Fréttablaðið - 07.09.2003, Side 17
Hverjar eru helstu áherslurnarí verkinu?
„Ævisaga mín er í þremur bind-
um. Fyrsta bindið nefnist HALL-
DÓR. Það nær frá fæðingu Halldórs
hér í Reykjavík til þrítugsafmælis
hans 23. apríl 1932, en þann dag
kom út seinna bindi Sölku Völku. Sú
bók er síðasta æskuverk hans, segir
hann sjálfur. Það bindi er þroska-
saga Halldórs og endar, eins og vera
ber, á skemmtilegu samtali Hall-
dórs og Erlends í Unuhúsi. Annað
bindið nefnist KILJAN. Það nær frá
vorinu 1932 til jafnlengdar 1952,
þegar Halldór verður fimmtugur og
er að ganga frá Gerplu til prentun-
ar. Þá stendur hann á slóðum Ólafs
digra í Noregi og er að hugsa um
skáldið, sem hafði orðið fyrir von-
brigðum með kóng sinn. Þetta bindi
hefur að geyma baráttusögu skálds-
ins. Hann er í senn að berjast fyrir
viðurkenningu og reyna að bæta
heiminn á sína vísu. Þriðja bindið
heitir LAXNESS. Það er sagan um
sigurgöngu hans, veitingu Nóbels-
verðlaunanna og breytingu mynd-
brjótsins gamla í mynd, jafnvel
helgimynd.“
Hvað kemur fram í þinni bók
sem hefur ekki komið fram áður?
„Það ætla ég nú að leyfa les-
endum að sjá fyrstum! Ég lofa að-
eins einu, og það er að ég hef lagt
mig fram um að þeir geti sagt að
þeir hafi fengið skemmtilega og
fróðlega bók með miklum upplýs-
ingum. Ég vil satt að segja að mín
bók kosti lesandann andvökunótt!
Það kemur auðvitað fram margt
óvænt í mínum þremur bókum, til
dæmis um tildrögin til klaustur-
vistarinnar og um Bandaríkja-
ferðina í fyrsta bindi, um Rúss-
landsferðir og skáldsögur Lax-
ness í öðru bindi og um veitingu
Nóbelsverðlaunanna og ýmis at-
vik í lífi Laxness í hinu þriðja. Ég
á raunar öll þrjú bindin í drögum,
en hef síðustu mánuði einbeitt
mér að fyrsta bindinu.“
Leitað að Laxness
Liggur mikil gagnasöfnun að
baki þessu verki?
„Ég hef verið vakinn og sofinn í
þessu verki í mörg ár, enda litu
bókaverðirnir á Landsbókasafninu
stundum á mig undrandi í fyrra og
hittifyrra, þegar ég fór heim með
bókahlaða á kvöldi og skilaði þeim
daginn eftir. Þá var ég að kanna
skipulega hvar Laxness kæmi fyrir
í slíkum ritum og aðrir, sem honum
tengjast, og veiða sögur upp úr
sagnasjó. Á hann er minnst í fjölda
bóka, blaða og tímaritsgreina, og
um hann hafa komið út margar
bækur. Ég hef síðan rannsakað
gögn í skjalasöfnum í mörgum
löndum. Auðvitað var drjúgast að
vinna í handritadeild Þjóðarbók-
hlöðunnar með góðri aðstoð hinna
frábæru safnvarða þar. Skjalasöfn
Erlends í Unuhúsi, Kristins E.
Andréssonar, Ragnars Jónssonar í
Smára, Þórbergs Þórðarsonar og
margra fleiri eru fýsileg til fróð-
leiks ekki síður en bréf og gögn
Halldórs sjálfs.
Ég hef líka fengið mjög athygl-
isverð gögn í Danmörku, Svíþjóð,
Þýskalandi og Bandaríkjunum og
er að leggja drög að því að fá gögn
frá Rússlandi og víðar. Einkaaðilar
hafa bent mér á ýmislegt, og vil ég
raunar hvetja þá, sem luma á ein-
hvers konar fróðleik um Laxness,
að hafa samband við mig. Þá hefur
í marga mánuði verið að vinna með
mér í fullri vinnu harðduglegur
sagnfræðingur, Snorri Bergsson
cand. mag., sem aðstoðar mig við
heimildasöfnun og úrvinnslu úr
skjölum. Ég nýt enn fremur góðs af
leiðbeiningum ýmissa gamalla
fræðaþula eins og Eiríks Jónssonar
kennara og fleiri.
