Fréttablaðið - 07.09.2003, Síða 1
FÓTBOLTI „Fyrir leikinn hefði ég
verið ánægður með jafntefli en
eftir hann er ég dálítið svekktur,“
sagði Ásgeir Sigurvinsson lands-
liðsþjálfari eftir að Íslendingar og
Þjóðverjar gerðu markalaust
jafntefli á Laugardalsvelli. Ís-
lenska liðið lék feikilega vel og
var í raun óheppið að fara ekki
með sigur af hólmi. Það sést
kannski best á því að Þjóðverjar
björguðu tvisvar á marklínu.
„Við lékum með hjartanu,“
sagði Eiður Smári Guðjohnsen,
fyrirliði íslenska landsliðsins, að
leik loknum. Íslendingar eru í
efsta sæti fimmta riðils í und-
ankeppni Evrópumótsins eftir úr-
slit gærdagsins, einu stigi á undan
Þjóðverjum og tveimur stigum á
undan Skotum. Síðarnefndu þjóð-
irnar eiga leik til góða og mætast í
Hamborg á miðvikudag.
Sjá bls. 30-32.
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 30
Sjónvarp 36
SUNNUDAGUR
7. september 2003 – 214. tölublað – 3. árgangur
FRÁBÆR
BYRJUN Don-
ald Rumsfeld
blæs á gagnrýni
sem beinst hefur
að aðgerðum
Bandaríkjamanna
í Írak. Hann segir
uppbyggingar-
starfs hafa byrjað frábærlega. Sjá bls. 2
ÞARF AUKAFJÁRVEITINGU Útgjöld
Atvinnuleysistryggingasjóðs eru talsvert meiri
en ráð var fyrir gert og eru orðin 1.200 millj-
ónum meiri en á sama tíma í fyrra. Aukafjár-
veitingar er talið þörf. Sjá bls. 2
HITLER VELDUR DEILUM Ítalir
halda áfram að valda Þjóðverjum vonbrigð-
um. Nú hafa stjórnvöld í Þýskalandi kvartað
við Ítali undan því að þar er framleitt svo-
kallað foringjavín, með mynd af Adolf
Hitler. Einnig eru til vín nefnd eftir Stalín og
Mussolíni. Sjá bls. 4
GREENPEACE Í HVALASKOÐUN
Nokkur mannfjöldi lagði leið sína um borð
í Rainbow Warrior í gær þegar Greenpeace
bauð fólki að kynna sér starfsemi samtak-
anna. Fyrr um daginn var farið með blaða-
menn í hvalaskoðun en fáar hrefnur létu
sjá sig. Sjá bls. 6
+15+11
+11 +14
VEÐRIÐ Í DAG
ROFAR TIL
Hann er að halla sér smám saman í norð-
anátt á vesturhluta landsins og því rofar til
hægt og rólega sunnantil. Sjá bls. 6
BÓKMENNTAHÁTÍÐ HEFST
Viðamikil bókmenntahátíð hefst með opn-
unarhátíð í Norræna húsinu klukkan 15 í
dag. Upplestrar verða í Iðnó öll kvöld vik-
unnar. Meðal höfunda sem lesa upp úr
verkum sínum í kvöld eru Hallgrímur
Helgason, Emmanuel Carrere og Yann
Martel. Sjá nánar:
DAGURINN Í DAG
Svekktur með jafntefli
Íslendingar og Þjóðverjar gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í gær. Íslendingar voru
óheppnir og hefðu átt skilið að sigra. Eru enn í efsta sæti 5. riðils undankeppni Evrópumótsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Tveir skrifa um Laxness
Tveir fræðimenn og rithöfundar, Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sitja nú við hvor
í sínu horni og skrifa ævisögu Halldórs Laxness. Annar skrifar með samþykki fjölskyldunnar en hinn ekki.
Nálgun þeirra á viðfangsefnið er ólík eins og fram kemur í viðtölum Fréttablaðsins við höfundana tvo.
▲
SÍÐUR 20 og 21
Tekist á um tóbakið
Sitt sýnist hverjum um að-
ferðirnar sem notaðar eru til
þess að fá fólk til að hætta
að reykja. Deilt er um fyrir-
huguð reykingabönn, nýjar
merkingar á pökkum og tó-
baksvarnalögin.
Nærmynd
af morðingja
Meðal gesta á bókmennta-
hátíð er franski rithöfundur-
inn og blaðamaðurinn
Emmanuel Carrére, sem sló
í gegn með bók sinni Óvinin-
um. Í viðtali við blaðið talar
hann um kynni sín af franska
lækninum og morðingjanum
Romand. ▲SÍÐA 24
▲
SÍÐUR 16 og 17
SÍF selt:
Sameining
úr sögunni
VIÐSKIPTI Ekkert verður af því að
SÍF og Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna verði sameinuð. Fjögur fyr-
irtæki sem vilja reka SÍF áfram
sem sjálfstæða einingu keyptu í
gær rúmlega 40% hlut í félaginu
og tryggðu sér þannig forræði
yfir því hvernig framtíð SÍF verð-
ur háttað. Því er ljóst að vonir
Landsbanka og Íslandsbanka um
að sameina SÍF og SH eru runnar
út í sandinn.
Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam-
skipa, sem er í forsvari fyrir eig-
endahópinn, vonast til að salan
verði til þess að tryggja frið um
SÍF og starfsemi þess en óvissa
um framtíð þess hefur valdið
nokkrum óróa.
Sjá bls. 4
Friðarferlið:
Enn á ný í
uppnámi
MIÐ-AUSTURLÖND, AP Veikburða
friðarferli fyrir botni Miðjarðar-
hafs er enn á ný í uppnámi vegna
erfiðra samskipta helstu leiðtoga
Palestínumanna og harðlínu-
stefnu Ísraela.
Afsögn Mahmouds Abbas
dregur enn úr líkum á því að frið-
arferlið sem Bandaríkin, Evrópu-
sambandið, Rússar og Sameinuðu
þjóðirnar höfðu reynt að koma í
framkvæmd.
Ísraelar neita að ræða við Ara-
fat og nánustu samstarfsmenn
hans og halda áfram árásum á for-
ystumenn Hamas.
Sjá bls. 2
Það var stál í stál þegar Heiðar Helguson og OliverKahn lentu í orðaskaki á leiknum í gærkvöldi.
Mótlætið virtist fara í taugarnar á Kahn, sem var
valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í
fyrra, enda sýndu íslensku strákarnir frábæran leik
og voru óheppnir að sigra ekki. Íslendingar eru efstir
í riðlinum en þjóðirnar eigast aftur við í Hamborg
þann 11. október í lokaumferð undankeppni EM. ■