Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 28
2. október 2003 FIMMTUDAGUR28 Íslenskir raftónlistarmenn hafafram til þessa ekki verið nægi- lega duglegir í því að koma sér á framfæri. Örfáir hafa náð ein- hverri spilun í útvarpi og tónleika- hald þeirra hefur verið lítt áber- andi, þar til nú. „Ég held að þetta sé bara að- gerðaleysi,“ viðurkennir Arnviður Snorrason, eða Exos, sem skipu- lagði tíu tónleika raftónlistarhátíð á Vídalín við Ingólfstorg ásamt fé- laga sínum Tómasi Höskuldssyni, einnig þekktum sem Tómas THX. „Ég held að listamenn almennt þurfi að vera mjög framsæknir til þess að geta komið sér af stað. Það eru svo fáir umboðsmenn og tón- leikahaldarar hér á landinu sem nenna að halda svona tónleika, Annað hvort þurfa menn hér að vera bara umboðsmenn eða tónlist- armenn sem hafa virkilega þörf fyrir að halda stöðugt tónleika. Við höfum þess vegna ekkert val. Ef við stöndum ekki fyrir svona tón- leikahátíð, þá gerir það enginn.“ Exos er þess fullviss að raftón- listarsenan hér geti náð lengra upp á yfirborðið. Helsta vanda- málið hingað til hafi verið hversu einangraðir raftónlistarmenn eru. „Hinn almenni raftónlistarmaður er nógu upptekinn í sínum eigin heimi að sinni listsköpun og hefur engan kraft til þess að bóka klúb- ba og koma sér á kjöl. Rokkararn- ir eru oft um fimm saman í hljóm- sveit og vinna því saman að þessu. Raftónlistarmenn sem eru saman í einni hljómsveit eiga auðveldara með að verða stærri. Eins og Gusgus eða múm, sem eru hópar og eiga auðveldara með að skipta niður verkum og vinna sig áfram.“ Á hátíðinni verða allar greinar raftónlistar á Íslandi rannsakaðar. Sérkvöld tileinkuð drum ‘n’ bass, teknó, elektró og hiphop verða m.a. á dagskrá. Hátíðin stendur yfir allar helgar í október, frá fimmtudegi til laugardags. Á með- al þeirra sem koma fram verða Ampop, Sk/Um, Móri, Biggi Veira, Forgotten Lores, Dj Grétar, Anonymous, Yagya (áður Plastik), Exos, Tómas THX, Ruxpin og norska sveitin Xploding Plastix auk þess sem hardcore-sveitin Ajax rís upp frá dauðum. biggi@frettabladid.is Fréttiraf fólki Pondus eftir Frode Øverli Það verður að vera platan Ná-kvæmlega með Skítamóral,“ segir Einar Bárðason. „Einfaldlega vegna þess að þar er fyrsta lagið sem ég samdi á ævinni, og lagið sem varð svo fyrsta topplagið mitt á Íslenska listanum. Þetta var lagið Farin. Þó koma margar skífur í hugann.“ EINAR BÁRÐAR Platan Halle Berry hefur skilið viðeiginmann sinn, tónlistar- manninn Eric Benet, að borði og sæng. Þau hafa aðeins verið gift í þrjú ár. Í fréttatilkynningu sem leikkonan sendi frá sér bað hún fjölmiðla vin- samlegast um að láta sig í friði á meðan þau væru að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil. Það er vitað að sam- bandið lenti í vandræðum eftir að Eric hélt framhjá henni, en ekki er vitað hverjar ástæðurnar fyrir sambandsslitun- um núna eru. Dómsyfirvöld í New Jerseyhafa gefið út handtökuskipun á rapparann Lil’ Kim. Ástæðan er sú að hún átti að mæta fyrir dómara vegna þess að hún var handtekin árið 1996 með kannabis undir höndum. Handtakan fór fram heima hjá rapparanum Notorious B.I.G. eftir að lögregl- an réðst inn en Lil’ Kim hefur aldrei fengið dóm vegna þessa. Þegar hún mætti loks fyrir dóm- ara vegna þessa máls gaf dómar- inn út handtökuskipun sem gilda á þegar hún á að mæta næst í réttinn. Leikkonan Renée Zellwegermætti á frumsýningu myndar- innar Down With Love í London á dögunum. Hún er nú að undirbúa leik sinn í framhalds- myndinni um Bridget Jones og sést það víst á holdafari hennar. Zellweger seg- ist vera með menn í vinnu við það að benda henni á hvað hún eigi að borða til þess að fitna sem hraðast, án