Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 2
2 5. september 2003 FÖSTUDAGUR „Já, stundum. Síðast gekk ég á Úlfarsfell.“ Erna Bjarnadóttir er hagfræðingur Bændasamtak- anna. Hún hefur áhyggjur af kjötfjallinu sem stækkar stöðugt. Spurningdagsins Erna, stundar þú fjallgöngur? ■ Írak STJÓRNMÁL Einn æðsti maður Kína, Luo Gan, er væntanlegur í heim- sókn á sunnudagskvöld ásamt 40 manna föruneyti. Luo er meðal annars æðsti yfirmaður löggæslu í Kína og stjórnaði aðgerðum kín- verska hersins á Torgi hins him- neska friðar árið 1989 fyrir hönd vinar síns Li Pengs, þar sem þúsundir mót- mælenda féllu. Falun Gong sakar Luo um að bera ábyrgð á p y n t i n g u m , morðum og nauðgunum á m e ð l i m u m hreyfingarinnar sem forstjóri „ S k r i f s t o f u 610“, stofnunar sem ætlað er að framfylgja kín- verskum lögum gegn villutrú. Skrifstofa 610 var stofnuð að frumkvæði Jiangs Zemins forseta fyrir um fjórum árum utan um baráttu kínverskra yfirvalda gegn villutrú. „Þeir hafa sent frá sér leiðbein- ingar til lögreglu og annarra opin- berra aðila að þeim sé heimilað að fara út fyrir lög og reglu í her- ferðinni gegn Falun Gong og öðr- um trúarhópum. Til dæmis ef ein- hver deyr í fangelsi af völdum barsmíða þurfa þeir ekki að svara til saka ef um er að ræða meðlim í trúarhópunum,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Inter- national. Hún segir ástand mannrétt- indamála í Kína vera skelfilegt og fara versnandi. „Það er mikilvægt að íslensk yfirvöld mótmæli því sem er að gerast í Kína í dag þeg- ar þau hitta svona menn. Tugum þúsunda manna er haldið án dóms og laga í Kína fyrir að tjá skoðan- ir sínar. Þar er um að ræða fólk sem hefur viljað stofna frjáls verkalýðssamtök, efna til funda eða iðka trú sína.“ Sveinn Björnsson, prótokoll- meistari utanríkisráðuneytisins, segir að Luo komi hingað á vegum kínverska ríkisins til að kynna sér dómstóla og réttarfar á Íslandi. „Hann kemur hingað í kynnis- ferð,“ segir Sveinn. Sveinn segir að Luo hafi óskað eftir því að heimsækja Hæstarétt, dómsmálaráðuneytið og Alþingi og við því hafi verið orðið. Luo mun hitta forseta Hæstaréttar og dómsmálaráðherra áður en hann heldur af landi brott til Finnlands. Guðmundur Árni Stefánsson, varaforseti Alþingis, mun taka á móti Luo á mánudaginn fyrir hönd Halldórs Blöndals. Hann segist lít- ið vita um fortíð Luo eða hver hann er en ákveðið hafi verið að Alþingi byði honum til málsverðar. rt@frettabladid.is jtr@frettabladid.is Abbas ávarpar palestínska þingið: Fer fram á stuðning þingmanna VESTURBAKKINN Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, hefur hótað að segja af sér ef þingmenn sýna honum ekki fullan stuðning. Í ávarpi á palestínska þinginu í gær sagði Abbas að ef koma ætti friðarferlinu af stað að nýju yrðu Palestínumenn að veita honum fullt umboð til að hrinda vegkortinu svokallaða í fram- kvæmd. Abbas kenndi Ísraelum um það að vopnahlé palestínskra and- spyrnuhreyfinga skyldi hafa farið út um þúfur. Hann sagði að ísra- elsk yfirvöld hefðu grafið undan vopnahléinu með því að ráðast gegn liðsmönnum palestínsku samtakanna og gagnrýndi Banda- ríkin fyrir aðgerðaleysi. Forsætisráðherrann viður- kenndi að stirt hefði verið á milli hans og Yassers Arafats en ítrekaði vilja sinn til þess að leysa ágrein- ingsmálin. Abbas hefur meðal ann- ars krafist þess að fá stjórn örygg- issveita Palestínumanna í sínar hendur en í ávarpinu til þingmanna ítrekaði hann engu að síður að hann hefði ekki í hyggju að beita valdi til að brjóta á bak aftur starfsemi sam- taka herskárra Palestínumanna. Palestínska þingið kemur saman á morgun til að ákveða hvort boðað verði til atkvæðagreiðslu um van- traust á forsætisráðherrann. ■ Skeljungur selur SÍF: Passað upp á bréfin VIÐSKIPTI Skeljungur seldi í gær 6,4% hlut sinn í Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda. Lands- banki og Íslandsbanki hafa talað einum rómi um ásetning sinn að sameina sölufyrirtækin SÍF og SH. Andstaða er við þær hugmyndir innan S-hópsins sem á 35% í SÍF. Samkvæmt heimildum keypti Landsbankinn bréf Skeljungs í SÍF og mun ætla að miðla þeim áfram. