Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. september 2003 debenhams S M Á R A L I ND ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 09 55 04 /2 00 3 n‡tt Merki um sjálfstæ›i Enn bætast n‡ merki vi› frábært úrval merkjavöru í Debenhams. Principles, Esprit, S. Oliver og Warehouse fyrir konur, Esprit, S. Oliver fyrir karla og Mexx fyrir börnin. Debenhams - merki um frábært úrval, hagstæ› kaup, gæ›i og flægilegt andrúmsloft. ÍTALÍA Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, ætlar að fara fram á sem svarar rúmlega 1,3 milljörðum íslenskra króna í miskabætur vegna ummæla Piero Fassino, leiðtoga stjórnarand- stæðinga. Fassino gaf í skyn að forsætis- ráðherrann hefði fengið ítalskan kaupsýslumann og þekktan brask- ara til að koma fram með ásakan- ir um mútuþægni á hendur stjórn- málamönnum á vinstri vængnum, þar á meðal Fassino og Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra. Piero Fassino sagði að ásakanir kaupsýslumannsins ættu sér enga stoð í raunveruleikanum og mark- mið Berlusconis hefði verið að beina athyglinni frá eigin spill- ingu. ■ Silvio Berlusconi: Krefst miskabóta FASSINO OG BERLUSCONI Ítalski forsætisráðherrann krefst þess að leiðtogi stjórnarandstæðinga greiði honum himinháar miskabætur. CANBERRA, AP Stjórnvöld á ástr- ölsku eyjunni Tasmaníu hvetja yf- irvöld í landinu til að stöðva inn- flutning á norskum laxi eftir að sjávarlús fannst á fiskinum. Fersk- ur lax frá Noregi, samtals 2,7 tonn, reyndist lúsugur og var fiskurinn umsvifalaust tekinn úr sölu. Vísindamenn segja að sótt- varnarlög hafi ekki verið brotin og mönnum stafi engin hætta af lúsinni. Bryan Green, umhverfisráð- herra fylkisstjórnarinnar í Tasmaníu, segist hins vegar hafa áhyggjur af laxalúsinni þar sem hún sé aðskotadýr á suðurhveli jarðar og geti ógnað rúmlega 100 milljóna Bandaríkjadala atvinnu- grein í Tasmaníu. „Ég hvet stjórnvöld í Ástralíu til að stöðva innflutning á ferskum laxi til að tryggja heilbrigði ástr- alska laxastofnsins,“ sagði Green. Laxalýs eru örsmá sníkjudýr sem nærast á roði og blóði laxins. Í miklu magni geta þær drepið fisk- inn með því að skemma roðið. ■ Norðmenn seldu Áströlum lúsugan lax: Ástralir krefjast innflutningsbanns LAXELDI Umhverfisráðherra Tasmaníu hvetur ástr- ölsk stjórnvöld til að banna innflutning á ferskum laxi eftir að lús fannst í ferskum laxi frá Noregi. LÖGREGLUMÁL Lögregla felldi niður mál gegn starfsstúlku á Hrafnistu sem kærð var fyrir meintan pen- ingaþjófnað. Heimilismaður á Hrafnistu taldi í tvígang að peningum, samtals 6.500 krónum, hefði verið stolið frá sér í janúar á þessu ári. Öryggis- fyrirtækið Meton ehf. kærði rúm- lega tvítuga starfsstúlku á grund- velli upptaka úr eftirlitsmyndavél- um. Áður höfðu tveir starfsmenn Metons – báðir fyrrverandi lög- reglumenn – reynt að fá stúlkuna til að játa á sig þjófnaðinn. Stúlkan skýrði lögreglu frá því að vera sín í herbergi vistmannsins hefði einfaldlega tengst starfinu. Fleiri en hún hefðu farið inn á herbergið. Upptökur úr eftirlits- myndavélunum studdu þetta. Þá benti stúlkan á að innangengt er inn á herbergi mannsins úr næsta herbergi um sameiginlegt sal- erni. Lögregla lét málið niður falla í apríl. Hvorki lögregla né fulltrúar Metons munu hafa rætt við aðra mögulega gerendur í hinu meinta þjófnaðarmáli og er það enn óupplýst. Stúlkan var leyst undan starfs- skyldum sínum en fékk greidd laun út ráðningarsamning sem lauk í vor. Hún mun nú hyggja á háskólanám. ■ Lögregla felldi niður mál gegn þjófkenndri stúlku: Benti á aðra mögulega þjófa HRAFNISTA Starfsstúlka sem kærð var fyrir þjófnað á Hrafnistu benti lögreglu á ýmsa aðra mögulega gerendur og var málið látið niður falla. Hún fékk greidd laun út ráðningarsamninginn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.