Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 41
■ ■ SKEMMTANIR  18.00 Í tilefni Ljósanátta í Reykja- nesbæ verða haldnir tónleikar á útisviði á Hafnargötu í kvöld. Þar koma fram gleðiböndin Emó, Svitabandið, Iceberg, Lena, Lokbrá, Guðrún Lísa, Pönkhljómsveitin Æla, Leoncie og Maus.  23.00 Hilmar Sverrisson leikur á Fjörukránni. Góður bjór, gott andrúmsloft.  23.00 Kimono maður! Annað hvort fílarðu það eða ekki og ef þú fílar það verðurðu á GRANDROKK.  Strákarnir í Buff eru margir hverjir frægir úr sjónvarpinu. Voru allavega húsband Björns Jörundar og gerðu eitthvað fleira á Skjá Einum. Þeir ætla að skemmta fólki á Gauknum í kvöld og um að gera fyrir fólk að mæta tímalega og vera með meðvit- und því drengirnir eiga það til að vera fyndnir.  Ljósbrá verður á Græna hattinum, Akureyri.  Óskar Einarsson skemmtir gestum Ara í Ögri í kvöld.  Hinn eini sanni Geirmundur Valtýs- son, sveiflukóngur með meiru, og hljómsveit hans halda uppi stuðinu á Kringlukránni í kvöld. Ekki hægt að missa af þessu.  Snillingurinn og óskabarn þjóðar- innar, Páll Óskar Hjálmtýsson, og lát- únsbarkinn Bjarni Ara koma fram með Milljónamæringunum á Players í Kópavogi í kvöld. Players er sannkall- að sveitaball í borginni. Njálsbúð í Kópavogi.  Ingi Valur trúbador skemmtir á Kránni, Laugavegi 73, í kvöld.  Glymsarnir spila sig inn í hjörtu landans á Kaffi Strætó í kvöld.  Dj Sóley sér um tónlistina á Vega- mótum í kvöld. Það ætti að merkja dúndrandi hip hop og gommu af mynd- um af sætum stelpum á Djamm.is.  Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt skemmtir gestum og gangandi á Café Romance við Lækjargötu í kvöld.  Hólagarður í Breiðholti hefur kann- ski ekkert endilega verið staðurinn til að vera á í gegnum tíðina en í kvöld mætir Hermann Ingi Jr. á Búálfinn í Hólagarði og tryllir lýðinn.  Búðarklettur, Borgarnesi, er alveg staðurinn til að vera á, sértu á annað borð í Borgarnesi eða í bústað þarna rétt hjá. South River Band mætir og lofar klukkuðu fjöri.  Amsterdam! Dj Steini og Olli bæði kvöldin. Hvað er þetta?  Já, það er til plötusnúður sem kallar sig Dj Johnny Logan og hann er einmitt að spila á Felix alla helgina. Á milli þess sem sýnt er beint frá kappleikjum í enska boltanum.  Gamla kempann (og FM-hnakkinn segja sumir, en ekki hlusta á það) Þóóóóór Bæring tekur á því á Glaum- bar í kvöld.  Johnny Dee í Leikhúskjallaranum.  Hótel Valaskjálf. Hótel Valaskjálf. Egilsstöðum, júhú. Brimkló, Brimkló, Brimkló. Gömlu kempurnar hafa engu gleymt og fá hvern sem er út á gólf. Þeir byrja snemma og hætta seint eins og hverjir aðrir unglingar.  Dj Benni á Hverfisbarnum. Fínn bar. Tilkynningar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 42 5. september 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 2 3 4 5 6 7 8 SEPTEMBER Föstudagur Eftir miðnætti í kvöld opnar nýrskemmtistaður í fyrrum húsa- kynnum Café Thomsen og Spotlight við Hafnarstræti. Staðurinn heitir Kapital og er tónlistarstjóri Mar- geir Steinar Ingólfsson, sem hefur verið einn þekktasti plötusnúður landsins í áratug. Þekktust eru ár- leg diskókvöld hans sem hann legg- ur mikinn metnað í að auglýsa. Meðal annars hefur hann látið splæsa andliti sínu inn á þekktar ljósmyndir af diskósveitum, s.s. Bee Gees. Vegna þessa hafa ein- hverjir dregið þá ályktun að diskó- ið muni ráða ríkjum á Kapital. „Þetta er algjör misskilningur,“ leiðréttir Margeir. „Það verður kannski spilað eitthvað diskó, en það er enginn stefna. Það verður þá örugglega meira jaðardiskó, eins og er vinsælt í New York. Við ætl- um að keyra á framsækinni dans- tónlist, alvöru klúbbatónlist.“ Margeir segir staðinn vera fyrir alla og að lögð verði áhersla á að leika tónlist sem ekki heyrist ann- ars staðar. „Topp 40 listinn er að tröllríða skemmtanalífinu núna. Annað hvort eru menn að spila Christinu Aguilera í venjulegri út- gáfu eða 140 bíta transútgáfu. Það er kannski kominn tími til þess að snúa blaðinu við.