Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 12
12 5. september 2003 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir Í ELDLÍNUNNI Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mátti hafa sig allan við þegar hann svar- aði spurningum blaða- og fréttamanna á mánaðarlegum blaðamannafundi í Downing-stræti 10 í gær. Væntanlega hafa áleitnar spurningar um Íraksstríðið og rannsóknina á dauða Davids Kellys verið fyrirferðarmiklar. BRUSSEL, AP Stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkja- forseta og utanríkisstefnu lands- ins hefur snarminnkað að undan- förnu, einkum í Þýskalandi og Frakklandi. Skýringanna er meðal annars að leita í innrásarstríðinu gegn Írak og uppbyggingu í land- inu í kjölfar þess en bæði Þýska- land og Frakkland voru andvíg stríðinu í vor. Samkvæmt könnun sem birt var í gær virðist stuðn- ingurinn hafa gufað upp í hitunum í sumar. Tæplega 16% Þjóðverja segjast nú styðja Bush en voru 36% á sama tíma í fyrra. Einungis 15% Frakka eru nú á bandi Bush en voru 21% í fyrra. Þá telja 70% Frakka, helming- ur Ítala og Þjóðverja og 44% Portúgala forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi lítt eftirsókn- arverða. Samkvæmt könnuninni eru Bandaríkjamenn viljugri en Evr- ópubúar að grípa til vopna gegn Íran og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuógnunar. 73% Banda- ríkjamanna sögðu vopnavald rétt- lætanlegt vegna þessa en aðeins 44% Evrópubúa. ■ Lúalegt að nauðga bændum til eignar LANDBÚNAÐUR „Mér þykir frekar lúalegt að nauðga bændum til þess að eignast hlut í fyrirtæki sem þeir kæra sig ekkert um,“ segir Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði 2 í Mývatnssveit, um það tilboð sem bændum hefur borist frá Norð- lenska um að þeir leggi fjögur pró- sent af afurðaverði inn í nýtt félag sem stofnað verði um rekstur Norð- lenska. Þetta kem- ur til viðbótar 6 til 8 prósenta verðlækk- un sem verður í haust. Bændum á svæði félagsins hefur verið sent þetta tilboð en 4 prósentin eru raunar samsvarandi því sem myndi kosta þá að flytja sláturfé til annarra sláturleyfishafa, svo sem í Skagafirði. „Það hefði verið miklu heiðar- lega hjá Norðlenska að lækka verð til bænda um fjögur prósent frem- ur en að þröngva bændum til eign- araðildar að félaginu. Þetta er allt í lagi fyrir þá sem vilja en verra með hina. Formaður Landssam- bands sláturleyfishafa hefur talað mikið um að úrelda þurfi slátur- hús. Ef miðað er við afkomutölur sem birtust í Bændablaðinu má ljóst vera hvaða hús það ætti að vera. Norðlenska,“ segir Kári. Norðlenska hefur glímt við gríðarlega rekstrarerfiðleika und- anfarin ár. Félagið hefur tapað rúmlega hálfum milljarði á undan- förnum tveimur árum. Kári segir að reynsla bænda af fjárfesting- um í afurðastöðvum í landbúnaði sé dapurleg. „Ég hef almennt ekki verið hrifinn af hugmyndafræðinni um eignarhald bænda að afurðastöðv- um og var ekki með í því þegar farin var sú leið með Norður- mjólk. Ég hef hvorki áhuga né vit á þessum málum,“ segir Kári. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, hefur lýst því að hundruð sauðfjárbúa gætu orðið gjaldþrota ef ekki verði dregið úr framleiðslu. Ari kennir þar um samkeppni við hvíta kjötið. Kári segir þetta mikla einföldun og að vandi sauðfjárbænda sé ekki fólg- inn í samkeppninni við hvíta kjöt- ið heldur verði menn að líta heild- stætt á greinina til að finna lausn- ir. „Þetta er varasöm umræða fyrir sauðfjárbændur. Ég sé ekki allan mun á því hvort bankinn styður svínabóndann eða ríkið sauðfjárbóndann. Ég held að sauðfjárbændur ættu að taka það til umfjöllunar hvort þeir séu að sinna réttum hlutum. Fagleg og fræðileg umræða og starfsemi í sauðfjárrækt snýst aðallega um að þukla hrúta. Lagt er upp með sauðfjárræktina sem kynbóta- starf og allur slagkraftur grein- arinnar liggur þar. Svínabændur og hænsnabændur flytja einfald- lega inn dýr frá útlöndum. Ef hægt er að flytja inn korn og framleiða svínakjöt sem bolar í burtu kindakjötinu hljóta menn að spyrja sig hvað það er sem svínabændur eru að gera rétt en sauðfjárbændur rangt,“ segir Kári. rt@frettabladid.is Gripaflutningabílinn: Ekkert form- legt svar LANDBÚNAÐUR Landbúnaðarráðu- neytið hefur ekki svarað ósk um innflutningsleyfi vegna notaða gripaflutningabílsins í Sundahöfn. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur þó sagt í fjölmiðlum að senda eigi bílinn úr landi. Rafn Guðjónssyni hjá Bílasöl- unni Hrauni sagði í Fréttablaðinu á mánudag að hann teldi íslensk stjórnvöld ekki geta sent gripa- flutningabílinn úr landi því bílinn hefði vottorð um sótthreinsun frá þýskum dýralækni og Ísland væri innan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Rafn vill ekkert frekar láta hafa eftir sér um málið að sinni. ■ ■ „Fagleg og fræðileg um- ræða og starf- semi í sauðfjár- rækt snýst að- allega um að þukla hrúta.“ OSLÓ, AP Ingeborg Midttömme, 41 árs prestur frá Osló, var kjörin formaður norska prestafélagsins í gær. Þetta er í fyrsta sinn í 103 ára sögu félagsins sem kona er kjörin til formennsku. Að þessu sinni buðu tvær konur sig fram í embættið. Midttömme hlaut 116 atkvæði en keppinautur hennar Brita Hardeberg hlaut 82 atkvæði. Líkt og víða annars staðar er norska kirkjan íhaldssöm. Aðeins eru 40 ár síðan fyrsta konan var vígð til embættis í Noregi en þá var Ingrid Bjerkeås vígð til emb- ættis. Tveir af ellefu biskupum lútersku kirkjunnar í Noregi eru konur. Rosmarie Kohn hlaut bisk- upsvígslu fyrir tíu árum en Laila Riksåsen Dahl var skipuð fyrr á þessu ári. ■ Brotthvarf 14 ára stúlku: Kærður fyrir mannrán LONDON, AP Yfirvöld í Bretlandi hafa birt David John Milner ákæru fyrir aðild að brotthvarfi Stacey Marie Champ, 14 ára stúlku, í lið- inni viku. Stacey og Milner hurfu á braut en fundust eftir fjóra daga. Lögregla sagði þá að ekkert benti til þess að stúlkunni hefði verið haldið gegn vilja hennar. Engu að síður hefur Milner verið ákærður fyrir mannrán. Milner situr nú í gæsluvarðhaldi en hann kemur fyrir dómara í dag. ■ KJARTAN HAUKSSON Heldur enn kyrru fyrir í höfninni á Bolungarvík Veður heftir för Kjartans: Vel út- hvíldur RÓÐUR Kjartan Hauksson, sem ætlar sér að róa hringinn í kring- um landið á bát sínum, Rödd hjartans, er enn veðurtepptur á Bolungarvík en þangað kom hann á laugardaginn var. Einn erfiðasti hluti leiðarinnar, fyrir Hornstrandir, er fram undan en Kjartan þarf góðan meðbyr til að komast fyrir hann. Síðustu daga hafa vindáttir verið í mót og hafstraumar erfiðir og því bíður Kjartan enn tækifæris. Hann á þó von á að komast af stað í dag eða á morgun í síðasta lagi. Kjartan hefur notað tímann til að dytta að farkosti sínum og hef- ur hvílst vel. ■ ÞVERRANDI VINSÆLDIR Evrópubúar hafa lítið álit á George Bush Bandaríkjaforseta og telja forystu Banda- ríkjanna á alþjóðavettvangi lítt eftirsókn- arverða. Stuðningur Evrópubúa við Bandaríkin: Forysta Bush ekki eftirsóknarverð Formannskosningar í norska prestafélaginu: Kona kjörin for- maður í fyrsta sinn INGEBORG MIDTTÖMME Norska prestafélagið hefur í fyrsta sinn í 103 ára sögu félagsins, kosið konu til for- mennsku. Aðeins eru 40 ár síðan fyrsta konan hlaut prestvígslu í Noregi. Kári Þorgrímsson í Garði segir að heiðarlegra hefði verið af Norðlenska að lækka verð til bænda um 4%. Vill að sauðfjárbændur líti í eigin barm til að meta hvað megi betur fara í sauðfjárræktinni. KINDUR Á BEIT Kári Þorgrímsson er ekki hrifinn af því þegar bændur eru dregnir inn í það að vera eigendur að afurðastöðvum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FÉKK FLUGU Í AUGAÐ Veiðimaður fékk flugu í augað þegar hann var við veiðar í Langá í gær- morgun. Félagar hans fluttu hann á Heilsugæslustöðina í Borgar- nesi til skoðunar. Hann reyndist ekki vera alvarlega slasaður á auganu. STÚTUR UNDIR STÝRI Ölvaður ökumaður var stöðvaður af lög- reglunni á Húsavík í fyrrakvöld. Lögreglan var við venjubundið eftirlit og þótti ökulag mannsins athugavert. Atvinnuleysi 4,3% í Noregi: Ekki mælst meira í 7 ár OSLÓ, AP Atvinnuleysi í Noregi mælist nú 4,3%, jókst um 0,2% frá júlímánuði. Fyrir ári mældist atvinnuleysið 3,5% og hefur því aukist um fjórðung. Atvinnuleys- ið í ágúst er hið mesta sem mælst hefur í Noregi í sjö ár að sögn vinnumálaskrifstofu Noregs. Meginskýring vaxandi atvinnu- leysis er samdráttur í tækni- greinum. Tæplega 102.000 Norð- menn eru án atvinnu, fjölgaði um tæplega 4.000 manns frá júlí, og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1996 sem tala atvinnulausra fer yfir 100.000. Vonir eru bundnar við að heldur dragi úr atvinnu- leysi í september. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.