Fréttablaðið - 27.09.2003, Side 23
LAUGARDAGUR 27. september 2003 23
■ Sagt og skrifað
HALLGRÍMUR
SKRIFAR UM HVALVEIÐAR
Hallgrímur Helgason rithöfundur
skrifar grein í New York Newsday
um hvalveiðar Íslendinga og við-
brögð umheimsins, og þá sérstak-
lega Bandaríkjamanna og Breta,
við þeim. Fyrirsögn greinarinnar
er Free the Icelanders. Í greininni
segir hann áhyggjur Blairs og
Bush vegna hvalveiða Íslendinga
hljóma einkenni-
lega og mætti
helst líkja við það
að Saddam Huss-
ein skammaði
barnabörn sín
fyrir að drepa
hvolp.
Hallgrímur segir
meðal annars í
greininni að því
fjarlægara sem
fólk sé náttúrunni
því tilfinningasamara verði það
gagnvart henni. Það sem hafi byrj-
að sem gott og skynsamt baráttu-
mál – að bjarga hvölum frá útrým-
ingu – hafi orðið að eins konar trú-
arbrögðum sem hafi gert þessi
miklu dýr að heilögum skepnum.
Hallgrímur kemur víða við í um-
fjöllun sinni og vinur okkar Keiko
fær þar sitt pláss. Greinina má
lesa í heild sinni á heimasíðu
Eddu, edda.is. og heimasíðu New
York Newsday.
Þessa dagana er Hallgrímur að
leggja lokahönd á nýja skáldsögu,
sem er alls ólík hans fyrri bókun-
um. Hún heitir Herra alheimur og
er vísindaskáldsaga þar sem Guð
er í aðalhlutverki.
Gildir á meðan birgðir endast.
verð áður 3.499-
2.999kr
Buxur st: 10-16
verð áður 2.999-
2.499kr
Peysa st: S-XL
2.999kr
Pils st: S-XL
3.999kr
Stretch flauelsbuxur st: 8-14
3.999kr
Peysa st: S-L
4.999kr
Úlpa st: 10-16
3.999kr
Úlpa st: 10-16
3.999kr
stretch gallabuxur st: 8-14
Nýjar vetrarvörur
Christopher Ricks, gagnrýnandiog bókmenntaprófessor við há-
skólann í Boston, hefur skrifað
rómaðar bækur um ljóðagerð og
varpaði á sínum tíma nýju ljósi á
skáldskap Miltons og Keats. Hann
er einlægur aðdáandi Bobs Dylans,
sem hann segir vera snilling. Það
kom því ekki á óvart þegar hann
tók sér fyrir hendur að skrifa bók
þar sem hann rýnir í textagerð
poppgoðsins til að sanna að þar sé á
ferð máttugt ljóðskáld. Bókin er
komin út og heitir Dylan’s Visions
of Sin.
Bókmenntapáfi Sunday Times,
John Carey, fer heldur óblíðum
höndum um bókina í nýlegum rit-
dómi. Hann fettir fingur út í titil
hennar og segir að hvorki Ricks né
Dylan hafi nokkuð áhugavert að
segja um syndina. Carey segir það
galla á bókinni hversu hrifinn
Ricks sé af Dylan og að þar sé fátt
neikvætt um goðið að finna.
Í bók sinni dregur Ricks fram
setningar sem minna á orð annara
höfunda, til dæmis Shakespeares,
en viðurkennir reyndar að í flest-
um tilvikum virðist vera um um til-
viljanir að ræða. Carey segir að
Ricks noti þessar samlíkingar til að
sýna fram á að fyrst að Dylan noti
orð sem viðurkennd skáld hafi not-
að hljóti Dylan að vera að skrifa
bókmenntatexta.
Carey segir að þegar Ricks birti
texta Dylans við hlið skálda á borð
við Tennyson sé mismunurinn slá-
andi. Ljóðskáldin séu vel máli far-
inn og hafi tilfinningu fyrir hljóm-
falli en texti Dylans sé líflaus,
klaufalegur og sérkennilega laus
við hljómfall. „Hin augljósa skýr-
ing á þessu er að hann er ekki skáld
heldur lagasmiður,“ segir Carey
um Dylan.
Þess má að lokum geta að Ricks
og Dylan hittust í fyrsta sinn á dög-
unum, skömmu eftir útkomu
bókarinnar. Fundurinn er sagður
hafa verið nokkuð vandræðalegur
því hvorugur vissi hvað hann ætti
að segja. Dylan var þó fyrri til að
mæla og sagði: „Við hittumst þá
loksins, prófessor“. Ricks, sem alla
jafna er flugmælskur, er sagður
hafa svarað: „Hefurðu lesið ein-
hverja góða bók nýlega?“ ■
ÚTGÁFUSTJÓRI Í KLANDRI?
Miklar deilur eru risnar upp í
Noregi vegna bókarinnar Bóksal-
inn í Kabúl eftir Åsne Seierstad.
Seierstad dvaldi í Afganistan í
hálft ár og skrifaði bókina um þá
reynslu sína. Ein aðalpersóna
bókarinnar er bóksali og fjöl-
skylda hans. Bók-
salinn, Shah Mo-
hammad Rais,
sem er 58 ára
gamall, segir
Seierstad gefa í
bókinni alranga
mynd af sér og
fjölskyldu sinni.
Hann er nú kom-
inn til Noregs og
hótar ekki bara höfundi skaða-
bótamáli heldur einnig útgefend-
um um allan heim en bókin er
væntanleg til útgáfu í 17 löndum,
þar á meðal Íslandi, nú fyrir jólin.
Gárungarnir segja að íslenski út-
gefandinn Páll Valsson, hjá Máli
og menningu, geti svo sem ekki
búist við öðru en vandræðum úr
hinum íslamska heimi, verandi
einnig útgefandi Salmans
Rushdies og Söngva Satans. Hann
hafi þó reynt að friðþægja þetta
fólk með því að gefa út Kóraninn,
en ekki gáð að því að dauðarefs-
ing liggur við að þýða Kóraninn
vitlaust og deildar meiningar séu
um hversu bókstafleg þýðing
Helga Hálfdanarsonar sé. Páll
þurfi því líka að axla þá ábyrgð
og allt bendi til að hann þurfi að
verja einhverjum hluta næsta árs
bak við lás og slá.
BOB DYLAN
Gagnrýnandi Sunday Times gefur lítið fyrir
skáldgáfu hans.
Ný bók um skáldgáfu Bobs Dylans fær slæma einkunn
Lagasmiður en ekki skáld
HALLGRÍMUR
HELGASON
Skrifar um
hvalveiðar.
PÁLL VALSSON
Kominn upp á
kant við íslam?
BRAGI MÆTIR AÐ ÁRI
Íslenskir bókaunnendur hafa
margir beðið nýrrar skáldsögu
frá Braga Ólafssyni en hann er
með snjallari rithöfundum okkar.
Tilkynnt hafði verið að ný bók
frá honum væri væntanleg en
Bragi hefur nú ákveðið að vera
ekkert að flýta sér og bíða í eitt
ár með útgáfu og vinna meir í
bókinni.
■ Bókatíðindi