Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 21
Palladómur Halldórs Laxness umÍslendinga hefur verið svo oft endurtekinn að við erum fyrir löngu farin að trúa því að okkur sé ómögu- legt að ræða annað en aukaatriði en verðum kjaftstopp um leið og kem- ur að aðalatriðum máls. Og við trú- um þessu ekki aðeins heldur hegð- um okkur eftir þessari trúarsetn- ingu. Annar höfuðsnillingur, Guð- bergur Bergsson, kallaði íslenska umræðu gjamm pour la gjamm – gjamm gjammsins vegna. Ágætt dæmi um þetta er umræða um eig- endur og fréttamiðla sem hefur marað í spjallþáttum og heitum pottum góða stund. Vandi íslenskra fréttamiðla ligg- ur í misskilningi á hlutverki frétta- og blaðamanna. Fréttamenn eiga að kynna sér mál til skilnings og segja áhorfendum hvers þeir urðu vísari. Þetta hljómar einfalt en er ekki þar með auðvelt. Hið auðvelda – og al- genga – er að endursegja skilning annarra. Þetta er sérstaklega áber- andi í fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna. Þar heyrum við fréttamenn endursegja tilkynningar frá ýmsum hagsmunahópum, lesa upp yfirlit yfir viðskipti í Kauphöll Íslands, endursegja ákvarðanir ríkisstjórn- ar eða borgarráðs, lesa upp yfirlýs- ingar málsaðila eldri fréttamála og ræða við sérfræðinga um þetta mál- ið eða hitt. Hlutverk fréttamann- anna virðist vera að koma á fram- færi við almenning mati viður- kenndra hagsmuna- eða sérfræði- hópa. Þessi vinnubrögð geta átt við á fjölmiðlum sem ætlaðir eru tak- mörkuðum hópi fólks með sama bakgrunn og viðkomandi sérfræði- eða hagsmunahópar en á ekki erindi í fjölmiðla sem ætla sér að ná til alls meginþorra fólks. Slíkir fjölmiðlar verða að temja sér almennt sjónar- horn – því þótt við séum öll sér- fræðingar á einhverju sviði er það hið almenna sem sameinar okkur. Ef við tryðum því ekki tryðum við ekki á almenna fjölmiðla með víða skírskotun. Hið almenna sjónarhorn hefur látið undan á undanförnum áratug- um. Sérfræðihópar hafa styrkt stöðu sína; nánast lagt undir sig alla umræðu um tiltekin málefni og sótt fram á svið sem áður tilheyrðu öll- um – og engum sérfræðingi. Dag- blöð og fréttatímar útvarps- og sjónvarpsstöðva hafa lagað sig að þessu. Næstum öll mál eru kynnt út frá sjónarhóli viðkomandi sérfræði- eða hagsmunahóps. Undir þessu sit- ur almenningur – hópur sérfræð- inga um önnur mál – og fær það á tilfinninguna að hann sé í raun eng- inn aðili að þessum málum; að eng- inn ætlist til þátttöku hans við úr- lausn þeirra. Í sjálfu sér er þetta þægileg aðstaða þegar málefnið er seiðatalning í Faxaflóa en hún verð- ur dálítið annarleg þegar rætt er um barnavernd, jafna stöðu manna gagnvart rannsókn brotamála eða áhersluröð í heilbrigðiskerfinu. Hið almenna sjónarhorn hefðbundinnar blaðamennsku er þannig nátengt virku lýðræði og tilfinningu borgar- anna fyrir aðkomu sinni að úrlausn- armálum samfélagsins. ■ Barátta Grænfriðunga gegnhvalveiðum hefur ýtt við fólki á spjallþræðinum Málefnin.com sem telur Grænfriðunga á villi- götum í baráttu sinni fyrir vernd- un lífríkis sjávar. Þannig segir gmaria til dæmis: „umhverfis- verndunarsinnar láta sig varða lífríkið allt, en spurning er hvar draga menn mörkin og hverjar eru áherslurnar. Skyldi Greenpeace hafa áhyggjur af togveiðigetu í stór- skipaflota Íslendinga sem jafnast á við jarðýtur á hafsbotni. Ef til vill skipta hvalveiðar litlu máli samanborið við þá umbreyt- ingu