Fréttablaðið - 27.09.2003, Side 28
28 27. september 2003 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI „Ég held að FH vinni með
tveimur eða þremur mörkum á
móti einu,“ segir Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, um bik-
arúrslitaleik FH og ÍA í dag.
Lúðvík er mikill Haukamaður
en segist að sjálfsögðu ætla að
mæta á leikinn. „Ég hef fylgst með
FH-liðinu í sumar og séð fjöl-
marga leiki með þeim. Þeir hafa
verið að spila fantagóða knatt-
spyrnu og síðustu leikir þeirra eru
eftirminnilegir. Ég sé það á öllu að
liðið er í toppgír á réttum tíma og
held að menn ætli sér að klára
þetta með stæl,“ segir Lúðvík.
Bæjarstjórinn segir mikla
stemningu vera fyrir leiknum og
býst við að Hafnfirðingar fjöl-
menni í Laugardalinn. „Þetta er
stærsti titill í knattspyrnu sem er
í sjónmáli fyrir bæinn. Hafnfirð-
ingar hafa ekki enn komið með
stærstu bikarana heim svo það er
kominn tími til.“ ■
Hefðin hjá ÍA
en hugur í FH
FÓTBOLTI „Liðin hafa verið áþekk
að getu síðan FH kom aftur upp í
efstu deild en þó er blæbrigða-
munur á leikstíl þeirra,“ sagði
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari
um liðin sem leika til úrslita í
VISA-bikarkeppni karla í dag.
Logi segir Skagamenn vera
með baráttuglaða leikmenn sem
byrji yfirleitt leikinn af miklum
krafti og vilji vera fljótir fram.
FH-ingar vilja aftur á móti halda
boltanum meira innan liðsins.
„Ég held að FH-ingum finnist
röðin komin að þeim en það er
ljóst að hefðin er hjá Skagamönn-
um. Þetta telur kannski örlítið
meira með Skagamönnum en FH
en ég veit að það er mikill hugur í
Hafnfirðingum,“ segir Logi. „Ef
FH stenst pressuna frá Skaga-
mönnum í upphafi leiks verður
vonandi skemmtilegur leikur. Það
gæti orðið jafnt á með liðunum og
þá eigum við inni framlengingu og
vítaspyrnukeppni og ég væri ekki
hissa þó leikurinn endaði á því.“
Logi á ekki von á að Skaga-
menn geri sérstakar ráðstafanir
vegna lykilmanna FH á borð við
Heimi Guðjónsson og Allan
Borgvardt. Hann telur að fróðlegt
verði að fylgjast með baráttu
Stefáns Þórðarsonar og Tommy
Nielsen. „Stefán er kannski ekki
algjörlega búinn að jafna sig af
veikindum en það vita það allir að
líkamlegur styrkur hans er gífur-
legur. Tommy hefur komið vel út
úr Íslandsmótinu og hefur stýrt
varnarleik FH mjög vel. Að auki
gefur hann góðar sendingar fram
völlinn. En það getur orðið gaman
að fylgjast með baráttu þeirra,“
segir Logi.
Logi segir Skagamenn vera
farna að spila leikkerfið 4-4-2,
með Garðar Gunnlaugsson og
Stefán Þórðarson frammi. Þeir
hafa einnig kallað Hjört Hjartar-
son heim frá Bandaríkjunum.
Logi telur að með þessu leikkerfi
gæti Skagamönnum gengið betur
að stoppa kantspil FH-inga og
nýta sér eyður innan við bakverði
FH. „Þetta getur verið möguleiki
sem Ólafur Þórðarson er að hugsa
um. Á móti kemur að þá eru tveir
leikmenn ÍA á miðjunni á móti
þremur hjá FH. Þá þurfa kant-
menn Skagamanna að hjálpa til
inni á miðjunni,“ segir Logi Ólafs-
son. ■
43 ÚRSLITALEIKIR Leikur ÍA og
FH verður 44. úrslitaleikur bikar-
keppninnar. Leikið var á Mela-
velli frá 1960 til 1972 og á Laug-
ardalsvelli frá 1973.
VISA VEITIR VERÐLAUN Bikar-
meistararnir fá eina og hálfa
milljón frá VISA, styrktaraðila
bikarkeppninnar, en liðið sem
tapar fær milljón. Sigurvegarinn
fær einnig farandbikar til varð-
veislu í eitt ár og eignarbikar og
gefur VISA báða gripina. Leik-
menn beggja liða fá verðlauna-
pening og veifu til minningar um
leikinn.
