Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 8
FJÖLMIÐLUN Stöð 2 braut ekki siða- reglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun þáttarins Íslands í bítið um erótískt nudd og vændi. Þetta er niðurstaða siðanefndar Blaðamannafélagsins. Dagana 1. og 2. apríl á þessu ári sendi Stöð 2 út upptökur af samtöl- um við erótískan nuddara annan daginn og vændiskonu hinn dag- inn. Samtölin voru tekin upp án vit- undar nuddaranna og voru send út með brenglaðri mynd og hljóði. Siðanefndin sagðist að öðru jöfnu vera sammála lögmanni kærendanna, viðmælendanna í Íslandi í bítið, um að „hin óhefð- bundnu vinnubrögð við efnisöfl- un“ hjá nuddaranum og vændis- konunni hefðu getið falið í sér brot á siðareglum Blaðamannafé- lagsins: „Á hinn bóginn ber að líta til þess að um er að ræða starfsemi sem erfitt er að afla upplýsinga um en óhjákvæmilega kallar á um- fjöllun fjölmiðla, starfsemi þar sem ólíklegt var að hefðbundin vinnubrögð fréttamanns hefðu skilað fullnægjandi árangri. Þess var gætt við útsendingu efnisins að kærendur þekktust ekki. Hljóð og mynd voru brengluð þannig að jafna má við nafnleynd kærenda,“ sagði siðanefndin sem taldi um- fjöllunina hafa verið innan þeirra marka sem viðmælendurnir „máttu búast við“. ■ 8 3. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa Gleyma óperunni „Nú ætlar R-listinn í Reykjavík að byggja tónlistarhús, en gleyma óperunni.“ Gunnar I. Birgisson í Fréttablaðinu 2. október. Enn bláeygur „Ég er enn svo bláeygur að trúa því að eftir hálfrar aldar bið sé nú loksins kominn tími á húsið þótt margt bendi reyndar til þess að það verði ekki byggt fyrr en búið er að byggja allar þær virkjanir, fótboltastúkur, sundlaugar og jarðgöng sem hægt er að koma fyrir í þessu landi.“ Árni Tómas Ragnarsson í Morgunblaðinu 2. október. Græða, græða „Bankarnir eru í einkaeigu og þeirra hlutverk er að græða.“ Hjálmar Árnason í DV 2. október. Orðrétt FORDÓMAR „Engar rannsóknir hafa verið gerðar á fordómum í garð út- lendinga hér á landi. Því er aðeins hægt að byggja á tilfinningu og því sem fólk heyrir frá útlendingum á Íslandi,“ segir Gerður Gestsdóttir, v e r k e f n a s t j ó r i fræðslumiðstöðvar Alþjóðahússins, um kynþáttafordóma á Íslandi. Gerður telur óhætt að fullyrða að engir alvarlegir fordómar séu gagnvart útlend- ingum sem líta út eins og Íslend- ingar. Misjafnt sé hvernig því er farið með sýnilega útlendinga. „Sumir lenda aldrei í neinu en aðr- ir oft. Í rauninni fer það eftir því hvar fólk er á ferðinni. Þeir sem fara mikið út að skemmta sér verða meira fyrir fordómum en aðrir. Þegar Íslendingar eru drukknir eru þeir dónalegri en annars og lenda stelpur frá Asíu oft í mjög ljótum atvikum.“ Gerður segir að ef útlendingar séu með íslenskum vinum sínum beri minna á fordómum. Ef þeir séu einir eða með samlöndum sín- um lendi þeir verr í því. Hún segir að fordómar sem út- lendingar verði fyrir séu ekki endilega beinir eða ögrandi þó það gerist líka. Meira sé um að fólk nenni ekki að tala við þá eða að þeir fái ekki sömu þjónustu og aðrir. „Þeim er neitað um hluti sem aðrir fá af því að þeir tala ekki nógu góða íslensku og sá sem beitir misréttinu gerir sér jafnvel ekki grein fyrir því.“ Gerður segir að skoða verði hvernig sé tekið á móti útlending- um sem koma til Íslands. Vel sé tekið á móti börnum í Reykjavík; þar sé ákveðið aðlögunarferli og stuðningskennsla. Fullorðnir fari flestir beint inn á vinnumarkað- inn og verkalýðsfélögin hafi stað- ið sig mjög vel. Hún lýsir hins vegar áhyggjum af stálpuðum unglingum, hópnum sem hvorki er í skóla né vinnu. Þeir eru of gamlir til að fara í grunnskóla og of ungir til að fá vinnu auk þess að tala ekki íslensku. „Þessi krakkar lenda utan við kerfið, eiga hvergi heima og tala ekki tungumálið. Þeir eru líka á viðkvæmum aldri, erfitt að fara frá landinu sínu og vinum. Mjög mikilvægt er að gera eitthvað fyrir þennan hóp til að fyrirbyggja vandamál.