Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 10
10 5. september 2003 FÖSTUDAGUR BANNAÐ Vopnaður maður kíkir gegnum hliðglugga í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. Blóðbaði, sem staðið hafði í marga mánuði, linnti loks á dögunum þegar fjölþjóðlegt friðar- gæslulið kom til landsins. Íslendingur er nú kominn til Líberíu til að stýra öryggis- gæslu í landinu. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Línuívilnun var samþykkt á þingi Fjórðungssam- bands Vestfirðinga og er inni í byggðaáætlun. Súðvíkingar stóðu þar að samþykktinni. Sveitarstjór- inn er því á eyðiskeri í þessu máli,“ segir Guðmundur Halldórsson, trillukarl og formaður smábátafé- lagsins Eldingar, vegna ummæla Ómars Más Jónssonar, sveitar- stjóra í Súðavík, um að línuvílnun væri ekki sanngjörn þar sem tekin var sneið af köku annarra. Guðmundur er foringi smábáta- manna á Vestfjörðum og hefur barist manna harðast fyrir línu- ívilnun. Hann fékk samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að þetta fyrirkomulag verði tekið upp hjá dagróðrabátum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur skipað sér í raðir þeirra sem vilja taka upp ívilnunina og sagði fyrir kosningar að hann sæi enga fyrirstöðu fyrir því að línuívilnun yrði tekin upp strax í haust. Davíð hefur seinna horfið frá þeirri skoðun. Guðmundur segir að Ómar Már sveitarstjóri verði að hugsa vand- lega sinn gang í þessu máli. Hreppsnefndin í Súðavík verði að taka málið fyrir en vandinn sé sá að tveir af fimm hreppsnefndarmönn- um sé vanhæfir þar sem annar þeirra sé stjórnarmaður í stærsta kvótafyrirtæki Vestfirðinga, Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru, en hinn starfsmaður sama félags. Stefnt er á stórfund á Vestfjörð- um um miðjan september þar sem Guðmundur og félagar hans ætla að mótmæla þeim svikum stjórnar- flokkanna að hafa ekki staðið við gefin loforð um línuívilnun. ■ KÁRAHNJÚKAR Miklir misbrestir eru á því að verktakar við Kára- hnjúkavirkjun hafi sótt um viður- kenningu á starfsleyfum fyrir þá starfsmenn sem vinna við störf sem krefjast sérstakra réttinda. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsam- bands Íslands, líkir þessu við það ef ítalskur maður yrði tekinn próflaus við ölvunarakstur á Ís- landi. „Þetta er ná- kvæmlega sama og ef það kemur hing- að Ítali og keyrir bíl, jafnvel full- ur líka, og er ökuskírteinislaus. Þá er hann tekinn fastur. Það gildir faktískt nákvæmlega sama. Ef þarna eru að störfum menn, sem ekki hafa fengið stað- festingu á því að réttindi þeirra séu í lagi, þá er það hlutverk sýslumanns að sjá til þess að þeir leggi niður þessa háttsemi,“ seg- ir Guðmundur. Starfsmenn sem öðlast hafa starfsréttindi í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu þurfa að sækja um staðfestingu á þeim réttindum hjá sýslumanni. Þor- björn Guðmundsson, talsmaður samráðsnefndar um virkjana- samninginn, segir að það hafi vak- ið undrun hversu fáar umsóknir hafi borist um slíka staðfestingu: „[Það er] búið að reisa þarna á við þrjú eða fjögur hótel en það hafa bara borist um tíu umsóknir. Það liggur fyrir það þarna hefur ekki verið staðið rétt að. En þeir [for- ráðamenn Impregilo] lýstu því yfir að þeir myndu reyna að setja niður á blað hvernig staðið yrði að þessu í framhaldinu. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að það er ein- hver fjöldi manna sem ekki hefur sótt um viðurkenningu á starfs- réttindum.