Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 26
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2003 HETJUR Hundaræktarfélag Íslands hefur ákveðið að efna til samkeppni um val á afrekshundi ársins. Leitað er að hundi sem með einhverjum hætti hefur komið að björgun, lið- sinnt fötluðum, veikum eða verið til uppörvunar og hjálpar á einn eða annan hátt. Emilía Björnsdóttir hjá Hunda- ræktarfélaginu segir félagið ekki hafa staðið fyrir slíku vali áður, en það gerist alltaf annað kastið að hundar komi að björgun fólks. „Víða í þjóðfélaginu eru einnig hundar að vinna gott starf með blindum eða fötluðum á annan hátt.“ Emilía segir að með tilnefning- unni þurfi að fylgja frásögn um hundinn og góðverk hans ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum eins og nafn hans, aldur, nafn eig- anda og nafn sendanda, Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hreinræktaður og til- nefningar eru vel þegnar jafnvel þó langt sé um liðið síðan atvikið átt sér stað. Hundurinn verður síðan heiðraður á októbersýningu félags- ins í byrjun næsta mánaðar. ■ HREINRÆKTAÐIR OG ÆTTBÓKA- FÆRÐIR Leit stendur nú yfir að afrekshundi ársins. Afrekshundur ársins Kennaradeild Háskólans á Ak-ureyri er tíu ára um þessar mundir. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða til hátíðardag- skrár í húsnæði deildarinnar að Þingvallastræti 23 á morgun, laugardaginn 6. september, undir yfirskriftinni Mennt er máttur. Dagskráin hefst klukkan tíu en eftir hádegi stendur deildin fyrir málstofu þar sem fimm braut- skráðir nemar kynna lokaverk- efni sín. Ásta Magnúsdóttir, nemi við skólann, mun að því loknu syngja nokkur lög. ■ Tímamót ■ Kennaradeild Háskólans á Akureyri er tíu ára og stendur fyrir hátíðardagskrá af því tilefni. Mennt er máttur AKUREYRI Kennaradeild Háskólans á Akureyri er tíu ára um þessar mundir. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.