þess að það sé of óhollt fyrir líkamann. Fljótlega kemur út DVD-diskurmeð myndskeiðum úr ævi John Lennon. Ekkja hans, Yoko Ono, hefur undirbúið útgáfuna og á disknum verður margt efni sem ekki hefur komið út, eða sést, áður. Yoko segir eiginmann sinn hafa lifað mjög sérstöku lífi og að hún sé þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af því. Hún segir helstu ástæðu þess að hún gefi út DVD- diskinn vera að hún vilji að komandi kyn- slóðir fái tækifæri á að kynnast Lennon eins vel og mögulegt er. Raftónlistar- menn í sókn EXOS OG TÓMAS THX Standa fyrir tíu tónleika raftónlistarhátíð á Vídalín í október þar sem allir helstu raf- tónlistarmenn landsins koma fram.Tónlist EXOS OG TÓMAS ■ Íslensk raftónlist blæs til sóknar og Exos og Tómas standa fyrri tónleikaröð í október. Þar verður fjöldi atriða: Ampop, Móri, Forgotten Lores, Dj Grétar og hard- core-bandið Ajax rís upp frá dauðum.. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 TOPP 20 - FM957 - VIKA 40 Outlandish AICHA The Rasmus IN THE SHADOWS Robbie Williams SOMETHING BEAUTIFUL Stereophonics MAYBE TOMORROW 3 Doors Down HERE WITHOUT YOU Stacie Orrico THERE’S GOTTA BE MORE... 50 Cent P.I.M.P. Christina Aguilera CAN’T HOLD US DOWN Igor FROM THE BED TO THE FLOW Busted SLEEPING WITH THE... Matchbox Twenty BRIGHT LIGHTS Fabolous INTO YOU Pharrell FRONTIN Írafár FÁUM ALDREI NÓG Mary J Blige LOVE @ FIRST SIGHT Dido WHITE FLAG Lumidee NEVER LEAVE U Nelly SHAKE YA TAILFEATHER Richard X FINEST DREAMS Girls Aloud LIFE GOT COLD Vinsælustu lögin ÍRAFÁR Nýjasta lag Írafár endaði í 14. sæti á fyrstu viku sinni á listanum. Tómas R. Einarsson kontrabassa-leikari hefur haft Kúbu á bakvið eyrað síðustu árin. Og gott betur, því hann hefur líka fært hana á silfurfati beint inn í stofu til íslenskra djass- áhugamanna með plötu sinni Kúbanska frá því í fyrra. Í ár færir hann djassáhugamenn nær tónlistar- hefð eyjunnar með plötu sinni Havana sem er komin í búðir. „Ég kynntist César Hechevarría tres-gítarleikara klukkan fjögur eft- ir miðnætti síðustu nóttina mína í Havana,“ rifjar Tómas upp um fyrstu ferð sína til eyjunnar fyrir þremur árum. „Ég hafði ratað inn á góðan klúbb þar sem hann var að spila og það snar rann af mér allt rommið. Ég hafði ekki heyrt í öðrum eins tres-spilara á ævinni. Síðan tal- aði ég svolítið við hann og við héld- um sambandi. Svo fór ég út í vor í hálfsmánaðar undirbúningsferð og við fórum á flakk.“ Tómas segir að César sé einn af helstu tres-gítarspilurum Kúbu í dag. Aðrir leikarar á plötunni eru m.a. Daniel „El Gordo“ Ramos trompetleikari, sem lék með Buena Vista á tónleikum í Laugardalshöll um árið, og Emilio Morales píanó- leikari. „Í kúbverskri tónlist spila þeir allt öðruvísi á bassa en í djasstónlist og það var mjög ögrandi fyrir mið- aldra djassleikara eins og mig að læra það. Þeir hugsa bassalínur allt öðruvísi. Það er svolítið hopp fyrir mig að fara beint í djúpu laugina og spila þessa tónlist, sem ég samdi, með innfæddum Kúbverjum. Það var eins gott að vera ekki alveg blautur á bak við eyrun þegar mað- ur mætti með blöðin sín í hljóðverið þar sem ég hafði aldrei spilað með neinum þeirra áður,“ segir Tómas að lokum og er ánægður með draumaverkefnið sitt. ■ TÓMAS Á KÚBU Glaður með bassann á Kúbu. Tónlist TÓMAS R. EINARSSON ■ Nú er komin út ný plata með kontra- bassaleikaranum Tómasi R. Á henni upp- fyllir Tómas drauma sína um Kúbu.. Kom með Kúbu á klakann FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Æðislegt hár! Eins og silki í höndum manns! Svo létt! Svo glansandi! Svo... ...Hárkolla?! Af hverju? Af því að ég á það skilið!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.