Fréttablaðið - 07.09.2003, Síða 22
22 7. september 2003 SUNNUDAGUR
Jennifer Lopez og Ben Affleckþykja bera af jafningjum sín-
um hvað varðar kynþokka og lík-
amsfegurð og þau eiga því bæði
traustan hóp aðdáenda. Það gefur
því augaleið að þegar þau eru ráð-
in til að leika í kvikmyndum eru
vinsældir þeirra reiknaðar inn í
laun þeirra enda eiga nöfn þeirra
að tryggja myljandi aðsókn og
bullandi gróða. Það er þó því mið-
ur ekkert gefið í bíóbransanum og
á meðan turtildúfurnar undirbúa
glæsibrúðkaup sitt hafa bíógestir
og gagnrýnendur snúið baki við
þeim í nýjustu mynd þeirra Gigli.
Hátt að klífa, lágt að falla
Skötuhjúin hafa ekki leitt sam-
an hesta sína áður og þessi mikli
skellur sem þau hafa fengið í
miðasölunni hefur komið öllum að
óvörum enda höfðu menn gengið
út frá því að það eitt að stilla þeim
upp saman myndi gulltryggja
gróða og velgegni. Ben og Jenni-
fer eru þó síður en svo fyrstu
stjörnurnar sem veðja á rangan
hest og fá meiriháttar skell. Gigli
er að vísu stærsta flopp ársins en
kemst þó hvergi nærri stærstu
mistökum kvikmyndasögunnar
sem hafa bæði sett heilu kvik-
myndaverin á hausinn og gert út
af við feril aðstandenda þeirra.
Ævintýri Eddie Murphy
endar illa
Gulldrengurinn Eddie Murphy
var konungur miðasölunnar upp úr
1980 í myndum á borð við 48. hrs,
Trading Places og Beverly Hills
Cop. Það er af sem áður var og
hann virðist vera orðinn jafn úrelt-
ur og hárgreiðslan sem kennd er
við „með sítt að aftan“ og þótti ein-
kennandi fyrir áratug Murphys.
Murphy hefur gert nokkrar
mislukkaðar tilraunir til þess að
endurheimta forna frægð og á til
að mynda heiðurinn af stærsta
floppi í manna minnum í
Hollywood. Gamanmyndin The
Adventures of Pluto Nash frá árinu
2002 kostaði um 100 milljónir doll-
ara í framleiðslu en skilaði aðeins
4,4 milljónum í kassann í Banda-
ríkjunum. Tapið hljóðaði því upp á
rúmar 95 milljónir dollara.
Gagnrýnendur rökkuðu mynd-
ina niður, kölluðu hana „instant
Ishtar“ og voru þar að vísa til
þekktrar myndar sem er orðin
samnefnari fyrir misheppnaðar
stórmyndir.
Sjóræningjar sökkva
Sjóræningjamyndin The Pirates
of the Caribbean sló í gegn í sumar
og kom það mönnum nokkuð á
óvart þar sem síðasta sjóræningja-
stórmynd sem Hollywood veðjaði
á, Cutthroat Island, var algerlega
mislukkuð. Þar sýndi Geena Davis
alla helstu sjóræningjataktana
undir leikstjórn þáverandi eigin-
manns síns, Finnans Rennys Harl-
ins, sem átti meðal annars
stórsmellinn Die Hard II að baki.
Matthew Modine sveiflaði sjó-
ræningjasverðinu á móti Davis en
honum reyndari menn höfðu áður
haft vit á að láta myndina eiga sig.
Michael Douglas hafði verið ráðinn
til að leika hlutverk Modines en
hætti við þegar Harlin gerði hlut
eiginkonu sinnar í handritinu fyrir-
ferðarmeiri. Þá segir sagan að Ke-
anu Reeves, Liam Neeson, Jeff
Bridges, Ralph Fiennes, Charlie
Sheen og Michael Keaton hafi allir
afþakkað hlutverkið áður en leitað
var til Modines.
Myndin kostaði rúmar 100 millj-
ónir dollara í framleiðslu en tók að-
eins inn 9,9 milljónir í kvikmynda-
húsum í Bandaríkjunum og var
tekin úr umferð eftir tvær vikur.
Framleiðslukostnaðurinn var áætl-
aður 65 milljónir en rauk upp úr
öllu valdi þegar Harlin lét byggja
nákvæma eftirlíkingu af 18. aldar
sjóræningjaskipi.
