Fréttablaðið - 07.09.2003, Síða 25
25SUNNUDAGUR 7. september 2003
Framtíðarhornið
Bandarískir stjörnufræðingarhafa varað við því að risastórt
smástirni stefni á jörðina og gæti
skollið á henni árið 2014. Þeir sem
óttast dómsdag ættu þó ekki að
fara á taugum alveg strax þar sem
líkurnar á árekstri með tilheyr-
andi hamförum eru einn á móti
909.000.
Smástirnið sem gengur undir
nafninu „2003 QQ47“ verður sýni-
legt frá jörðu næstu tvo mánuði
og vísindamenn munu ekki taka
augun af því á meðan. Fari allt á
versta veg er reiknað með að
áreksturinn verði þann 21. mars
árið 2014 en stjörnufræðingar
segjast gera ráð fyrir því að lík-
urnar á því muni minnka eftir því
sem meiri upplýsingar safnast
saman.
Breskir vísindamenn fylgjast
einnig með smástirninu en að
sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar
þar í landi myndi krafturinn sem
losnar úr læðingi við áreksturinn
jafnast á við 20 milljón kjarnorku-
sprengjur eins og þá sem varpað
var á Hiroshima. Breskir stjörnu-
fræðingar vöruðu fyrst við smá-
stirninu eftir að stjörnufræðingar
í Nýju-Mexíkó komu auga á það.
Smástirni á borð við „2003
QQ47“ eru bjarghnullungar sem
urðu til þegar sólkerfið myndaðist
fyrir 4,5 milljörðum ára. Flest eru
þau í hæfilegri fjarlægð frá jörðu
í smástirnabeltinu milli Mars og
Júpíters en þyngdarkraftur risa-
plánetna eins og Júpíters getur
stjakað þeim af öruggri braut í átt
til Jarðar. ■
Bókmenntahátíð:
Dagskráin
næstu daga
Við setningu bókmenntahátíðarí dag kl. 15 í Norræna húsinu
flytja ávörp Gro Kraft, forstjóri
Norræna hússins, Tómas Ingi Ol-
rich menntamálaráðherra og
Stefán Jón Hafstein, formaður
menningarmálanefndar Reykja-
víkurborgar. Enn fremur munu
rithöfundarnir José Saramago og
Thor Vilhjálmsson flytja stutt er-
indi.
Hver stórstjarnan af annarri
mun síðan stíga á stokk alla vik-
una þar til á laugardaginn er bók-
menntahátíð lýkur. Í Iðnó í kvöld
klukkan átta lesa úr verkum sín-
um þeir Emmanuel Carrére, Hall-
grímur Helgason, Gerður
Kristný, Per Olov Enquist og
Yann Martel. Í hádeginu á morg-
un, kl. 12.00, ræðir síðan Silja Að-
alsteinsdóttir við Haruki
Murakami í Norræna húsinu og
Hjálmar Sveinsson ræðir í kjöl-
farið við David Grossman. Klukk-
an 15.00 verða síðan pallborðsum-
ræður um enskar heimsbók-
menntir með þátttöku þeirra
Yann Martel, Murray Bail, Bill
Holm og Nicholas Shakespeare.
Um kvöldið, annað kvöld, klukkan
20.00 munu síðan lesa úr verkum
sínum rithöfundarnir Murray
Bail, Johanna Sinisalo, David
Grossman, Vigdís Grímsdóttir og
Haruki Murakami.
Í hádeginu á þriðjudaginn, í
Norræna húsið, spjallar Jón Karl
Helgason við breska rithöfundinn
Hanif Kureishi og í kjölfarið
spjalla þau saman þau Halla
Kjartansdóttir og Per Olov
Enquist og munu þau ræða saman
á sænsku. Síðdegis, klukkan
15.00, fara síðan fram pall-
borðsumræður. Að þessu sinni
verður viðfangsefnið spurningin:
Hvaðan kemur innblásturinn?
Þáttakendur verða þau Jan Sonn-
ergaard, Judith Hermann,
Emmanuel Carrere, Einar Kára-
son og Kristín Steinsdóttir. Um
kvöldið fer svo fram upplestur í
Iðnó, en þá munu lesa úr bókum
sínum þau Peter Zilahy, Ingvar
Arnbjörnsen, Kristiina Ehin,
Guðmundur Andri Thorsson og
Hanif Kureishi.
Á miðvikudaginn verður engin
dagskrá um daginn en þá um
kvöldið verður hins vegar áfram-
haldandi upplestur. Þá stíga á
stokk í Iðnó klukkan 20.00 þau
Jan Sonnergaard, José Carlos
Somoza, Andri Snær Magnason,
Nicholas Shakespeare og Judith
Hermann.
Í fimmtudagshádeginu í Nor-
ræna húsinu ræðir síðan Torfi
Tulinius við nóbelsverðlauna-
hafann José Saramago. Spjallið
mun fara fram á frönsku og verð-
ur túlkað jafnóðum á íslensku.
Klukkan 15.00 á fimmtudaginn
fara fram pallborðsumræður í
Norræna húsinu undir yfirskrift-
inni Glæpur og refsins. Í henni
munu taka þátt spennusagnahöf-
undarnir Henning Mankell, Boris
Akunin, José Carlos Somoza og
Árni Þórarinsson. Um kvöldið lesa
svo upp í Iðnó þeir Mikael Niemi,
Bill Holm, Arto Paasilinna, Huldar
Breiðfjörð og José Saramago. ■
DÓMSDAGUR
Vísindamenn telja ekki ástæðu til þess að
óttast smástirnið „2003 QQ47“ sem stefnir
á jörðina og því þarf ekki að kalla Bruce
Willis og félaga til að svo stöddu en hann
gerði sér lítið fyrir og sprengdi smástirni
sem ógnaði öllu lífi á jörðinni í tætlur í
kvikmyndinni Armageddon.
Smástirni á leið til Jarðar:
Sáralitlar líkur á árekstri 2014