Fréttablaðið - 03.10.2003, Side 20

Fréttablaðið - 03.10.2003, Side 20
Í kosningunum í vor lofuðu stjórn-arflokkarnir tveir miklum skatta- lækkunum. Báðir óskuðu eftir um- boði kjósenda til að lækka tekju- skatt. Framsókn vildi auk þess hækka hlutfall húsnæðislána í 90 prósent. Sjálfstæðismenn vildu lækka virðisaukaskatt á matvælum um helming. Ekkert af þessu kemur til framkvæmda á næsta ári sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Í því kemur hins vegar fram að stefnt skuli að þessum markmiðum á þar- næsta ári og árinu þar á eftir. En þetta gæti gerst fyrr ef tækifæri skapast í kjarasamningum sem eru fram undan. Ég geri ráð fyrir að rík- isstjórnarflokkarnir muni róa að því öllum árum að svo megi verða. Síð- ustu kosningar snerust að mestu um þessi loforð og loforð annarra flokka í sömu málaflokkum. Ef eitthvað er yfirhöfuð að marka yfirlýsingar stjórnmálaflokka fyrir kosningar gátu kjósendur gengið að kjörborð- inu og valið um tiltölulega skýra kosti. Flokkarnir útlistuðu nokkuð skilmerkilega áætlanir sínar í skattamálum. Kjósendur höfðu langa reynslu af störfum frambjóð- enda – og val þeirra ætti að hafa ver- ið tiltölulega skýrt. Stjórnarflokk- arnir fengu sameiginlega það mikið fylgi að þeir hafa umboð til að hrinda tillögum sínum í framkvæmd. Svo einfalt er það. Það er engin ástæða til að ætla annað en að þeir muni standa við loforðin. Auðvitað gæti það gerst að efna- hagslegar forsendur þessara loforða myndu bresta. Það hefur hins vegar ekkert gerst sem bendir til þess. Báðum stjórnarflokkunum var ljóst fyrir kosningar að fram undan væri þenslutími í hagkerfinu og ekki væri hægt að lækka skatta og auka hús- næðislán nema með einhverjum hliðaraðgerðum. Forsvarsmenn flokkanna voru þráspurðir um þetta fyrir kosningar og fullvissuðu lands- menn um að hægt væri að lækka skatta og auka lánveitingar á þenslu- tíma án þess að stjórn efnahagsmála færi úr böndunum. Þeir töldu sig kunna ráð við því. Það er gott – því tillögur þeirra eru jákvæðar í eðli sínu. Það væri frábært ef hægt væri að lækka eig- infjárframlag fólks í húsnæðiskaup- um. Íslenskt samfélag hefur lengi verið litað af átaki fólks við að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er yfirleitt meginverkefni fólks fyrstu tuttugu árin eftir að skólagöngu lýkur. Ef þetta verkefni er auðveldað losnar ótrúleg orka úr læðingi. Matarverð á Íslandi er fáránlega hátt. Besta leið- in til að lækka það er að heimila inn- flutning á landbúnaðarvörum en lækkun virðisaukaskatts er þó í átt- ina. Lækkun tekjuskatts er almenn viðurkenning á því að allur þorri fólks fer betur með eigið fé en ríkið með skattfé. Þetta eru svo góð verk að mig langar að óska stjórnarflokkunum fyrir fram til hamingju með að hafa hrint þeim í framkvæmd. ■ Karl Th. Birgisson fjallaði umfjölmiðla og boðsferðir fyrir- tækja í erindi sínu „Við erum öll til sölu“ á nýafstaðinni ráðstefnu Fjöl- miðlasambandsins. Þar velti hann upp spurningum sem blaðamenn skeggræða nú af miklum móð á spjallsvæði Blaðamannafélags Ís- lands á www.press.is og velta með- al annars vöngum yfir aðsendu efni frá Landsbankanum sem sýnt var í fréttum Sjónvarpsins. Nettur hrollur „Spurningin sem Karl Th. varpaði upp á þessari mjög svo gagnlegu ráðstefnu er hvort að með því að þiggja boðsferðir fari einhver