Fréttablaðið - 27.09.2003, Side 30
30 27. september 2003 LAUGARDAGUR
OLGA KARMANSKY
Bandaríska stúlkan Olga Karmansky í
keppni á heimsmeistaramótinu í nútíma-
fimleikum í Búdapest.
Fimleikar
Rivaldo:
Leystur undan
samningi
FÓTBOLTI Brasilíski landsliðsmað-
urinn Rivaldo hefur verið leystur
undan samningi við Evrópumeist-
ara AC Milan. Stjórn ítalska liðs-
ins varð við beiðni knattspyrnu-
mannsins um að leysa hann undan
samningi enda hefur hann lítið
fengið að spreyta sig frá því að
hann gekk til liðsins fyrir síðasta
tímabil.
Rivaldo hefur verið orðaður við
hin ýmsu lið á síðustu dögum, þar
á meðal Middlesbrough í ensku úr-
valsdeildinni og Real Madrid.
Fréttir hafa borist af því að brasil-
íski framherjinn Ronaldo hafi far-
ið þess á leit við forseta spænska
liðsins að það keypti Rivaldo.
Rivaldo lék með Barcelona
áður en hann gekk til liðs við Mil-
an. Hann var einn af lykilleik-
mönnum brasilíska landsliðsins
sem vann heimsmeistaratitilinn í
fyrra. ■
Þurfum á
sigri að halda
FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns-
son, Ívar Ingimarsson og félagar í
Úlfunum sækja Bolton heim í
ensku úrvalsdeildinni í dag. Úlf-
unum hefur ekki gengið vel það
sem af er tímabilinu, hafa aðeins
náð einu stigi úr
sex leikjum, en
Bolton er um miðja
deild með sex stig
úr sex leikjum.
„Þetta hefur
ekki gengið nógu
vel en ég hef trú á
því að við snúum
þessu við,“ segir
Jóhannes Karl.
„Það eru þrír
framherjar að
stíga upp úr
meiðslum og vonandi dugir það
til. Við höfum átt í erfiðleikum
með að skora.“
Jóhannes Karl skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Úlfana á
þriðjudag í 2-0 sigri á Darlington
í deildarbikarnum. Hann veit
ekki hvort hann verði í byrjunar-
liðinu í dag. „Mér gekk ágætlega
í leiknum á þriðjudaginn en bíð
bara rólegur eftir því að byrjun-
arliðið verði kynnt. Þetta verður
hörkuleikur sem við eigum
ágæta möguleika á að vinna og
þurfum að vinna,“ segir Jóhann-
es Karl.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, segir of snemmt að
tala um hvort liðið vinni til titla í
ár. Chelsea, sem fær Aston Villa í
heimsókn og er í öðru sæti deild-
arinnar, hefur verið á mikilli sigl-
ingu undanfarið og vann meðal
annars Úlfana 5-0 um síðustu
helgi. „Það er of snemmt að tala
um titla. Ég vona að við verðum í
þessari stöðu í maí en nú er bara
september,“ sagði Ranieri.
Juan Pablo Angel hefur einnig
farið mikinn í liði Villa. Hann
skoraði þrennu í deildarbikarleik
gegn Wycombe í vikunni og hefur
skorað sex mörk í fjórum leikjum.
Meistarar Manchester United
mæta Leiceister á útivelli. Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri
United, á úr vöndu að ráða vegna
meiðsla í herbúðum sínum. Ole
Gunnar Solskjær verður frá
næstu mánuði en hittir fyrir á
sjúkralistanum Wes Brown og
Kleberson.
„Þetta er áfall fyrir okkur og
nú þegar leikmannamarkaðurinn
er lokaður er ekkert sem ég get
gert,“ sagði Ferguson. „Ég tel
samt að við höfum nógu góðan og
sterkan hóp.“ ■
GETRAUNIR „Það er bara fyrsti
vinningur sem er 80 milljónir en
heildarvinningsupphæðin er 145
milljónir,“ segir Haraldur Har-
aldsson, markaðs- og sölustjóri Ís-
lenskra getrauna, um enska get-
raunaseðilinn í dag. „Þetta er
stærsti vinningurinn á þessu ári
og einn af þremur stærstu frá
upphafi.“
Fimm leikir úr ensku úrvals-
deildinni eru á getraunaseðlinum
en átta úr ensku 1. deildinni.