“ Á opnunarhátíðinni í kvöld spil- ar Margeir ásamt Tomma White. Næstu helgi spilar finnski tónlistar- maðurinn Jori Hulkkonen. ■ KAPITAL Staðurinn er þar sem Thomsen var í Hafn- arstrætinu. Efri hæðin verður aðeins notuð til þess að byrja með. Staðurinn hefur leyfi fyrir 300 manns. Kapital opnar í miðborginni ■ SKEMMTANALÍFIÐ Millarnir á Players í kvöld Við Bjarni Ara verðum söngv-arar kvöldsins,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson en í kvöld halda Milljónamæringarnir uppi stuðinu á Players í Kópavogi. „Millarnir eru með tvö stór böll á ári, aðra helgina í ágúst og jóla- ball annan í jólum, svo spilum við oftast bara í einkasamkvæm- um. Þetta var orðin of mikil ball- spilamennska, á árunum 1992- 1995 gigguðum við 3-4 sinnum í viku og höfðum ekki tíma fyrir neitt annað.“ Páll Óskar hefur í nógu að snúast þessa dagana og glímir nú við tvö stór verkefni: „Ég er bú- inn að vera læstur inn í hljóðveri með Moniku Abendroth og við erum að leggja lokahönd á mjög fallega jólaplötu. Svo hleyp ég yfir á Broadway á kvöldin þar sem verið er að æfa nýtt show en þar verða tekin lög sem plötufyr- irtækið Motown hefur gefið út en það fyrirtæki hefur náð hvað lengst í þessum geira. Listinn af flottum lögum er endalaus og við erum enn að velja og hafna. Ég verð kynnir og syng lögin með Marvin Gaye en hann söng m.a. I Heard It through the Grapevine. Þegar ég heyrði að Jagúarstrák- arnir ættu að spila undir var ég viss um að ég vildi vera með og lögin verða flutt af úrvalssöngv- urum úr öllum áttum,“ segir Páll Óskar, sem er í góðum fíling fyr- ir ballið í kvöld: „Millarnir verða svo líka að spila á Ljósanótt í Reykjanesbæ annað kvöld en þá verðum við í Gömlu Edinborg í logandi stemn- ingu.“ ■ ■ BALL PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Heldur uppi fjörinu á Players í Kópavogi ásamt Bjarna Ara og Millunum í kvöld. Miðasalan, sími 568 8000 Sala áskriftarkorta stendur yfir. Sex sýningar: þrjár á Stóra sviði, þrjár að eigin vali. Kr. 9.900 VERTU MEÐ Í VETUR STÓRA SVIÐ LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Forsýning lau. 13/9 kl. 14 - UPPSELT FRUMSÝNING sun. 14/9 kl. 14 - UPPSELT Lau. 20/9 kl. 14 - UPPSELT Sun. 21/9 kl. 14 Lau. 27/9 kl. 14 Sun. 28/9 kl. 14 Lau. 4/10 kl. 14 Sun. 5/10 kl. 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau. 13/9 kl. 20 Lau. 20/9 kl. 20 NÝJA SVIÐ KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Fös. 5/9 kl. 20 - UPPSELT Mið. 10/9 kl. 20 - UPPSELT Fim. 11/9 kl. 20 - UPPSELT Fös. 12/9 kl. 20 - UPPSELT Síðustu sýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Lau. 6/9 kl. 20 Sun. 7/9 kl. 20 Lau. 13/9 kl. 20 Sun. 13/9 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Lau. 6/9 kl. 20 - UPPSELT Sun. 7/9 kl. 20 - UPPSELT Lau. 13/9 kl. 20 Allra síðustu sýningar Freestyle / Hipp-hopp 10 vikna námskeið, mæting 2x í viku. Erla Haraldsdóttir sér um kennslu á þessu skemmtilega námskeiði. Samkvæmisdansar - Barnadansar Áratuga reynsla og þekking tryggir bestu fáanlega kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna og börn, yngst 4 ára. Dansleikur í lokin. Fyrir þá sem vilja skella sér í dansinn hringið í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22 daglega fram til mánudagsins 8. september. Kennsla hefst í Reykjavík miðvikudaginn 10. sept. Einnig fer fram kennsla í Mosfellsbæ. Keppnisdansar Hinir frábæru danskennarar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir sjá um þjálfunina. 14 vikna námskeið, mæting 1x, 2x eða 3x í viku. Brautarholti 4 Sími 551-3129 47. starfsár Sérnámskeið - 6 tímar Tjútt - Tangó - Salsa Social Foxtrott - Suður-amerískir Gömlu dansarnir - Línudans og GREASE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.