Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 19
19FÖSTUDAGUR 3. október 2003 STJÓRNMÁL „Ríkisstjórnarflokk- arnir héldu völdum út á kosninga- loforð sem kannski verður staðið við síðar, ef henta þykir,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um loforð Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks fyrir kosningar. „Ég veiti því hér sérstaka at- hygli að línuívilnunin sem Sjálf- stæðisflokkurinn hélt mjög á lofti fyrir kosningar á ekki að verða að veruleika fyrr en á næsta ári. Þetta er athyglisvert í því ljósi að Davíð Oddsson hafði lýst því að engin fyrirstaða væri fyrir því að taka upp línuívilnun í haust. Einar Oddur Kristjánsson sagði á fundi á Ísafirði um daginn að Davíð Oddsson hefði alltaf staðið við lof- orð sín,“ segir Guðjón. Hann segir merkilegt í hvaða farvegi hástemmd skattalækkun- arloforð ríkisstjórnarinnar séu komin. Eina skattalækkunin á þessu ári sé lækkun hátekju- skattsins. „Aðeins hálaunafólkið fær sitt en boðaðar skattalækkanir eru orðnar að samningamáli við verkalýðshreyfinguna,“ segir Guðjón. ■ dagróðrarbáta, nokkuð sem skipt- ir marga miklu, einkum á Vest- fjörðum. Á frægum fundi með kjósend- um á Ísafirði 23. apríl gaf Davíð Oddsson forsætisráðherra því undir fótinn að línuívilnun kæmi til framkvæmda strax eftir kosn- ingar. Eftirfarandi var haft eftir honum í Morgunblaðinu: „Ég tel að þetta eigi að geta komið til framkvæmda með haustinu; menn eigi að geta unnið að því, það er óþarfi að draga það neitt lengur.“ Haft var eftir Davíð að línu- ívilnunin hefði verið samþykkt á landsfundi og í henni fælist bót á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Davíð bætti því við að það þyrfti þó að nást sátt og samstaða um þessa leið. Hann hefði þó ekki heyrt andstöðu við hana hjá öðrum flokkum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar kemur fram að ívilnun verði tekin upp fyrir dagróðrar- báta með línu til að styrkja hags- muni sjávarbyggða. Babb í bátinn Eftir kosningar kom babb í bát- inn. Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra stillti málum þannig upp að til að taka upp línuívilnun þyrfti að afnema byggðakvóta. Hann hefur sagt að ekki sé hægt að uppfylla loforð um línuívilnun nema með lagabreytingu og það geti því ekki orðið fyrr en á næsta fiskveiðiári. Sjávarútvegsráð- herra hefur sagt að hann hafi haft um þetta fullt samráð við Halldór Ásgrímsson, formann Framsókn- arflokksins. Kristinn H. Gunnars- son, flokksbróðir Halldórs, hefur sagt að sjávarútvegsráðherra eigi að víkja ef hann geti ekki staðið við þetta loforð. Kristinn segist ekki munu standa að því að brjóta þessi loforð og að það sé algjör forsenda stjórnarsamstarfsins að staðið verði við loforðin um línu- ívilnun. Málið verður örugglega brátt rætt á Alþingi. „Það er þing- meirihluti fyrir málinu, burtséð frá afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Það er því engin ástæða til að draga málið úr hömlu og það á að gera þetta að lögum á haustþing- inu,“ sagði Kristinn við Frétta- blaðið fyrr í haust. Jarðgöngum frestað Í byrjun júlí ákvað ríkisstjórn- in að hafna öllum tilboðum í gerð vegganga til Siglufjarðar um Héð- insfjörð og frestaði framkvæmd- um fram til síðari hluta ársins 2006. Ástæðan var ótti við þenslu vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi. Guðmundur Guðlaugsson, bæj- arstjóri á Siglufirði, gaf lítið fyrir skýringar ráðamanna um að til- boð í göngin hefðu ekki verið nógu hagstæð og kallaði þær fyrirslátt. „Þetta er í hróplegri mótsögn við það sem stjórnmálmenn og ráðherrar sögðu fyrir kosningar. Við höfum ekki fundið fyrir þenslu á þessu svæði og finnst óskiljanlegt að það sé verið að slá af mjög arðbær samgöngumann- virki á slíkum stöðum. Menn eru þreyttir á því að það stenst ekki sem sagt er og treysta yfirlýsing- um ekki lengur,“ sagði Guðmund- ur í sumar. ■ GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Frestun línuívilnunar vekur sérstaka athygli. Formaður Frjálslynda flokksins um kosningaloforð: Hálaunafólkið fær sitt Útflutningur æðardúns: Verður brátt leyfður ÚTFLUTNINGUR Vegna nýrrar reglugerðar verður brátt heim- ilt fyrir Íslendinga að flytja æðardún til Bandaríkjanna. Þykir reglugerðin sérstök þar sem hún tekur eingöngu til æðardúns frá Íslandi en heimil- ar ekki almennan innflutning. Er það vegna þess að dúntekja hérlendis skaðar ekki fuglinn eins og víða annars staðar. Á heimasíðu Samtaka versl- unarinnar kemur fram að opnun þessa markaðar geti haft mikil og arðbær viðskipti í för með sér þar sem Bandaríkjamarkað- ur sé gríðarlega stór. ■ 90% húsnæðislán: Lítið um svör STJÓRNMÁL Hvorki Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, né Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra vilja tjá sig um hvernig verði staðið að því að upp- fylla kosningaloforð Framsóknar- flokksins um að hækka lánshlut- fall íbúðalána í 90%. Halldór vísaði á Árna með þeim orðum að málið félli undir hans verkahring. Þegar beðið var um viðtal við félagsmálaráðherra svaraði aðstoðarmaður hans og sagði Árna hafa ákveðið að fjalla ekki um málið opinberlega fyrr en einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar. Aðstoðarmaðurinn sagði vinnu málsins ganga vel og gott samráð við þá sem málið snertir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.