Fréttablaðið - 27.09.2003, Síða 21

Fréttablaðið - 27.09.2003, Síða 21
LAUGARDAGUR 27. september 2003 ■ Næsta stopp ■ Tækniundrið 21 Ótrúlegt verð á barnaúlpum og kuldagöllum 1.999kr verð áður 2.999- 2.499kr verð áður 3.999-2.499kr verð áður 3.499- Kuldastígvél fóðruð st. 22-36 3.999kr Kuldaskór svartir st. 23/24-35/36 3.999kr Kuldaskór fóðraðir st. 24-38 2.499kr 4.999kr verð áður 4.999- Ég gæti kannski hugsað mér aðfara til Sikileyjar því að þar fór Halldór Snorrason, væringi, með Haraldi Sigurðssyni, konungi, sem er mesti hernaðarsnillingur sem uppi hefur verið og sigraði borgir á Sikiley hverja á eftir annari,“ segir Pétur Pétursson, þulur, aðspurður um hvert hann vildi helst leggja land undir fót. „Eina borgina sigr- aði Haraldur með því að grafa sig inn í hana miðja, flytja moldina burt að næturlagi og hvolfa henni út í fljót. Þannig var hann kominn inn í mitt virkið, upp um gólfið. Í öðru tilviki beitir hann fyrir sig al- veg stórkostlegri hernaðarsnilld sem einnig er mikil mannvonska. Hann situr um borg sem er víggirt en fuglarnir sem gera sér hreiður uppi á múrnum fljúga út fyrir borg- ina til þess að tína korn. Þá lætur hann veiða fuglana og bindur hálm við stél þeirra og kveikir í og svo stendur borgin í ljósum loga. Þetta er útsmogið en mikil snilld og mannvonska. Svo í þriðju borginni bregður hann á það ráð að leggjast veikur. Hann lætur það spyrjast út, því þeir voru alltaf á varðbergi þessir sem voru fyrir innan borgarmúr- ana. Síðan versnar honum og heils- unni hrakar og svo lætur hann það spyrjast að hann sé dauður. Og svo koma menn hans og segja „heyriði, seinasta ósk Haralds konungs var það að hann fengi legstað í borg- inni. Því hann bar svo mikla virð- ingu fyrir ykkur.“ Þeir segja að það sé alveg sjálf- sagt „komiði bara með hann í kistu“. Svo skríður hann í kistuna sprelllifandi og hefur með sér menn sem eru með vopn innaklæða. Þegar komið er inn fyrir borgar- hliðið sprettur hann upp úr kistunni og sigrar borgina. Dóttir mín er að fara með skóla- systrum sínum til Sikileyjar og ætl- ar að vera þar í viku svo ég gaf henni þýðingu á Snorra þar sem hann segir frá þessum ævintýrum. Þetta er svoleiðis stórkostleg snilld og mér finnst að þegar Íslendingar fara svona á aðrar slóðir þá eigi þeir að reyna að víkka sjóndeildar- hring sinn og tengja það sögu lands- ins sjálfs.“ ■ Ný rannsókn: Áfengi gerir karla ljótari Niðurstöður nýrrar rannsóknarbenda til að körlum finnist konur vera meira aðlaðandi eftir að þeir hafa fengið sér aðeins neðan í því, en að hið gagnstæða gildi fyrir konur. Eftir að konur hafa fengið sér í glas finnst þeim karlar ekki jafn aðlaðandi og áður. Rannsóknin var gerð við há- skólann í Vín og s a m k v æ m t henni ættu karl- menn að hugsa sig tvisvar um áður en þeir freista þess að koma sér í mjúkinn hjá konum með því að bjóða þeim í glas. Það kann að hafa þveröfug áhrif. Sálfræðingurinn Andreas Mitt- ermair fór fyrir rannsókninni. Hann hefur bent á að það hafi lengi verið vitað að konur séu ekki jafn uppteknar af útliti gagnstæða kynsins og karlar, heldur horfi þær meira á persónuleikann. En niður- stöðurnar séu engu að síðar áhuga- verðar. „Þær leiða í ljós að það virðist ekki vera byggt á neinum staðreyndum að það sé sérstaklega árangursríkt, til þess að koma báð- um kynjum í rómantískt skap, að fá sér í glas.“ ■ SIKILEY Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins. Íbúafjöldinn þar er um 4,8 milljónir. Helsta kennileiti eyjarinnar er eldfjallið Etna sem er stærsta virka eldfjallið í Evrópu og gaus síðast árið 2001. Eyjan er þekkt fyrir ólífu- rækt, auk þess að vera vagga mafíunnar. Pétur Pétursson vill á slóðir norrænna væringja: Herkænska á Sikiley PÉTUR PÉTURSSON ÞULUR Hann hefði ekkert á móti því að bregða sér til Sikileyjar á slóðir Haraldar Sigurðssonar konungs, sem vann mörg hernaðarafrekin á mafíueyjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KEVIN WARWICK Hann rétti upp vélhönd sína á fyrirlestri í Singapore í vikunni. Maður og vél Breski vísindamaðurinn KevinWarwick hefur hannað hönd sem hægt er að tengja beint við taugakerfi líkamans. Warwick hef- ur sett í sjálfan sig örflögur sem hann heldur fram að geri honum kleift að tengja sjálfan sig tækjum, eins og þeirri vélhönd sem hann hefur nú hannað. Með þessu fram- taki er því haldið fram að Warwick sé fyrsta dæmið um að samband manns og vélar heppnist á þennan hátt, með beinni tengingu. Þess ber að geta að Warwick er umdeildur og þær raddir heyrast meðal ann- arra vísindamanna að hann sé fyrst og fremst að leita eftir athygli fjöl- miðla. Síðast komst hann í fréttir þegar hann hannaði eftirtektar- verðan vélhund. ■ ÁFENGI Karlar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir bjóða konu í glas.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.