sjálfsritskoðun í gang, blaðamenn í boðsferð veigri sér við að fjalla neikvætt um þann sem bauð. Það sé alveg eins hægt að nálgast aðalatriði fréttarinnar með nokkrum símtölum, eins og að fara á staðinn. Og það er alveg rétt hjá honum, það er oftast hægt – nema kannski fyrir sjónvarps- stöðvarnar, sem vilja lifandi myndir í sína umfjöllun,“ skrifar Brynja Þorgeirsdóttir. Þorsteinn J. blandar sér í málið og hefur þetta að segja: „Karl Th. átti fyrsta leikinn á ráðstefnunni og tilgangurinn var vitaskuld að opna þessi mál og skoða þau. Það er ekki mikið geðslegra en gamal- dags boðsferðir, að myndefnið í fréttatíma Ríkissjónvarpins skuli vera í boði Landsbankans. Þegar G.Pétur afkynnti þetta í fréttatím- anum, fór um mig nettur hrollur, pan, súmm og tilt í boði bankans, vaxtalaust. Bjó bankinn líka til klippilista? Mér fannst hinsvegar gott hjá G.Pétri að geta þess í lok fréttarinnar hverskyns væri, al- veg mætti segja að tiltekið efni hafi verið tekið uppí boðsferð, eða þarf þá kannski að geta þess að sódavatn og samlokur sé í boði viðkomandi fyrirtækis, ef blaða- menn hafa slysast á blaðamanna- fund? Ég er sammála Jakobi, hér gildir brjóstvitið og heilbrigð skynsemi, áhorfendur og lesend- ur séu upplýstir um hagsmuna- tengsl hver svo sem þau eru. Og án nokkurs vafa þá er betra að fréttamenn séu á staðnum, til að afla fréttanna, frekar en að fá allt klabbið sent frá fyrirtækjum og hagsmunaaðilum.“ Fréttatilkynningar í hljóði og mynd „Maður hefur það á tilfinning- unni að flestir séu á móti boðs- ferðum. Sennilega er ég einnig í þeim hópi, mér finnst að minnsta kosti fénu betur varið í ferðir sem fréttastofur ákveða sjálfar að fara í. Boðsferðir eru nefnilega rándýrar: Það þarf til dæmis að leysa viðkomandi blaðamann af (fréttamann og tökumann ef um sjónvarp er að ræða) og gjarnan felst einnig nokkur yfirvinna í ferðinni,“ segir G. Pétur Matthí- asson. „Karl Th. Birgisson nefndi boðsferð Landsbankans til Lúx- emborgar og sagði mönnum að fylgjast með. Hvorug sjónvarps- stöðin var með í ferðinni en sýndi samt efni þaðan, efni sem Lands- bankinn lét taka. Hvað finnst mönnum um það? Hjá mér vaknar sú spurning hvort ekki hefði verið betra að hafa fréttamann með í ferðinni, frétta- mann sem hefði getað spurt raun- hæfra spurninga í stað þess að Landsbankinn mati menn á efni. Mér sýnist að Kaupþing-Bún- aðarbanki hafi farið sömu leið í Finnlandi. Þannig að við erum komin með fréttatilkynningar sem eru hljóð og mynd, og þá copy-paste sjónvarpsfréttir, eða hvað?“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um loforð um skattalækkanir. Hlerað á Netinu BLAÐAMENN ■ velta vöngum yfir boðsferðum á Press.is 20 3. október 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í byrjun rits síns „Átjándi bru-maire Lúðvíks Bónaparte“ frá miðri 19. öld segir Karl Marx: „Einhvers staðar segir Hegel að allir miklir atburðir og persónur veraldarsögunnar komi með nokkrum hætti tvisvar fyrir. Hann gleymdi að bæta við; í fyrra skipt- ið sem harmleikur, í síðara skiptið sem skrípaleikur.