Fréttablaðið - 07.09.2003, Síða 35
Hlynur Hallson sýnir ljósmynda- og
textaverkið „sund - schwimm - swim“
undir stiganum í galleríinu i8, Klappar-
stíg 33. Sýningin stendur yfir til 13. sept-
ember. Opið fimmtudaga og föstudaga
11-18, laugardaga 13-17 og eftir sam-
komulagi.
Sýning Roni Horn „This is me, this is
you“ stendur yfir í gallerí i8, Klapparstíg
33. Sýningu lýkur 13. september. Opið
fimmtudaga og föstudaga 11-18, laugar-
daga 13-17 og eftir samkomulagi.
Höggmyndasýningin „Meistarar
formsins - Úr höggmyndasögu 20. ald-
ar“ stendur yfir í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar. Sýndar eru perlur helstu
módernista í evrópskri höggmyndasögu
og má þar nefna listamennina Degas,
Archipenko, Maillol, Moore, Marino
Marini, Manolo, Laurens, Renoir, Bar-
lach, Kollwitz, Hartung og samtíma-
listamennina Sol LeWitt, Schwegler,
Per Kirkeby og Axel Lischke. Á sýning-
unni verða einnig verk eftir brautryðj-
endur íslenskrar höggmyndalistar, þá
Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson,
Sigurjón Ólafsson og Gerði Helgadótt-
ur.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir
einkasýning myndlistarmannsins Eyjólfs
Einarssonar. Sýningin ber nafnið
Hringekjur lífsins og er áherslan á stór
málverk sem listamaðurinn hefur verið
að vinna undanfarin ár. Sýningin stend-
ur til 12. október.
Myndhöggvarinn Sæmundur Valdi-
marsson sýnir á Kjarvalsstöðum. Tré-
myndir sínar vinnur listamaðurinn úr
rekaviðardrumbum og sýna þær ævin-
týraverur hulduheima sem standa lands-
mönnum nærri í gegnum þjóðtrú og
sagnaminni. Sæmundur fagnaði 85 ára
afmæli sínu á dögunum.
Hjörtur Hjartarson sýnir í Slunka-
ríki á Ísafirði. Þar eru teikningar og mál-
verk sem unnin hafa verið á þessu og
síðasta ári. Þema verkanna eru mismun-
andi „Hópar“ þ.e. ekki einstaklingurinn
heldur hvernig hann er innan um sína
hjörð. Sýningin í Slunkaríki verður opin
kl. 16 -18 fimmtudaga - sunnudaga til
sunnudagsins 28. september.
Andri Páll Pálsson og Brynja
Guðnadóttir sýna í Gallerí Undirheim-
um, Álafossvegi 31 Mosfellsbæ. Sýning-
in kallast Fenjavík og samanstendur af
ljósmyndum og innsetningu. Hún stend-
ur til 14.september.
Sýningin “4 colours 4 ladies“,
stendur yfir í Listhúsi Ófeigs Skóla-
vörðustíg 5. Um er að ræða fjórar
norskar textillistiðnaðar konur. Hilde
Horni, Torill Haugsvær Wilberg, Tove
Nordstad og Inger Lise.
Pétur Kjærnested sýnir heimilda-
mynd sína um ástandið í Palestínu í
Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. Mynd-
ina tók Pétur upp í Palestínu í mars
2003, viku áður en stríðið braust út í
Írak, og sýnir hún kaldan veruleikann á
átakasvæðum Palestínu og Ísrael. Mynd-
in verður sýnd á klukkutíma fresti en
sýningar standa til 13. september.
Listasafn Reykjavíkur sýnir „Viðtöl
um dauðann“ eftir Magnús Pálsson
myndlistarmann og Helgu Hansdóttur
öldrunarlækni í Hafnarhúsinu. Sýningin
er opin milli 10-17. Leiðsögn um sýning-
una er kl. 15.00.
Sýning Charlottu Sverrisdóttur á
olíumálverkum stendur yfir í kaffihúsinu
Te og Kaffi að Laugavegi 27.
Sýning myndhöggvarans Sæmundar
Valdimarssonar stendur yfir á Kjarvals-
stöðum. Trémyndir sínar vinnur lista-
maðurinn úr rekaviðardrumbum og
sýna þær ævintýraverur hulduheima
sem standa landsmönnum nærri í gegn-
um þjóðtrú og sagnaminni. Sæmundur
fagnaði 85 ára afmæli sínu á dögunum.
Inga Jónsdóttir, myndlistarkona er
höfundur sýningarinnar RYK í Ásmund-
arsal og Gryfju Listasafns ASÍ. Á sýning-
unni RYK eru þrívíddar- og myndbands-
verk, ljósmyndir og teikningar. Sýning
Ingu Jónsdóttur stendur til 21. septem-
ber.
