Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 19
20 5. september 2003 FÖSTUDAGUR ENGILL AF HIMNUM OFAN Rússneski listamaðurinn Olga Pikhienko, í gervi engils, „flýgur“ hér framan við St. Pat- rick’s dómkirkjuna í New York. Atriðið var hluti af tónlistarmyndbandi sem verið var að taka upp fyrir rússneska sjónvarpsstöð. Sænskir sérfræðingar í öryggismálum barna: Ástandið batnað í Svíþjóð UMFERÐARÖRYGGI „Í Svíþjóð er eitt ár síðan seljendur öryggistækja fyrir börn í bílum urðu að sitja sér- stök námskeið og fengu réttindi til að selja slíkar vörur,“ sagði Thom- as Carlsson, upplýsinga- og mark- aðsfulltrúi Sænsku umferðarstofn- unarinnar, sem var annar leiðbein- enda á námskeiði Umferðarstofu og Árvekni um öryggisbúnað barna í bílum. Mikill árangur hefur náðst þar undanfarin ár. „Það var gert eftir að mörg slys höfðu orðið vegna þess að ör- yggisbúnaður var ekki notaður rétt. Það kom til dæmis í ljós að seljendur barnabílstóla ráðlögðu fólki lítið sem ekkert um notkun þeirra. Rangur búnaður er oft á tíðum verri en enginn. Árangur- inn á þessu eina ári er mjög góður og framar vonum.“ Maria Krafft er sérfræðingur í umferðarslysarannsóknum og segir mikilvægt að miðla allri vit- neskju sem varðar öryggi fólks sem víðast. „Svíþjóð er langt fyrir ofan nágrannaþjóðirnar hvað varðar umferðaröryggi og við vilj- um gjarna hjálpa öðrum þjóðum áleiðis enda skiptir þetta alla máli. Þess vegna er mikilvægt að skipt- ast á upplýsingum á námskeiðum og fundum sem þessum.“ ■ Vandamál sem gæti enn átt eftir að vaxa Tölvuveiran SoBig.F@mm er orðin útbreiddasti tölvuormur sögunnar. Fáar tölvur hafa sýkst en hver þeirra um sig getur sent út hundruð þúsunda sýktra skeyta á hverjum sólarhring. Helsti skaðinn felst í teppum sem myndast í tölvupóstsamskiptum. TÖLVUR Tölvuveiran SoBig.F@mm sem fyrst gerði vart við sig 18. ágúst sl. er nú orðin langsamlega útbreiddasti tölvuormur sem sögur fara af. Samkvæmt heimasíðu veiruvarnarfyrirtæk- isins MessageLabs hefur SoBig nú náð um tvöfalt meiri dreifingu en klez.h@mm sem hefur verið í dreifingu síðan í apríl 2002. Sá ormur er enn virkur en SoBig- ormurinn mun hins vegar hætta að dreifa sér 10. september. Fáar sýkingar en mikill skaði Einstæðir eiginleikar SoBig- ormsins hafa gert það að verkum að útbreiðsla hans er margfalt hraðari en áður hefur þekkst. Inn- byggt póstsendingarkerfi nýtir alla þá bandvídd sem sýkt tölva ræður yfir svo ein sýkt vél getur sent mörg hundruð þúsund sýkt skeyti á hverjum sólarhring. SoBig-veiran hefur ekki sýkt nema lítið brot af þeim fjölda tölva sem til að mynda Blaster- ormurinn sýkti í byrjun ágúst- mánaðar. Skaðinn af völdum SoBig er hins vegar fólginn í því að teppur myndast í tölvupóst- samskiptum vegna mikils álags. Þetta olli því til að mynda hér á landi að sumar af stærstu netveit- um landsins þurftu að loka póst- þjónum og bæta við vélbúnað sinn til þess að standast álagið. Versti mánuðurinn Samkvæmt fréttatilkynningu frá veiruvarnarfyrirtækinu Central Command var nýliðinn ágústmánuður versti mánuður sögunnar hvað umfang tölvuveira áhrærir. Munaði þar langmestu um SoBig-veiruna en 76,8% veiru- sýkinga í pósti voru vegna hennar. Þá segir fyrirtækið að þegar verst lét hafi 73% allra tölvupóstsam- skipta verið vegna SoBig-orms- ins. Skaðinn á Íslandi var síst minni en almennt í heiminum. Tugir milljóna sýktra tölvuskeyta hafa verið sendir á milli íslenskra tölvupóstfanga eftir að veiran komst á kreik. Friðrik Skúlason ehf. (Frisk) býður viðskiptavinum sínum upp á að sía tölvupóst í því skyni að koma í veg fyrir að þeim berist sýktur tölvupóstur. Fram að til- komu SoBig-ormsins hafði hlut- fall sýktra skeyta í heildarumferð aldrei farið yfir 7% en á síðustu vikum hefur þetta hlutfall verið á milli 75 og 80%. Hluti af