Fréttablaðið - 27.09.2003, Page 20

Fréttablaðið - 27.09.2003, Page 20
20 27. september 2003 LAUGARDAGUR Það voru veitt einhver vefverð-laun í fyrra en mér fannst ég nú ekki þekkja það net sem þar birtist neitt sérstaklega vel,“ seg- ir Óli Gneisti Sóleyjarson, sem veitti vefverðlaun sín annað árið í röð í vikunni. „Þetta virtust vera einhverjir karlar í jakkafötum sem voru að útdeila þessu en ég beini sjónum mínum frekar að því sem minna hefur farið fyrir í um- ræðunni,“ bætir Óli við en blogg- síður eru fyrirferðarmiklar á verðlaunalista hans. Rauða hættan Óli er sjálfur æðsta yfirvald og leggur smekk sinn til grundvallar verðlaununum en hann segist þó taka við tillögum. „Ég byrjaði að fylgjast með hugsanlegum kandídötum strax og ég hafði af- hent verðlaunin í fyrra.“ Óli valdi vinstra vefritið Múrinn.is besta vefritið annað árið í röð og þar fyr- ir utan hlutu tveir ritstjórnarmeð- limir Múrsins, þeir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og Ármann Jakobs- son bókmenntafræðingur, blogg- verðlaun annað árið í röð. Stefán varði titillinn „besti og frægasti bloggari landsins“ og Ármann er enn skemmtilegasti bloggarinn að mati Óla. Vinstri slagsíðan á verð- laununum er því nokkur en lætur Óli stjórnmálaskoðanir sínar og kunningsskap við ákveðna blogg- ara hafa áhrif á sig? Hégóminn kitlaður „Múrinn er bara ósnertanlegur og ég held að flestir séu sammála því og lesi Múrinn óháð stjórn- málaskoðunum,“ svarar Óli. Hann segist aðspurður ekki gera sér fulla grein fyrir því hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir bloggara en telur þó víst að einhverjir fái meiri umferð um vefi sína í kjölfarið. „Nú veit ég að Ármann Jakobsson hugsar ekki um traffík en hann var mjög fljót- ur að benda á það á síðunni sinni að hann hefði fengið verðlaun.“ Þá telur Óli víst að verðlaunin kitli hégómann hjá sumum og bendir á að „Stefán Pálsson vilji vissulega verða frægasti bloggari á Íslandi. Þeir sem færri lesa græða sjálf- sagt einhverja traffík en ég veit ekkert endilega hvort þeir vilji það. Einhverjir verða kannski fúl- ir yfir að ég sé að vekja athygli á blogginu þeirra.“ Skemmtilegasti bloggarinn tvö ár í röð, Ármann Jakobsson, fellur væntanlega í þennan hóp hinna hógværu en hann vill ekki ræða þessa upphefð og telur bloggið sitt síður eiga erindi í opinbera umræðu. Íslendingabók besti vefurinn Íslendingabók er besti vefurinn að mati Óla og tekur við þeim titli af Baggalút sem vann í fyrra. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, var besti fréttavefurinn í fyrra en fréttavefur Steingríms Ólafssonar, Fréttir.com, hlýtur heiðurinn í ár. Fréttavefurinn Pressan, sem Hrafn Jökulsson rit- stýrði þegar hróður hennar var sem mestur, fær hins vegar hinn vafasama titil „mesta hrapið“ í ár. Óli segist telja Steingrím hafa náð að fylla upp í það skarð sem varð til þegar Pressan fór að dala. „Ég fór nú ekki að hugsa út í þetta fyrr en ég var að ganga frá tilnefn- ingunum en Pressan nýtti sér Net- ið til að vera öðruvísi og það hafa Fréttir.com líka gert. Pressan er orðin einhvers konar bloggsíða Andrésar Magnússonar þannig að það er ekki mikið þangað að sækja lengur nema maður vilji láta Andr- és pirra sig. Pressan er því góð fyr- ir þá sem vilja kvarta og kveina undan bloggi en Andrés bloggar af- skaplega sjaldan og er eiginlega hálfgerður aumingjabloggari.