Það var líka ómetanlegt að fara
á slóðir Laxness. Ég hygg, að eng-
inn skilji Laxness nema hann hafi
verið í klaustrinu í Clervaux, á
Rauða torginu í Moskvu, á Sunset
Boulevard í Los Angeles, Stóra
Kóngsins götu í Kaupmannahöfn,
Montgomery Street í San
Francisco, Bannister Street í
Winnipeg, Nýja Íslandi í Man-
itoba, við Sigursúluna í Berlín, í
kaffi á Hótel Adlon í Berlín, á göt-
um Leipzig, Corso Umberto í
Taormina og víðar, þar sem Lax-
ness var og tók út þroska. Ég fór á
alla þessa staði, eins og sjónvarps-
áhorfendur eiga bráðlega eftir að
kynnast. Ég var að leita að Lax-
ness. Og eitthvað fann ég!“
Þarf ekki að skrifa dýrlinga-
sögu
Hver er kosturinn við að hafa ekki
samþykki ættingja til verksins?
„Halldór Kiljan Laxness er
sameign íslensku þjóðarinnar,
enda segir hann berum orðum í
hinni fróðlegu samtalsbók við
Ólaf Ragnarsson, sem kom út fyr-
ir síðustu jól, að öll sín skjöl og
gögn eigi heima á Þjóðarbókhlöð-
unni. Hann og fyrri kona hans,
Inga Laxness, lánuðu líka Peter
Hallberg öll gögn og skjöl, sem
völ var á, þegar Hallberg var fyr-
ir mörgum árum að gera sína
merku bókmenntafræðilegu rann-
sókn á ævi og verkum Laxness.
Ekkja Laxness seldi líka nýlega
Gljúfrastein með öllu innbúi til
ríkisins og afhenti skjöl hans við
hátíðlega athöfn á Þjóðarbókhlöð-
una. Þetta á því allt að vera til-
tækt. Ég hef að vísu margt skjala,
sem ég hef aflað mér, hér og er-
lendis, en ég mun bráðlega af-
henda þau öll í Þjóðarbókhlöðuna.
Það á því ekki að koma að sök þótt
sumir í fjölskyldu Laxness vilji ef
til vill að aðrir skrifi um hann en
ég. Ég held að vísu að einhver
misskilningur kunni að vera þar á
ferðinni. Ég er ekki að skrifa bók
gegn Laxness, heldur um hann. Ég
vona raunar að fjölskylda Lax-
ness aðstoði mig við það sem Ari
fróði brýndi fyrir okkur, að hafa
það sem sannara reynist.
Það er hins vegar ákveðinn
kostur að þurfa ekki að skrifa
neina dýrlingasögu eftir fjöl-
skyldufyrirmælum, enda ætla ég
ekki að gera það. Ég ætla blátt
áfram að reyna að draga upp
mynd af Laxness eins og hann var,
en ekki eins og einhver hvíta-
sunnusöfnuður í kringum hann
kann að hafa ímyndað sér að hann
væri. Ég treysti öðrum betur en
mér til að skrifa fyrir hönd slíks
safnaðar. Ég tek það fram, að orð-
ið hvítasunnusöfnuður hef ég hér
frá Þórbergi Þórðarsyni. Honum
fannst einhver keimur af því í að-
dáendahópi Halldórs.“
Hver er Laxness í þínum huga?
„Snjall rithöfundur sem var sí-
fellt að leita nýrra leiða í listsköp-
un sinni og hafði feiknatök á mál-
inu. Maður með heitar ástríður
sem vildi ólmur bæta heiminn.
