Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 23
24 5. september 2003 FÖSTUDAGUR Ari Jóhannesson, verkstjóri hjálaxeldisfyrirtækinu Nils Williksen í Rörvik í Noregi, tók upp hanskann á dögunum fyrir málstað laxeldis á Íslandi. Pistill Ara var birtur í Fréttablaðinu 31. ágúst sl. Ari fékk þá ótrúlegu flugu í höfuðið að undirritaður hafi skrifað neikvætt um laxeldi á Íslandi og þá þróun sem fram und- an væri sökum boðs í laxveiði til undirritaðs. Sú er ekki raunin og bið ég Ara um að láta af slíkum óskrifum. Lætur undirritaður aðra, sér eldri og spilltari menn í stjórnmálum, um að þiggja slíkar ferðir. Enn fremur er mælt í pistli Ara að rangfærslur undirritaðs í eldri grein séu nær því óteljandi. Þó reynir Atli af veikum mætti að skálda upp einungis tvær. Metralög af skít Í fyrsta lagi talar hann um um- hverfisáhrifin. Áður hafði ég tal- að um koltvísýring sem myndast á botni fjarðar þar sem laxeldis gætir. Ari segir þess vandlega gætt að einungis firðir með góða sjávarstrauma séu valdir. Líklega á hann þá við nátt- úrulega hreinsun gassins. Þessum kafla í pistli Ara vil ég vísa heim til f ö ð u r h ú s a n n a . Margoft hafa um- hverfisverndunar- samtök kynnt skýrslur um um- hverfisáhrif lax- eldisins á um- hverfi. Útkoman er vægast sagt hrika- leg frá umhverfis- sjónarmiðum. Öll munum við eftir frægri urðun á tug- um tonna af dauðum laxi hér á Ís- landi á dögunum. Það er margt æði fallegt á pappír en því miður er raunin önnur er varðar áhrif laxeldis á umhverfið. Þegar ég var yngri, sjómaður á síldveiðum í Mjóafirði haustið 1989, minnist hann þess að nótinni var kastað á öfluga lóðningu. Skipstjórinn ætl- aði sér væna spriklandi síld eins og vonlegt var. Það sem upp kom var úldinn skítur, svo öflugur að sjómenn á dekki köstuðu flestir hverjir upp. Um var að ræða gamla og rotnaða síld sem síldar- bátur hafði misst frá sér sökum risakasts löngu áður. Gasið sem steig upp frá rotnandi hlassinu gaf frá sér falskan vísi um lóðn- ingu í fiskleitartæki skipstjórans. Ekki höfðu hinir öflugu sjávar- straumar Mjóafjarðar hreinsað upp ógeðið. Þessu mun ég aldrei gleyma, slíkur var viðbjóðurinn. Það er einkum tvennt sem ræður tilveru sjávarstrauma. Í fyrsta lagi eru það sjávarföllin sem rekja má til viðveru tunglsins og í annan stað eru það hitaskil sjávar sem koma hreyfingu á hafið, m.a. Golfstrauminn. Sjávarhiti er að öllum líkindum svipaður í mynni og botni Mjóafjarðar. Það eru þá sjávarföllin (flóð og fjara) sem róta til drullunni en þá fram og til baka. Ég vil minna lesendur á að laxeldi á Íslandi á sér stað í Mjóa- firði. Tímaskekkja Í pistli Ara er verðlagsþróun á laxaafurðum lítillega lýst. Ari hittir naglann á höfuðið að þessu sinni þegar hann segir „síðustu tvö árin hafa verið iðnaðinum þung vegna ógnarvaxta í laxeldi Chile manna“. Og hann heldur áfram: „verðhrun hefur átt sér stað á mörkuðum“. Þetta get ég staðfest og lýsi loks yfir ánægju yfir einhverju marktæku í pistli Ara. Ekki veit ég hvort Ari hafi lesið yfir pistil sinn en það er al- mennt talið ákaflega holl aðferð til að fyrirbyggja rangfærslur, þversagnir eða stafsetningarvill- ur í pistla- og greinaskrifum. Í eldri grein segi ég: „Heimsfram- leiðslan á laxi hefur margfaldast á undanförnum árum. Yfir