“ Fréttir toppa í kreppu vef- miðlanna „Það er ljóst að Fréttir hafa toppað og leiðin hlýtur að liggja niður á við héðan í frá,“ segir Steingrímur Ólafsson, ritstjóri Frétta, „og því er kannski mál að linni. Hafa Fréttir sagt sitt síðasta? Er október upphaf endalokanna?“ Hann tekur undir það að hann hafi nýtt sér það tómarúm sem skap- aðist þegar Pressan fór að dala. Það var mikil gróska í pólitísku vefmiðlunum í kringum árið 2000 þegar netbólan var þanin í botn en Óla finnst frekar lítið standa eftir þar sem Múrinn drottnar á vinstri vængnum og Vefþjóðviljinn er eina raunverulega andsvarið hægra megin. „Kreml.is var val- inn fúlasti vefurinn í fyrra og það er lágt á þeim risið núna og vefur- inn virðist vera dottinn út úr öllu.“ Óli rekur kreppu vefmiðlanna til þagnar Egils Helgasonar, sem hélt úti vef Silfurs Egils á Strikinu á sínum tíma. „Hjá Agli var hægt að fá yfirlit yfir allt sem var að ger- ast á pólitísku netmiðlunum og vefur hans var miðstöð sem allir voru að tala um en eftir að Egill datt út er enginn miðpunktur.“ thorarinn@frettabladid.is Salvör Gissurardóttir hefurbloggað um árabil og lætur ekki síst til sín taka á femínísku nótunum. Hún fékk Vefverðlaun Gneistans fyrir að vera umtalað- asti bloggarinn og tók titlinum fagnandi á blogginu sínu: „Mér hefur hlotnast mikil við- urkenning. Þetta eru merkileg- ustu verðlaun íslenskra blogg- heima, fyllilega sambærilegt við að vinna Edduverðlaun hinna gömlu miðla. Að vinna slík verð- laun þýðir að maður hefur náð langt, fátt getur toppað þetta nema verða forseti eða borgar- stjóri eða ráð- herra. Ég hef verið að spá í f o r s e t a n n sem næsta þrep...“ ■ Það urðu mjög margir argirþegar þeir áttuðu sig á því of seint að þessi titill hefði legið á lausu þangað til ég gerði tilkall til hans,“ segir Stefán Pálsson, sem hampar titlinum „besti og fræg- asti bloggari landsins“. Stefán segir engar alvarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að ná titlin- um af honum. „Ég lít meira á það sem svo að ég hafi helgað mér tit- ilinn, eins og Hillary og sherpinn hans voru fyrstir á topp Everest, frekar en ég hafi unnið til hans. Það þarf ekkert að diskútera það meira.“ Stefán bætir því svo við að hann telji það ekkert vandræða- legt að hann hafi slegið skjald- borg um titilinn. „Þetta er bara svona þegar menn eru komnir á ákveðinn stað, rétt eins og tilteknir glæpa- sagnahöfundar en þá verða það fréttir í sumum blöðum að þeir hafi ekki fengið til- nefningar til verðlauna. Einhver þarf að vera bestur og á meðan ég gegni því hlutverki þá eru menn ekki að rífast og slást um þetta. Ég held að þessi góði drengur, Óli Gneisti, hafi áttað sig á þessari stað- reynd.“ Stefán telur eðlilegt að verðlaunin taki mið af skoðunum þess er veitir þau og sér ekkert athugavert við vel- gegni vinstrimanna. „Allt val mót- ast af afstöðu þess sem skipar. Hér áður fyrr voru vinstri menn sakaðir um að stjórna menningar- veldinu áður en Mál og menning ákvað að brenna allt upp í inter- netgeðveikinni og ég sé ekkert óeðlilegt við að það sama gerist í blogginu. Þetta er auðvitað lítið samfélag sem er að verðlauna sjálft sig þó að þetta sé ekki jafn slæmt og í Eddunni þar sem tvær bíómyndir skipta á milli sín tug- um tilveitinga og álíka mörgum verðlaunum, eða á Ólympíuleik- um fatlaðra þar sem fjöldi kepp- enda slagar upp í fjölda verð- launagripa.