Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 29
Fréttiraf fólki 30 5. september 2003 FÖSTUDAGUR ÚTVARP Morgunþáttur útvarps- mannsins Freysa á X-inu 977 hefur vakið mikið umtal síðustu daga vegna dagskrárliðarins Slúður dagsins. Þar opnar Freysi fyrir símann og leyfir hlustendum að koma á framfæri óritskoðuðu slúðri af fræga fólkinu. Margt hefur verið í grófari kantinum og slúðrið farið fyrir brjóstið á nokkrum af helstu poppstjörnum landsins, svo sem Birgittu Haukdal, Jónsa Í svörtum fötum og Manúelu, fyrrum Ungfrú Íslandi. Freysi er tilbúin persóna Andra Freys Viðarssonar, sem hefur verið dagskrárgerðarmaður X-ins um árabil. Hann var áður umsjóna- rmaður Karate sem hefur verið einn vinsælasti jaðarrokkþáttur landsins. Hann var tímabundið gít- arleikari í Botnleðju og Fídel. Þeir félagar, Freysi og Andri, eru sagðir mjög ólíkir í háttum og skoðunum. ■ Þetta er Freysi Nicole Kidman segist óttast aðmynd sín „Cold Mountain“ eigi eftir að verða undir í samkeppn- inni um að manna bíósætin. Kidman segir að það verði of margar góðar myndir frumsýnd- ar í sömu viku og því muni það ekki skipta neinu máli að mótleikarar hennar séu Jude Law, Natalie Portman, Renée Zellweger og Philip Seymour Hoffman. Leikkonan Gwyneth Paltrow eraftur byrjuð að leika. Hún varð fyrir miklu áfalli í fyrra þegar faðir henn- ar dó á sama tíma og þau voru að fagna þrítugsafmæli hennar í Feneyj- um. Gwyneth er flutt til London þar sem hún býr með kærasta sínum, Chris Martin úr Coldplay. Hún hefur því tekið að sér hlutverk á sviði þar í bæ og mætti á fyrstu æfinguna á mánudaginn síðasta. Leikkonan Cameron Diaz brautá sér nefið á dögunum þegar hún var að renna sér á brimbretti með systur sinni. Hún varð svo óheppin að fá annað brimbretti beint á stellið með þeim af- leiðingum að nef- beinið gaf sig. Það sér víst ekki mikið á henni og helsta áhyggju- efnið var að nú þyrfti hún að halda sig frá sjónum í einhvern tíma. GLENS Þegar Pablo Francisco skemmti nemendum Verzlunar- skólans í gær var hann umkringd- ur skólastúlkum sem löguðu sig á tveggja mínútna fresti og strákum sem kepptust um að fanga athygli hans með mein- fyndnum athugasemdum. Honum hefur örugglega liðið eins og rokkstjörnu. „Þetta var ótrúlega vingjarn- leg móttaka,“ segir Pablo, vart sofinn eftir langt flugferðalag. „Svo voru þetta bara stelpur, fyr- ir utan nokkra alvarlega James Bond pilta.“ Pablo hefur verið áberandi í Bandaríkjunum á gamanstöðinni Comedy Central síðustu árin og hafa vinsældir hans farið ört vax- andi. Hann er nýbúinn að leika í myndinni „My Baby’s Mama“ sem skartar Eddie Griffin úr Undercover Brother í aðalhlut- verki. Stór hluti af gamansemi hans snýst um að breyta rödd sinni og hefur hann því verið vin- sæll í gerð teiknimynda, hefur t.d. farið með stór hlutverk í hin- um beittu sjónvarpsþáttum Family Guy. Þeir sem þekkja til hans hér á landi hafa helst kynnst honum í gegnum Netið en smáþættir hans hafa verið vinsælt afþreyingar- efni fólks sem vill lífga upp á vinnudag sinn. Það er svolítið undarlegt en það er eins og Pablo tali stundum um sjálfan sig í fleirtölu. „Við reynum að gera grín að öllum, en á góðan hátt. Maður vill ekki bara gera grín að einum hópi eins og rómönsku fólki – þá koma þeir í hópum og kvarta. Þess vegna geri ég líka grín að ástarsamböndum og svoleiðis. Ég vil ekki verða of pólitískur, það er auðvelt að líta út eins og asni ef maður veit ekki um hvað maður er að tala.“ Hér bendir blaðamaður honum á að langstærsti hluti Íslendinga séu hvítt fólk. „Já, er það?“ spyr hann undrandi og á andliti hans má sjá hugmyndirnar fyrir grín kvöldsins fæðast. „Það eru þá engar klíkur hérna? Og engar framhjákeyrsluárásir („drive-by shooting“)? Og ef þær væru hér mynduð þið skjóta snjóboltum. Klíkur myndu hvort eð er aldrei virka. Þið gætuð ekki gert svona handamerki á veturna, út af vett- lingunum.“ Pablo segist fylgjast vel með fólki þegar hann kemur í ókunn- ug lönd, í von um að sjá eitthvað sem hann geti notað á sýningum sínum. „Ég fór til Hong Kong og áttaði mig á því að fólk hlýtur að elskast rosalega mikið þar, það er svo mikið af fólki. Þar er heldur örugglega ekkert dónatal í ástar- leikjum. Þau tala bara um mat eða eitthvað álíka.“ Hérna breytir hann röddinni þannig að hún hljómar eins og ensk rödd úr tal- settri karatemynd. „Þú ert komin með kjötið, hér kemur kálið. Ah, spádómskakan segir að þetta verði strákur!“ biggi@frettabladid.is „Drive-by“ snjóbolta- árásir FREYSI Heitir réttu nafni Andri og hefur starfað á X-inu í nokkur ár. Pondus eftir Frode Øverli Það er spurning hvort Pablo Francisco finni einhverja minnihlutahópa til að gera grín að í Háskólabíói í kvöld. PABLO FRANCISCO Segist ætla í Bláa Lónið á laugardag. „Hversu stórt er það? Pissa nokkuð allir í það og svoleiðis?“ spyr hann forvitinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Það myndi vera Mezzanine meðMassive Attack,“ segir Jónsi Í svörtum fötum. „Ég á tvö eintök af henni svona ef annað skyldi fara að gefa sig. Þetta er hljóðupptökulistaverk sem sameinar svo margt. Svolítið dimm, svolítið kúl og mikið flott. Ég keypti mér svo nýjustu plötuna. Hún hefur unnið á við hverja hlustun, en nær aldrei þessari.“ Platan JÓN JÓSEP SÖNGVARI Í SVÖRTUM FÖTUM Hin 36 ára gamla Berta Bertelsen fór í verslunar- miðstöðina Gígaversl með stappfullt kort og lauk verslunarferðinni á undir 4 klukkustundum! Þetta er nýtt met í þínum flokki! Ertu ánægð með árangurinn? Já, mér fannst ég fara vel af stað, ég var staðráðin í að klára dæmið og það tókst! Hvað um orðróminn að það sé enn- þá afgangur af kortinu? Jájá, það eru ennþá kringum tvöþúsund...þá verður kallinn ekki bensínlaus á leiðinni í vinnuna! Ótrúlegt! Já...undir fjórum tímum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.