er sú notkun veiðarfæra kann að hafa í för með sér. Útgerðarmenn hér á landi ræða ekkert annað en peninga þannig að aðferðafræðin við veið- ar og afleiðingar af því virðast ekki til umræðu“. Marbendill tekur undir þetta sjónarmið og telur upphlaupið í kringum hvalveiðarnar smámál samanborið við verndum hafs- botnsins: „Það gæti nú heldur betur far- ið að hríslast hrollur um suma ef Greenpeace fer að spyrja nær- göngulla spurninga um íslenska verksmiðjutogaraflotann sem er sá langstærsti í eigu einnar þjóðar í Norður Atlantshafi. Veiðarfæranotkunin, áníðsla á hafsbotninum, engar rannsóknir, þrjátíu til fimmtíu % aflans og jafnvel meira hent aftur í hafið frá þessum skipum, gríðarleg olíunotkun og áfram má lengi telja. Af nógu er að taka, og miklu nær væri að Grænfriðungar beindu sjónum sínum að þessu í staðinn fyrir að fjargviðrast útaf nokkrum hvalakvikindum.“ Össur eða Ingibjörg? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist eiga traust bakland hjá þeim sem úttala sig um daginn og veginn á Femin.is þar sem frétta- skýring Reynis Traustasonar í Fréttablaðinu um átökin innan Samfylkingarinnar hefur hleypt illu blóði í mannskapinn: „Í einu atriði ratast Reyni þó satt orð á munn. Hann segir að Össur njóti stuðnings innan for- ystu og þingflokks Samfylkingar- innar, en Ingibjörg eigi hljóm- grunn meðal almennra flokks- manna. Það sem hvorki Reynir, foryst- an né þingflokkurinn virðast átta sig á er að það eru ALMENNIR FLOKKSMENN sem kjósa for- mann, forystu og þingflokk. Ef forystan og þingflokkurinn þrjóskast við að fara að vilja flokksmanna þá gerist eitt af tvennu. Annað hvort er forystunni og þingflokknum skipt út, eða fólk yfirgefur flokkinn. Persónulega get ég alveg sagt það og staðið við það, að ég geng úr Samfylkingunni ef Össur verð- ur endurkjörinn formaður 2005. Það sama á við ef Guðmundur Árni yrði formaður. Veit að svo er um fleiri,“ segir harpa og er mik- ið niðri fyrir. Einhver sem nefnir sig V... tekur undir með hörpu og segir: „Eins og talað út úr mínum munni, á enn eftir að fyrirgefa Össuri ýmsar „davíðskenndar“ setningar úr fjölmiðlum undan- farna mánuði. Nú hef ég ekki mik- ið fylgst með fréttum síðustu daga, en var ekki Magga mín Frí- manns varaformaður?? og ætlar hún að bjóða sig fram í haust? Ef svo er á ég dálítið erfitt með að gera uppá milli....“ Kassiopeia myndi skrá sig og alla sína „ætt í Samfylkinguna yrði Ingibjörg formaður í haust, en ætla að sjá til, er fremur óhress með að Össur ætli að sitja áfram, dómgreindarlaus og hvat- vís eins og hann er.“ Rapport er orðin „frekar leið á þessum skrípaleik... finnst að ISG eigi bara að hætta að hlífa tilfinning- um Össurar og bjóða sig fram til formanns á næsta ársþingi Sam- fylkingarinnar.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um vanda fjölmiðla. 22 5. september 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nú liggur ljóst fyrir að skatt-greiðendur munu þurfa að borga Íslenskum aðalverktökum og NCC umtalsverðar skaðabæt- ur vegna þess að Héðinsfjarðar- göngunum var frestað. Niður- staða kærunefndar útboðsmála er afar skýr og meira að segja vegamálastjóri lét þau orð falla að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. Þar með er í raun kominn opinber stimpill á þá gagnrýni að kosningaloforð stjórnarflokk- anna um hvenær ráðist yrði í þessa gangagerð væru pólitískt yfirboð, því