUR ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 81,52 -0,57% Sterlingspund 128,19 -0,05% Dönsk króna 11,89 -0,22% Evra 88,28 -0,23% Gengisvístala krónu 125,78 -1,26% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 590 Velta 9.884 milljónir ICEX-15 1.726 -0,59% Mestu viðskiptin Fjárfestingarf. Straumur 3.222.413.623 SÍF hf. 519.331.586 Kaupþing Búnaðarbanki 168.254.848 Mesta hækkun Jarðboranir hf. 8,02% Landssími Íslands hf. 2,80% Bakkavör Group hf. 2,04% Mesta lækkun Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -4,05% Hampiðjan hf. -3,36% Og fjarskipti hf. -3,23% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9578,6 0,1% Nasdaq*: 1863,5 0,6% FTSE: 4248,8 -0,3% DAX: 3574,7 0,1% NK50: 1413,9 0,0% S&P*: 1025,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hversu mikið fær Reykjavíkurborgsamtals greitt frá verktökum fyrir byggingaréttinn í Norðlingaholti? 2Hvað heitir fellibylurinn sem nú feryfir Asíu? 3Hvað heitir bandaríska körfuboltalið-ið sem Jón Arnór Stefánsson er búinn að semja við? Svörin eru á bls. 46 HVALVEIÐAR Franski fréttamaður- inn Arnaud Muller, sem sér um fréttaþáttinn Le Vrai Journal á sjónvarpsstöðinni Canal plus, er á Íslandi við gerð sjónvarps- þáttar um hrefnuveiðar. Heiti þáttarins merkir Sannar fréttir á íslensku, og hyggst Muller fjalla um hrefnuveiðar frá öllum sjón- arhornum, ekki síst út frá vís- indalegum rökstuðningi Haf- rannsóknastofnunar. „Það er mikilvægt að reyna að útskýra þau vísindi sem verið er að framfylgja þarna. Í Evrópu er í raun ekkert fjallað um vísinda- legan rökstuðning veiðanna. Við þurfum að skoða þetta frá víðara sjónarhorni heldur en verið hef- ur gert,“ segir Mireya Samper, sem aðstoðar Muller á ferðum hans hérlendis. Þátturinn verður tæplega tíu mínútna langur og verður sýnd- ur á Canal plus þarnæsta sunnu- dag. Canal plus næst um alla Evr- ópu og Norður-Afríku og er vin- sælasta áskriftarsjónvarpið í Frakklandi. ■ Hrun yfirvofandi meðal loðdýrabænda LOÐDÝRARÆKT Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segist óska eftir því að yfirvöld opni augun fyrir vanda og mikilvægi loðdýrarækt- arinnar. Hann segir greinina borga árlega 40 milljónir í flutn- ingskostnað á fóðri, en þar af renni um helmingur til ríkisins. „Við erum að nota úrgang úr kjötvinnslu, sláturvinnslu og fisk- vinnslu sem fóður fyrir minkinn. Ef við notum þetta ekki er þetta urðað með miklum tilkostnaði. Ég vil kalla til almenna skynsemi. Hér á landi er flutningskostnaður- inn svo hár að við erum ekki sam- keppnishæfir við útlönd, þar sem menn fá endurgreidd flutnings- gjöld.“ Um 40 loðdýrabú eru á landinu og velta þau samanlagt um 400 milljónum króna. Hátt gengi ís- lensku krónunnar gagnvart doll- ara hefur valdið um 25 prósenta lækkun á afurðaverði síðasta árið. Björn segir að fjórðungur af tekj- um loðdýrabúanna hafi jafnan verið notaður í laun fyrir bændur. „Þetta þýðir að margir loðdýra- bændur fá engin laun í ár. Í sauð- fjárrækt geta menn allavega borðað kindurnar þegar þeir eru í vandræðum, en ekki í þessu.“ Að sögn Björns vinna loðdýra- bændur þjóðþrifaverk og skapa útflutningstekjur sem dygðu fyrir kaupum á 200 jeppum. „Við vilj- um minna rækilega á hvað við erum að gera. Við erum að skapa hundrað störf og skapa innflutn- ingstekjur sem dygðu fyrir tvö hundruð jeppum. Loðdýrabúin vinna úr sex til sjö þúsund tonn- um af úrgangi sem annars yrðu grafin einhvers staðar. Sums stað- ar í Danmörku og Hollandi er ver- ið að eyða milljörðum í að gera vatn drykkjarhæft eftir mengun af völdum urðunar. Til langs tíma kemur landið út í plús ef það þarf ekki að vera að grafa skít.“ Björn segir loðdýrabændur hafa lagað framleiðslu sína og nú sé hún sú þriðja besta í Evrópu. „Hér hafa orðið meiri framfarir í loðdýrarækt en í nokkru öðru landi í heiminum. Við höfum tekið okkur á, nú getum við sagt við stjórnmálamenna að nú viljum við að þeir taki til hjá sér. Við viljum að þeir lagi starfsumhverfi okkar. Greinin hrynur í haust ef ekkert verður að gert.“ jtr@frettabladid.is Svæði þar sem búast má við talsverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi. ÁFRAM HVASST Í REYKJAVÍK Þó mesti hvellurinn sé að baki verður áfram töluvert hvasst við vestur- ströndina og þar með talið hér í Reykjavík. Á morg- un verður þetta hins vegar allt að baki. Veðrið á Norður- og Austur- landi verður mun betra. Það gæti meira að segja orðið tiltölulega bjart á Egilsstöðum og þar í kring. Ég sé því fátt betra fyrir borgarbúa en að fylgjast með nýju Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Kaupmannahöfn 18°C heiðskírt London 23°C skýjað París 23°C skýjað Berlín 19°Cléttskýjað Algarve 26°C léttskýjað Mallorca 28°C þrumuveður Torrevieja 30°C þrumuveður Krít 25°C skýjað Kýpur 29°C léttskýjað Róm 24°C skýjað New York 17°C skúrir Miami 25°C þrumuveður Sunnudagur Laugardagur +12 +13 +14 +14 +16 +12 +14 +11 +11 +11 +11 +17 +13 +12 +10 +13 +13 +13 Víðast hægur vindur, síst þó með suðurströndinni. +7 Allhvasst Allhvasst Strekkingur Allhvasst Nokkur vindur Nokkur vindur Nokkur vindur Allhvasst Strekkingur Hægar breytilegar áttir. Nokkur vindur Nokkur vindur Franskur fréttamaður á Íslandi: Kannar sannleikann um hrefnuveiðar ARNAUD MULLER Fréttamaðurinn Arnaud Muller borðaði hvalkjöt á veitingastaðnum Þremur frökkum í tengslum við sjónvarpsþátt um hvalveiðar Íslendinga. Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir hrun yfirvofandi meðal loðdýrabænda í haust ef þeir fá ekki stuðning frá ríkinu. 40 loðdýrabú eru á landinu og fá margir loðdýrabændur ekki laun í haust vegna hágengis íslensku krónunnar. M YN D /Á SK EL L ÞÓ R IS SO N BJÖRN HALLDÓRSSON Formaður Sambands íslenskra loð- dýrabænda segir hrun yfirvofandi í greininni í haust og að nauðsynlegt sé að yfirvöld opni augun. HLUTAFÉ AUKIÐ Og fjarskipti ætla að auka hlutafé sitt um tæp- ar 400 milljónir að nafnvirði. Til- gangur aukningarinnar er að greiða lán sem tekið var þegar fjarskiptafélagið Tal var keypt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.