þjónustu Frisk er við erlenda viðskiptavini en hlutfall sýktra tölvupóstbréfa var áþekkt hjá öðrum fyrirtækj- um sem bjóða upp á veirusíur fyr- ir viðskiptavini sína. Láta vita af sýktum tölvum Friðrik Skúlason hjá Frisk seg- ist telja að nú séu um tuttugu sýkt- ar vélar á Íslandi. Hver um sig valdi þó töluverðu tjóni. Hann seg- ir að fyrirtæki hans hafi fylgst með því hvaðan sýktur tölvupóstur hafi borist og vakið athygli netfyr- irtækja á því hvaða viðskiptavinir þeirra séu með sýktar vélar. Frið- rik segir að fyrirtækin hafi verið misdugleg að bregðast við og Hringiðan hafi verið sérlega fljót að hafa samband við þá viðskipta- vini sína sem höfðu sýktar tölvur. „Við höfðum samband við okk- ar viðskiptavini sem við vissum að væru sýktir. Þetta er brot á sáttmála sem notendur skrifa undir þegar þeir koma í viðskipti við okkur, þegar fólk er farið að senda veirur út frá tölvunum sín- um, þótt það sé ekki gert viljandi. Lokun er auðvitað síðasta úrræði og það var ekki gripið til þess nema í því tilviki að viðkomandi var í útlöndum,“ segir Andri Ósk- arsson hjá Hringiðunni. Fjarskiptalög heimila inn- grip Í fjarskiptalögum sem tóku gildi 25. júlí síðastliðinn er kveð- ið á um úrræði sem grípa má til ef stöðugleika fjarskiptaleiða er ógnað. Í 71. grein laganna segir: Leiðtogakjör í Norður-Kóreu: Kim Jong-il endurkjörinn N-KÓREA, AP Kim Jong-il var end- urkjörinn leiðtogi Norður-Kóreu í gær. Kim Jong-il, sem nú er 61 árs, tók árið 1993 við völdum í Norður-Kóreu af föður sínum, Kim Il-sung, sem lést ári síðar. Kim Jong-il var endurkjörinn 1998. Hart er deilt á Norður- Kóreumenn fyrir kjarnorku- áætlun landsins en sex ríkja við- ræður um málið fóru út um þúf- ur í síðustu viku. Bandaríkin hóta innrás en Norður-Kóreu- menn hóta eflingu kjarnorku- varna sinna. ■ RÚSTIR WORLD TRADE CENTER Á fjórða hundrað slökkviliðs- og lögreglu- menn fórust í árásunum á World Trade Center en aðeins 48 fjölskyldur hafa sótt um bætur. Fjölskyldur fórnarlamba: Fáir sækja um bætur NEW YORK, AP Aðeins rúmlega tíu prósent fjölskyldna lögreglu- mannanna og slökkviliðsmann- anna sem fórust í árásunum á World Trade Center 11. septem- ber 2001 hafa sótt um bætur til ríkisins. Umsóknarfrestur rennur út eftir tæpa fjóra mánuði. Komið var á fót sérstökum sjóði til handa aðstandendum fórnarlambanna. Þeir sem sækja um bætur frá sjóðnum verða að skrifa undir yfirlýsingu þess efn- is að þeir muni ekki stefna ríkinu, flugfélögum eða öðrum stofnun- um vegna árásanna. Yfir helmingur fjölskyldna annarra fórnarlamba hefur sótt um bætur og hefur sjóðurinn þeg- ar greitt út sem svarar 24,6 millj- örðum íslenskra króna. ■ Hundaeigandi dæmdur: Sleðahundar drápu dreng OSLÓ, AP Eigandi sleðahunda sem drápu sjö ára gamlan dreng hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðs- bundið fangelsi og honum gert að greiða fjölskyldu fórnarlambsins sem nemur um 5,4 milljónum ís- lenskra króna í bætur. Konunni var jafnframt bannað að eiga eða gæta hunda það sem eftir er æv- innar. Drengurinn var drepinn af 25 sleðahundum af blönduðu kyni sem sloppið höfðu úr garði ná- grannakonunnar í þorpinu Dokka í Noregi. Hundarnir voru allir af- lífaðir í kjölfar árásarinnar. Kon- an var ákærð á grundvelli dýra- verndunarlaga en fjölskylda fórn- arlambsins hafði vonast til þess að hún yrði ákærð fyrir manndráp af gáleysi. ■ M YN D /AP FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRIÐRIK SKÚLASON Segir hlutfall sýktra skeyta í tölvupóstumferð hafa meira en tífaldast frá því sem mest gerðist áður. Fréttaskýring ÞÓRLINDUR KJARTANSSON ■ skrifar um útbreiðslu tölvuorma og varnir gegn þeim. THOMAS CARLSSON OG MARIA KRAFFT Eru bæði mjög framarlega í slysavörnum og öryggismálum í sínu heimalandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.