„Potturinn er svona hár vegna
þess að fyrir tveimur vikum vor-
um við með svokallaðan risapott,“
útskýrir Haraldur. „Hann mynd-
ast þegar greiðslan fyrir tíu rétta
er undir lágmarkinu, 100 krónum,
og svo var enginn með 13 rétta
síðast. Við fáum risapott annað
slagið en það er mjög sjaldgæft að
enginn fái þrettán rétta.“ ■
Sven-Göran Eriksson:
Óviðeigandi
ummæli
FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson,
landsliðsþjálfari Englands í knatt-
spyrnu, hefur verið gagnrýndur
af Evrópska knattspyrnusam-
bandinu, UEFA, fyrir að gefa í
skyn að enskir áhorfendur gætu
látið lífið ef þeir fara á leik Tyrk-
lands og Englands í Istanbúl í und-
ankeppni Evrópumótsins í næsta
mánuði.
„Við erum með nógu miklar
áhyggjur af leiknum svo þjálfar-
arnir þurfa ekki að vera með
óviðeigandi ummæli,“ sagði
Lennart Johansson, forseti
UEFA. „Þjálfarar eiga að halda
sig við að gefa skipanir til leik-
manna og gefa jákvæðar yfirlýs-
ingar í lok leikja sama hvernig
útkoman er.“ ■
Fimm leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Úlfarnir sækja
Bolton heim. Þurfum á sigri að halda, segir Jóhannes Karl, leikmaður
Úlfanna. Knattspyrnustjóri Chelsea segir of snemmt að tala um titla.
ÚR LEIK CHELSEA OG WOLVES
Chelsea burstaði Úlfana um síðustu helgi. Chelsea mætir Aston Villa í dag en
Úlfarnir sækja Bolton heim.
LEIKIR DAGSINS:
Birmingham - Portsmouth
Bolton - Wolves
Chelsea - Aston Villa
Leicester - Manchester United
Southampton - Middlesbrough
JÓHANNES
KARL
Hefur trú á því
að Úlfarnir kom-
ist brátt í gang.
Getraunir:
80 milljónir
fyrir 13 rétta
1/40 AF BECKHAM
80 milljónir fyrir 13 rétta á getraunaseðli
helgarinnar samsvara 1/40 af því sem Real
Madrid greiddi fyrir David Beckham.
RIVALDO
Lék aðeins 22 leiki fyrir AC Milan
og skoraði fimm mörk.
Manchester United:
Scholes
kannski með
FÓTBOLTI Líkur eru taldar á því að
Paul Scholes snúi aftur í lið
Manchester United í dag þegar
meistararnir mæta
Leicester í ensku
úrvalsdeildinni.
Scholes hefur
ekki leikið síðan í
ágúst og um tíma
var óttast að hann
þyrfti að fara í að-
gerð. Ákveðið var
að fresta aðgerðinni
og virðist sem það
hafi borgað sig. Ferguson, knatt-
spyrnustjóri United, hefur átt erfitt
með liðsuppstillinguna vegna
meiðsla leikmanna. Hann segist þó
ekki ætla að taka áhættu í leiknum
á laugardag. „Við höfum ekki efni á
því að taka áhættu, þá gætum við
misst Scholes í lengri tíma,“ sagði
Ferguson. ■
England - Tyrkland:
Beckham
mætir
Nielsen á ný
FÓTBOLTI „Ég hef dæmt þrjá leiki
Manchester United í Meistara-
deildinni frá 1998 og það hafa
ekki verið nein vandamál,“ sagði
danski dómarinn Kim Milton-
Nielsen við enska dagblaðið The
Sun. Daninn mun dæma leik
Tyrklands og Englands í und-
ankeppni Evrópumótsins 11.
október. Englendingar muna þeg-
ar Milton-Nielsen rak David
Beckham af velli gegn Argentínu
í lokakeppni Heimsmeistara-
keppninnar árið 1998.
„Ég er ánægður með verkefnið
og ánægður með að sjá Beckham
að nýju,“ sagði Milton-Nielsen. „Ég
hef fylgst með framgangi hans hjá
Real Madrid vegna þess að hann er
mjög góður leikmaður.“ ■
PAUL
SCHOLES