forsendurnar fyrir frestuninni eru ekki teknar gildar. Það hefur einfald- lega ekkert það breyst frá því í vor sem gjörbreytir hinu efnahagslega landslagi – annað en það að nú eru fjögur ár í næstu kosningar en ekki fjórar vikur! Það eru raunar ekki e i n v ö r ð u n g u heimamenn og stjórnarandstæð- ingar sem eru sam- mála um þessa túlkun málsins. Sjálft Morgunblaðið hefur heldur betur gengið fram fyrir skjöldu og skammar ríkisstjórnina óvenju tæpitungulaust í leiðara í vikunni. Mogginn bendir á mikil- vægi útboða í samfélaginu og að bæði þeir sem bjóða í verk og þeir sem bjóði þau út þurfi að standa við orð sín – annars fari allt í vitleysu. Mogginn er með öðrum orðum að segja að ríkis- stjórnin sé að grafa undan undir- stöðum útboða í landinu með þessu háttalagi. Og trúlega er eitthvað til í því. Enn er Sturla í vörn Það sem vekur hins vegar at- hygli þessa síðustu daga er að Sturla Böðvarsson er enn einu sinni lentur í þeirri stöðu að standa frammi fyrir fjölmiðla- mönnum og verja erfiðar og óvin- sælar ákvarðanir. Á síðasta kjör- tímabili var þetta sérstaklega al- geng sjón eins og eftirmálar Skerjafjarðarslyssins og Lands- símamálið eru dæmi um. Þegar svo prófkjörsraunir bættust við töldu margir að ráðherradómur Sturlu væri í hættu. Svo reyndist þó ekki vera en aðrir ráðherrar – þau Sólveig Pétursdóttir og Tómas Ingi Olrich – fengu hins vegar reisupassann úr hendi for- mannsins eins og landsfrægt er. Margir urðu hissa á þessum hrókeringum, ekki síst að Tómas Ingi fengi ekki að spreyta sig lengur, en sú umræða dó út með hækkandi sól og sumarleyfum landsmanna. Nú hafa menn hins vegar farið að velta fyrir sér stöðu Sturlu í ríkisstjórninni á ný og hvort hann sé, þegar allt kemur til alls, í öfundsverðu hlutverki. Í því sambandi rifja menn upp aðdrag- anda þess máls sem Sturla er nú að svara fyrir og verja – aleinn stjórnmálamanna á algerum póli- tískum berangri. Ákvörðun Davíðs Sturla kom nefnilega ekkert að þeirri ákvörðun að fresta framkvæmdum við gangagerð – ekki fyrr en eftir á. Þetta kom meira að segja fram í fréttum á þeim tíma og þótti heldur vand- ræðalegt fyrir samgönguráð- herrann. Það voru formenn stjórnarflokkanna sem tóku af skarið með þetta og þar með var það Davíð Oddsson sem í raun tók þessa ákvörðun fyrir hönd sinna flokksmanna. Þegar Sturla kom hins vegar að málinu kvaðst hann auðvitað sammála ákvörðun formannsins. Það vakti líka at- hygli þegar ákveðið var að milda áhrif seinkunarinnar í kjölfar mikillar óánægju, m.a. innan Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, að þá var það ekki Sturla sem talaði fyrir þeirri eftirgjöf. Það kom ekki í hans hlut að kynna málamiðunina og sættirnar. Það gerði Davíð. Nú hins vegar, þegar fátt er um varnir og hin pólitíska áhætta komin í hámark, stendur Sturla einn fyrir framan sjónvarps- myndavélarnar og þylur fyrir munni sér eitthvað um að víst eigi ríkið rétt í útboðum. Hann er í hlutverki hins pólitíska áhættu- leikara. Hér virðumst við ein- faldlega komin að slíku atriði í þessari óperu að ekki er þorandi að tefla fram pólitískum stjörn- um og flokksformönnum, en í þeirra stað eru settir inn í sviðs- myndina áhættuleikarar – menn sem eru beinlínis ráðnir til að takast á við háskann. Hlutverk hin pólitíska áhættu- leikara eða ,,stunt-manns“ er eins og lífið í ríki náttúrunnar hjá Tómasi Hobbes: „tilgangslaust, andstyggilegt, ruddalegt og stutt.