Kvennagull á villi-
götum
H j a r t a k n ú s a r i n n
Warren Beatty á tvær
myndir á topp tíu listan-
um yfir stórmyndir sem
hafa gert aðstandendum
sínum lífið leitt. Hann var
aðalstjarnan í myndinni
Town & Country frá árinu
2001. Myndin kostaði um
90 milljónir í framleiðslu
en náði ekki nema 6,7
milljónum í Bandaríkjun-
um. Hún var markaðssett
sem kynlífsgrínmynd um
miðaldra fólk og ein-
hverjir töldu það eitt
nægja til þess að gera út af við
myndina. Þá hjálpaði ekki upp á
sakirnar að það fór slæmt orð af
henni alveg frá því hún var á fram-
leiðslustigi. Undirbúningurinn tók
þrjú ár og samt sem áður hófust
tökur án þess að handrit væri til-
búið, en slíkt kann sjaldan góðri
lukku að stýra.
Hátt fall Costners
Leikaranum Kevin Costner
voru allar leiðir færar í
Hollywood eftir að hann fékk Ósk-
arsverðlaun fyrir Dances with
Wolves, frumraun sína á leik-
stjórastóli. Hann fékk því ótak-
mörkuð fjárráð til að gera fram-
tíðarhasarinn Waterworld árið
1995. Sú mynd stóðst engan veg-
inn væntingar aðstandenda sinna
og var strax uppnefnd „Fishtar“
með vísan í áðurnefda Ishtar þó
hún hafi að lokum náð því að
standa á núlli.
Costner hélt þó áfram á fall-
brautinni og skaut aftur framhjá
með hinni skelfilegu The Post-
man. Tapið á myndinni gerði nán-
ast út af við framleiðandann
Warner Brothers en myndin kost-
aði um 100 milljónir dollara í
framleiðslu en skilaði einungis
17,6 í heimalandinu. Pósturinn
sópaði til sín Razzies-skammar-
verðlaununum fyrir verstu mynd-
ina, versta leikarann, versta leik-
stjórann, versta handritið og
versta lagið. Costner hefur síðan
haldið áfram að klikka í myndum
eins og 3000 Miles to Graceland
og Dragonfly.
Helför hjartarbanans
Leikstjórinn Michael Cimino sló
í gegn með The Deer Hunter árið
1978. Hann fékk, líkt og Costner,
Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn og
lausan tauminn í sögulega vestran-
um Heaven’s Gate, sem var næsta
verkefni hans.
Kostnaðaráætlun myndarinnar
hljóðaði upp á 11,5 milljónir.
Stöðugar endurtökur og tafir hjá
leikstjóranum keyrðu hana hins
vegar upp í 44 milljónir en hann
notaði 1,5 milljónir feta af filmu
við tökurnar, en það er margfalt
meira en venjulegt má teljast.
Myndin tók einungis inn 3
milljónir dollara í kvikmyndahús-
um í Bandaríkjunum og tapið varð
til þess að United Artists fór í þrot
og MGM keypti fyrirtækið fyrir
lítinn pening. Þetta fjárhagslega
stórslys varð síðan til þess að
baunateljurum kvikmyndaver-
anna óx fiskur um hrygg og leik-
stjórar misstu mikið af listrænu
frelsi sínu til kvikmyndveranna.
Hin alræmda Ishtar
Ishtar er síður en svo stærsti
skellurinn frá Hollywood en þær
miklu væntingar sem voru bundn-
ar við hana og aðalleikarana
Warren Beatty og Dustin
Hoffman urðu til þess að hún er
nafntogaðasta og eftirminnileg-
asta flopp síðustu áratuga.
Myndin kostaði 55 milljónir doll-
ara en skilaði einungis 12,7 til baka.
Hoffman og Beatty sluppu
nokkurn veginn óskaddaðir frá
þessari „dýrustu gamanmynd
allra tíma“. Þeir fengu báðir 5,5
milljónir fyrir vinnu sína og
Hoffman vann Óskarsverðlaunin
ári síðar fyrir Rain Man. May hef-
ur ekki treyst sér til að leikstýra
aftur og hefur helgað sig hand-
ritsgerð, enda er Ishtar eins og
fyrr segir orðin samnefnari fyrir
misheppnaðar risamyndir þó hún
hafi komið út á sléttu þegar allt
hafði verið gert upp.
Bruce Willis kemst upp með allt
Bruce Willis ætlaði sér stóra
hluti með Hudson Hawk árið 1991
en hann var með puttana í hand-
riti þessarar myndar um sam-
nefndan innbrotsþjóf. Myndin
þótti átakanlega óskemmtileg,
samhengislaus og leiðinleg.