“ Ef maður vissi ekki betur, hefði mátt ætla að Karl Marx hefði þarna verið að vísa til umræðunn- ar hér á landi síð- ustu daga um Hall- dór Kiljan Laxness. Sú umræða hefur í öllum aðalatriðum farið fram áður og meira að segja að verulegu leyti eru það sömu stór- menni veraldarsög- unnar sem koma við sögu nú og síðast. Í kjölfar þess að Hallgrímur Helga- son skrifaði hina merkilegu skáld- sögu sína um Höfund Íslands átti sér stað mikil umræða um „upp- gjörsmálin“ við Halldór Laxness. Hannes Hólmsteinn prófessor skrifaði m.a. í blöð þar sem hann fagnaði sögunni og gerði talsvert úr því að í bók Hallgríms væri ver- ið að hreyfa við óþægilegum atrið- um úr stalínískri fortíð Halldórs, sem allt of lengi hefðu legið í þagn- argildi. Fjölmargir urðu til þess að svara Hannesi Hólmsteini og þeim sjónarmiðum sem hann hélt fram og um skeið varð mikil umræða um málið og á köflum ágætlega vitræn og fræðandi. Einhver fræg- asta vendingin í þessum hanaslag um Halldór Laxness var þegar Hallgrími Helgasyni var farið að líða hálf illa, sem eins konar yfir- lýstum bandamanni Hannesar Hólmsteins og þeirrar fylkingar allrar. Undirstrikaði þá Hallgrím- ur stöðu sína sem sjálfstæður og óháður rithöfundur með því að skrifa almenna þjóðfélagsgrein um „Bláu höndina“, sem leiddi síð- an til hins víðfræga reglustriku- fundar skáldsins og forsætisráð- herra í stjórnarráðinu. Prinsippin Miklir atburðir og persónur ver- aldarsögunnar koma með einhverj- um hætti fyrir tvisvar, sagði Marx. Nú, nokkrum misserum eftir fjaðrafokið um Halldór og Höfund Íslands, endurómar þessi sama um- ræða á ný, nema hvað tilefnið er annað að þessu sinni. Hannes Hólm- steinn er að fara að skrifa ævisögu Halldórs Laxness í þremur bindum í óþökk fjölskyldunnar. Á sama tíma er Halldór Guðmundsson, sem lengst af var útgáfustjóri Máls og menningar, að fara að skrifa ævi- sögu Nóbelskáldsins í þökk fjöl- skyldunnar. Grundvallarprinsippin liggja nokkuð á ljósu í málinu – það er einfaldlega röng ákvörðun og óskynsamleg að loka bréfasafni skáldsins fyrir Hannesi Hólmsteini. Annars vegar er það almennt rangt að loka svona söfnum nema mjög sérstakar og veigamiklar ástæður séu til þess þó sjálfsagt sé að ætt- ingjar verði að hafa til þess mögu- leika. Hins vegar er verið að gengis- fella bók Halldórs Guðmundssonar með þessum sérréttindum. Það verður erfitt fyrir Halldór að losna undan því að hann hafi ekki sagt alla söguna vegna hins sérstaka trúnað- ar við fjölskylduna, sem veitti hon- um einkarétt á aðgengi. Á hinn bóg- inn gæti Hannes Hólmsteinn verið talinn „hinn frjálsi ævisöguritari“ og er hann eðlilega þegar farinn að kynna sig sem slíkan! Haninn rauði og haninn svarti Framan af virtist þetta mál sem sé ætla að verða endurtekning á fyrri hanaslag sjónarmiða, hanans rauða og hanans svarta, sem „mætt- ust í hólmgöngu harðri“ eins og seg- ir í róttæklingasöng Þórarins á Tjörn. En þessi síðari hanaslagur hefur hins vegar með æpandi hætti verið að taka á sig mynd skrípa- leiksins eftir því sem dagarnir líða. Ekki einvörðungu eru margar aðal- persónurnar þær sömu, heldur koma fram ýmis tilbrigði og stef, sem ekki komu fram fyrr en undir lok fyrri umræðunnar. Þannig skýt- ur upp kollinum reglustrika í blárri hönd í liði svarta eða kolbláa han- ans, sem sviptir í krafti stjórnar- ráðsvalds dóttur Nóbelskáldsins lyklavöldum á Gljúfrasteini. Um svipað leyti er vinkona og aðstoðar- maður Hannesar og eiginkona vara- borgarfulltrúa sjálfstæðismanna komin í vinnu við að flokka bækur og gögn á Gljúfrasteini án þess að starfið hafi verið auglýst eða