milljón tonnum af laxi er nú slátrað ár- lega. Verð á laxaafurðum hefur hríðfallið. Þorskurinn er orðinn dýrari en laxinn. Laxabændur í Noregi, Chile, Skotlandi, Færeyj- um og víðar eru að tapa miklum peningum, alls staðar er grátið“. Ari staðfestir þessi orð mín en segir þau samt vera rangfærslu. Það vill svo til að ég hef starfað við útflutning á sjávarafurðum síðasta áratuginn. Síðastliðinn vetur fór ég í viðskiptaferð til Chile þar sem gráturinn var enn frekar staðfestur. Ég hef selt til ólíkra markaða, hundruð ef ekki þúsundir tonna af laxi, afurðir frá Chile, Noregi og Færeyjum. Ég hef séð grátinn sem lýst er í eldri grein margsinnis. Því held ég fram að um afkáralega tíma- skekkju sé að ræða nú í upphafi laxeldis á Íslandi, reyndar í annað sinn. Þetta er ekki rangfærsla frekar en málefnin er lúta að um- hverfissjónarmiðum. Ekki bendir Ari á frekari rangfærslur í sínum slappa pistli. Áhrif gæða á verðlag Rétt er að benda Ara á þá stað- reynd að náttúrulegur laxastofn er í augum áhugamanna um stangveiðar öllu meira heillandi en blandaðir laxastofnar eins og raunin er bæði í Skotlandi og Nor- egi. Laxveiðar í Skotlandi hafa daprast um fleiri hundruð prósent í tíð laxeldisins. Víða í Noregi er það sama uppi á teningnum. Ég þekki vel til laxveiðiiðnaðarins á Íslandi, þó ég starfi ekki við hann. Ari hefði vel getað kynnt sér þetta með því að spyrja menn með lág- marksþekkingu á stangveiðiiðn- aði. Reynisvatn, rétt utan Reykja- víkur, gaf metveiði á síðasta sumri. Reynisvatn geymir ekki náttúrulegan stofn silunga né laxa. Reynisvatn er sleppitjörn. Það er ódýrt að veiða í Reynis- vatni, allir hafa ráð á slíkri út- gerð. Það er eðlilegt að verðlag fari eftir gæðum, rétt eins og með veitingastaði, hótel, bíla, fisk- afurðir og svo má lengi telja. Ég vil ítreka mikilvægi þess að náttúran eigi ávallt að njóta vafans. Á sömu vogarskál er einn- ig um að ræða iðnað (stang- veiði/ferðamennska) sem metinn er á u.þ.b. 30 milljarða íslenskra króna. Mér þykir kaldhæðnislegt að einmitt það stjórnmálaafl sem talið er vera það spilltasta í land- inu fái öllu um það ráðið hvort laxeldi á Íslandi verði raunin eður ei. Stjórnmálaafl sem á sama tíma geymir stjórnmálamenn sem þiggja boðsferðir í laxveiði frá hinum íslenska aðli. Hvað veldur skrifum Ara skal ósagt látið. Þó verður það að telj- ast líklegt að sá hinn sami geri sér ekki grein fyrir umsvifum og mikilvægi stangveiðiiðnaðarins. Hér er um að ræða eina allra stærstu grein íslenska ferða- mannaiðnaðarins. Grein sem er í stöðugri sókn og þróun, öllum Ís- lendingum til heilla. Á sama tíma er og bíður fjöldagjaldþrot hjá fyrirtækjum innan laxeldis- geirans. Því verður ekki neitað. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum landbúnaðarráðherranum, Guðna Ágústssyni. Mun sá mæti maður sýna þann kjark er þarf til að taka ærlega til í þessum málaflokki? ■ ■ „Mér þykir kaldhæðnislegt að einmitt það stjórnmálaafl sem talið er vera það spillt- asta í landinu fái öllu um það ráðið hvort lax- eldi á Íslandi verði raunin eður ei. Stjórn- málaafl sem á sama tíma geymir stjórn- málamenn sem þiggja boðs- ferðir í laxveiði frá hinum ís- lenska aðli.