Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 38
38 3. október 2003 FÖSTUDAGUR Þýskaland - Ísland í undankeppni EM: Íslendingar fjölmenna FÓTBOLTI Búast má við hátt í 2.500 íslenskum áhorfendum á leik Þýskalands og Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á AOL-leikvangin- um í Hamborg þann 11. október næst komandi. Knattspyrnusamband Ís- lands fékk um 2.200 til sölu sem eru fyrir löngu uppseldir. Mið- arnir voru bæði seldir hér heima sem og til Íslendinga sem búsettir eru í Þýskalandi. Ein- hverjir kræktu sér einnig í miða á annan hátt en í gegnum KSÍ. Íslensku áhorfendurnir verða flestir í hólfum fimmtán og sextán sem eru í vesturstúku AOL-vallarins, á móts við annan vítateiginn. Skipulagðar ferðir eru á veg- um ferðaskrifstofa og munu flestir áhorfendanna fara til Hamborgar á föstudag. Auk áhorfendanna munu tæplega þrjátíu fjölmiðlamenn fara á leikinn. ■ Bjarni hættur hjá Grindavík Bjarni Jóhannsson er hættur þjálfun knattspyrnuliðs Grindavíkur. Sameiginleg ákvörðun Bjarna og knattspyrnudeildar Grindavíkur. Þrjú lið í efstu deild án þjálfara. FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnudeild- arinnar Grindavíkur tilkynnti í gær að deildin og Bjarni Jóhann- son þjálfari hefðu komist að sam- komulagi um starfslok þjálfarans. Bjarni var ráðinn þjálfari Grinda- víkur haustið 2001 og gerði fjög- urra ára samning með uppsagnar- ákvæði 1.-15. október hvert ár. „Við vorum búnir að ræða fram og til baka um þessi mál frá því móti lauk og þetta er sameiginleg niðurstaða,“ sagði Bjarni. „Það eru engin illindi þarna á milli. Þetta var gert í mesta bróðerni.“ Í tilkynningu sem Grindvíking- ar sendu frá sér segir að Bjarni hafi starfað við erfiðar aðstæður og stúkubygging og skattamál hafi vegið þyngst í rekstri deildarinn- ar. Auk þess hafi nýir leikmenn ekki nýst félaginu sem skyldi vegna meiðsla og annarra utanað- komandi aðstæðna. Stærsta áfallið í leikmannahópnum hafi verið að missa Grétar Hjartarson í meiðsli fyrir keppnistímabilið. „Sumarið var erfitt í Grindavík þetta árið,“ sagði Bjarni. „Margar ófarsælar ákvarðanir teknar og gengi liðsins dapurt og langt undir væntingum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þjálfarinn taki pokann sinn. Nú er þessi kafli að baki og ég get með góðri sam- visku snúið mér að einhverju öðru.“ Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur segir í tilkynningunni að hún eigi hlut í því hvernig liðinu gekk á nýafstöðnu Íslandsmóti. Liðið endaði í sjötta sæti deildar- innar og rétt slapp við fall. Stjórn- in vill enn fremur ítreka þakkir til Bjarna fyrir gott samstarf. Jónas Þórhallsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir að enn sé ekki búið að finna eftirmann Bjarna. Þrjú félög í efstu deild eru því án þjálfara. Ásgeir Ásgeirsson, formaður Meistaraflokksráð Fylk- is, segir að ekki sé búið að finna arftaka Aðalsteins Víglundssonar, sem sagt var upp störfum fyrir skömmu. „Vonandi tekst okkur að ganga frá þjálfaramálum í þessum mánuði. Við ætlum að flýta okkur hægt,“ sagði Ásgeir. „Við erum að skoða ýmis mál en ég get ekki sagt neitt að svo stöddu,“ segir Finnur Thorlacius, formaður Fram fótboltafélags Reykjavíkur, en staðfesti þó að stjórn liðsins hafi þreifað fyrir sér bæði utan lands sem innan. ■ Vet rar sól 24. 930kr.. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante Beint leigu- flug me› Icelandair í allan vetur! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Tilbo› 5. og 19. nóv. í 2 vikur: Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Tilvali› tækifæri til a› stytta veturinn. TIL KATAR Spænski knattspyrnumaðurinn Josep Guardiola sést hér á æfingu hjá Al Ahli fé- laginu í Katar. Guardiola skrifaði undir eins árs samning við félagið. Auk Guardiola leika Steffan Effenberg frá Þýskalandi og Fernando Hierro í Katar. FÓTBOLTI „Afsakið, en liðið er full- mannað,“ sagði á miða sem festur var á hurð á búningsklefa enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea þeg- ar fréttist að Brasilíumaðurinn Rivaldo hefði áhuga á að ganga til liðs við félagið fyrir skömmu. Stjórn Chelsea hefur verið iðin við leikmannakaup síðustu vikur og mánuði. Nú er svo komið að Claudio Ranieri á í erfiðleikum með að velja framherjapar enda úrvalið mikið. Vandi Ranieri er þó meiri því hann á einnig í vand- ræðum með að tjá sig við hinn fjölþjóðlega leikmannahóp. „Hernan Crespo, Adrian Mutu og Claude Makelele tala ekki ensku. Fyrst gef ég leiðbeiningar á ensku, síðan á ítölsku eða spænsku,“ segir Ranieri, sem sjálfur talaði litla sem enga ensku þegar hann kom til Chelsea fyrir þremur árum. Auk áður- nefndra leikmanna eru Dani, Kamerúni, Nígeríumaður, Þjóð- verji, Portúgali, Íri og Skoti í leikmannahópi Chelsea. Leik- menn verða því oft að leita á náð- ir samherja til að skilja þjálfar- ann enda hafa þeir komið víða við á knattspyrnuferlinum. ■ CLAUDIO RANIERI Ranieri hefur átt í erfiðleikum með að koma skilaboðum áleiðis til hins fjölþjóðlega leikmannahóps Chelsea. Claudio Ranieri: Samskiptavandamál hjá Chelsea AÐALSTEINN VÍGLUNDSSON Var sagt upp störfum hjá Fylki. GRINDAVÍK Féll úr leik gegn Kärnten í Uefa-bikarnum. Bjarni Jóhannsson er hættur með liðið. Þýskaland - Ísland: Óvíst með Ballack FÓTBOLTI Óvíst er hvort Michael Ballack geti leikið með Bayern München gegn Herthu Berlín um helgina sem og með þýska landslið- inu gegn Íslendingum þann 11. október vegna ökklameiðsla. Ballack meiddist í leik með Bayern, sem gerði 1-1 jafntefli við Anderlecht á þriðjudag. Hann hef- ur ekki getað æft síðan og segir alls óvíst hvort hann verði leikfær um helgina. Talsmaður Bayern segir að ef Ballack leiki ekki á laugardag verði hann að öllum líkindum ekki með. Ballack var í liði Þjóðverja á Laugardalsvellinum. ■ AOL-VÖLLURINN Íslensku áhorfendurnir verða flestir í hólfum fimmtán og sextán.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.