Myndin kostaði 60 milljónir
dollara sem fóru meðal annars í
gerð fokdýrra sviðsmynda og
tæknibrellna í eftirvinnslunni
sem gegnu aðallega út á því að
bæta hárum á hálfsköllótt höfuð
aðalleikarans.
Hudson Hawk var ótvíræður
sigurvegari Razziez-verðlaun-
anna það árið meðal annars fyrir
verstu myndina og versta handrit-
ið. Þá var leikstjórinn Michael
Lehmann valinn versti leikstjór-
inn en myndin stórskaðaði feril
hans. Bruce Willis er aftur á móti
það stór kall að hann fann ekki
fyrir neinu og er enn á fleygiferð
þótt myndir hans klikki reglulega.
Þau Ben og Jennifer þurfa því
ekki að örvænta þar sem Bruce
Willis hefur sýnt það og sannað að
stórstjörnur sem hafa mikinn
slagkraft og reglulega viðkomu í
slúðurdálkum geta hæglega lifað
af hamfarir á borð við Gigli.
thorarinn@frettabladid.is
EDDIE MURPHY
Varð konungur miðasölunnar upp úr 1980
og nafn hans malaði kvikmyndaframleiðend-
um gull. Hann er heillum horfinn í dag og á
heiðurinn af stærsta floppi sem sögur fara af.
Svo bregðast krosstré...
Það er ekki hægt að treysta á neitt í bíóheiminum og framleiðendur kvikmynda geta síður en svo bókað stórgróða þó þeir
hendi milljónatugum í framleiðslu kvikmynda og tjaldi stærstu nöfnunum í Hollywood. Áhorfendur láta ekki alltaf bjóða
sér bragðdaufar milljónakræsingar. Þetta hafa Ben Affleck og Jennifer Lopez mátt reyna í sumar og eru fráleitt fyrstu
stórstjörnurnar sem fá rassskell í miðasölunni.
Eitt stærsta flopp sögunnarhlýtur að vera Ishtar með
hjartaknúsaranum Warren Beatty
og snillingnum Dustin Hoffman,“
segir Guðjón Helgason, frétta-
maður hjá RÚV og gagnrýnandi
Kvikmyndir.com. „Ég man að ég
fór á þessa mynd í bíó, hún er frá
árinu 1987 þegar ég var ellefu ára,
man ekki alveg hvenær hún kom í
bíó hingað. Sagan var einhver
della um tvo misheppnaða söngv-
ara sem flækjast inn í mikið bak-
tjaldamakk og njósnir. Inn í það
blandaðist svo blint kameldýr ef
ég man rétt. Auk Beatty og
Hoffmans var snillingurinn
Charles Grodin þarna í stóru hlut-
verki.
Það er eins og mig minni að
mér hafi þótt myndin ágæt þeg-
ar ég sá hana í bíó en svo sá ég
hana nokkrum árum síðar og
þótti ekki sérlega mikið til
koma. Beatty og Hoffman reyna
að syngja í myndinni og það eitt
og sér er áhugavert og svolítið
fyndið að sjá og heyra. Myndin
er með ótal vísanir til gömlu
vegamyndanna með þeim Bing
Crosby og Bob Hope þó ég
þekki nú ekki nægilega vel til
þeirra verka.
Myndin tók að ég held ekki
inn nema kannski upp í helm-
inginn af kostnaðinum. Með
stærri floppum og kemst lík-
lega á flesta topp tíu lista.“ ■
GUÐJÓN HELGASON
„Það er eins og mig minni að mér hafi
þótt myndi ágæt þegar ég sá hana í bíó
en svo sá ég hana nokkrum árum síðar
og þótti ekki sérlega mikið til koma,“
segir Guðjón um mislukkuðu gaman-
myndina Ishtar.
Ishtar:
Misheppnaðir söngvarar
og blint kameldýr
BEN AFFLECK OG JENNIFER LOPEZ
Stjörnuparið fór heldur betur flatt á samstarfinu í Gigli en má þó vel við una þar sem skellurinn sem myndin tók er smávægilegur miðað
við það sem aðrar stórstjörnur hafa mátt þola í miðasölunni.
WARREN BEATTY
Ásamt Andie McDowell í hinni mislukkuðu Town &
Country. Myndin var fokdýr í framleiðslu og höfðaði eng-
an veginn til bíógesta. Kyntáknið á þann vafasama heið-
ur að eiga tvær myndir á listanum yfir stærstu tapmyndir
síðustu áratuga.
KEVIN COSTNER
Byrjaði feril sinn með miklum glæsibrag
en hefur gert lítið annað en að tapa
peningum á síðustu árum.
Nafnið tryggir hvorki gróða né gæði.