Fréttablaðið - 27.09.2003, Síða 13
13LAUGARDAGUR 27. september 2003
Mér líður eins og ég sé að verðaþrítugur en ekki fertugur,“
segir Friðrik Kingo Andersen
tölvufræðingur, sem ætlar að
bjóða vinum, fjölskyldu og velunn-
urum til veislu í kvöld í tilefni þess
að fjörutíu ár eru síðan hann leit
fyrst dagsins ljós í Danmörku.
Friðrik er Dani að hálfu og fékk
nafnið Kingo í höfuð föður síns og
Friðriksnafnið í höfuð konungs,
föður Margrétar Þórhildar. Kingo-
nafnið á rætur að rekja langt aftur
og eitt frægasta sálmaskáld Dana.
Tomas Kingo, sem uppi var á
sautjándu öld, er forfaðir hans.
„Fólk hváir vanalega þegar ég
kynni mig og spyr hvaðan nafnið
sé komið. Stundum þegar menn
hafa hváð nokkrum sinnum sleppi
ég því bara og segist heita Frið-
rik,“ segir Kingo sem jafnan not-
ar Kingo-nafnið enda þekkja
flestir vinanna hann undir því
nafni. „Ég geri það stundum að
gamni mínu að kanna þekkingu
presta í fræðunum. Þá sé ég það
fljótlega þegar ég nefni nafnið
mitt hvort þeir kannast við það.
Ef þeir sýna engin viðbrögð veit
ég að þeir hafa ekki lesið fræðin.
Biskupinn okkar, herra Karl, er
þar undantekning. Hann þekkir
vel til sálmaskáldsins Tomasar
Kingo,“ segir hann.
Friðrik Kingo hefur leikið lítil
hlutverk í nokkrum kvikmyndum.
Meðal þeirra mynda sem hann hef-
ur komið nálægt eru Ikingut, Í
faðmi hafsins og honum brá fyrir í
101 Reykjavík. „Maður bíður bara
spenntur eftir breikinu en ég hef
líka leikið í nokkrum tónlistar-
myndböndum og sungið lítillega
með inn á nokkra geisladiska,“
segir Kingo, sem á afmælisdaginn
ætlar að sofa út og stússast síðan
við undirbúning veislunnar sem
haldin verður á Grund við Úlfars-
fell á milli 15 og 17 í dag. ■
GUÐJÓN PEDERSEN LEIKHÚSSTJÓRI
Hann segir gaman að kynna fyrir yngstu
kynslóðinni hve leikhúsið er fræðandi og
skemmtileg listgrein.
??? Hver?
Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur.
??? Hvar?
Í Borgarleikhúsinu.
??? Hvaðan?
Ég er Reykvíkingur en á ættir að rekja
bæði austur og vestur á firði.
??? Hvað?
Barnastarfið höfum við verið að byggja
upp síðastliðin sjö ár og okkur langar til
að halda því áfram.
??? Hvers vegna?
Til að kynna fyrir yngstu kynslóðinni hve
leikhúsið er bæði skemmtileg og fræð-
andi listgrein.
??? Hvernig?
Með því að vera í sem mestum tengsl-
um við bæði börn og uppalendur.
??? Hvenær?
Börnin hafa alltaf komið í leikhúsið fyrir
hádegi en stefnan er að þau heimsæki
okkur helst sem oftast allan ársins hring.
■ Persónan
MEAT LOAF
Sveitti stuðrokkarinn er 52 ára í dag. Hann
er enn í gífurlegu stuði og örugglega alltaf
jafn mikill Íslandsvinur en fáir hafa komið
fólki í jafn rokkað sving hér á landi og
Meat Loaf gerði um árið í Reiðhöllinni.
Afmæli
FRIÐRIK KINGO ANDERSEN
■ Hann er fertugur í dag en honum líður
eins og þrítugum og finnst hann enn
vera ungur þrátt fyrir að vera kominn á
miðjan aldur samkvæmt því að meðal-
aldur manna sé áttatíu ár.
FRIÐRIK KINGÓ ANDERSEN
Nafnið er danskt og hann segir menn
jafnan hvá þegar hann kynni sig.
Líður eins og þrítugum
DAGSKRÁIN Í
GRINDAVÍK Í DAG:
10.00 Tónlistaratriði frá Tónlistar-
skólanum í Grindavík.
10.10 Þorsteinn G. Kristjánsson setur
hátíðina.
10.15 Vigdís Finnbogadóttir heldur
erindi.
10.40 Bergur Ingólfsson leikari kemur
fram.
11.00 Hugmyndastofur – kaffi.
11.30 Niðurstöður úr könnun
nemenda í 10 bekk.
12.00 Hádegishlé, léttar veitingar á
staðnum.
12.30 Stúlknakór Tónlistarskóla
Grindavíkur.
12.40 Kennarar úr Engjaskóla í
Reykjavík ræða foreldrastarf.
13.20 Jón Baldvin Hannesson skóla-
stjóri flytur erindi.
14.10 Hugmyndastofa – kaffi.
14.40 Guðbergur Bergsson
rithöfundur flytur erindi.
15.15 Ráðstefnuslit.