Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 14
14 5. september 2003 FÖSTUDAGUR FYRSTU SPORIN Tindur, þriggja daga gamalt sebrafolald, stígur hér fyrstu skref lífsins. Tindur fædd- ist í Jacksonville-dýragarðinum í Florída og vó tæp 40 kíló. Tindur mun eins og önnur sebrafolöld fylgja móður sinni næstu tvö árin. Móður og Tindi heilsast vel. Olíumálið: Lögregla hefur ekki fengið gögnin OLÍUMÁLIÐ Efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra bíður enn eftir gögnum frá Samkeppnisstofnun um meint samráð olíufélaganna. Tvær og hálf vika eru síðan Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, óskaði skriflega eftir gögnunum. „Beiðni ríkislögreglustjóra um gögn í olíumálinu er í vinnslu og þau verða vonandi afhent sem fyrst,“ segir Ásgeir Einarsson, lög- fræðingur Samkeppnisstofnunar. 16. júní átti Samkeppnisstofnun fund með embætti ríkislögreglu- stjóra og greindi frá meintu ólög- mætu samráði olíufélaganna. Sam- keppnisstofnun bauðst til að af- henda afrit af frumathugun stofn- unarinnar en embætti ríkislög- reglustjóra vildi hins vegar ekki taka við gögnunum. 28. júlí boðaði ríkislögreglu- stjóri til fundar með Samkeppnis- stofnun og gerði grein fyrir því að hann hefði falið yfirmanni efna- hagsbrotadeildar samskipti við stofnunina. Um miðjan ágúst greindi Samkeppnisstofnun ríkis- lögreglustjóra frá því að ástæðu- laust væri að halda viðræðunum áfram. 21. ágúst óskaði ríkissaksóknari að ríkislögreglustjóraembættið afl- aði fullnægjandi gagna frá Sam- keppnisstofnun til þess unnt væri að athuga hvort þyrfti að hefja op- inbera rannsókn. Í framhaldinu var óskað eftir göngunum af hálfu emb- ættisins. ■ EFNAHAGSMÁL Útlit er fyrir hag- vaxtarskeið á næstu árum en þörf á aðhaldi til að koma í veg fyrir þenslu og ójafnvægi, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sem lagði mat á efna- hagshorfur hér á landi. Greinarhöfundar hvetja til þess að dregið verði úr skuldum og þjóðhagslegur sparnaður auk- inn. Þó er ekki lögð jafn mikil áhersla á það og áður. „Þeir bregða nýju ljósi á þessar skuldir og virðast ekki hafa jafn miklar áhyggjur af þeim núna eins og þeir kannski höfðu fyrst þegar þeir voru hér á ferðalagi í vor,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. „Þeir vilja beina sjónum að aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar í þessu sam- bandi. Þetta sé tiltölulega ung þjóð sem sé í miklum fram- kvæmdum þess vegna. Þess vegna séu skuldirnar ekki óeðli- legar en hvatt er samt til að þær séu minnkaðar og þjóðhagslegur sparnaður aukinn.“ Varnaðarorð Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um nauðsyn á viðbrögð- um vegna framkvæmda á næstu árum eru kunnuglegar. Birgir Ís- leifur segist aðspurður telja að hægt sé að halda aftur af þenslu og koma í veg fyrir að uppgangn- um nú lykti líkt og uppgangnum undir lok síðustu aldar. „Þetta eru tiltölulega miklar framkvæmdir hlutfallslega miðað við þjóðar- framleiðslu. Við vitum fyrir fram nokkurn veginn hvenær þær verða og í hversu miklum mæli. Þess vegna á að vera hægt að bregðast við þeim og ég er bjart- sýnn á að það gerist,“ segir Birgir Ísleifur og bætir við að til þess þurfi mjög náið samspil peninga- stefnunnar og ríkisfjármálanna á þessu tímabili.“ Sérstaklega þurfi að huga að ríkisfjármálum til að koma í veg fyrir að gengi krón- unnar og vextir hækki ekki um of. Ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sem vísaði á Seðlabankann um viðbrögð við skýrslunum. brynjolfur@frettabladid.is Nánari upplýsingar í síma +45 7025 2577 www.tmdanmark.dk pS ánn 30 ára reynsla með spánskar húseignir afhentar beint frá byggingaraðila á umsömdum tíma. Sýningaferðir með leiðsögn á dönsku eða ensku. Costa Blanca ströndin hefur eitt heilsusamlegasta loftslag veraldar, skv. WHO. Velkomin á k ynningu sem haldin v erður á Hótel Loftleiðir- Flugleiðahótel v ið Hlíðarfót, Reykjavíkurfl ug velli laugard. 6. og sunnud. 7. se p. kl. 10-17 Mikið úrval af vönduðum húseignum á Costa Blanca ströndinni á mjög hagstæðu verði. Við veitum yður alla nauðsynlega aðstoð í sam- bandi við fasteignakaup/ búsetu á Spáni. T M I N T E R N A T I O N A L FERÐAÞJÓNUSTA „Það hefur orðið talsverð aukning á milli ára og við þökkum það mörgum samvirk- andi þáttum,“ sagði Magnús Odds- son ferðamálastjóri, en ferða- mönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði mikið á milli ára, úr rúm- um 50 þúsundum í tæp 59 þúsund. „Við þennan fjölda bætast allir þeir sem koma með öðrum hætti til landsins, með Norrænu og öðr- um flugfélögum, sem fljúga til Akureyrar og Egilsstaða. Það er erfitt að henda reiður á hverrar þjóðar ferðafólkið er en sam- kvæmt okkar mælingum er hlut- fallslega mest fjölgun af fólki frá Bretlandi og meginlandi Evrópu. Einnig er gaman að sjá að Banda- ríkjamönnum er að fjölga hér aft- ur.“ Magnús segir mikilvægt að muna hversu mikil áhrif ferðaiðn- aðurinn hefur á þjóðarbúið. „Það má gera ráð fyrir að þessir ferða- menn hafi keypt þjónustu og vör- ur fyrir um 5 milljarða í nýliðnum mánuði.“ ■ Sameining verktaka- fyrirtækja: Björgun til Jarðborana VIÐSKIPTI Jarðboranir hafa keypt fyrirtækið Björgun. Kaupverðið er tæpir 2,4 milljarðar króna. Jarð- boranir greiða fyrir með reiðufé. Kaupin eru fjármögnuð með lán- um og útgáfu hlutafjár. Stjórn Jarðborana telur að með kaupun- um sé verið að skjóta frekari stoð- um undir rekstur Jarðborana og auka fjölbreytni rekstrarins. Bæði fyrirtækin hafa reynslu á sviði verktakastarfsemi. Björgun hefur stundað efnistöku á sjávar- botni, flokkað efnið og selt. Síð- asta áratuginn hefur fyrirtækið unnið að uppfyllingu fyrir strand- hverfi. Bryggjuhverfið í Grafar- vogi er dæmi um slíkt hverfi. ■ GEORG ÓLAFSSON OG HARALDUR JOHANNESSEN Georg og Haraldur takast í hendur í upphafi fundar sem ríkislögreglustjóraembættið átti með Samkeppnisstofnun þann 28. júlí. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur bjart fram undan en hvetur til aðhalds. Skuldastaða ekki jafn mikið áhyggjuefni og áður var talið. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Stærstu framkvæmdir liggja fyrir og því geta Seðlabanki og stjórnvöld haft betri stjórn á efnahagsmálum en ella. FYRIRHUGAÐ ÁLVER VIÐ REYÐARFJÖRÐ Kostnaður við stóriðjuframkvæmdir næstu árin jafngildir því að þriðjungi landsfram- leiðslu Íslands í ár væri varið til verksins. Ung þjóð getur skuldað meira Yfir 60 þúsund gestir í ágúst: Fimm millj- arðar í búið FRÁ LEIFSSTÖÐ Erlendum gestum fjölgar mikið, um rúm ellefu prósent á milli ára. ■ Lögreglufréttir BÍLL FANNST ÚTI Í MIÐRI Á Mann- laus bíll fannst í á í Þormóðsdal austan við Mosfellsbæ klukkan sjö í gærmorgun. Dráttarbíll var fenginn til að ná bílnum upp úr ánni. Málið er í athugun hjá lög- reglunni í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.