við- komandi hafi formleg hæfnisskil- yrði, þó þau segi vissulega ekki alla söguna. Þegar þetta bætist við stórfurðulega ákvörðun hjá forráða- mönnum Ríkissjónvarpsins að taka til sýninga heimildamynd Hannesar samhliða því að ævisaga hans um Kiljan kemur út fyrir jólin kemst maður ekki hjá því að taka undir með Marx að í endurtekningunni eru hinir miklu atburðir og persón- ur mannkynssögunar skrípaleikur. En það sorglegasta við málið er þó það, að hanaslagurinn um ævi- söguritunina sjálfa er ekki kjarni þessa skrípaleiks, heldur er það hin kolbláa meðferð valds og sú stjórn- sýsla sem enn einu sinni gerir vart við sig. Hvað svo sem menn annars segja um einstaka þætti Borgar- nesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá er athyglisvert að það virðast sífellt vera að gefast til- efni til að rifja hana upp! ■ BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ stjórnmálafræðing- ur skrifar um stjórnsýslu og Laxnessmálið. ■ Bréf til blaðsins Fréttir til sölu? Góð loforð að efna Að lifa með örorku Öryrki skrifar: Örorka er ávísun á fátækt. Aðeiga ekki til hnífs og skeiðar er sennilega eitt það versta sem hægt er að upplifa. Flestir sem eru vinnufærir lenda af og til í að verða peningalausir en eiga möguleika á að bjarga sér sé heilsan í lagi. Ég þekki þetta af eigin reynslu. Einu sinni var ég við góða heilsu og átti gott líf. Ekkert skorti. Allt sem einn mað- ur gat hugsað sér að eiga og deila með öðrum hafði ég í mörg ár. Þessu hefur öllu verið svipt í burtu. Í dag er ég öryrki. Ég lifi ekki góðu lífi. Það er ekki hægt að lifa á örorkubótum. Allt sem lífið hefur upp á að bjóða kostar sitt. Hvað er hægt að gera þegar búið er að kaupa nauðsynjar og enginn afgangur er eftir? Við tekur sárs- auki og vonleysi, allt er skorið við nögl. Stundum hef ég ekki átt fyr- ir mjólk og brauði í marga daga. Hugsa sér að maður sem eitt sinn greiddi alla skatta og skyldur þarf nú að lifa við sára fátækt. Ég er bæði bitur og reiður. Hvers vegna er þetta svona? Ætli nokkur öryrki viti hvers vegna honum er ætlað að lifa í fátækt. Ég kenni ekki þjóðfélaginu um heldur tel vera skort á sannleika til ráðamanna. Fyrir kosningar lofar stjórnmálaflokkur öryrkjum betra lífi. Raunin verður önnur þegar efna á loforðin. Ég fór fyrst á örorku árið 1985 og hafði hærri laun en fyrrverandi kona mín sem vann fullan vinnu- dag. Örorkubætur í dag ná ekki lágmarkslaunum. Við sem lifum á bótum skiljum ekki hvernig ætlast er til að endar nái saman. Af og til lagast heilsan og ég get unnið fyr- ir mér. Þá finn ég stóran mun. Gleðin kemur aftur sem og sjálfs- traustið. Að missa heilsuna er ekki hægt að lýsa í orðum. Þarna gleymist hinn stóri þáttur í lífi ör- yrkjans. Nægir það ekki einstak- lingnum að búa við heilsubrest, þarf hann virkilega að berjast fyr- ir sómasamlegu lífi um leið? ■ ■ En það sorgleg- asta við málið er þó það, að hanaslagurinn um ævisögurit- unina sjálfa er ekki kjarni þessa skrípa- leiks, heldur er það hin kolbláa meðferð valds og sú stjórn- sýsla sem enn einu sinni gerir vart við sig. Um daginnog veginn ,,Í síðara skiptið sem skrípaleikur“ LANDSBANKINN Í LÚXEMBORG Aðsent fréttaefni frá opnun útibús bankans hefur vakið fréttamenn til umhugsunar um mikilvægi þess að vera á staðnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.