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, hefur talað gegn því að bankarnir hlutist til um samein- ingu. Landsbankinn leggur áherslu á að bréf Skeljungs fari ekki til andstæðinga sameiningar. ■ STYÐUR AÐILDINA Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, styður aðild Rúmeníu að ESB og Nato. Aðild Rúmeníu að ESB og NATO: Danmörk styður hvort tveggja BÚKAREST, AP Danir styðja aðildar- umsókn Rúmena að Evrópusam- bandinu og Atlantshafsbandalag- inu að sögn Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerk- ur. Fogh Rasmussen var í eins dags opinberri heimsókn í Rúm- eníu í gær í boði Adrians Nastase, rúmensks starfsbróður síns. Þeir ræddu meðal annars tvíhliða sam- skipti ríkjanna og aðild Rúmeníu að ESB. „Ég vona að við ljúkum á næsta ári viðræðum um aðild Rúmeníu og Búlgaríu að Evrópusamband- inu. Það er margt óunnið en ár- angurinn hingað til er undraverð- ur,“ sagði Fogh Rasmussen. ■ BENSÍNVERÐ Enn á ný bjóða öll þrjú stóru íslensku olíu- félögin upp á nákvæmlega sama verð fyrir bensínlítrann. Hækkanir olíufélaganna: Þær sömu NEYTENDUR Engin munur er á verði eldsneytis hjá Olís, Skeljungi og Olíufélaginu eftir hækkun þeirra um síðustu mánaðamót. Hægt er að fá betra verð við sjálfsafgreiðslu og getur þá munað talsvert á verði en samkeppni virðist vera í lágmarki ef mið er tekið af meðfylgjandi töflu. Þá er einnig hægt að verða sér úti um afsláttarkjör frá uppgefnu verði með vildar- og fríðindakortum fyrirtækjanna. Innkaupastjórar olíufélaganna þriggja sögðu erfitt að spá í heims- markaðinn eins og staðan væri. Þó hölluðust þeir fremur að lækkun í framtíðinni en hækkun. Þeir sögðu veikingu krónunnar ásamt þróun heimsmarkaðsverðs hafa stuðlað að síðustu hækkun. Bensínverð hefur einu sinni verið hærra á þessu ári en nú en það var í mars síðastliðn- um. ■ DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hefur ákært mann fyrir að hafa reynt að komast hjá þriggja og hálfrar millj- ónar króna aðflutningsgjöldum vegna innflutnings sjö bifreiða. Að auki skulda maðurinn og fyrirtæki hans eina milljón í aðflutningsgjöld. Einnig er ákært fyrir um tveggja og hálfrar milljónar króna fjárdrátt. Ákærði keypti bíla í nafni fyrir- tækisins frá Kanada og fékk fram- kvæmdastjóra bílasölu til að gefa út tvo vörureikninga á hverja bifreið sem samanlagt námu kaupverði hennar. Hann reyndi að komast hjá hluta aðflutningsgjaldanna með því að framvísa aðeins öðrum reikn- ingnum hjá Tollstjóranum í Hafnar- firði. Ákærði dró að sér tæpar tvær og hálfa milljón króna sem maður lagði inn á bankareikning ákærða og fyrirtæki hans vegna kaupa á bíl sem hefur fengist afhentur. ■ FYLGISMENN ARAFATS Stuðningsmenn Yassers Arafats höfðu safnast saman fyrir utan þinghúsið í Ram- allah til þess að láta í ljósi reiði sína í garð Mahmouds Abbas. BENSÍNVERÐ Á HÖFUÐBORG- ARSVÆÐINU 4. SEPTEMBER 98 okt. 95 okt. Olís 104,8(102,3) 100,1(97,6) Olíufélagið 104,8(102,3) 100,1(97,6) Skeljungur 104,8(102,3) 100,1(97,6) ■ Innlent ÍHUGA FJÖLGUN HERMANNA Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska stjórn- in íhugi nú fjölgun breskra her- manna í Írak. Tæplega 11.000 breskir hermenn eru nú í Írak en Jack Straw utanríkisráðherra segir þörf á allt að 5.000 her- mönnum til viðbótar. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað endurskoðun á breska herliðinu í Írak í því augnamiði að meta þörf á fjölgun í liðinu. EKKI FYRIR DÓMSTÓLA Deilumál Jóns Geralds Sullenbergers og Baugsfeðga fara ekki fyrir dóm- stóla, hvorki hérlendis né í Bandaríkjunum. Í nýjasta tölu- blaði Mannlífs kemur fram að þeir hafi náð samkomulagi um að fella niður öll dómsmál sín. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Bílabraskari sveik út fé og reyndi að komast hjá aðflutningsgjöldum. Héraðsdómur Reykjaness: Bílabraskari ákærður fyrir fjársvik FALUN GONG Meðlimir samtakanna Falun Gong mótmæltu við komu Jiangs Zemins Kínaforseta til landsins í fyrrasumar. Væntanlegur til landsins er stjórnandi aðgerða gegn Falun Gong. Umdeildur kínverskur ráðamaður kemur Æðsti yfirmaður löggæslu í Kína, Luo Gan, kemur til landsins á sunnu- dag. Hann stjórnar aðgerðum gegn Falun Gong. Utanríkisráðuneytið skipuleggur heimsóknina og Alþingi býður Luo til málsverðar. LUO GAN Forsvarsmaður baráttunnar gegn Falun Gong og öðrum trúarhreyfingum kemur til landsins á sunnudag. „Það er mikilvægt að íslensk yfir- völd mótmæli því sem er að gerast í Kína í dag þegar þau hitta svona menn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.