Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 27
Mér finnst frábært þegar heilmáltíð er elduð og borin fram í sama ílátinu. Þessi réttur er þannig. Í grunninn er upp- skriftin ættuð af biblíuslóðum þar sem sesamfræ hafa verið notuð til þess að krydda mat og tilveruna í þúsundir ára. Kjúklingalæri 8 bitar 500 kr. 1 bolli hveiti 1 bolli sesamfræ 2 msk gott paprikuduft salt 1 egg 1/2 bolli kjúklingasoð ca. 70 kr. 1 rauður laukur 1/2 grænt epli 8 meðalstórar kartöflur 2 msk. rósmarín (ferskt eða þurrkað) salt/pipar ólífuolía ca. 150 kr. Setjið hveiti, sesamfræ, paprikuduft og salt í skál. Þeytið egg með gaffli í annari skál og hellið kjúklingasoðinu útí. Kjúklingalærunum er velt upp úr eggjablöndunni, síðan upp úr hveitiblöndunni, og að lokum aft- ur upp úr eggjablöndunni. Þá eru bitarnir steiktir á pönnu stutta stund á hvorri hlið og því næst raðað í eldfast mót. Kartöflur eru þvegnar og skornar í báta. Laukur og epli eru líka skorin í báta. Ef laukurinn er góður og ferskur er ekki nauðsyn- legt að taka hýðið af honum. Setj- ið grænmetið í skál ásamt salti, rósmarín og ólífuolíu og veltið því öllu vel saman. Raðið síðan kart- öflublöndunni á fatið með kjúklingabitunum og bakið í 200 gráðu ofni í 30 til 40 mínútur. Kostnaður samtals: 720 kr. 27FÖSTUDAGUR 3. október 2003 Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar handa minnst fjórum fyrir 1.000 kr. eða minna. Uppáhaldsmaturinn: Alltaf smá spuni í eldhúsinu Ólafía Hrönn Jónsdóttir leik-kona er ekki í neinum vafa þegar hún er spurð um uppáhalds- matinn sinn. „Það er humar. Hann er bara allt of góður. Það er eitt- hvað alveg sérstakt við bragðið og ég fæ aldrei leið á honum. Svo er auðvelt að matreiða hann.“ Ólafía Hrönn segist alltaf steikja humarinn í hvítlauk og smjöri. „Þetta er sparimatur. En ég kaupi mér ekki humar heldur fæ hann gefins að austan. Ég fer líka alltaf á humarhátíð á Horna- firði og fæ humar þar. Ég held ég hafi aðeins einu sinni keypt hum- ar hér fyrir sunnan og fannst hann þá ekki jafn ferskur og góð- ur.“ Ólafía Hrönn segist alltaf elda sjálf og hafa gaman af. „Ég elda aldrei sama matinn tvisvar. Ég reyni alltaf að gera eitthvað nýtt og er alltaf með smá spuna í eld- húsinu. Ég fer ekki beint eftir uppskriftum en nota eina og eina hugmynd úr þeim. Það nýjasta sem ég sá var í sjónvarpsþættin- um Listin að lifa en þar var verið að steikja kjöt og bjór hellt yfir. Ég hef prófað að hella pilsner yfir þegar ég steiki kjöt og gera svo sósuna úr því. Það er mjög gott.“ Ólafía Hrönn fer með hlutverk í leikritinu Vinur minn heimsend- ir sem nýbyrjað er að sýna í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þar byrjar hún einmitt á því að búa til eggjaköku. „Ég á að vera að elda, brýt egg og svona. En það er allt í plati og það kemur helst til af því að okkur fannst það passa betur við leikritið. Persónan mín er að elda, en það verður aldrei neitt úr neinu,“ segir Ólafía Hrönn. ■ Otard er eitt helsta kon-íakshúsið í Frakklandi og er yfir 200 ára gamalt. Þar er allt gert eftir kúnstarinnar reglum og koníakið þroskast í rök- um kjöllurum Château de Cognac þar sem veggirnir eru 3 metra þykkir og sneisafull- ir af sögu. Nýverið kom á markaðinn ný lína frá Otard nefnd eftir sjálfum Napoléon. Þetta er mjúk blanda úr Grande og Petite kampa- víni. Koníak sem flestir geta drukkið sökum þess hve milt og ljúft það er með votti af þurrkuðum ávöxt- um og kókoshnetum. Færst hefur í vöxt að fólk njóti koníaks ekki aðeins eftir mat heldur drekki það einnig sem