Mikill tilfinningamaður sem kunni
þó vel að leyna tilfinningum sínum
á bak við grímu kaldhæðni. Ákafur
fegurðardýrkandi sem var næmur
fyrir og þoldi illa ljótleikann. Lífs-
listamaður sem gekk alltaf vel
klæddur, ók um á glæsilegum bíl-
um, gisti á bestu hótelum, kunni að
meta góð vín, en alltaf í hófi, og
var kurteis og skemmtilegur í tali.
Samræðusnillingur sem hafði lif-
andi áhuga á öðru fólki, en sérstak-
lega á orðum og máli.“
Þjóðrækinn heimsborgari
Hverjir voru kostir hans og hverj-
ir voru gallar hans?
Kostir Laxness voru að hann
var duglegur og einbeittur, frum-
legur og snjall. Hann var vingjarn-
legur í viðmóti, að minnsta kosti
fyrri hluta ævinnar, og hafði góða
kímnigáfu, þótt mörg skemmtileg-
ustu og áreynsluminnstu tilsvör
hans og skrif hafi eflaust verið
undirbúin í þaula. Hann hafði
mikla köllun til að skrifa og skapa,
og ef til vill var helsti galli hans að
hann var reiðubúinn til að fórna
býsna miklu fyrir næði og skilyrði
til að skrifa. Annars ætla ég ekki að
dæma Laxness í minni ævisögu,
heldur láta lesendum það eftir. Ég
ætla að segja frá Laxness og sýna
hann, en ekki að dæma hann. Það
gerir hver um sig og fyrir sig. Ég
get hins vegar sagt það, að mér
fundust þeir Kristján Albertsson
og Sigurður Nordal kunna einna
best að meta Laxness, greina á
milli kosta hans og galla í skrifum
sínum um hann.“
Áttu samleið með
Halldóri Laxness?
„Margt í skoðunum Laxness á
enn erindi til okkar, til dæmis
brýning hans til Íslendinga um
hreinlæti og reglusemi og gagn-
rýni á óhóflega sauðfjárrækt.
Annað er, eins og hann sagði sjálf-
ur, orðið úrelt, sérstaklega í
stjórnmálaskoðunum. En Laxness
var módernisti, vildi nútímann á
Íslandi, og þar er ég hjartanlega
sammála honum. Ísland þarf að
vera opið land. Þjóðin má ekki
hörfa inn í skel. Galdurinn er að
vera þjóðrækinn heimsborgari.“
Arfleifð Laxness og áhrif á sam-
félagið – eru þau góð eða vond?
„Ég held, að áhrif Laxness hafi
verið mikil á bókmenntir og
menntamenn, en fremur takmörk-
uð á rás viðburða á Íslandi. Flest
það sem hann barðist fyrir í
stjórnmálum gekk ekki eftir. En
það er ekki Laxness að kenna ef
hann hefur skyggt á önnur skáld,
heldur þeim sjálfum. Menn
verða að vaxa eftir eigin
lögmálum. En það hefur
eflaust verið íslenskri
sósíalistahreyfingu
mikill styrkur að eiga
að málsvörum tvo
jafn snjalla rithöf-
unda og Halldór
Kiljan Laxness og
Þórberg Þórðar-
son. Sjálfur er ég
enginn sósíalisti,
eins og alþjóð
veit, svo að mér
er þetta ekkert
sérstakt fagnað-
arefni. En það
breytir engu um
hann sem rithöf-
und. Ég hef nú
orðað þetta svo, að
Halldór sé betri
sögumaður en leið-
sögumaður.“
Eftirlætisbók þín
eftir Laxness?
„Salka Valka er
hugljúfust, Sjálf-
stætt fólk sterkust,
Íslandsklukkan best
skrifuð, Gerpla mesta
vinnuafrekið og leynir á
sér.“
Sú sem þú ert síst hrifinn af?
„Það er of hvellur tónn í
Atómstöðinni, stundum
jafnvel skrækur. Og þótt
Gerska æfintýrið sé meist-
aralega samið á köflum, er
það ekki góð bók. Ég held
raunar að Halldór Kiljan
Laxness hafi deilt þessum
skoðunum með mér.“
Finnst þér óþægilegt að
annar sé að skrifa söguna
um leið og þú?