STUÐNINGSMENN Skagamenn
hittast í Ölveri í Glæsibæ fyrir
leik en FH-ingar í Kaplakrika og
á Snóker Sportbar í Flatahrauni.
Stuðningsmenn ÍA verða í suður-
hluta gömlu stúkunnar og norður-
hluta nýju stúkunnar og stuðn-
ingsmenn FH í norðurhluta
gömlu stúkunnar og suðurhluta
nýju stúkannar.
142 MÖRK Theodór Óskarsson
skoraði 142. bikarúrslitamarkið
þegar hann setti síðasta markið í
leik Fylkis og Fram í fyrra. KR
hefur skorað 32 mörk í úrslita-
leikjum, ÍA 27, Fram 25 og Valur
23. Guðmundur Steinsson (Fram)
og Gunnar Felixson (KR) skoruðu
sex mörk í úrslitaleikjum og
Marteinn Geirsson (Fram), Pétur
Ormslev (Fram) og Pétur Péturs-
son (ÍA og KR) fjögur hver.
FIMM JAFNTEFLI Í SEX LEIKJUM
Skagamenn og FH-ingar hafa gert
fimm jafntefli í sex síðustu deild-
arleikjum félaganna. Félögin
gerðu markalaust jafntefli á Skag-
anum í sumar en leiknum í
Kaplakrika lauk 1-1. Jónas Grani
Garðarsson skoraði mark FH en
Gunnlaugur Jónsson jafnaði fyrir
ÍA.
ÁTTA MÖRK Valur vann ÍA 5-3 í
úrslitaleik bikarkeppninnar árið
1965 og hafa ekki verið skoruð
fleiri mörk í úrslitaleik. Berg-
sveinn Alfonsson (2), Ingvar Elís-
son, Bergsteinn Magnússon og
Hermann Gunnarsson skoruðu
fyrir Val en Guðjón Guðmunds-
son, Skúli Hákonarson og Björn
Lárusson fyrir ÍA.
ÞRJÁR VÍTAKEPPNIR Þrisvar hef-
ur úrslitaleikjum lokið með víta-
spyrnukeppni. Valur vann KR 5-4
eftir tvo jafnteflisleiki árið 1990
og Keflavík vann ÍBV árið 1997,
einnig 5-4 eftir tvo jafnteflisleiki.
Árið 2001 vann Fylkir KA 5-4 eft-
ir 2-2 jafntefli í framlengdum
leik.
TÍU FRAMLENGINGAR Tíu sinnum
hafa úrslitaleikir farið í fram-
lengingu. Árið 1969 skildu ÍBA og
ÍA jöfn í úrslitaleik en ekki var
hægt að framlengja leikinn
vegna veðurs. Félögin léku að
nýju og unnu Akureyringar 3-2 í
fyrsta framlengda úrslitaleik
sögunnar.
OFTAST 2-1 Þrettán úrslitaleikjum
hefur lokið 2-1, sjö sinnum hafa
lokatölur orðið 1-0 og fjórum sinn-
um 1-1, 2-0 og 3-1. Átta sinnum
hefur úrslitaleikur unnist með
þremur mörkum eða fleiri, síðast
1992 þegar Valur vann KA 5-2.
KR OFTAST BIKARMEISTARI
Níu lið hafa hampað bikarmeistaratitlinum.
KR hefur oftast orðið bikarmeistari, tíu
sinnum, en ÍA og Valur næstoftast, átta
sinnum hvort lið.
BIKARMEISTARAR:
KR 10
ÍA 8
Valur 8
Fram 7
ÍBV 4
Fylkir 2
Keflavík 2
ÍBA (Þór/KA) 1
Víkingur 1
VISA-bikarkeppni karla:
Garðar
dæmir
FÓTBOLTI Garðar Örn Hinriksson
dæmir úrslitaleik ÍA og FH í
VISA-bikarkeppni karla. Aðstoð-
armenn hans verða Einar Guð-
mundsson og Gunnar Gylfason,
Gylfi Þór Orrason verður vara-
dómari og Þóroddur Hjaltalín eft-
irlitsmaður KSÍ.
Garðar dæmir úrslitaleik í bik-
arkeppni karla í fyrsta sinn en
hann dæmdi úrslitaleik Breiða-
bliks og KR í bikarkeppni kvenna
árið 2000. Einar hefur þrisvar
áður verið aðstoðardómari á úr-
slitaleik bikarkeppninnar en
Gunnar tekur nú þátt í fyrsta sinn.