16.00 Hjörtur Hjartarson sýnir
Slunkaríki á Ísafirði. Þar sýnir hann
teikningar og málverk sem unnin hafa
verið á þessu og síðasta ári. Þema verk-
anna eru mismunandi „Hópar“ þ.e. ekki
einstaklingurinn heldur hvernig hann er
innan um sína hjörð. Sýningin í Slunka-
ríki verður opin kl. 16 -18 fimmtudaga -
sunnudaga til sunnudagsins 28. sept-
ember.
17.00 Nína Magnúsdóttir mynd-
listarmaður sýnir Opið í Kling & Bang
gallerí, Laugavegi 23. Nína útskrifaðist
frá MHÍ 1995 og með Postgraduate
gráðu frá Goldsmiths College í London
árið 1999. Þetta er þriðja einkasýning
Nínu og hér notar hún myndbandsverk
og ljósmyndir til að miðla hugmyndum
sínum. Sýningin stendur til og með 28.
september. Kling & Bang gallerí opið
fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan
14-18“.
17.00 Valgerður Guðlaugsdóttir
sýnir Skemmtun í Gallerí Hlemmi, Þver-
holti 5. Sýning Valgerðar er innsetning
þar sem gestum og gangandi er boðið
upp á afþreyingu. Valgerður útskrifaðist
frá Myndlista- og handíðaskólanum árið
1994 og hefur unnið að list sinni síðan.
Hún hlaut tveggja ára starfslaun á þessu
ári og er þetta hennar 6. einkasýning.
Sýningin stendur frá 6. - 28. september
og er opin frá fimmtudegi til sunnudags
frá kl. 14.00-18.00.
17.00 Kristinn Pálmason er með
málverkasýningu í Gallerí Skugga á
Hverfisgötu 39. Sýningin stendur til 21.
september og galleríið er opið alla daga
nema mánudaga kl. 13-17. Aðgangur er
ókeypis.
SUNNUDAGUR 7. september 2003 35
áætlun til
Vetrar
Ali
cante
me›
Icelandair
í allan
vetur
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Fyrstir koma
- fyrstir fá!
22. október,
5. nóvember,
19. nóvember,
3. desember,
18. desember
5. janúar
2. febrúar
6. mars.
Kynningarver›
á fyrstu 200 sætunum
14.900 kr.
Flug aðra leið með flugvallarsköttum.
Vegna gífurlegrar
eftirspurnar höfum vi›
fengi› örfá vi›bótarsæti á
eftirfarandi dagsetningar:
10., 17. og 24. september
Ver› frá
Ver› frá
27.930 kr.
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
Beint
leiguflug
fyrir
sumarhúsa-
eigendur
og a›ra
farflega
til Spánar!
Halla Dagmar
LCN gel neglur
m/ french manicure
á a›eins 5.500 kr
Opnunartilbo› -
Tilbo› gildir til 30.9.03
Nagla- og för›unarstudíó
Laugavegi 176
solid neG lur
■ MYNDLIST
Þetta eru op í ýmsum myndum,“segir Nína Magnúsdóttir
myndlistarkona um sýningu á
verkum hennar í gallerí Kling &
Bang. Sýningin samanstendur af
tveimur videoverkum og ljós-
myndum eftir Nínu:
„Ég vann videoverkin úti í
London og er í raun að loka
ákveðnu tímabili með þessari sýn-
ingu áður en ég sný mér að ein-
hverju öðru.“ Opin sem um ræðir
eru allt frá veggjagötum til kló-
settskálar og gapandi munns:
„Þetta eru bæði op sem fæla og
tæla. Á öðru videoverkinu er
fylgst með því þegar endajaxlarn-
ir voru teknir úr mér. Þá var ég
með galopinn munninn.“
Nína Magnúsdóttir útskrifaðist
frá Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands árið 1995 og fór í framhalds-
nám í myndlist í Goldsmiths
College í London: „Það er gott að
vera komin heim til Íslands en það
hefur vissulega bæði kosti og
galla í för með sér að vera á svona
litlu landi. Þegar maður er einn í
stórborg saknar maður þess að
geta labbað niður Laugaveginn til
að hitta fullt af fólki en það getur
líka verið pirrandi að komast ekk-
ert út fyrir rammann.“
Sýningin Opið stendur til 28.
september. Gallerí Kling & Bang
er staðsett á Laugavegi 23: „Við
erum tíu listamenn sem rekum
þetta gallerí. Okkur fannst vera
vöntun á sýningarrými í bænum
þar sem spennandi nútímamynd-
list er alltaf á boðstólnum.“ ■
Fæla og tæla
NÍNA MAGNÚSDÓTTIR
Opnar sýningu sína Opið
í gallerí Kling og Bang í dag
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A