“ Vonandi reynist það ekki rétt – Sturlu vegna – að auk þess að vera samgönguráðherra sé hann jafnframt formlega út- nefndur sem pólitískur áhættu- leikari ríkisstjórnarinnar. ■ Umræðan um ættar- tengsl Jóhann Hjalti Þorsteinsson háskólanemi skrifar: Fyrir tilviljun las sá sem þessarlínur ritar lesendabréf sem Magnús Erlendsson skrifaði til Fréttablaðsins og var birt sl. mið- vikudag. Þar lýsti Magnús því að hann hefði hlustað á Guðmund Steingrímsson gagnrýna skipan nýs hæstaréttardómara, og hon- um var víst hlátur í huga þegar hann hlýddi á pistilinn. Hann var nefnilega að hugsa um þá stað- reynd að faðir Guðmundar, Stein- grímur Hermannsson, hafi sjálfur verið maður pólitískra ráðninga. Það er rétt, stjórnmálaflokkarnir hafa allir gerst sekir á einhverj- um tímum um slæma dómgreind í ráðningu til hinna ýmsu embætta innan hins opinbera. En það breyt- ir því ekki að Guðmundur þessi hefur engan mann ráðið í emb- ætti, né heldur þegið stórt starf frá ríkinu eins og faðir hans. En vegna þess að Magnús er að tala um ættartengsl einstaklinga við fyrrum ráðamenn má alveg eins minnast á að ráðherrann sem réð dómarann, frænda forsætis- ráðherra, er sjálfur sonur fyrrum forsætisráðherra. Það er fyrir margt löngu hætt að kenna í íslenskri kirkju að syndir feðra gangi í erfðir til sona eða annara ættmenna. Því skulum við ekki gera fólki upp vanhæfni fyrir fram vegna ættartengsla. Verk ráðherrans nægja til þess að sýna okkur að hann eigi ekki er- indi í pólitík. Eins er ekki verið að einblína á ættartengsl dómarans við forsætisráðherra, það er ein- ungis verið að gagnrýna að sá hæfasti hafi ekki hlotið ráðningu. Magnús varar Guðmund við því að varpa steinum úr glerhúsi. Ég býst við að Guðmundur sé fluttur úr glerhúsi föður síns og megi því segja skoðanir sínar á þjóðmálunum skammlaust. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ skrifar um Sturlu Böðvarsson og Héðinsfjarðar- göngin. Pólitískur áhættuleikari? ■ Bréf til blaðsins Nokkur hvala- kvikindi og Össur Misskilið hlutverk fréttamanna ■ „Þegar fátt er um varnir og hin pólitíska áhætta komin í hámark stendur Sturla einn fyrir framan sjón- varpsmyndavél- arnar og þylur fyrir munni sér eitthvað um að víst eigi ríkið rétt í útboðum. Hann er í hlut- verki hins póli- tíska áhættu- leikara.“ Hlerað á Netinu ■ Ástand hafsbotnsins og Samfylkingar- innar eru netverjum ofarlega í huga. GRÆNFRIÐUNGAR Mótmæla hvalveiðum Íslendinga hástöfum. Netverjum þykir þó sumum nóg um og telja að náttúruverndarsamtökin ættu frekar að huga að verndun sjávarbotnsins. Hvar er Egill Helgason? Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Þessa dagana er verið að kynnavetrardagskrár sjónvarps- stöðvanna. Það sem gerir mig for- viða er að hinn skeleggi Egill Helgason, sem var með þáttinn Silfur Egils á Skjá Einum, er hvergi á dagskrá. Ég fullyrði að enginn sem ég hef tal af lét þátt- inn framhjá sér fara, hvort sem var að degi til eða þegar hann var endurtekinn um kvöldið. Mér er óskiljanlegt af hverju forráða- menn sjónvarpsstöðva hafa ekki rifist um að fá þennan frábæra þáttastjórnanda til sín. Sunnudag- arnir í vetur verða heldur bragð- daufari fyrir vikið. Ég kem til með að sakna þess að sjá ekki Silf- ur Egils og hvet stjórnendur sjón- varpsstöðvanna til að ráða Egil Helgason til sín. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.