Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 16
SAN FRANCISCO Áfrýjunardómstóll bandaríska alríkisins í San Francisco hefur ógilt á annað hundrað dauðadóma í Arizona, Montana og Idaho á þeim forsend- um að þeir hafi verið kveðnir upp af dómurum en ekki kviðdómi. Dómstóllinn tók málið fyrir í kjöl- far úrskurðar hæstaréttar í Banda- ríkjunum þess efnis að samkvæmt stjórnarskránni væri einungis kvið- dómi heimilt að dæma sakamenn til dauða. Úrskurður áfrýjunardómstóls- ins hefur þýðingu fyrir um það bil þrjú prósent af þeim 3.700 föngum sem bíða þess að verða teknir af lífi í Bandaríkjunum. Sakamennirnir eiga rétt á því að dauðadómnum verði breytt í lífstíðarfangelsi eða að réttað verði yfir þeim að nýju. Áður en úrskurður hæstaréttar lá fyrir á síðasta ári var venjan sú í Arizona, Idaho, Montana, Colorado og Nebraska að kviðdómur kæmist að niðurstöðu um sekt eða sakleysi en dómarar tækju ákvörðun um það hvort dauðadómur væri viðeig- andi. Samkvæmt tölum frá Upplýs- ingamiðstöð dauðarefsinga hafa þessi fimm ríki tekið 29 manns af lífi á grundvelli eigin laga sem heimila dómurum að kveða upp dauðadóma. Bandarískir lögspekingar segja að algengt sé að kviðdómur hiki við að kveða upp dauðadóma. Nóg sé að einn kviðdómari af tólf efist til að koma í veg fyrir að sakborningar verði dæmdir til dauða en dómarar gangi aftur á móti óhikað til verks og séu oftar en ekki beittir pólitísk- um þrýstingi. Saksóknari í Arizona, þar sem yfir 90 fangar eiga nú rétt á því að fá mál sitt endurskoðað, segir að ef hæstiréttur breyti ekki úrskurði sínum verði haldin „skyndiréttar- höld“ yfir sakamönnunum þar sem kviðdómur muni skera úr um það hvort þeir hljóti dauðadóm eða lífs- tíðarfangelsi. Að minnsta kosti fimmtán fangar í Idaho eiga von á því að fá mál sitt tekið fyrir að nýju en að sögn saksóknara í Montana hefur niðurstaða áfrýjunardóm- stólsins engin áhrif á þá fimm dauðadæmdu menn sem þar sitja í fangelsi. Úrskurður dómaranna í San Francisco hefur heldur ekki bein áhrif á dauðadóma í Nebraska og Colorado þar sem þessi tvö ríki heyra undir annan áfrýjunardóm- stól. Tveir aðrir áfrýjunardómstólar í Bandaríkjunum höfðu tekið úr- skurð hæstaréttar fyrir og komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki afturvirkur. Vegna þessa mis- ræmis í niðurstöðum dómstóla landsins eru taldar miklar líkur á því að málið verði endurskoðað af hæstarétti. ■ 16 5. september 2003 FÖSTUDAGUR Refsháttur í Ísafjarðarbæ: Segir refaskyttur svindla á skottum VILLIDÝR Arnfinnur A. Jónsson, refaskytta í Dýrafirði og Arnar- firði í Ísafjarðarbæ, hefur sagt starfi sínu lausu. Arnfinnur segir í samtali við fréttavefinn bb.is að ástæðan sé sú að utanaðkomandi aðilar séu að reyna að vinna dýr á grenjum. Slíkt væri lögbrot því skipaðir veiðimenn mættu einir veiða á tímabilinu frá 1. maí til 1. ágúst, að undanskildum æðar- ræktendum og öðrum bændum er verja þyrftu bústofn sinn. Arn- finnur segir að sér svíði að menn skuli með þessum hætti komast upp með að ræna hann launum sínum. Fréttavefurinn bb.is segir að í reglum um skotlaun komi fram að Ísafjarðarbær greiði 1.600 krónur á yrðling en 7.000 krónur á full- orðið dýr á veiðitímabilinu. Utan þess tíma séu greiddar 7.000 krón- ur fyrir hvert veitt dýr óháð aldri. Arnfinnur