Gylfi hefur tvisvar dæmt úrslita-
leiki bikarsins. ■
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 30
SEPTEMBER
Laugardagur
13.25 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum) á Stöð 2.
13.50 VISA-bikarkeppnin í fótbolta
á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik ÍA
og FH.
15.00 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim) á Sýn.
15.55 Enski boltinn á Sýn. Útsend-
ing frá leik Leicester City og Manchest-
er United.
16.00 ÍBV og FH keppa í Eyjum í
RE/MAX-deild kvenna í handbolta.
16.00 KR mætir Reykjavíkurmeist-
urum ÍS í DHL-höllinni á Reykjavíkur-
móti kvenna í körfubolta.
16.00 Þýski fótboltinn á RÚV. Sýnd-
ur verður leikur Wolfsburg og Bayer
Leverkusen.
17.00 Enski boltinn á Sýn. Sýnt frá
leik Arsenal og Newcastle United.
17.50 Formúla 1 á RÚV. Bein út-
sending frá tímatöku fyrir kappaksturinn
í Indianapolis í Bandaríkjunum.
19.00 US PGA Tour 2003 á Sýn.
Þáttur um bandarísku mótaröðina í
golfi.
19.25 Bein útsending frá leik Val-
encia og Real Madrid á Sýn.
23.15 Hnefaleikar á Sýn. Útsending
frá keppni í Berlín. Á meðal þeirra sem
mætast eru Hector Velasco og Bert
Schenk.
ÍA og FH hafa verið áþekk að getu, segir Logi Ólafsson landsliðsþjálf-
ari. Honum kæmi ekki á óvart að bikarúrslitaleikurinn í dag færi í
framlengingu og endaði í vítakeppni.
FH - ÍA
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, og Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA.
Fótbolti
Lúðvík Geirsson
um bikarleikinn:
Kominn
tími á titil
LÚÐVÍK GEIRSSON
Spáir Hafnfirðingum sigri í dag.
FÓTBOLTI „Sá leikur var sögulegur
fyrir margar sakir. Þetta var í
fyrsta sinn sem FH náði svona
langt og liðið afar ungt að árum,“
sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálf-
ari um úrslitaleik ÍBV og FH árið
1972. „Veðrið setti mikið strik í
reikninginn. Það endaði með því að
Eyjamenn komu með varðskipi til
lands og úrslitaleikurinn fór fram
um miðjan nóvember. Þetta var
skemmtilegt en menn gátu ekki
reiknað með að vinna þennan leik,“
sagði Logi.
Meðal leikmanna ÍBV var Ás-
geir Sigurvinsson landsliðsþjálfari.
FH-ingar léku í 2. deild árið 1972 en
unnu Keflavíkinga, Íslandsmeist-
ara ársins 1971, í undanúrslitum.
„Það var mjög hart barist þegar
Keflavík og FH mættust,“ sagði
Logi. „Stóru stjörnunum í Keflavík
fannst þeir svolítið pirrandi þessir
ungu piltar úr Hafnarfirði sem vor
að stríða þeim.“ ■
Sögulegur úrslitaleikur árið 1972:
Ungt lið FH lék til úrslita
ÁSGEIR OG LOGI
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar árið 1972. Ás-
geir lék með Eyjamönnum en Logi með FH-ingum.
■ Bikarinn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FÓTBOLTI „Þetta verður jafn og
spennandi leikur. Vandamál okkar
Skagamanna er að við þurfum að
eiga við spútniklið FH og það er
ekki heiglum hent að takast á við lið
sem tekur KR 7-0 í bakaríið,“segir
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi, um bikarúrslitaleikinn. „Við
Skagamenn vonum það besta en
gerum okkur ekki of miklar vonir.
Það er hins vegar spurning hvað
sagan kemur okkur langt.“
Gísli, sem lék með KR á árum
áður, segir mikla og fína stemn-
ingu vera á Akranesi fyrir leik-
inn. „Við heimamenn höfum fulla
trú á okkar drengjum og að mjög
vandlega athuguðu máli endar
þetta 2-1 fyrir ÍA, eftir fram-
lengdan leik,“ sagði Gísli þegar
hann var beðinn að spá fyrir um
úrslitin. ■
GÍSLI GÍSLASON
„Við heimamenn höfum fulla trú
á okkar drengjum.“
Gísli Gíslason
um bikarleikinn:
Skagasigur
eftir fram-
lengingu FRÉTT
AB
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T