“ Stefán segir það afrek út af fyrir sig hjá Óla Gneista að veita vefverðlaunin tvisvar í röð þar sem „netheimar einkennast af út- haldsleysi og þessi hafa því nán- ast skapað sér sérstöðu í net- bransanum. Ef hann afhendir þau aftur að ári verður það með hrein- um ólíkindum. Þetta er rakettu- bransi og menn springa glæsilega með einum hvelli og koma svo nið- ur með prikinu þannig að þetta eru sennilega nú þegar orðin lang- lífustu netverðlaunin.“ ■ Vefverðlaun Gneistans eru flotteinstaklingsframtak en eru bara einstaklingsframtak. Hann vekur meðal annars athygli á sjálf- um sér og öðrum með þessu,“ segir G u ð m u n d u r Svansson, sem hefur bloggað á léninu www.- svansson .net . „Það mætti vera miklu meira um frumkvöðla sem taka af skarið með þessum hætti“. Guðmundur telur almennileg vefverðlaun eiga fullan rétt á sér og tekur undir það sjónarmið Stef- áns Pálssonar að þó bloggsamfé- lagið sé lítið séu margir að gera góða hluti. „Menn ættu að taka sig saman um að verðlauna það sem vel er gert á Netinu,“ segir Guð- mundur og bætir því við að hann telji Stefán eiga vel inni fyrir titlin- um besti og frægasti bloggarinn, annað árið í röð. ■STEFÁN PÁLSSON Telur sig besta og frægasta bloggara landsins. „Þetta er svipað því að menn fari að tala um það að Megas sé búinn að vera meistari svo lengi að það sé tími til kominn að hann hætti og einhver annar taki við. Meistari Bjartmar til dæmis. Þetta virkar bara ekki þannig.“ Besti bloggarinn: Ætlar ekki niður með prikinu Þetta er rakettu- bransi og menn springa glæsilega með ein- um hvelli og koma svo nið- ur með prikinu. ,, GUÐMUNDUR SVANSSON Er ánægður með framtak Gneistans en minnir á að einungis sé um einstaklingsframtak að ræða og telur fulla ástæðu til þess að menn taki höndum saman um að verðlauna það sem vel er gert á Netinu. Svansson.net: Fyrirmyndar einstaklingsframtak SALVÖR GISSURARDÓTTIR „Að vinna slík verðlaun þýðir að maður hefur náð langt.“ Umtalaðasti bloggarinn: Merkileg verðlaun HELSTU VEFVERÐLAUN GNEISTANS 2003: Besti vefurinn: Íslendingabók Besti fréttavefurinn: Fréttir.com Besta vefritið: Múrinn Mesta hrapið: Pressan Besti bloggarinn: Stefán Pálsson Skemmtilegasti bloggarinn: Ármann Jakobsson Umtalaðasti bloggarinn: Salvör Gissurardóttir Antibloggari ársins: Svanborg Sigmarsdóttir ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON Veitir árleg verðlaun fyrir það sem er vel gert á Netinu. Hann bloggar sjálfur og hefur haldið úti dagbók á Netinu á slóðinni www.kaninka.net/- oligneisti í eitt og hálft ár. „Ég fiktaði líka eitthvað við þetta árið 1999 en þá vissi ég ekkert hvað blogg var og hafði aldrei heyrt á það minnst.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Gegn körlum í jakkafötum Bloggarinn Óli Gneisti tók upp á því að verð- launa það sem vel er gert á Netinu í fyrra og hefur nú afhent Vefverðlaun Gneistans annað árið í röð. Hann segir verðlaun sín viðbrögð við ládeyðu og öðrum verðlaunum sem hann botnaði ekkert í. Sjálfur er hann vinstrimaður og skammast sín ekki fyrir að hygla skoðana- bræðrum sínum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.