Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 36
37FÖSTUDAGUR 5. september 2003 Fredi Bobic: Verðum að nýta færin betur FÓTBOLTI Fá mörk í undanförnum landsleikjum eru Þjóðverjum áhyggjuefni. Fredi Bobic, miðherji þýska landsliðsins, segir í viðtali við vefsíðu fóboltatímaritsins Kicker að Þjóðverjar verði að nýta marktækifæri sín betur. Fram- herjarnir Fredi Bobic og Miroslav Klose hafa aðeins einu sinni skorað í sama landsleiknum, á lokamínút- unum gegn Færeyingum fyrr í sumar. Bobic segir að þeir nái engu að síður vel saman og vilji spila oft- ar saman með landsliðinu. ■ FÓTBOLTI „Allir verða að leggja meira af mörkum og þá getum við aftur leikið góðan fótbolta,“ sagði Michael Ballack, miðvall- arleikmaður Þýskalands, við netútgáfu Rheinische Post um leikinn gegn Íslandi á morgun. „Allir vita að þeir þurfa að bæta sig. Við erum úrslitalið frá síð- ustu heimsmeistarakeppni og ég held að þess vegna sé krafan ein- faldlega sú að sigra í báðum leikjunum.“ Ballack mótmælir fullyrð- ingu Franz Beckenbauers um að þýska liðið snúist um Ballack og Oliver Kahn, öðrum megi skipta út. „Þetta byggir ekki bara á Olli og mér,“ svaraði Ballack og lagði áherslu á að ekki mætti vanmeta Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að þeir eru efstir í okkar riðli. Þeir eiga góða leik- menn sem leika til dæmis á Englandi. Þetta snýst um að ná í þrjú stig, þrjú stig vegna Evrópu- meistarakeppninnar. Þess vegna skipta stigin mestu máli,“ sagði Ballack. Jens Jeremies, samherji Ball- acks hjá Bayern München, talar á svipuðum nótum og boðar var- færni í leik Þjóðverja. „Sá sem gerir fæstar skyssur vinnur oftast. Fótboltinn er það einfaldur.“ ■ BALLACK Í BAKGRUNNI Michael Ballack segir að leikur þýska liðsins snúist um meira en sig og Oliver Kahn. Christian Wörns og Oliver Neuville eru í baráttunni um boltann, Michael Ballack er til vinstri á myndinni og Arne Friedrich til hægri. Þýska landsliðið: Krafan að sigra Ísland ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Leikur með Bochum í Þýskalandi ásamt yngri bróður sínum Bjarna. Þórður Guðjónsson um landsleikinn: Þjóðverjar vilja öruggan sigur FÓTBOLTI „Sigur yrði framar okkar björtustu vonum en við ætlum að leggja okkur alla fram í leikinn og vonumst til að ná jafntefli,“ segir landsliðsmaðurinn Þórður Guð- jónsson sem leikur með Bochum í Þýskalandi. Þórður segir að þótt þýsku leikmennirnir séu ekki mjög þekktir hér á landi séu þeir hágæða knattspyrnumenn. „Hópurinn hjá okkur er í góðu formi og menn eru tilbúnir að taka slaginn og það verður gaman að leika á fullum velli,“ segir Þórður. „Það er vonandi að við náum hagstæðum úrslitum þann- ig að það verði eftirminnilegt fyr- ir liðið og íslensku þjóðina.“ Að sögn Þórðar hefur mikið verið fjallað um leikinn í þýskum fjölmiðlum og fólki þar finnist undarlegt að landsliðið sé í öðru sæti riðilsins á eftir litla Íslandi. „Þýska þjóðin vill ekki bara sigur heldur fer fram á öruggan sigur,“ segir Þórður Guðjónsson. ■ Tryggvi Guðmundsson: Ætlar að ná seinni leiknum FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Stabæk í Noregi, er byrjaður að æfa að nýju eftir meiðslin sem hann varð fyrir í júní. Hann reiknar með að spila að nýju eftir tvær vikur en þá leikur Stabæk á heimavelli gegn Tromsø. Tryggvi reiknar með að leika síðustu sex leiki Stabæk í norsku deildinni og ætlar einnig að ná seinni leik Íslendinga og Þjóð- verja í byrjun október. Samningur Tryggva við Sta- bæk rennur út eftir tímabilið og segir hann að framhaldið velti á því hvernig honum vegnar í leikj- um haustsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.