Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 2
2 3. október 2003 FÖSTUDAGUR „Hef ekki hugmynd um það.“ Forsætisráðherra þótti miður að stefnuræða sín skyldi leka til Stöðvar 2 áður en hún var flutt. Karl Garðarson er fréttastjóri Stöðvar 2. Spurningdagsins Karl, hver lak ræðunni? Reglur til skoðunar eftir stórviðskipti Stórviðskipti með félög í Kauphöllinni vekja margar spurningar að mati Greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka. Kauphöllin segir að skoða þurfi reglur um fjárhagsleg tengsl og yfirtökuverð félaga. VIÐSKIPTI Greiningardeild Kaup- þings Búnaðarbanka telur að eft- irlitsaðilar kauphallarviðskipta verði að gera sig sýnilegri til að fullvissa fjárfesta um að þeir njóti raunverulegrar verndar. Þetta kemur fram í mánaðarriti G r e i n i n g a r - d e i l d a r i n n a r, Þróun og horfur. Í síðasta mán- uði urðu á einni nóttu viðskipti með félög sem vega 41,2% af m a r k a ð s v i r ð i fyrirtækja í Úr- v a l s v í s i t ö l u Kauphallar Ís- lands. Greiningar- deildin telur ekki að þessi átök hafi verið neikvæð fyrir smærri hluthafa, þvert á móti. Né heldur hafi hér verið um að ræða yfirtökutilboð á lágu verði eins og tilfellið hafi verið með sum félög í Kauphöll- inni. Engu að síður hafi viðskiptin reynt á regluramma markaðarins og fjölmargar spurningar vakni við slíkt. „Forráðamenn banka og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins voru fram á nótt að skipta upp völdum í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins og höfðu gárungarnir á orði að það væri kominn háttatími fyrir al- menna hlutahafa!“ segir í riti Greiningardeildarinnar. Þá er vakin athygli á því að flækjustig þessara stórviðskipta hafi verið svo mikið að gera hafi þurft sex leiðréttingar á upphaflegu frétt- inni af viðskiptunum. Greiningardeild Kaupþings segir það vekja athygli að ekki myndaðist yfirtökuskylda í þeim félögum sem höndlað var með í þessum viðskiptum öðrum en Sjóvá-Almennum. Bent er á að reglur um yfirtöku séu rýrar hér á landi miðað við annars staðar og skilgreining á tengdum aðil- um eða hópi sé þröngt skilgreint hér á landi. Þá vakni spurningar um hvort hægt sé að sníða samn- inga beinlínis þannig að hægt sé að komast hjá anda laganna um yfirtökuskyldu og vernd minni- hluta. Magnús Harðarson hjá Kaup- höll Íslands segir að þau við- skipti sem urðu í september séu flókin. „Það er enginn ágreining- ur um það að það þarf að fara ofan í það mál hvenær aðilar teljast fjárhagslega tengdir. Það kemur einnig til álita að endur- skoða reglur um yfirtökuverð.“ Hann bætir því við að svona stór viðskipti kalli á það að farið sé ofan í saumana á reglum og spurningum sem vakni í kjölfar þeirra. haflidi@frettabladid.is Miðstjórn ASÍ á ferð um Kárahnjúka: Aðbúnaður hinn dapurlegasti ATVINNUMÁL „Erindi okkar hingað á Kárahnjúkasvæðið var fyrst og fremst það að hitta okkar félags- menn augliti til auglitis,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, en hópur úr miðstjórn sambandsins hélt þangað í gær. „Það stakk margt í augu hér á vinnusvæðinu og sérstaklega al- varlegt hversu slæm heilsugæsla er hér á svæðinu. Allur aðbúnaður starfsmanna er einnig dapurlegur og undarlegt að hann sé ekki kom- inn í betra horf en raunin er eftir allan þennan tíma.“ Grétar sagði að þeir starfsmenn sem þeir hafi hitt hafi lýst yfir ánægju með þann árangur sem náðst hefur gagnvart Impregilo. „Sérstaklega voru Portúgalarnir mjög sáttir við að fá tryggingu fyr- ir því að laun þeirra verði eftir virkjunarsamningnum. Um það hefur styrinn staðið og það eru vissulega þáttaskil í okkar við- skiptum við Impregilo að ná þessu fram.“ Gísli Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði að sér kæmi á óvart sú linkind sem eftir- litsstofnanir hefðu sýnt Impregilo. „Þeir hafa fengið fresti og áminn- ingar mánuðum saman og niður- staðan er sú að þarna er margt enn- þá fyrir neðan allar hellur og langt fyrir neðan það sem við eigum að venjast hér á Íslandi.