fullyrðir að umræddir veiðimenn sýni af sér þann refs- hátt að geyma skottin þar til eftir 1. ágúst og margfaldi þau þar með í verði. Þannig séu menn einnig að hafa fjármuni af bæjarsjóði. Vandamál þetta kvað hann nær eingöngu vera bundið við Arnar- fjörð og Dýrafjörð. ■ Stúdentablaðið: Nýr ritstjóri til starfa FJÖLMIÐLAR Guðmundur Rúnar Svansson hagfræðinemi hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdenta- blaðsins á næsta vetri. Þetta var samþykkt á síðasta fundi Stúd- entaráðs Háskóla Íslands. Guð- mundur hefur setið í ritstjórn Stúdentablaðsins í tvö ár og var ritstjóri Hagmála, tímarits hag- fræðinema, sem kom út nú í vor. Guðmundur hefur einnig haldið úti heimasíðunni svansson.net auk þess sem hann hefur skrifað reglulega pistla á vefritið Deigl- an.com. Guðmundur tekur við starfinu af Eggerti Þór Aðalsteinssyni. ■ KÖTTUR Ekki eru allir jafn ánægðir með eyðingu á villiköttum í Ísafjarðarbæ og hefur verið gripið til skemmdaverka og þjófnaðar á kattagildrum. Ísafjörður: Barist gegn kattaveiðum LÖGREGLUMÁL Fjórum kattagildr- um hefur verið stolið á Ísafirði undanfarnar tvær vikur og þrjár til viðbótar skemmdar. Gildrurn- ar notaði Valur Richter meindýra- eyðir í átaki Ísafjarðarbæjar gegn villiköttum. Valur kveðst ekki átta sig á því hver hafi staðið fyrir verknuðunum, sem beri keim af markvissum aðgerðum gegn eyð- ingu villikatta. „Flestir eru mjög ánægðir með átakið, en það er alltaf einn og einn sem er á móti því að eyða villiköttum,“ segir Valur, sem þegar hefur pantað nýjar gildrur frá Bandaríkjunum. Gildrurnar kosta um 15.000 stykkið og eru sérhannaðar til að veiða ketti. Val- ur hefur eytt um 50 villiköttum í Ísafjarðarbæ í sumar. ■ Á annað hundrað dauðadómum hnekkt Bandarískir dómstólar hafa hnekkt yfir 100 dauðadómum sem kveðnir voru upp af dómurum í stað kviðdóms. Líklegt er talið að hæstiréttur muni endurskoða úrskurð sinn um að dómurum sé óheimilt að dæma menn til dauða. Á LEIÐ TIL AFTÖKU Paul Hill var tekinn af lífi í Ríkisfangelsinu í Flórída í fyrrakvöld. Hann var dæmdur til dauða fyrir að myrða lækni sem framkvæmdi fóstureyðingar. ÍSAFJARÐARBÆR Refaskytta hefur sagt starfi sínu lausu og krefst bóta. AFTÖKUBEKKUR Í Bandaríkjunum er algengast að dauða- dæmdir sakamenn séu teknir af lífi með eitursprautu. HVALSKURÐUR Joel Blatchford, hvalskurðarmaður frá Anchorage í Alaska, sker hér mjald sem rak á land við strendur Turnagain Arm. Tugir mjalda strönduðu á grynningum skammt þar frá og rak tvo þeirra að lokum á land. Bæði spik og kjöt var nýtt af skepnunum. Dauðarefsingar eru enn við lýði í 86 löndum. ● Í Bandaríkjunum er heimilt að dæma menn til dauða fyrir morð; og mannrán ef gíslinn lætur lífið. ● Á tímabilinu frá 1977 til 2000 voru 683 sakamenn teknir af lífi í Bandaríkj- unum. ● Í janúar 2000 frestaði George Ryan, ríkisstjóri í Illinois, öllum aftökum í rík- inu eftir að í ljós kom að þrettán menn höfðu verið dæmdir til dauða fyrir glæpi sem þær frömdu ekki. ● Tveir þriðju Bandaríkjamanna eru fylgjandi dauðarefsingum. ● Engin staðfest dæmi eru til um það að saklaust fólk hafi verið tekið af lífi í Bandaríkjunum á síðari árum en frá 1973 hafa 95 dauðadæmdir menn fengið dómi sínum endanlega hnekkt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.