“ Guðmundur segir að Impregilo virði reglur um starfsréttindi að engu. „Hér koma inn flug- vélafarmar af fólki og það er keyrt í rútum upp á Kárahnjúka- svæðið og það byrjar bara að vinna. Við fórum fram á það við Impregilo á sínum tíma að þeir virtu hér starfreglur og báðum þá að setja okkur ekki í þá stöðu að við þyrftum að fara að berja á þeim. Við skrifuðum síðan bréf til þeirra en þeir hafa ekki sinnt þessu,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson segir að lögð sé áhersla á að hlutinir séu gerðir í réttri röð; að aflað sé til- skilinnar staðfestingar áður en menn hefja störf. „Það er nokkuð sem við leggjum mikla áherslu á; að þetta verði gert í réttri röð,“ segir hann. Guðmundur segir að vísa megi manni úr landi sem starfar án þess að hafa fengið viðurkenn- ingu á starfsréttindum sínum. Hann segir að íslensk verktaka- fyrirtæki hafi áhyggjur af sam- keppnisstöðu sinni ef starfsmenn við Kárahnjúka hljóta verri kjör en almennt á íslenskum vinnu- markaði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stendur nú yfir vinna hjá Impregilo við að koma þessum málum í lag. thkjart@frettabladid.is Spænska strandgæslan: Þrjú tonn af kókaíni gerð upptæk MADRÍD, AP Sérsveitarmenn hjá spænsku strandgæslunni lögðu hald á um það bil þrjú tonn af kókaíni um borð í fiskiskipi undan vesturströnd Afríku. Laganna verðir fundu 99 poka af kókaíni í skipinu og handtóku áhöfnina, fimm Venesúelamenn. Aðgerðin tengdist umfangsmikilli rannsókn á starfsemi spænsk-kól- umbísks eiturlyfjahrings. Vonast er til þess að Venesúelamennirnir muni leiða lögregluna á spor höf- uðpaura glæpahringsins. ■ ■ „Þetta er ná- kvæmlega sama og ef það kemur hingað Ítali og keyrir bíl, jafnvel full- ur líka, og er ökuskírteinis- laus.“ Sýslumaður getur vísað leyfislausum úr landi Formaður Rafiðnaðarsambandsins er mjög ósáttur við að ekki hafi verið sótt um staðfestingu á starfsréttindum hjá verkafólki við Kárahnjúka. Hann segir að sýslumaður geti vikið þeim úr landi sem starfa án slíkrar staðfestingar. GUÐMUNDUR GUNNARSSON Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það hlutverk sýslumanns að sjá til þess að réttindi manna séu í lagi. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að íslensk verktakafyrirtæki hafi áhyggjur af samkeppnisstöðu sinni ef starfsmenn við Kárahnjúka hljóta verri kjör en almennt á íslenskum vinnumarkaði. ÉG VIL SKILNAÐ! Yfirvöld í Malasíu ætla að reyna að koma í veg fyrir að eiginmenn skilji við konur sín- ar með því að senda þeim SMS-skilaboð. Eiginmenn ákærðir: Skilnaður með SMS MALASÍA, AP Yfirvöld í Malasíu ætla að ákæra karlmenn sem reyna að skilja við eiginkonur sín- ar með því að senda þeim SMS- skilaboð, símbréf eða tölvupóst. Samkvæmt íslömskum lögum getur karlmaður fengið skilnað frá konu sinni með því einu að segja henni hug sinn og fá ákvörð- unina staðfesta af klerki. Að gefnu tilefni hefur ríkisstjórnin nú fyrir- skipað að þeir sem senda konum sínum SMS-skilaboð eða tölvupóst til þess að lýsa yfir skilnaði skuli dregnir fyrir rétt. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og yfir 20.000 króna sekt. ■ Samstarfsmaður Kellys: Ýkjur í skýrslum stjórnarinnar LUNDÚNIR, AP Sérfræðingar bresku leyniþjónustunnar höfðu áhyggj- ur af því að ríkisstjórnin hefði ýkt þá ógn sem heimsbyggðinni staf- aði af Írak í skýrslu sinni um vopnaeign Íraka, að sögn sérfræð- ings sem starfaði hjá varnarmála- ráðuneytinu. Brian Jones, sem bar vitni í tengslum við rannsókn á dauða vopnasérfræðingsins Davids Kellys, sagðist hafa greint yfir- mönnum sínum frá áhyggjum sér- fræðinganna af því að ekki yrði tekið tillit til athugasemda þeirra þegar gengið yrði frá skýrslunni. Jones ítrekaði þó að samstarfs- menn sínir hefðu verið sáttir við þá fullyrðingu að Írakar gætu gripið til gereyðingarvopna með 45 mínútna fyrirvara. ■ GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Gefur hvergi eftir í baráttunni fyrir bættum hag smábátamanna. Deilt um línuívilnun á Vestfjörðum: Smábátaforingi skammar sveitarstjóra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.