“ ■ Herferð gegn al-Qaeda: Tólf menn felldir PAKISTAN, AP Að minnsta kosti tólf meintir vígamenn féllu í átökum við pakistanska herinn í afskekktu héraði á landamærum Pakistans og Afganistans. Einn hermað- ur lést og tveir særðust. H e r i n n hefur hafið umfangsmikl- ar aðgerðir gegn liðs- m ö n n u m hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda og öðrum víga- mönnum sem hafast við á landamærunum. Átján menn hafa verið handteknir en að sögn tals- manns hersins eru flestir þeirra út- lendingar. Talið er að Osama bin Laden og aðstoðarmaður hans, Ayman al- Zawahri, hafist við á svæðinu. Þar eru einnig bækistöðvar talíbana sem stunda skæruhernað í Afganistan. ■ Reykjavík: Morgunfúlir ökumenn SLAGSMÁL Lögreglan þurfti að skilja á milli manna sem slógust í Ármúl- anum um klukkan hálf níu í gær- morgunn. Leigubílstjóri neitaði að færa bíl sinn svo annar bílstjóri kæmist leiðar sinnar. Hann benti manninum á að taka ökuprófið á nýjan leik til að vera fær um að komast úr slíkum aðstæðum. Bíl- stjórinn reiddist við þessi ummæli og hrækti á leigubílinn sem var til þess að slagsmálin hófust. Menn- irnir héldu sína leið eftir að lög- reglan hafði skilið þá að. ■ Birta komin í vetrarbúning: Stærri og efnismeiri ÚTGÁFA Birta fylgir Fréttablaðinu í dag eins og alla föstudaga. Birta hefur nú stækkað og þroskast, brotið er örlítið stærra og síðurn- ar fleiri og blaðið þar af leiðandi efnismeira en áður. Hluti af þroskanum er einnig að útlit blaðsins hefur tekið breytingum og er nú líflegra en áður. Meðal efnis í Birtu í dag er við- tal við Álfrúnu Örnólfsdóttur, unga leikkonu sem leikur Dís í samnefndri kvikmynd sem tökur eru nýhafnar á, og viðtal við Eddu Lúvísu Blöndal karatemeistara, sem leyfði fagmönnum á vegum sænska sjónvarpsins að bylta stofunni sinni og sýna breyting- arnar í sænska sjónvarpinu. Fjall- að er um hina fjörutíu ára gleði- sveit Hljóma og væntanlega Danadrottningu. Persónuleika- prófið er á sínum stað og stjörnu- spáin sömuleiðis, sjónvarpsdag- skrá vikunnar, yfirlit yfir helstu viðburði komandi viku sem og aðrir fastir þættir. ■ Óvenju dræm síldveiði fyrir austan: Versta byrjun í árafjöld SÍLDVEIÐAR „Auðvitað eru menn orðnir uggandi um sinn hag,“ sagði Sigurður Ægir Birgisson, skipstjóri á síldveiðibátnum Steinunni sem gerir út frá Horna- firði. Lítið sem ekkert hefur orðið vart við síld enn sem komið er og er talað um eina verstu byrjun á síldveiðum í langan tíma. „Við höfum farið marga erind- isleysuna undanfarna daga. Það er alls engin síld komin inn á grunnslóðina. Við erum búnir að kemba svæðin frá Stokksnesi norður í Héraðsflóa og það litla sem þar er er svo dreift að það borgar sig ekki að elta það.“ Sigurður sagði að þetta væri versta byrjun í árafjöld. „Við ætl- um okkur í frí fram í næstu viku og reyna þá aftur. Sjórinn er dauð- ur af síld og það ástand breytist ekki yfir eina nótt. Það er mikill hiti í sjónum og þessi litla veiði sem við höfum fengið kom í kjöl- farið á norðanbrælu þannig að lík- legt þykir að sjórinn sé enn of heitur fyrir síldina.“ ■ ÁREKSTUR Á HÖFN Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Víkurbrautar og Kirkjubrautar á Höfn í hádeginu í gær. Enginn slasaðist en bílarnir skemmdust töluvert. FANGAR Pakistanskir hermenn handtóku tíu meinta liðsmenn al-Qaeda. STÓRVIÐSKIPTI TILKYNNT Landsbankinn kynnti niðurstöðu næturlangra samninga um viðskipti með stóran hluta fé- laga í Kauphöll Íslands. Viðskiptin kalla á að eftirlitsaðilar geri sig sýnilegri að mati Kaup- þings Búnaðarbanka. „Það er enginn ágreiningur um það að það þarf að fara ofan í það mál hvenær aðilar teljast fjár- hagslega tengdir. ■ Lögreglufréttir GRÉTAR ÞORSTEINSSON Margt sem betur má fara á vinnusvæði Kárahnjúka. SÍLDARLÖNDUN Síldveiðin fyrir austan land hefur sjaldan farið jafn illa af stað og nú. Fíkniefnamál: Játa smygl LÖGREGLA Fimm karlmenn hafa játað að hafa smyglað tveimur kílóum af amfetamíni og einu kílói af hassi með skipi Sam- skipa í byrjun síðasta mánaðar. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gærkvöldi. Allir mennirnir voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald vegna málsins, en þeim hefur nú verið sleppt. Samkvæmt Ríkisútvarp- inu hafði lögreglan unnið að mál- inu um hríð. Upp komst um smyglið þegar einn mannanna var handtekinn með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af hassi á starfssvæði skipafélagsins í Reykjavík. Í kjölfarið fannst eitt kíló af amfetamíni í skipi Sam- skipa. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.