„Alls ekki. Það situr nú
síst á mér að vera á móti sam-
keppni. Á sama tíma og ég
mun leggja mig sjálfan allan
fram óska ég öllum þeim
sem vilja skrifa um
Halldór Kiljan Lax-
ness velfarnaðar og
tek sérstaklega fram
að ég er reiðubúinn til
að aðstoða þá eftir föngum með því
efni sem ég hef dregið saman og á
í fórum mínum. En ef einhverjum
tekst að drepa áhugann á verkum
Laxness með þjóðinni þá er það
þeim sem kikna í hnjáliðunum við
að horfa á hann og taka til við að
syngja hástöfum hósíanna, hósí-
anna, hallelúja. Öll sú mærð sem
var í kringum Laxness á 100 ára
afmælinu varð því miður til þess
að þjóðin fór að geispa. Ég ætla
hins vegar að vekja áhuga hennar
aftur á þessum mikla og marg-
brotna snillingi. Og þjóðin hættir
að geispa þegar hún les bækur
mínar. Því held ég að ég geti lof-
að.“
Áætlaður útgáfudagur bókarinnar?
„Fyrsta bindið á að koma út um
miðjan nóvember í ár. Það verður
eitthvað um 500-600 blaðsíður,
fullar af fróðleik og skemmtileg-
um sögum. Annað bindið, Kiljan,
kemur út haustið 2004 og þriðja
bindið, Laxness, haustið 2005, en
þá vill einmitt svo til að 50 ára
verða liðin frá því að Laxness
fékk Nóbelsverðlaunin.“
kolla@frettabladid.i
17SUNNUDAGUR 7. september 2003
skrifa ævisögu Halldórs Laxness. Víst er að skáldið mun ekki birtast mönnum eins í bókum þeirra tveggja.
Fréttablaðsins um efni bóka þeirra. Þeir fengu sömu spurningarnar. Svörin eru hins vegar ákaflega ólík.
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON
„...það hefur eflaust verið íslenskri sósí-
alistahreyfingu mikill styrkur að eiga að
málsvörum tvo jafn snjalla rithöfunda og
Halldór Kiljan Laxness og Þórberg Þórðar-
son. Sjálfur er ég enginn sósíalisti, eins og
alþjóð veit, svo að mér er þetta ekkert sér-
stakt fagnaðarefni. En það breytir engu um
hann sem rithöfund. Ég hef nú orðað
þetta svo, að Halldór sé betri sögumaður
en leiðsögumaður.“
Skrifa ekki gegn Laxness
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar ævisögu skáldsins í þremur bindum. Fjölskylda skáldsins hefur lýst því yfir að
hún samþykki ekki skrif hans, en hann lætur það ekki á sig fá og segir Laxness vera sameign íslensku þjóðarinnar.
HANNES UM LAXNESS
„Kostir Laxness voru að hann var dug-
legur og einbeittur, frumlegur og snjall.
Hann var vingjarnlegur í viðmóti, að
minnsta kosti fyrri hluta ævinnar, og
hafði góða kímnigáfu, þótt mörg
skemmtilegustu og áreynsluminnstu til-
svör hans og skrif hafi eflaust verið und-
irbúin í þaula. Hann hafði mikla köllun
til að skrifa og skapa, og ef til vill var
helsti galli hans að hann var reiðubúinn
til að fórna býsna miklu fyrir næði og
skilyrði til að skrifa. Annars ætla ég ekki
að dæma Laxness í minni ævisögu,
heldur láta lesendum það eftir.“
Ef einhverjum tekst
að drepa áhugann á
verkum Laxness með þjóð-
inni þá er það þeim sem
kikna í hnjáliðunum við að
horfa á hann og taka til við
að syngja hástöfum hósí-
anna, hósíanna, hallelúja.
Öll sú mærð sem var í kring-
um Laxness á 100 ára af-
mælinu varð því miður til
þess að þjóðin fór að geispa.
Ég ætla hins vegar að vekja
áhuga hennar aftur á þess-
um mikla og margbrotna
snillingi. Og þjóðin hættir að
geispa þegar hún les bækur
mínar. Því held ég að ég geti
lofað.
,,