“ Ögmundur Jónasson, þingmað-ur Vinstri grænna, hefur í tví- gang á skömmum tíma fjallað um uppsagnir starfsmanna hjá Norð- urljósum í fjöl- miðlum; fyrst í DV fimmtudaginn 28. ágúst og síðan í Fréttablaðinu 3. september. Það tekur því ekki að elta ólar við skrif þingmannsins í DV daginn eftir að Árna Snævarr fréttamanni var sagt upp hjá Norð- urljósum, enda þingmaðurinn þar að mestu að endursegja kjaftasög- ur en ekki að greina frá eigin rannsóknum á málsatvikum. Þekkt fólk og aðrir launþegar Eftir DV-greinina hefur þing- maðurinn sennilega verið minntur á að Norðurljós höfðu í júní sagt upp nokkrum ágætum starfsmönn- um á fréttastofu Stöðvar 2 sem allir voru konur. Í Fréttablaðs- greininni reynir þingmaðurinn að bæta úr þessu með því að fjalla líti- lega um uppsagnir fréttakvenn- anna og nafngreinir þær. Þingmað- urinn sleppir því hins vegar að fjalla um uppsagnir annarra kvenna og karla hjá Norðurljósum um sama leyti. Kannski ekki nógu þekkt fólk fyrir þingmanninn, sem þó er maður alþýðunnar, hinna vinnandi stétta. Þingmaðurinn hlýtur í framtíðinni að kynna sér með sínum sérstaka hætti upp- sagnir allra þeirra starfsmanna sem sagt verður upp hjá fyrirtækj- um hér á landi og skrifa greinar um þær með nöfnum allra sem hlut eiga að máli. Að öðrum kosti eru sumir launþegar jafnari en aðrir. Slíkt fyrirkomulaga hlýtur að vera andstætt hugmyndafræði þingmannsins, ef marka má stefnuskrá Vinstri grænna. Ríkissjóður leggur RÚV til fé Að framangreindu frátöldu er grein þingmannsins í Fréttablað- inu merkileg fyrir þær sakir að hann fer þar með hrein ósannindi varðandi fjármál Ríkisútvarpsins þegar hann segir: „Í þessum umræðum virðist oft gleymast að Ríkisútvarpið er rekið með iðgjöldum og tekjum af aug- lýsingum en ekki beinum framlög- um af fjárlögum. Ef Ríkisútvarpið fer fram úr áætlun þarf það að afla lánsfjár eða skera niður.“ Sönnun þess að tilvitnuð orð Ögmundar séu hrein ósannindi má sjá með því að lesa fjárlaga- vefinn, en þar segir: „Gengið er út frá því að áfram verði hagrætt í rekstri fyrirtækis- ins eins og við gerð fjárlaga síð- ustu ára. Gert er ráð fyrir 215 m. kr. halla á reglulegri starfsemi en hann var 337 m.kr. á árinu 2001 og 147 m.kr. árið 2002. ...Gert hafði verið ráð fyrir því í forsendum fjárlaga að afnotagjaldið hækkaði um 7% þann 1. janúar 2002 en hækkuninni var frestað vegna verðlagsáhrifa. Í fjáraukalaga- frumvarpi 2002 verður sótt um 140 m.kr. aukafjáveitingu til að bæta fyrirtækinu tekjutapið.“ Þetta er ekki í fyrsta og eina skiptið sem ríkissjóður hefur hlaupið undir bagga og lagt Ríkis- útvarpinu til fé. Í raun hefur það verið regla frekar en undantekn- ing á umliðnum árum, enda stofn- unin í eigu ríkisins og rekið með fjárhagslegri ábyrgð þess. Til hvers að hafa þingmann sem umgengst sannleikann með þeim hætti sem Ögmundur gerir? ■ ALÞINGI „Þingmaðurinn sleppir því hins vegar að fjalla um uppsagnir annarra kvenna og karla hjá Norðurljósum um sama leyti. Kannski ekki nógu þekkt fólk fyrir þing- manninn, sem þó er maður alþýðunnar, hinna vinnandi stétta,“ segir Sigurður um skrif Ögmundar Jónassonar. Andsvar SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON ■ forstjóri Norður- ljósa svarar grein um uppsagnir á Norðurljósum og rekstur RÚV. Andsvar GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ■ þingmaður Frjálslynda flokksins, svarar grein um laxeldi. Til hvers að hafa Ögmund á Alþingi? ■ „Þetta er ekki í fyrsta og eina skiptið sem rík- issjóður hefur hlaupið undir bagga og lagt Ríkisútvarpinu til fé. Í raun hefur það verið regla frekar en undantekning á umliðnum árum.