Fréttablaðið - 03.10.2003, Page 21

Fréttablaðið - 03.10.2003, Page 21
21FÖSTUDAGUR 3. október 2003 Á miðvikudag var birt grein ápólitík.is eftir Guðjón E. Guð- jónsson en þar lofar hann það hlut- verk sem Ungir jafnaðarmenn sinna. Guðjón tekur fram að það eigi ekki að vera hlutverk okkar að fetta fingur í starf þeirra sem hafa sinnt starfi á félagsmiðstöðvum á óeigingjarnan máta. Þá ætti frekar að ráðast í breytingar í þessum efn- um á framkvæmdastiginu úti í sveitarfélögunum. Ég skil ekki þessa röksemda- færslu þar sem það er okkar ótví- ræða hlutverk að gæta hagsmuna samfélagsins á breiðum grund- velli, því um það snúast stjórnmál. Við erum ekki að gagnrýna starfs- fólk félagsmiðstöðva sem innt hef- ur ómetanlegt starf af hendi síð- ustu áratugi. Ef Guðjón hefði fyl- gst með málefnastarfi UJ síðsum- ars misskildi hann ef til vill ekki þann tilgang sem vakir fyrir okk- ur með ályktanatillögum sem verða lagðar fram á landsþinginu nú um helgina. Tilgangur okkar er ekki að taka fram fyrir hendurnar á starfsfólki félagsmiðstöðva, heldur þvert á móti að tryggja að starfsemi félagsmiðstöðva eflist auk þess sem stofnað yrði til sam- bærilegs vettvangs sem myndi sinna þörfum næsta aldurshóps. Þar er þörfin brýn. Hin týnda kynslóð Aldurshópurinn 16-25 ára hefur ekki verið ofarlega í hugum stjórnvalda síðustu áratugi. T.d. hefur ekki verið ráðist í breyting- ar á þeim lögum sem snerta æsku- lýðsstarf síðustu 30 ár, þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu, s.s. breytt við- horf til áfengisneyslu, tilkomu fíkniefnavandans, nýrra neyslu- hátta ungmenna o.s.frv. Við erum pólitísk samtök, það er rétt, en hvers virði eru þau ef ekki má sýna metnað í einstökum málefn- um? Ef við sýnum ekki áhuga á málum aldurshópsins 16-25, hver gerir það þá? Að halda því fram að það sé ekki samboðið virðingu ungliðahreyfingar stjórnmála- flokks að reyna að hafa áhrif til hins betra í einstökum málefnum er óskiljanleg þröngsýni. Hagur samtakanna Þegar rætt er um hugsjónir getur verið að bæði formannsefn- in séu barmafull af hugsjónum. Ég tel mikilvægt að við einbeitum okkur að málefnum sem eru inn- an seilingar, því með öflugri og góðri málefnavinnu fáum við nýja félagsmenn á okkar band. Ég hef tekið afstöðu með Margréti Gauju Magnúsdóttur vegna þess að hún hefur komið fram með áherslur sem eru byggðar á innri þekkingu í þeim málaflokkum sem verða lögð til grundvallar á landsþinginu sem hefst í dag og ég ætlast til að við sem heilsteypt pólitísk samtök stingum þeim ekki undir stól eftir þingið. Þess vegna er þeim mun mikilvægara að við veljum okkur formann sem hefur þekkingu á málum sem við viljum leggja áherslu á, ekki bara mann sem er með stóra drauma um glæstan frama. Við berum öll hag samtakanna ofar í brjósti. ■ Endurkoma flokkanna Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðar- manna í Reykjavík, skrifar: Ég er pólitískur. Um tíma varþetta ekki staðhæfing sem fékk fólk til að sperra eyrun. Pólitískt starf átti í nokkurri kreppu á fyrri hluta síðasta ára- tugar. Fáir sóttu fundina og fé- lagsmönnum fækkaði sem voru virkir í starfi sinna flokka. Þetta hefur þó sem betur fer verið að breytast. Í dag þykir ekki lengur fínt að vera illa upplýstur um þjóð- málin. Líklega hefur tilkoma Netsins haft mikið um þetta að segja þar sem upplýsingaöflun hefur orðið auðveldari og yngri kynslóðir í fyrsta sinn haft for- skot á þær eldri í öflun þekking- ar. Merking hugtaksins „Pólitík“ hefur líka verið að víkka á ný. Það er ekki lengur samnefnari þurra hagtalna eða flókinna lagasetninga. Það er aftur komið á varir venjulegs fólks sem veit að valdið liggur hjá hinum al- menna kjósanda. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að þröskuldurinn til að hafa áhrif er ekki eins hár og sumir halda. Auðvelt er að koma málum sínum á framfæri í þessu fjölmiðlasamfélagi. Ekki þarf að klífa háa múra til að hafa áhrif innan flokk- anna. Þetta er gott. Pólitík er allt í kringum okkur. Hvaða áhrif viljum við hafa og hvaða væntingar höfum við til samfé- lagsins? Íslendingar allir búa yfir brennandi hugsjónum og mikl- um skoðunum. Þeir hafa skýra framtíðarsýn og gríðarlegan áhuga á félagsstörfum. Þessa krafta, atorku og fjölda hugmynda þurfum við að virkja aftur inn í flokkana. Við þurfum að gera flokkana aftur að fjöldahreyfingum. Fá hinn al- menna borgara til að ganga til liðs við okkur og til að starfa inni í flokknum. Koma með fjöl- skyldu sína. Fleiri hugmyndir geta aðeins fætt af sér fleiri lausnir. Lýðræði í flokkakerfi eins og okkar er ekki að fullu virkt nema kjósendur starfi einnig innan flokkanna. Hafi áhrif á stefnuna, uppröðun á lista og tryggi heilbrigða endurnýjun úr stórum hópi hæfra einstaklinga. Ég trúi því að tími flokkanna sé runninn upp á ný og því að það séu spennandi tímar fram undan í stjórnmálastarfinu. Ég hef haft mikla ánægju af því að þjóna Samfylkingunni og ungliðum hennar sem formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík. Ég er bjartsýnn á að sá kraft- ur sem er í stuðningsmönnum Samfylkingarinnar muni skila okkur til áhrifa í íslensku sam- félagi þegar fram líða stundir. Ég óska eftir stuðningi til að leiða starf ungliðahreyfingar- innar allrar og vona að sem flestir eigi kost á að styðja mig í kosningunum í dag. ■ ■ Bréf til blaðsins Andsvar JÓHANN HJALTI ÞORSTEINSSON ■ frambjóðandi í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna skrifar um æskulýðs- starf í landinu. Félagsmiðstöðvar – mikilvægur vettvangur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.