Fréttablaðið - 07.09.2003, Side 23

Fréttablaðið - 07.09.2003, Side 23
Hollendingar hafa leyft neysluá kannabis fyrir fólk sem er illa haldið af krabbameini og AIDS. Efnið er notað til að draga úr ógleði sem fylgir krabbameins- meðferð og til að auka matarlyst hjá þeim sem eru langt leiddir af alnæmi,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir, prófessor við lyfjafræði- deild Háskóla Íslands og sérfræð- ingur í lyfja- og efnafræði nátt- úruefna. „Það er líka rétt að taka það fram að sumum krabbameins- sjúklingum sem nota kannabis gegn ógleði og klígju finnst víman mjög óþægileg. Sjúklingarnir eru því ekki að sækjast eftir því að komast í vímu heldur að draga úr verkjum.“ Kristín segir að það séu vissu- lega til lyf sem er ætlað að draga úr ógleði og verkjum en þau henti alls ekki öllum. Sum verkjastill- andi lyf geri alls ekkert gagn í sumum tilfellum og þar geti kannabis oft hjálpað til. „Það hef- ur mikið verið reynt að búa til lyf sem byggja á virka efninu í kannabis og fjarlægja vímuvald- inn með því að breyta sameinda- byggingunni. Það virðist hins veg- ar vera mjög erfitt að aðskilja þetta og því hefur sú leið verið farin að leyfa þessum sjúklingum að nota kannabis.“ thorarinn@frettabladid.is 23SUNNUDAGUR 7. september 2003 Sjúklingarnir eru því ekki að sækjast eftir því að komast í vímu heldur að draga úr verkjum. ,, Sjúklingar sækjast ekki eftir vímu Fréttin: KANNABIS Í LÆKNINGASKYNI Fréttablaðið sagði í vikunni frá ákvörð- un hollenskra yfirvalda að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags- ins, sagði í samtali við blaðið að ákvörðun Hollendinganna væri fagnað- arefni og að reynist það rétt að „kanna- bis sé betur fallið til að lina þjáningar einhvers hluta sjúklinga og hjálpa þeim að takast á við daginn, þá á það vita- skuld að vera okkur fagnaðarefni en ekki tilefni ábyrgðarlausra sleggju- dóma“. KANNABIS Í LYFJAUMBÚÐUM Hollendingar hafa nú leyft sölu á kannabis í apótekum í lækningaskyni. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Segir að góð áhrif kannabis á krabba- meinssjúklinga hafi komið í ljós þegar langt leiddir sjúklingar í neyslu komust að því að þeim leið betur þegar þeir voru undir áhrifum. „Þetta er auðvitað umdeilt en efnið er ekki notað nema hjá fólki sem er mjög illa haldið.“ Spyrjum sérfræðinginn Heilsugæslan Ný getnaðar- varnarpilla Lyfjafyrirtækið Barr hefurfengið leyfi í Bandaríkjunum fyrir sölu á nýrri tegund getnað- arvarnarpilla fyrir konur. Sú ný- breytni fylgir notkun á þessari pillu, að tíðarhringum kvenna sem taka hana fækkar úr 13 í fjóra. Með öðrum orðum: konur sem taka pilluna munu einungis fara á blæðingar fjórum sinnum ári. Pillan hefur hlotið nafnið „Seasonable“ og fer notkun henn- ar þannig fram að konur taka hana í 84 daga, en síðan kemur sjö daga hlé, en venjuleg pilla er tek- in í 21 daga, með sjö daga hléum á milli. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.