“Heimurinn sem við lifum í S.R. Haralds, Bakkakoti, skrifar: Heimur versnandi fer er sagt áÍslandi. Og þetta eru einmitt spádómar Jesú í Matteusi 24, Markúsi 13 og Lúkasi 21. Við lif- um núna á þessum tímum spá- dómanna. En fólk er enn sofandi og veit ekki að endirinn nálgast, endir lífsins eins og við þekkjum það. Fólk heldur bara áfram eins og ekkert muni nokkurn tíma breytast en breytingarnar hófust fyrir löngu. „Því að þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki. Bæði mun vera hallæri og landskjálftar, drepsótt- ir og hungursneyð á ýmsum stöð- um. En allt þetta er aðeins upphaf fæðingarhríðanna.“ Í dag vitum við að milljónir barna deyja árlega úr hungri. Sérfræðingar eru búnir að reikna út fyrir löngu að jörðin getur enn brauðfætt 10 milljarða manna og við erum aðeins sex milljarðar. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá 1999 er sagt að Bandaríkja- menn eyði árlega átta milljörðum dollara í snyrtivörur. Þetta er tveimur milljörðum meira en við þurfum til að mennta alla jarðar- búa. Þrátt fyrir það eru 850 millj- ónir manna ólæsar. Í annarri skýrslu frá sama ári segir: Bandaríkjamenn og Evrópubúar eyða samanlagt 17 milljörðum dollara árlega fyrir heimilisdýr. Fjórum milljörðum meira en við þurfum til að útvega lágmarks- heilsugæslu og næringu fyrir alla sem á jörðinni búa. Samt þjást 800 milljónir manna af vannær- ingu. Sýnir þetta ekki að til er nóg af peningum til að hjálpa nauð- stöddum í heiminum? Ísland í öndvegi Hvaða kraftaverk gerði Jesús þegar hann gaf 5.000 manns að borða? Þegar jafnvel lærisveinar hans urðu undrandi, spurði hann: „Þegar ég braut brauðin fimm handa fimm þúsundum, hversu margar körfur fullar af matar- leifum tóku þér upp?“ „Tólf,“ svöruðu þeir. „Skiljið þér eigi enn? Hvaðan komu þessar tólf körfur? Auðvitað frá ríka fólkinu, þeir koma alltaf með matarkörfur með sér. Ég fékk þau aðeins til að deila því sem þeir voru með, með þeim sem áttu ekkert. Þér hafið augu, sjáið þér þá ekki?“ Þetta kenndi Jesús okkur kristnum mönnum að gera. Er hjarta fólks- ins ennþá forhert? Í Matteusi 24:12 segir hann einmitt: „Og vegna þess að lögmálsbrotin magnast, mun kærleikur alls þorra manna kólna.“ Ég er undrandi á ástandinu hérna á jörðinni og á kristnu fólki. Þetta stendur í Efesubréfi: „Vakna þú, sem sefur og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur birtast þér.“ Spádómar eru um að á Íslandi mun upphefjast mesta andlega hreyfing vorrar aldar sem mun ná til fólks af öllum trúarbrögð- um og öllum tungum. Er tíminn loksins komin? ■ LAXÁ Í AÐALDAL „Hvað veldur skrifum Ara skal ósagt látið. Þó verður það að teljast líklegt að sá hinn sami geri sér ekki grein fyrir umsvifum og mikilvægi stangveiðiiðnaðarins. Hér er um að ræða eina allra stærstu grein íslenska ferðamannaiðnaðarins. Grein sem er í stöðugri sókn og þróun, öllum Íslendingum til heilla,“ segir Gunnar Örlygsson. ■ Bréf til blaðsins Enn um laxeldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.