“ hrs@frettabladid.is Lyfjainnflutningur: Ekki farið að reglum INNFLUTNINGUR Samtök verslunar- innar telja að ekki sé farið eftir leikreglum varðandi innflutning á lyfjum eins og Landspítali – Há- skólasjúkrahús og aðilar því tengdir hafa staðið fyrir. Leitt er líkum að því að ákvæði laga og reglugerða um innflutning og heildsöludreifingu séu ekki með öllu uppfyllt og að samtökin munu leita leiða til að koma í veg fyrir innflutning sem á sér ekki laga- stoð. Þegar hafa samtökin fundað með Lyfjastofnun, heilbrigðisráð- herra og öðrum aðilum en engin niðurstaða fengist enn. ■ FÆRRI LÁTAST Í UMFERÐINNI Rúmlega 3.400 manns létu lífið í umferðarslysum á Bret- landseyjum á síðasta ári, litlu færri en árið áður. Þeim sem látast vegna atvika sem tengj- ast ölvunarakstri fjölgar milli ára og voru 560. Það er þó mun minna en metárið 1979 þegar 1.640 létust af þeim sökum. PÓSTUR SPRINGUR Sprengja sprakk á skrifstofum ítalska verkalýðsmálaráðuneytisins í Róm í gær án þess að nokkur slasaðist. Sprengjan barst í pósti. Sendingin vakti furðu starfsmanns, sem kallaði lög- reglu til. ÁFRAM Í FANGELSI Ronnie Biggs, einn þátttakendanna í Lestarráninu mikla sem framið var fyrir 40 árum, hefur tapað áfrýjun sinni. Hann fór þess á leit að sleppa, vegna bágrar heilsu, við að afplána afganginn af 30 ára fangelsisdómi. debenhams S M Á R A L I ND Higher Energy er n‡r ilmur fyrir karlmenn. Komdu í Debenhams um helgina og prófa›u. Higher Energy - og hjarta‹ slær hra›ar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 21 20 10 /2 00 3 nýr ilmur fyrir karlmenn SKIPULAG Borgarráð Reykjavíkur hefur synjað ákalli eigenda íbúð- arhúss í Heiðargerði um að hlífa þeim við að þurfa að rífa viðbót við ris hússins. Fólkið fær 50 daga frest til að rífa viðbygginguna, sem Hæsti- réttur hefur dæmt ólöglega. Sekta á fólkið um 50 þúsund krónur fyr- ir hvern dag sem líður fram yfir frestinn þar til risið hefur verið rifið. Lögmaður fólksins segir í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík að eigendur hússins líti ekki svo á að um „óleyfisbyggingu“ sé að ræða. Eins liggi fyrir vilyrði frá fyrr- verandi formanni skipulags- og byggingarnefndar, Árna Þór Sig- urðssyni, um að ekki yrði óskað niðurrifs meðan unnið væri að deiliskipulagi Heiðargerðisreits- ins. „Byggingarfulltrúinn í Reykjavík sagði einnig á fundi með umbjóðanda okkar og syni hans að ef krafist yrði niðurrifs á viðbyggingunni yrði veittur sex mánaða frestur,“ fullyrðir lög- maðurinn og bætir því við að fjár- hæð dagsektanna sé fáheyrð: „Reykjavíkurborg er hér að eiga við ellilífeyrisþega sem hafa verið búsettir í Reykjavík frá fæðingu,“ segir lögmaðurinn. ■ GERÐUR GESTSDÓTTIR Gerður segir að útlendingar verði ekki endilega fyrir beinum eða ögrandi fordómum. ■ „Þeim er neitað um hluti sem aðrir fá af því að þeir tala ekki nógu góða íslensku og sá sem beitir mis- réttinu gerir sér jafnvel ekki grein fyrir því.“ HEIÐARGERÐI Hæstiréttur segir byggingarleyfi sem borg- in gaf út á sínum tíma ekki samrýmast skipulagi svæðisins. Ákall húseigenda hefur ekki áhrif á borgarráð: Þyrma ekki risi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STÖÐ 2 Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir að siðareglur félagsins hafi ekki verið brotn- ar með útsendingu Stöðvar 2 á samtölum sem tekin voru upp án vitundar viðmæl- endanna; erótísks nuddara og vændiskonu. Siðanefnd um samtöl Stöðvar 2 við vændiskonu og erótískan nuddara: Heimilt að senda út leyniupptökur Skortir úrræði fyrir unglinga Gerður Gestsdóttir hjá Alþjóðahúsinu lýsir yfir áhyggjum af stálpuðum unglingum sem flytja til Íslands og eru hvorki í skóla né vinnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.