fordrykk á svip- aðan hátt og viskí og Otard Napoléon er fyrirtak með smá klaka eða skvettu af vatni. Fæst í H e i ð r ú n u og Kringl- unni og kostar 6.490 kr. Napoléon mættur í koníakið! Kröftugt hvítvín frá Kaliforníu Á seinni hluta sjöundaáratugsins hóf Jerry Lohr að kanna ræktunar- skilyrði fyrir þrúgur á Kal iforníusvæðinu. Hann hafði mikla þekk- ingu á landbúnaði og þar sem hann gerði sér grein fyrir mikilvægi jarðvegs og veðurfars valdi hann víngörðum sínum stað í hinu gróð- ursæla svæði Monter- ey County og Paso Robles. Víngerðarhús- in eru hins vegar stað- sett í San José sunnan við San Franscisco. Jerry Lohr er þekktur fyrir að búa til mikil og góð vín fyrir sanngjarnt verð. Mörg vín- ana hafa unnið til verð- launa á vínsýningum. J. Lohr Estates er sería af mjög góðum og aðgengi- legum vínum sem koma frá Riverstone-svæð- inu. J. Lohr Estates R i v e r s t o n e Chardonnay hefur að geyma angan af lime og nektarínum. Í bragði má greina sítrusávexti, smjör og ristaða eik. Flókið vín í góðu jafnvægi með langt eftirbragð. Hentar vel með feit- um fisk s.s. reyktum lax, lúðu og skötusel. Einnig ljósu kjöti. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.590 kr. Nýtt í vínbúðum ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Humarinn að austan langbestur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Einfaldur kjúklinga- réttur BATAVIASALAT Í tilraunaræktun á Íslandi. Bataviasalat: Nýtt salat ræktað Nú stendur yfir sérstök tilraun ávegum Garðyrkjuskólans með ræktun á fjórum afbrigðum af nýju salati, bataviasalati, sem ekki hefur verið ræktað hér á landi áður. Umsjónarmaður verkefnisins er Garðar Árnason, verkefnisstjóri skólans. Bataviasalat (Lactuca sati- va var. capitata) er af ýmsum talið ein gerð íssalats, en af öðrum sem sérstakur flokkur innan höfuðsal- ats, mitt á milli smjörsalats (“venju- legs höfuðsalats“) og íssalats. Bata- viasalat er tilkomið við æxlun á milli íssalats og smjörsalats. Blöð plantnanna líkjast blöðum íssalats að útliti og gerð, en eru þykkari, bylgjóttari og með dýpri skerðingar en blöð smjörsalats. Vaxtarlega séð líkjast plönturnar meira smjörsalati en íssalati og er vaxtartími þeirra einnig mjög áþekkur. Plönturnar eru af ýmsum sagðar standast betur ýmsa sjúkdómsvalda en bæði smjör- og íssalat. Í Evrópu er bataviasalat t.d. nokkuð ræktað í Frakklandi og áhugi er fyrir því víðar. Samkvæmt sænskum tilraunum hentar batavia- salat vel til haustræktunar bæði ut- andyra og í gróðurhúsum og hefur gefist mun betur en íssalat. Þá hef- ur það reynst fljótsprottnara en íssalat en ívið seinsprottnara en smjörsalat. Þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur um harða og þéttvafna hausa í bataviasalati og í íssalati er mögulegt að hnika uppskerutíman- um talsvert til. ■ Grænn kostur í Hagkaupum Hagkaup og Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti hafa gert með sér samstarf um matreiðslunámskeið Sólveigar. Sólveig mun í vetur halda reglulega námskeið um grænmetis- fæði. Námskeiðin munu fara fram í verslunum Hagkaupa og mun skráning fara fram á hagkaup.is. Matur frá öllum heimshornum Í Mími er boðið upp á mat- reiðslunámskeið þar sem fjallað er um matargerð frá ýmsum heimshornum, afrísk, frönsk, ind- versk og frá Georgíu í Kákasus. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heima- síðunni www.mimir.is. Matreiðsla Vín vikunnar OPIÐ KL 11.00-22.00 Föstudag og Laugardag frá 10.00-18.00 Kaffihúsið við stíginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.