Fréttablaðið - 07.09.2003, Síða 39
■ Bíltúrinn
39SUNNUDAGUR 7. september 2003
BMX
Birgir Örn Sigurjónsson, söngvari og nemi,
Halldór Gunnar Pálsson, gítarleikari og
nemi, Þórhallur B. Snædal, bassaleikari og
smiður, Hörður Steinbergsson, trommuleik-
ari í atvinnuleit, og Hávar Olgeirsson, gítar-
leikari og starfsmaður Ratsjárstofnunar.
Nóg af
kellingum
Það er fríhelgi núna hjá okkuren um aðra helgi erum við á
Sauðárkróki og Húsavík,“ segir
Birgir Örn Sigurjónsson, söngvari
hljómsveitarinnar BMX frá Ísa-
firði, en þeir piltar hafa þegar
sent frá sér tvö lög og myndband-
ið við annað þeirra gerði enginn
annar en Lýður Árnason læknir á
Flateyri:
„Það var algjör snilld. Konan
hans Einar Odds þingmanns lék í
því og allt,“ útskýrir Birgir Örn
en myndbandið á að vera væntan-
legt í spilun.
BMX spilar klassískt íslenskt
rokk sem fyllir hús úti á landi og
þessa dagana eru drengirnir á
fullu að semja músík og vonast til
að eiga efni í plötu sem yrði þá
tekin upp í vetur. Þeir eru samt
komnir það langt í ferlinu að þeir
eiga rútu og geta því fyllt hana af
fólki og brunað út um allt land.
„Þetta er líka mjög traustur
hópur sem er í kringum okkur og
rútan því fljót að fyllast,“ segir
Birgir og hlær þegar hann er
spurður út í grúppíur: „Nóg af
kellingum, auðvitað!“ ■
Maður fer nú ekki alltaf í samabíltúrinn,“ svarar Dr. Gunni
útvarps- og sjónvarpsmaður að-
spurður hvert hann fari í sunnu-
dagsrúntinn en hann er nýkominn
með bílpróf. „Ég bý í vesturbæn-
um og fer svo helst í Smáralindina
í Kópavogi, þar er að finna helsta
menningarlíf okkar Íslendinga.
Þaðan fer ég svo kannski í Hafnar-
fjörð og skoða útstillingar hjá fast-
eignasölunni Ási, því miður hefur
lítið verið í boði undanfarið. Svo
stoppa ég stundum á Súfistanum í
Hafnarfirði. Á leiðinni til baka fer
ég svo kannski í Árbæjarlaugina
eða Seltjarnarneslaug.“
Ég hóf að byggja húsið árið1954 og hef séð um viðhaldið
síðan,“ segir Hálfdan Hannesson,
89 ára athafnamaður, þegar hann
fæst til að stíga niður úr 4. hæða
stillans við byggingu sína í Ár-
múla 44: „Ég leigi út húsið. Hér er
m.a. húsgagnaverslun sem heitir
HP húsgögn, hreingerningafyrir-
tæki og homopataskóli.“
Aðspurður segir Hálfdan að
hann komi einn að viðhaldi hússins
og þannig hafi það verið frá upp-
hafi: „Það þarf að huga að mörgu en
þessa stundina er ég að mála húsið
að utan. Ætli ég verði ekki nokkra
mánuði að ljúka við verkið.“
Blaðamaður náði í Hálfdan í
gegnum GSM-símann hans en
hann gerir lítið úr því að hann sé
tæknivæddari en aðrir jafnaldrar
hans: „Ég fékk mér GSM-símann
minn aðallega út af öryggisástæð-
um og svo þarf fólk líka að geta
náð í mig út af húsinu.“
Hálfdan munar ekki um að
bregða sér upp á þak ef þörf er á
en hann segist ekki hafa nein góð
ráð til þeirra sem vilja lifa löngu
og góðu lífi. Hann er þó sannfærð-
ur um að vinnan sé mannbætandi:
„Ég hef alltaf haft mjög góða
heilsu. Ég vinn frá 9 til 5 og stund-
um til 7 ef mikið er að gera. Maður
er stanslaust á hreyfingu allan dag-
inn. Ef maður hættir að vinna þá er
maður búinn að gefast upp.“ ■
TEBOÐ Í HÁSKÓLANUM
Háskóli Íslands hefur hafið kennslu í
japönsku og það gengur prýðilega. Það var
boðið til veislu um daginn og margur góð-
ur gestur þáði te og hlustaði á fyrirlestra.
HÁLFDAN HANNESSON
Starfaði sem bifvélavirki í fjöldamörg ár en gerðist húseigandi árið 1954 og hefur séð um
viðhaldið á húsinu síðan þá.
Viðhald
HÁLFDAN HANNESSON
■ er 89 ára gamall en er langt frá því að
vera 89 ára í anda. Hann sér um
viðhaldið á húsinu sínu og hefur sést
uppi í stillansi á fjórðu hæð.
89 ára og enn hátt uppi
■ Tónlist